Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2012, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 03.03.2012, Qupperneq 94
3. mars 2012 LAUGARDAGUR54 54 menning@frettabladid.is Sviðslistahópurinn 16 elsk- endur frumsýnir á morgun Sýningu ársins, verk sem ætlað er að koma til móts við leikhúsþarfir landans. „Við erum leitandi hópur sem hefur verið að vinna með leik- húsformið og langaði að komast að því hvað Íslendingar vilja sjá í leikhúsi,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason úr sviðslistahópnum 16 elskendur sem frumsýnir á morgun, sunnudaginn 4. mars, verkið Sýning ársins í Rúgbrauðs- gerðinni, Borgartúni 6. Samkvæmt hópnum er um að ræða sviðslista- viðburð fyrir alla Íslendinga og leitast hann við að koma til móts við „leikhúsþarfir“ landans með sýningunni. Uppleggið er að sönnu óvenju- legt, en í samvinnu við Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands hefur leikhópurinn látið gera skoðana könnun á því hvað Íslend ingar vilja sjá á sviði. Sýning ársins er svo unnin beint upp úr niðurstöðunum sem fengust frá 1.400 manna úrtakinu. Ragnar segir ýmislegt hafa komið í ljós varðandi leikhúsóskirnar. Til að mynda kjósa þeir sem fylgja Framsóknarflokknum að málum helst að hafa leikara léttklædda á sviðinu, karlmenn vilja upp- lifa reiði í leikhúsi, kvenfólk kýs heldur ást, og reyndar ellilífeyris- þegar einnig, og fleira í þeim dúr. „Svo voru þátttakendur líka spurðir um eftirlætis leikara og leikkonur sínar. Í framhaldi af því fengum við þau Ilmi Kristjáns- dóttur og Örn Árnason til liðs við okkur og þau leika í atriði sem allir vilja sjá. Einnig eru atriði sem enginn vill sjá sam- kvæmt rannsókninni, en í niður- stöðum hennar kom meðal annars fram að nokkur munur er á því hvernig lýsing hentar kynjunum. Konur vilja síst sjá litina gulan og appelsínu gulan á sviðinu en karlar vilja ekki sjá bláan, fjólubláan og bleikan,“ útskýrir Ragnar. Hann bætir við að vonir hópsins standi til að sýningin sé vinaleg, áhugaverð og geri gagn, en hún er unnin í mikilli samvinnu allra meðlima hópsins eins og fyrri sýningar. kjartan@frettabladid.is ÞAÐ SEM ÍSLEND- INGAR VILJA SJÁ SÝNING ÁRSINS Ragnar Bragason, annar frá vinstri í fremri röð, segir vonir sviðslista- hópsins 16 elskendur standa til að sýningin sé vinaleg, áhugaverð og geri gagn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ljóðatónleikar Gerðubergs verða endurvaktir í dag, 3. mars, klukkan 15, eftir sjö ára svefn. Þar koma fram Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona og systir hennar Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni verða sívinsæl, íslensk sönglög. Meðal höfunda má nefna Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Jón Þórarinsson og Árna Thorsteinsson. Signý og Þóra Fríða eiga langt og farsælt samstarf að baki. Mörg laganna sem þær flytja á laugar daginn hafa reglulega verið á efnisskrá þeirra bæði hérlendis og erlendis. Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 krónur en 1.500 fyrir eldri borgara og námsmenn. Íslensk sönglög í Gerðubergi SYSTURNAR Signý og Þóra Fríða flytja sívinsæl íslensk lög í Gerðubergi. Nemendaópera Söng skólans í Reykjavík sýnir Álfa- drottninguna eftir Henry Purcell í Gamla bíói, leik- húsi í dag, 3. mars klukkan 15.30. Flytjendur eru allir nemendur við framhalds- eða háskóladeild Söngskólans og langt komnir í námi, að sögn Ásrúnar Davíðsdóttur aðstoðar skólastjóra Söngskól- ans. „Þetta eru söngvarar sem við eigum eftir að heyra meira í í framtíðinni,“ segir hún. „Góður og glæsilegur hópur.“ Álfadrottningin er, ásamt Arthúr konungi, það verk sem kunnast er af svo nefndum maskleikjum sem voru í tísku á Englandi við upphaf óperunnar í Evrópu. Verkið er unnin upp úr Jónsmessunæturdraumi Shakespeares og var frumsýnt 1692 en hefur aldrei verið flutt í heild á Íslandi. Hins vegar hafa oft hafa verið fluttir úr því kaflar og svo verður einnig nú. Stjórnendur verksins í dag eru Janet Haney píanóleikari sem er, að sögn Ásrúnar, sérhæfð í að vinna með söngvurum og kann meira og minna öll óperuhlutverk, auk þess að spila á píanóið – og Sibylle Köll, tónlistar- og ballettkennari sem sér um listrænar hreyfingar fólksins á sviðinu. Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík hefur starfað frá 1982 og á þeim tíma sett upp þrjátíu og fjórar sýningar – Álfadrottningin er sú þrítugasta og fimmta. - gun Álfadrottning á svið SUNGIÐ AF INNLIFUN Flytjendur eru allir langt komnir í námi við Söngskólann í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EINVÍGI ALDARINNAR Í tilefni þess að í ár eru liðin fjörutíu ár frá skákeinvígi Fischers og Spasskís í Laugardalshöll má sjá sýninguna Einvígi aldarinnar, Fischer og Spassky – 40 ár í Horni á 2. hæð í Þjóðminjasafni Íslands. Á sýningunni eru munir og myndir sem tengjast skákeinvíginu 1972. Sýningin stendur frá 3. mars til hausts 2012.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.