Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 4
14. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR4
GENGIÐ 13.03.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
228,3162
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,52 127,12
198,11 199,07
165,98 166,9
22,321 22,451
22,264 22,396
18,615 18,725
1,5311 1,5401
194,15 195,31
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
SVÍÞJÓÐ Fyrsta barnið sem kemur
í heiminn á Norðurlöndunum
eftir að ófrjóvgað egg hefur verið
fryst og geymt fæddist í Gauta-
borg fyrir viku.
Sænskir fjölmiðlar greina frá
að þessi nýja meðferð hafi verið
prófuð á tæknifrjóvgunarstof-
unni Fertilitetscentrum. Fjórar
konur eru þungaðar eftir að hafa
fengið þessa meðferð.
Algengt er að frysta egg sem
þegar hafa verið frjóvguð en í
þessum tilfellum hafa eggin verið
frjóvguð eftir á. - ibs
Eitt fætt, fjögur á leiðinni:
Ný frjósemis-
meðferð virkar
Í Fréttablaðinu á mánudag birtist
greinin Skart innblásið af þorsk-
beinum. Opnunarhófið sem þar er
talað um fer ekki fram næstkomandi
fimmtudag heldur 22. mars. Beðist er
velvirðingar á þessu.
Opnunartími verslunar:
Opið virka daga frá kl. 08-18.
Vagnhöfði 23 - S: 590 2000
benni.is - verslun@benni.is
”Láttu okkur þekkja það, við höfum reynsluna“
SAFETY SEAL dekkjaviðgerðarsett
Verð kr. 8.990-
T-Max spil - stærð frá 2500-15.000 pund
Verð frá kr. 32.900-
Jeppafólk athugið!
Ranglega var greint frá því í Frétta-
blaðinu á mánudag að allir íslenskir
nýrnaþegar á síðasta ári hefðu fengið
nýru úr lifandi aðstandendum. Árið
2011 fengu fimm Íslendingar nýru úr
látnum gjöfum, en aðgerðirnar voru
framkvæmdar í Gautaborg. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
EFNAHAGSMÁL Aukin ásókn í
skammtímaskuldabréf hér á landi
og aukinn áhugi á útgáfu slíkra
bréfa, að því er virðist gagngert til
að nýta glufu í gjaldeyrishöftum,
olli stjórnvöldum og Seðlabanka
áhyggjum og kallaði á aðgerðir
að sögn Arnórs
Sighvatssonar,
aðstoðarseðla-
bankastjóra.
Á ð u r e n
lög um hert
gjaldeyris-
höft voru sam-
þykkt aðfara-
nótt þriðjudags
höfðu fjárfestar
undanþágu til að
flytja út gjaldeyri sem fékkst með
greiðslum og verðbótum af skulda-
bréfum. Næsti gjalddagi á skamm-
tímaskuldabréfum var á morgun,
fimmtudag, og þá hefðu sjö millj-
arðar króna komið til greiðslu sem
hefði mátt flytja óhindrað úr landi
ef ekki hefðu komið til lagabreyt-
ingarinnar. Annað eins hefði svo
komið til greiðslu í haust.
Aðspurður um hvort ekki hafi
verið fyrirsjáanlegt, þegar höftin
voru sett á á sínum tíma, að þessi
glufa myndi verða til vandræða
sagði Arnór að vitað hafi verið af
glufunni.
„Síðustu mánuði hefur þetta hins
vegar verið að vinda upp á sig þar
sem erlendir aðilar hafa verið að
auka eignarhald sitt á skuldabréf-
um. Þeir hafa svo notað þessa leið
til að kaupa gjaldeyri og svo notað
afraksturinn til þess að kaupa
aftur skuldabréf. Þannig stækka
þeir sjóðinn stöðugt og hagnast
mikið með hverjum hring.“
Arnór segir að það sem áður hafi
verið talið viðráðanlegt ástand
hefði getað breyst til hins verra
og útgáfa skuldabréfa sem væru
sérstaklega til þess fallin að not-
færa sér glufuna hefðu getað vald-
ið útflæði gjaldeyris sem erfitt sé
að spá fyrir um.
„Ef það myndi gerast yrði grund-
völlur þess að vera með höft í raun
brostinn,“ segir Arnór.
Varðandi hinn hluta laganna,
sem laut að því að fella niður und-
anþágu þrotabúa föllnu bankanna
til að færa gjaldeyri út úr landi,
segir Arnór að um sé að ræða
aðgerð sem eigi að koma öllum til
góða.
„Okkar ætlun er alls ekki að
hefta útgreiðslur slitastjórna til
erlendra kröfuhafa. Við erum þvert
á móti að reyna að finna leiðir til
að þær geti átt sér stað, án þess að
það valdi óstöðugleika sem gæti
meðal annars skaðað þeirra eigin
hagsmuni. Við teljum að þarna fari
saman hagsmunir þeirra, þjóðar-
búsins og almennings, en það þarf
að samræma aðgerðir þannig að úr
verði heildaráætlun sem stenst.“
Steinunn Guðbjartsdóttir, for-
maður slitastjórnar Glitnis, sagði í
samtali við Fréttablaðið að stjórnin
myndi nú skoða hvort eða hvaða
áhrif lagasetningin myndi hafa á
Glitni.
„Ég á ekki von á að þetta muni
hafa nein stórkostleg áhrif,“ sagði
Steinunn.
Nokkur umræða hefur spunn-
ist um áhrif lagasetningarinnar á
ímynd landsins út á við. Aðspurður
segist Arnór ekki telja að aðgerðin
muni hafa neikvæð áhrif.
„Okkar áætlun hefur notið
trausts erlendis, meðal annars hjá
lánsmatsfyrirtækjunum. Höft-
in eru neikvæður þáttur í þeirra
mati, en hins vegar er áhættan við
að losa þau með óskipulegum hætti
enn neikvæðari.“
thorgils@frettabladid.is
Aukin sókn í gjaldeyris-
glufur kallaði á aðgerðir
Aðstoðarseðlabankastjóri segir að svo hafi virst sem fjárfestar hafi gagngert og í auknum mæli nýtt sér
glufur í gjaldeyrishöftum til að hagnast mikið. Með aðgerðaleysi hafi grundvöllur haftanna brostið.
ARNÓR
SIGHVATSSON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
20°
18°
11°
12°
15°
15°
8°
8°
20°
16°
19°
19°
27°
10°
17°
14°
6°Á MORGUN
Strekkingur með NA-
strönd, annars hægari.
FÖSTUDAGUR
Fremur hægur vindur
um allt land. -2 -2
-4
-4
-5-3 -2
1
10
3
3
3
2
2
2
2
2
2
-2
2
3
5
6
20
23
7 23
7
4
6
3 3
4
HVASSVIÐRI
eða jafnvel stormur
verður með suður-
ströndinni í dag
og vaxandi vindur
annars staðar.
Slydda og síðan
rigning verður
sunnan- og austan-
lands og talsverð
úrkoma þar. Norð-
an til fer að snjóa
eftir hádegi. Það
frystir á morgun.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
HERT Á HÖFTUNUM Stjórnvöld ákváðu að fella niður
undanþágur á gjaldeyrishöftum til að stemma stigu við
auknu útflæði gjaldeyris vegna greiðslna af skulda-
bréfum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
„Þetta var í takt við það sem maður hefði
búist við,“ segir Páll Harðarson, forstjóri
Kauphallarinnar, í gær eftir fyrsta daginn
á markaði undir nýjum reglum. „HFF14-
flokkurinn lækkaði um 14% og svo var
hækkun á lengri endanum. Þetta var
nokkurn veginn í takt við væntingar.“
Páll segir að vitað hafi verið að fjár-
festar hafi sótt í ákveðinn flokk skulda-
bréfa til að koma fjármunum úr landi.
„Og eins og aðrir vorum við meðvituð
um ásókn í þennan flokk bréfa af þessari ástæðu. En þetta
er í rauninni ekkert nýtt. Mér finnst þetta ekki hafa kallað á
að grípa inn í og breyta forsendum viðskipta sem þegar hafa
átt sér stað. Mín skoðun er sú að ýmsar mildari leiðir hafi
staðið til boða til að ná tilsettum árangri, til dæmis með því
að undanskilja þessa flokka bréfa sem um ræðir. Þarna finnst
mér óvarlega farið.“
„Mildari leiðir stóðu til boða“
PÁLL HARÐARSON
LÖGREGLUMÁL Ársæll Valfells, lektor í við-
skiptafræði við Háskóla Íslands, þarf að
skila Kristínu Ingólfsdóttur, rektor skól-
ans, greinargerð vegna þáttar síns í leka
á trúnaðargögnum úr Landsbankanum.
Kristín segist ekki geta svarað því að
svo stöddu hvernig mál Ársæls snertir
Háskólann og störf hans þar. „Meira get
ég ekki sagt fyrr en við höfum farið yfir
málið. Það er hjá lögreglu og við vitum
ekkert hvar það er statt í því ferli,“ segir
rektor og upplýsir að hún hafi í gær rætt
málið í síma við Ársæl sem staddur sé
erlendis. Hún reikni með að fá greinar-
gerð hans á næstu dögum.
Ársæll upplýsti í fyrradag að honum
hefðu borist trúnaðargögn úr Lands-
bankanum og hann komið þeim á rit-
stjórn DV að fyrirmælum Gunnars
Andersen, þáverandi forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins. Gögnin geymdu banka-
upplýsingar um Guðlaug Þór Þórðarson
alþingismann. Ársæll er sjálfur fyrr-
verandi starfsmaður Landsbankans.
Yfirlýsing Ársæls, þar sem hann lýsir
þætti sínum í upplýsingalekanum, hefur
enn sem komið er ekki haft áhrif á
stöðu hans hjá Háskólanumn.
„Á meðan málið er í skoðun og hjá
lögreglu þá sjáum við ekki ástæðu til
að bregðast frekar við,“ segir háskóla-
rektor. - gar
Krefst skýringa af lektor sem sentist með trúnaðargögn fyrir Gunnar Andersen:
Lektorinn skýri leka til DV fyrir rektor
ÁRSÆLL VALFELLS Lektor
við viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands aðstoðaði
við að koma trúnaðar-
gögnum um alþingismann
í hendur óviðkomandi.
LÖGREGLUMÁL Pólverji, sem grun-
aður er um rán í úraverslun Mic-
helsen á Laugavegi í október í
fyrra, var í gær úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 21. mars. Mað-
urinn var handtekinn í Sviss í síð-
asta mánuði ásamt félaga sínum
sem einnig er grunaður um aðild
að ráninu.
Martin Tomasz Lech var fyrir
skömmu dæmdur í fimm ára
fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík-
ur fyrir þátt sinn í ráninu.
Talið er að fjórir menn hafi
framið ránið og gengur fjórði
maðurinn laus. Talið er að hann
sé í Póllandi.
Framseldur frá Sviss:
Rolex-ræningi í
gæsluvarðhald
HINN GRUNAÐI Var leiddur fyrir dómara
í Héraðsdómi í gær.