Fréttablaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 96
3. mars 2012 LAUGARDAGUR56
45 ára afmælistónleikar Skóla-
hljómsveitar Kópavogs fara fram
á morgun, sunnudaginn 4. mars,
klukkan 17 í Eldborgarsal Hörpu.
Alls koma fram um 150 börn
og unglingar á aldrinum 9 til 19
ára og er hópnum skipt í þrjár
hljómsveitir eftir aldri og getu.
Æfingar hafa staðið í allan vetur.
Tónlist af ýmsum toga, bæði
gömul og ný, er á boðstólum á
tónleikunum. Af efnis skránni má
nefna mars úr Tannhäuser eftir
Wagner, lög eftir Sigfús Hall-
dórsson og Mugison, J.S. Bach
og Holst, Strauss-valsa og ýmis
tónverk samin sérstaklega fyrir
blásarasveitir.
Fyrstu æfingar Skólahljóm-
sveitar Kópavogs voru á haustmán-
uðum árið 1966 en afmælisdagur
sveitarinnar er ávallt miðaður við
fyrstu tónleikana sem fram fóru
við Kársnesskóla þann 22. febrúar
1967. Hljómsveitin hefur alla tíð
verið ein af virkustu skólahljóm-
sveitum landsins og hefur haldið
fjölda tónleika bæði innan lands og
utan.
Stjórnandi er Össur Geirsson.
45 ára afmæli í Hörpu
45 ÁRA Hluti Skólahljómsveitar
Kópavogs á Vínartónleikum.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 03. mars 2012
➜ Tónlist
13.00 Tónlistarveisla verður haldin í
Salnum, Kópavogi. Kennarar Tónlistar-
skóla Kópavogs standa fyrir tvennum
tónleikum í TKTK tónleikaröðinni.
Almennt verð á tónleikana er kr. 1.000,
en frítt er fyrir nemendur skóland, for-
ráðamenn þeirra og öll börn 12 ára og
yngri.
13.00 Skuggamyndir frá Býsans spila
fyrir gesti og gangandi á 2.hæð Hörpu.
Tónleikarnir eru í samstarfi við Amnesty
International undir yfirskriftinni Lykillinn
að framtíð þeirra. Aðgangur er ókeypis.
15.00 Maya Dunietz verður með
lifandi flutning í sal Kaldalóns í Hörpu,
sem hluti af Tectonics tónlistarhátíðinni.
15.00 Signý Sæmundsdóttir sópran-
söngkona heldur tónleika í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi ásamt systur
sinni, píanóleikaranum Þóru Fríðu
Sæmundsdóttur. Á efnisskránni verða
sívinsæl íslensk sönglög eftir nokkur af
okkar fremstu tónskáldum. Aðgangs-
eyrir er kr. 2.000, en kr. 1.500 fyrir eldri
borgara og námsmenn.
16.00 S.L.Á.T.U.R og Sinfóníuhljómsveit
Íslands flytja Horpma III eftir Guðmund
Stein Gunnarsson, og The Ventriloquist
eftir Charles Ross í sal Norðurljósa í
Hörpu. Tónleikarnir eru hluti af tónlistar-
hátíðinni Tectonics í Hörpu.
16.00 Mathias Susaas Halvorsen
píanóleikari spilar verk eftir Mozart,
Schuman og Poulenc á Gljúfrasteini.
Aðgangur er kr. 1.000 og eru allir vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
17.00 Herdís Anna Jónasdóttir sópran
ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og
Drengjakór Reykjavíkur, frumflytur verk
Frank Denyer, The Colours of Jellyfish
í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir eru
hluti af tónlistarhátíðinni Tectonics.
17.00 Sinfóníuhljómsveit Íslands,
ásamt Katie Buckley, hörpuleikara,
frumflytja verk Jesper Pedersen, Electric
Light Orchestra. Tónleikarnir eru hluti af
tónlistarhátíðinni Tectonics í Hörpu.
18.30 Í Norðurljósasal Hörpu flytur
Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk Berg-
þórs Pálssonar, sögumanns, verk Bene-
dict Mason, third music for a european
concert hall. Tónleikarnir eru hluti af
tónlistarhátíðinni Tectonics í Hörpu.
19.30 Á Nasa verður haldinn stærsti
þungarokksviðburður Reykjavíkur þegar
sex íslenskar þungarokksveitir keppast
um að verða fulltrúi Íslands á Wacken
Open Air í ágúst. Miðaverð er kr. 2.500.
20.00 John Tilbury, píanóleikari, flytur
verk Morton Feldman, Palais De Mari, í
Eldborgarsal Hörpu. Að því loknu slæst
Oren Ambarchi, rafmagnsgítarleikari, í
hópinn og flytja þeir spunadúett. Tón-
leikarnir eru hluti af tónlistarhátíðinni
Tectonics í Hörpu.
21.00 Bar 11 býður upp á Rockabillí
tónleika í hæsta gæðaflokki. Rockabillí-
kóngurinn Smutty Smiff mætir með
hljómsveit sína Smutty’s 302. Aðgangur
er ókeypis.
22.00 Helgi Björns og Reiðmenn
Vindanna halda tónleika á Græna
Hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr. 2.900.
22.00 Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar, Skólahljómsveit Austurbæjar,
Skólahljómsveit Kópavogs og Skóla-
hljómsveit Mosfellsbæjar og Grafarvogs
flytja verk Luciano Berio, Accordo for
four brass bands í anddyri Hörpu. Tón-
leikarnir eru hluti af tónlistarhátíðinni
Tectonics í Hörpu.
22.30 Lokahóf Tectonics tónlistarhá-
tíðarinnar verður haldið í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
23.00 Magnús Einarsson og Tómas
Tómasson skemmta á Ob-La-Dí, Frakka-
stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Tónleikar
20.00 Baldursbræður efna til
skemmtikvölds þar sem þemað verður
Bítlarnir. Hljómsveitin Baldur leikur og
syngur Bítlalög, ásamt Karlakór Odd-
fellowbræðra. Stúlknakvartett syngur
dans ★★★ ★★
ÚPS!
Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan
sýnir í Tjarnarbíói
Leikstjóri: Víkingur Kristjánsson.
Flytjendur: Hannes Óli Ágústsson,
Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka
Sigríður og Ragnheiður Bjarnar-
son, tónlist: Gísli Galdur Þorgeirs-
son, leikmynd: Tinna Ottesen.
Fimmtudagskvöldið 1. mars frum-
sýndi Íslenska hreyfiþróunarsam-
steypan þriðja dansleikhúsverkið
sitt þar sem sóttur er innblástur
í verk Williams Shakespeares. Í
þetta sinn voru gamanleikirnir
skoðaðir í því markmiði að velta
fyrir sér húmor þá og nú. Í verkinu
voru teknar til um fjöllunar allar
gerðir húmors, öll trixin í bókinni
sýnd. Þátttakendurnir duttu á
bossann, runnu á bananahýði,
eltust við draumsýnir og mis-
skilning, sögðu grófa og niðrandi
brandara og grínuðust hvert með
annað. Þeir voru klaufar, trúðar
og allt það annað sem finna má í
gaman þáttum, gamanleikritum,
gamanmyndum, uppistandi og
öðru því sem gaman á að vera að.
Efnislega var Shakespeare í fjar-
lægum bakgrunni þó að vel mætti
sjá beina skírskotun í verk hans
í sumum atriðunum. Andi hans
sveif þó yfir vötnum, ekki síst
vegna snilldarlega gerðra búninga.
Sviðsmynd verksins var falleg og
gaf verkinu klaufalegan en um leið
ævintýralegan blæ. Lýsingin vann
algjörlega með sviðsmyndinni og
tónlistin var þegar henni bar en
annars ekki.
Umfjöllunarefni dans verksins
Úps! er grín í víðri merkingu.
Sýningin sjálf er líka partur af
umfjöllunarefninu að því leyti
að hún er uppfull af sviðsettum
klaufaskap, mistökum og vand-
ræðagangi sýnendanna. Ofan á
allt þetta er æfingaferlið og undir-
búningur sýningarinnar partur af
gríninu. Afhjúpaðir eru árekstrar
sem upp koma í mótunarferlinu
meðal annars á milli listformanna,
leiklistar og dans, gert er grín að
samspili þessara listforma sem og
samvinnu einstaklinganna sem
unnu að sýningunni.
Þessi marglaga efnistök kölluðu
á margbreytilega fram setningu
efnisins. Það komu fram kaflar
þar sem skýr kóreógrafía réð
ríkjum, sýnendur komu líka fram
og fluttu sín atriði líkt og uppi-
stand, talað var til áhorfenda í
fyrir lestrastíl og gripið var til
tækni trúðsins, leikarans og dans-
arans. Verkið náði því ekki að
renna sem fastmótuð heild heldur
upplifðist sem samansafn atriða
sem öll áttu það sameiginlegt að
vera grín. Brotin voru skemmti-
leg og í sumum þeirra mátti finna
hárbeittar athugasemdir innan
gamanseminnar. Það að safna
saman öllu þessu gríni á einn stað
og gera síðan grín að því er í sjálfu
sér frábær hugmynd sem hópnum
tókst að vinna vel úr. Hugmyndin
kallaði samt á sterkari efnistök
því að grín er dauðans alvara þó
að það sé til gamans gert.
Frammistaða þátttakandanna
var ágæt. Þau skiluðu sínu á
afslappaðan hátt og mynduðu góða
heild. Sýningin Úps! ber þess þó
merki, eins og flestar þær dans-
sýningar sem settar eru upp hér á
landi, fyrir utan sýningar Íslenska
dansflokksins, að danslistamenn
fá ekki nægilega mörg tækifæri
til að halda sér við í listinni. Því
til þess að vera atvinnumanneskja
í einhverri grein verður að stunda
hana oft og mikið allan ársins
hring. Sesselja G. Magnúsdóttir
Niðurstaða: Efnisval sýningarinnar er
frumlegt og aðstandendum hennar
tekst að skemmta áhorfendum með
uppátækjum sínum. Það vantar
samt upp á skýrari þráð til að skapa
sterkari heild.
Smá djók
KLAUFAR, TRÚÐAR OG ALLT ANNAÐ Umfjöllunarefni Úps! er grín í víðri merkingu.
LA BOHÈME
GIACOMO PUCCINI
HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · GISSUR PÁLL GISSURARSON / ÞÓRA EINARSDÓTTIR · GARÐAR THÓR CORTES
ÁGÚST ÓLAFSSON · HRÓLFUR SÆMUNDSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON
HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON
HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES
LEIKMYND: WILL BOWEN · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR · LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON
FÖSTUDAGINN 16. MARS KL. 20 - FRUMSÝNING
LAUGARDAGINN 17. MARS KL. 20 - 2. SÝNING
LAUGARDAGINN 31. MARS KL. 20 - 3. SÝNING
SUNNUDAGINN 1. APRÍL KL. 20 - 4. SÝNING
LAUGARDAGINN 14. APRÍL KL. 20 - 5. SÝNING
FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 20 - LOKASÝNING
MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS