Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 8
14. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR8 Erfiðleikar við að flytja Icesave í breskt dótturfélag urðu til þess að Árni fór að efast um að sú staða sem stjórnvöldum væri kynnt væri raunveruleg staða íslensku bankanna. Icesave sýndi veikleika bankanna Hann sagði fyrir Landsdómi í gær að á yfirborðinu hefði Landsbankinn, eins og hinir bankarnir, virst með góð lánasöfn og dreifða áhættu, og allir hefðu þeir skilað hagnaði. Á þessum tíma hefðu stjórnvöld talið að vandi þeirra væri vegna erfiðleika við að afla lausafjár. Árni sagði að þegar bresk stjórnvöld hefðu fundið því allt til foráttu að taka við Icesave-reikningunum hefðu farið að renna á hann tvær grímur og hann hefði farið að efast um að staða Landsbankans, og í kjöl- farið hinna íslensku bankanna, væri jafn sterk og af hefði verið látið. Þegar maður þekkir söguna veit maður hvenær síðari heimsstyrjöldin byrjaði og hvenær hún endaði, og þá hættir manni til að hugsa um hana með hliðsjón af því hvernig hún endaði. Árni sagði erfitt að aðskilja það sem hann viti nú og það sem hann hafi vitað fyrir hrun. Margt rangt hefur verið sagt um þá skýrslu, sem gott væri að geta leiðrétt. Tryggvi Pálsson um skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem birtist vorið 2008. Ég minnist þess á engan hátt að Tryggvi Þór Herbertsson hafi komið þar að. Tryggvi um björgun á erlendri greiðslu- miðlun Seðlabankans, en Tryggvi Þór sagði í sínum vitnisburði fyrir Landsdómi að hann hefði í raun bjargað henni. Við hefðum aldrei getað þvingað Bretana til að taka við Icesave. Árni sagði að lítið hefði verið hægt að gera til að flytja Icesave-reikningana í dótturfélag seint á árinu 2008. Það er best að lesa ekkert upp úr þessu, þetta er allt á útlensku. Saksóknarinn hætti við að lesa upphátt úr gögnum. Má ég, formaður dóms, fá að bæta fjórum tölum við kennitöluna? 3439. Tryggvi mundi ekki kennitöluna sína við byrjun skýrslutöku, en kippti því í liðinn við lok hennar, um tveimur og hálfum tíma síðar. Þeir náttúrulega hrópuðu upp á þessum tíma að verið væri að ræna þá. Tryggvi um stærstu eigendur Glitnis þegar ákveðið var að þynna út hlutafé þeirra. Geir H. Haarde fyrir Landsdómi – dagur 7 Safnaðu mottu og áheitum á www.mottumars.is „Karlmenn eru ekki kartöflur. Þeir þurfa að hreyfa sig til þess að dafna vel.” H :N M ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Orðrétt Bresk stjórnvöld virtust farin að beita sér fyrir því að flutningur Icesave í breskt dótturfélag yrði ekki að veruleika sagði Árni M. Mathiesen fyrir Landsdómi í gær. Hann sagði engar tillögur hafa komið frá Davíð Oddssyni á átaka- fundi í febrúar 2008, og fékk ekki frekar en aðrir ráðherrar að sjá bréf breska seðlabankastjórans. Samskipti íslenskra ráðherra og stofnana við bresk stjórnvöld voru „óskaplega skrítin“ á árinu 2008, sagði Árni M. Mathiesen, fyrrver- andi fjármálaráðherra, þegar hann bar vitni fyrir Landsdómi í gær. Hann sagðist hafa fengið það á tilfinninguna að bresk stjórn- völd vildu ekki að Icesave-reikningarnir yrðu færðir úr íslensku útibúi í breskt dótturfélag Landsbankans. Meðal þess sem Geir H. Haarde, fyrrver- andi fjármálaráðherra, er ákærður fyrir í Landsdómsmálinu er að hafa ekki beitt sér fyrir því að Icesave-reikningarnir yrðu fluttir í dótturfélag Landsbankans. Árni sagði, eins og önnur vitni í málinu hafa talað um, að unnið hefði verið að málinu frá því snemma árs 2008, og fyrst um sinn hefði virst sem viðræður Landsbankans við breska fjármálaeftirlitið (FSA) gengju vel. FSA setti sem skilyrði að eignir Landsbankans yrðu færðar í dótturfélagið. Þegar leið á árið komu fram kröfur um sífellt verðmætari eignir sem færa hefði þurft í dótturfélagið. Gátu ekki þvingað Breta „Ég hef miklar efasemdir um heilindi breskra stjórnvalda í samskiptum við okkur um þetta mál,“ sagði Árni í vitnastúkunni í gær. Hann sagðist þar eiga við samskipti við bæði ráðherra og FSA. Spurður af Sigríði Friðjónsdóttur, saksókn- ara Alþingis, hvort íslensk stjórnvöld hefðu getað þvingað Landsbankann til að færa reikningana í dótturfélag hafnaði Árni því. „Við hefðum aldrei geta þvingað Bretana til að taka við Icesave,“ sagði Árni. Vand- inn hefði verið að færa reikningana í breskt dóttur félag án þess að skaða Landsbankann. Fram hefur komið hjá öðrum vitnum í mál- inu að ef bankinn hefði ætlað að mæta kröf- um FSA undir það síðasta hefði þurft að flytja flestar verðmætustu eignir bankans í dóttur- félagið. Árni sagði hugsanlegt að bresk stjórnvöld hafi verið að reyna að byggja undir að íslensk stjórnvöld legðu Landsbankanum til fé til að færslan í dótturfélag gengi eftir, en það hefði ekki komið til greina. Það var skoðun íslenskra stjórnvalda á þessum tíma að ríkið bæri enga ábyrgð á inn- stæðum á Icesave-reikningunum, og sagðist Árni enn þeirrar skoðunar. Þrátt fyrir það hefði það einfaldað málið að hafa Icesave í dótturfélagi. Árni sagði að þrátt fyrir að íslensk stjórn- völd hafi talið að þau bæru ekki ábyrgð á Ice- save hefði það ekki hindrað einhverja í að gera kröfur með tilheyrandi flækjum. Slíkt hefði getað komið sér sérlega illa hefðu stjórnvöld á sama tíma verið að reyna að byggja upp traust á íslenska efnahagskerfinu og bönkunum. Efaðist um heilindi breskra stjórnvalda OPINSKÁR Árni M. Mathiesen sagði Geir H. Haarde hafa rætt málin hvað opinskáast á ríkisstjórnarfundum af þeim þremur forsætisráðherrum sem hann hefði starfað með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfir- lýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðla- bankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. Skjalið, sem Steingrímur kallaði samkomulag en Geir H. Haarde hefur kallað yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda, fannst ekki í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir mikla leit, sagði Steingrímur. Þó var það undirritað af fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra. Á endanum sagðist Steingrímur hafa þurft að fá afrit af sam- komulaginu frá Seðlabankanum þar sem frumrit hefðu ekki fundist í ráðuneytinu. Í skjalinu lýsa íslensk stjórnvöld því yfir einhliða að þau muni grípa til aðgerða, meðal annars til að minnka bankakerfið. Norrænu seðlabankarnir settu slíka yfirlýsingu sem skilyrði fyrir því að opna lánalínur til Íslands í aðdraganda hrunsins. Stein- grímur sagði fyrir Landsdómi í gær að í ferð sinni til Svíþjóðar hefði fjármála- ráðherra og seðlabankastjóri Svíþjóðar kvartað yfir því að stjórnvöld hafi ekki efnt efni yfirlýsingarinnar. Spurður af Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hvað nákvæmlega Svíarnir hefðu talið óefnt gat Steingrímur ekki svarað. Hann sagði að ekki hefði verið farið í skjalið lið fyrir lið heldur aðeins minnst á það í heild, enda hefði hann á þeim tíma ekki séð skjalið. Í samtali við Fréttablaðið að vitnaleiðslum loknum sagði Steingrímur það sinn skilning að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði átt að vekja athygli sína á skjalinu þegar hann tók við ráðherradómi. Spurður hvort ekki væri alvarlegt að þessi yfir- lýsing eða samningur hefði horfið úr ráðuneytinu sagði Steingrímur ekki víst að skjalið væri horfið, en vissulega hefði það ekki enn fundist. Yfirlýsing vegna gjaldmiðlaskipta týnd í ráðuneytinu STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Öllum mátti vera ljóst á árinu 2008 að það var yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að hvetja bankana til að minnka efnahags- reikninga sína, sagði Árni. Geir er ákærð- ur fyrir að hafa ekki haft frumkvæði að aðgerðum ríkisins til að minnka bankana og flytja höfuðstöðvar eins þeirra úr landi. Tilmælum stjórnvalda til bankanna um að selja eignir var vel tekið, enda í samræmi við stefnu þeirra sjálfra, sagði Árni. Hann sagði það þó ekki hafa verið auðvelt. Á þess- um tíma hefði staðan á mörkuðum verið slæm og bankarnir hefðu gengið hættu- lega á eigið fé hefðu þeir selt eignir undir bókfærðu virði. Árni sagði flutning höfuðstöðva Kaup- þings hafa verið ræddan alvarlega. Eftir á hefði þó verið ljóst að staða bankans hefði verið skoðuð vel í mögulegu nýju heima- landi og ekkert land hefði tekið við banka sem hefði ekki verið í lagi. Hefði þurft að meta hættu 2003 Saksóknari spurði Árna hvort stjórnvöld hefðu á árinu 2008 gert mat á áhættu ríkis- sjóðs vegna stærðar bankakerfisins. Árni sagði slíkt mat ekki hafa verið unnið, og vandséð að það hefði breytt neinu. Gera hefði slíkt mat árið 2003, þegar Seðlabank- inn hafi minnkað bindiskyldu bankanna, hefði matið átt að koma að einhverju gagni. Árni sagði Davíð Oddsson, þáverandi for- mann bankastjórnar Seðlabankans, ekki hafa komið með neinar tillögur að aðgerð- um á umtöluðum fundi bankastjórnarinnar með nokkrum ráðherrum 7. febrúar 2008. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti fundinum þannig að þar hafi Davíð farið hamförum og úthúðað eigendum Glitnis og Kaupþings. Hún sagði að ráðherrarnir á fundinum hefðu ekki tekið jafn mikið mark á orðum Davíðs sökum þess æðis sem á hann hefði runnið, auk óvildar hans í garð eigenda bankanna tveggja. Árni sagðist hafa spurt Davíð á fundin- um hvað ríkisstjórnin gæti gert, en svarið hafi verið að þegar væri verið að gera allt sem máli gæti skipt. Þar sagði hann Davíð hafa nefnt vinnu við að stækka gjaldeyris- varasjóðinn, tilraunir til að draga úr stærð bankanna og fleira. Spurður hvort ekki hafi verið óskað eftir frekari útfærslum á því sem þyrfti að gera sagði Árni það hafa verið á verksviði Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins að vinna slíkar útfærslur. Árni sagði sömu sögu og Ingibjörg Sól- rún af bréfi sem Mervin King, bankastjóri breska seðlabankans, sendi Davíð 23. apríl 2008. Þar hafnaði King því að gera gjald- miðlaskiptasamning við Ísland, en bauðst til að aðstoða íslensk stjórnvöld við að draga úr stærð bankakerfisins. Árni sagðist, eins og Ingibjörg, aðeins hafa fengið fréttir af því að King hafi hafn- að að gera gjaldmiðlaskiptasamning, en bréfið og það sem þar kom fram hefði hann ekki fengið að sjá eða heyra af.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.