Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. mars 2012 15 Þann 29. febrúar birtist í Frétta-blaðinu grein eftir Hjörleif Finnsson, heimspeking og þjóð- garðsvörð, þar sem vangaveltur um Náttúruminjasafn Íslands eru viðraðar. Umfjöllun um Náttúru- minjasafn Íslands er þakkarverð og ljóst að greinarhöfundur hefur áhuga á safninu. Náttúran og fræðslan um hana Nálgunin við náttúruminjasafnið í Kalkútta er áhugaverð, helst vegna þess að þar lýsir greinar- höfundur því sem öll náttúru- minjasöfn bjóða gestum sínum upp á: sýnishornum úr náttúrunni. Sýningar náttúruminjasafna eru yfirleitt tvenns konar, annars vegar föst sýning sem oftast er virðuleg eins og sú rykfallna sem greinar höfundur nefnir, hins vegar tímabundnar þemasýning- ar sem greinarhöfundur gæti hafa farið á mis við meðan á heimsókn- inni stóð. Óvíst er hvað hugmynda- fræði nýlenduherra liðinna tíma og löngun og vilji Vesturlandabúa til að drottna yfir umhverfi sínu snertir enn ómótað Náttúruminja- safn Íslands á 21. öld. Fyrri aldir höfðu í för með sér mikla mögu- leika fyrir náttúruminjasöfn, enda engar reglur sem takmörk- uðu öflun muna og aðgangur safn- anna að náttúruminjum því góður. En hvað breyttist? Hafa náttúru- minjasöfn dregið úr söfnun? Nei, því fer fjarri. Ef skoðuð eru söfn grannþjóða Íslands kemur annað í ljós. Sýna menntakerfi grannþjóð- anna náttúruminjasöfnum minni áhuga en fyrr? Nei, skipulagðar heimsóknir nemendahópa þykja ómissandi í fræðslu um einmitt náttúruna. Staðreyndin er sú að þó svo að fróðlegt og skemmtilegt sé að ganga um náttúruna er lítill hluti hennar aðgengilegur almenningi í raun. Greinarhöfundur hefur eflaust hugmyndir um hvernig almenningur gæti kynnt sér til dæmis fiska sem lifa á meira dýpi en sem nemur tveimur metrum úti í náttúrunni, fugla sem fólk sér sjaldnast nema úr fjarlægð og krefst þjálfunar að greina eða jarðfræðifyrirbrigði sem ekki hver sem er þekkir. Þetta gera náttúruminjasöfnin í þágu almenn- ings. Þau færa náttúruna heim í hús og kynna hana almenningi. Eflaust hefur greinarhöfundur líka hugmyndir um hvernig færa mætti þá sem ekki komast fyrir eigin atbeina út í náttúruna. Er náttúran kannski ekki fyrir þann þjóðfélagshóp? Fyrir náttúru- minjasöfnum er það fólk hluti almennings og hefur rétt á að skoða náttúruminjar. Náttúruminjasafn Íslands Greinarhöfundur nefnir rétti- lega að Náttúruminjasafn Íslands hafi fræðslu- og miðlunarhlut- verk, en rangt er að stofnunin hafi fyrst og fremst þessu hlutverki að sinna, helsta hlutverk hennar er að vera safn. Þá vakna eflaust spurningar, svo sem: Hvað er safn og hvað gerir safn? Söfn safna munum, greina þá, skrá og varð- veita. Menningarlegi þátturinn, sem greinarhöfundur talar um, er afrakstur ferlisins sem safn- munurinn gengur í gegnum áður en hægt er að fræða nokkurn um hann. Rannsóknir Náttúruminjasafns- ins beinast að náttúruminjum sem verða að safnmunum, ekkert er loðið þar. Fagfólk náttúruminja- safna, sem sinnir munum safn- anna, er að langmestu leyti sér- fræðingar á sviði flokkunarfræði og skiptir litlu hvort um ræðir dýr, plöntur eða jarðfræðilega muni, allt þarf að greina áður en ákvörð- un um framtíðardvöl munarins liggur fyrir. Þegar greinarhöfundur fjallar um náttúrufarsrannsóknir ætti hann ef til vill að staldra við. Fleiri stofnanir en Náttúrufræði- stofnun Íslands sinna náttúrufars- rannsóknum, til dæmis Hafrann- sóknastofnun, Veiðimálastofnun, Veðurstofan, náttúrustofurnar, Íslenskar orkurannsóknir og allar þykja þarfar. Ef ekki er lengur þörf fyrir náttúruminjasöfn sem starfa eftir aldalöngum hefðum, og gefist hafa vel hingað til, hvað á þá við um önnur söfn eins og Þjóðminja- safn Íslands? Má með sömu rökum segja að gestum þess nægi að finna sér gömul hús og skoða þau og innviði þeirra, nú eða gamlar rústir og róta svolítið sjálfir til til- breytingar? Listasöfn eru þá held- ur ekki þörf, almenningur getur í staðinn fengið sér viðeigandi áhöld og lagt stund á eigin listsköpun. Framtíðin Engum dylst sú ömurlega staða sem Náttúruminjasafn Íslands er í. Veigamikill þáttur í vandræð- um þess er einmitt skortur á hús- næði sem hýst getur stofnun er á að sinna þeim þáttum sem lög um safnið segja til um. Greinar- höfundur þarf ekki að samsinna stefnu náttúruminjasafna í starf- semi sinni, hins vegar missir greinin marks þar sem hann virð- ist ekki hafa kynnt sér hlutverk, tilgang og starf náttúruminjasafna almennt svo og Náttúruminjasafns Íslands. Náttúruminjasöfn eru ekki bara sýningar á munum úr nátt- úrunni. Þau eru setur þekking- ar og vísinda, enda er ekki nema örlítill hluti safneignar þeirra til sýnis. Náttúruminjasöfn eiga þakkir skildar fyrir þátt sinn í þeirri þekkingu sem til staðar er um náttúruna. Þau veita innsýn í hið liðna með hinni miklu söfn- un náttúruminja sem orðið hefur fyrir atbeina þeirra síðustu tvær til þrjár aldir. Það sem sést í nátt- úrunni í dag er óvíst að verði til staðar á morgun. Náttúruminjasafn Íslands – Tímabært? Náttúruminjasafn Georg Friðriksson starfsmaður Náttúruminjasafns Íslands Náttúruminja- söfn eru ekki bara sýningar á munum úr náttúrunni. Þau eru setur þekkingar og vísinda … 500 000 000 240.000.000 +260.000.000 Tvöfaldur fyrsti vinningur stefnir í 240 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 260 milljónir. Ekki gleyma að vera með! Fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Tvöfal dur 1. vinn ingur ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 14. MARS 2012 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 RÖ ÐI N KO ST AR 70 K R.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.