Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2012, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 03.03.2012, Qupperneq 98
3. mars 2012 LAUGARDAGUR58 folk@frettabladid.is 50% lifsstill@frettabladid.is 58 Tekkhúsgögn frá sjöunda áratugnum njóta mikilla vinsælda. Kreppan varð til þess að fólk kaupir mikið af notuðum húsgögnum og lætur gera þau upp hjá bólstrurum. HEIMILI „Það eru rosalega skemmtilegar breytingar í gangi,“ segir húsgagnasalinn Arnar Laufdal Aðalsteinsson. Notuð húsgögn njóta gríðar- legra vinsælda í dag og þá sér- staklega tekkhúsgögn. Arnar hefur selt notuð húsgögn í 20 ár og rekur í dag verslunina Notað og nýtt í Kópavogi. Hann segir stemninguna hafa gjörbreyst á síðustu árum, fólk vilji fá peninga fyrir það sem það á og að ásókn- in í notuð húsgögn hafi stóraukist. „Ég byrjaði í kringum 1990 með verslun sem hét Skeifan - hús- gagnamiðlun,“ segir Arnar. „Ég rak hana í 15 ár og hætti 2007, þá var orðið mjög lítið að gera í þessu. Þá henti fólk þessu gamla drasli og keypti nýtt. Svo byrjaði ég aftur nú í haust og mér finnst landslagið hafa gjörbreyst.“ Gamalt tekk nýtur mikilla vin- sælda, sérstaklega hjá ungu fólki að sögn Arnars. Hann fær tekkið aðallega úr dánarbúum og segir fólk meðvitað um hversu vinsæl húsgögnin eru. „Ég er oft í smá erfiðleikum með að ná fólki niður á jörðina með verðið á þessu. Sumir halda að ef þeir eigi tekk skáp, þá séu þeir orðnir milljóna mæringar,“ segir Arnar í léttum dúr. „En svo er tekk ekki sama og tekk. Þetta gamla danska er til dæmis vin- sælla en þetta nýrra sem hefur verið framleitt í Noregi.“ Það hefur einnig færst í aukana að fólk láti bólstra gömul hús- gögn. Hafsteinn Sigurbjarnason í HS bólstrun tekur undir það. „Það hefur aukist. Fólk er farið að spá meira í hvort það sé með vandað upplag af húsgögnum í höndunum og hvort það borgi sig að taka þau í gegn. Yfirleitt með vandaðri og betri húsgögn þá borgar það sig,“ segir hann. atlifannar@frettabladid.is Fólk kaupir og lætur gera upp gömul tekkhúsgögn MATUR Þrír erlendir kokkar keppa í dag í Hörpu um titilinn kokkur ársins á hátíðinni Food and Fun. Þeir munu athafna sig í eldhúsi Hörpudisksins og keppnin verður sýnd beint á sjónvarpsskjáum sem verða í höllinni. „Þetta er nýbreytni í anda sjón- varpsþáttanna sem eru í gangi. Þetta er svona Gordon Ramsay- fílingur,“ segir Jón Haukur Baldvins son hjá Food and Fun. Kokkarnir munu elda forrétt, lamb og bleikju en koma með eftirrétt með sér. Þrír dómarar munu sitja við borð og dæma matinn sem þeir elda. „Fólk getur fylgst með þeim á meðan þeir eru að smakka og getur kynnst hvernig þeir dæma,“ segir Jón Haukur. Spurður hvort mikið verði um öskur og læti líkt og í sjón- varpsþáttum Ramsay efast hann um það. „Þetta er ekki sá stíll. Þeir eru það frægir, nánast allir Michelin- kokkar. Þeir eru á sama kaliberi og Gordon, þannig að það verður enginn Gordon að öskra á þá. Það fer frekar að þeir öskri á Gordon.“ Sautján veitingastaðir taka þátt í Food and Fun, sem er haldin í ellefta sinn og lýkur á morgun. Að sögn Jóns Hauks hafa bókanir sjaldan verið jafn margar og núna. Hann segir öruggt að hátíðin verði haldin til 2014 enda var nýlega gerður tveggja ára samningur við Samtök iðnaðarins, Icelandair og Reykjavíkur borg. Iceland Naturally er einnig stór styrktaraðili hátíðar- innar. Keppnin í dag hefst klukkan 12 og stendur yfir til 15 og eru allir boðnir velkomnir í Hörpuna að fylgjast með. - fb Beint úr eldhúsinu Í ELDHÚSINU Jakob Mielcke, einn af erlendu kokkunum sem taka þátt í Food and Fun-hátíðinni, að störfum í eldhúsinu. MYND/SIGURJÓN RAGNAR TEKKIÐ VINSÆLT Arnar hefur tekið eftir stóraukinni ásókn í notuð húsgögn eftir 20 ár í bransanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Opinn sjóðfélagafundur Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar Lífeyrissjóður Neskaupstaðar boða til sameiginlegs sjóðfélagafundar á Grand Hótel við Sigtún þann 13. mars nk. kl. 17 Farið verður yfir rekstur og afkomu Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og lífeyris- sjóða í hans rekstri í ljósi nýútkominnar skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða um úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Nánari upplýsingar og dagskrá verður birt síðar á heimasíðu Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga: www.lss.is og verður þar krækja þar sem hægt verður að fylgjast beint með fundinum á vefnum. Hægt verður að fylgjast beint með fundinum þann 13. mars á slóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/sjodfelagafundur-lss/ Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga - Sigtúni 42 – 105 Reykjavík – sími 5 400 700 lss@lss.is – www.lss.is AF BRJÓSTAHALDARAEIGN kvenna liggur ónotuð í skápunum. Þetta sýna breskar kannanir á vegum fyrirtækisins Under Armour en helstu ástæður þessa ku vera að konur taka útlitið fram yfir þægindi undirfatnaðar við kaup en nota brjóstahaldarann svo aldrei af því hann er óþægilegur. HEILSA Eldra fólk á auð veldara með svefn og þjáist síður af svefn truflunum eða þreytu ef marka má nýja rannsókn sem framkvæmd var í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem náði til 155.000 full orðinna einstaklinga, voru birtar í blaðinu SLEEP í síðustu viku og báru með sér að fólk 80 ára og eldra hefði yfir minnstu að kvarta í þessum efnum. Svo virðist sem svefnvandamál aukist hjá fólki á aldrinum 40 og 59 ára, sérstak- lega konum, en minnka svo aftur. „Þessar niðurstöður eru andstætt við það sem flestir halda,“ sagði Dr. Michael Grandner sem stýrði rannsókninni og bætti við að þær kölluðu eftir því að skoða þyrfti það sem vitað væri um svefn eldra fólks. Rannsóknin var framkvæmd þannig að lagðar voru spurningar fyrir þátttakendur í gegnum síma og þeir látnir meta sig sjálfir. Grandner viðurkenndi því að minni væntingar eldra fólks til svefns síns gætu haft áhrif á niðurstöður. Áttræðir sofa betur MINNI VANDAMÁL. Gera má ráð fyrir að svefninn batni með aldrinum. MATUR Spergilkál er ekki aðeins hollt og gott, heldur getur það líka spornað gegn og hjálpað til við að lækna krabbamein. Áður hafa verið gerðar rannsóknir þar sem komið hefur í ljós að spergilkál er fullt af efninu súlfúr sem vinnur gegn vissum genum sem stuðla að krabbameini. Meðal annars birtist rannsókn árið 2010 þar sem súlfúr drap brjóstakrabbameinsfrumur í músum á rannsóknarstofu og náði einnig að koma í veg fyrir að nýjar mynduðust. Í nýrri rannsókn sem birtist í blaðinu Clinical Epigenetics hefur þó verið varpað ljósi á að súlfúr getur haft áhrif á krabbamein í gegnum svo- kallaða DNA-metýleringu. Dr. Emily Ho, sem var ein þeirra sem stóð að rannsókninni, sagði DNA- metýleringu virka þannig að hún hjálpi til við að slökkva á vissum genum og stjórni þannig hvaða genahlutar hafi samskipti við frumur líkamans. Þegar krabbamein myndast er það vegna þess að þessi samskipti ruglast. Spergilkál gegn krabbameini FULLT AF SÚLFÚR Spergilkál er fullt af efninu súlfúr, sem vinnur gegn krabbameins- frumum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.