Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGBílar & fjármögnun MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 20124 Bílaframleiðandinn Citroën sýndi á dögunum nokkra bíla sem þjónað hafa for- setum Frakklands í gegnum tíðina, mönnum á borð við Valéry Giscard d’Estaing, François Mitterrand og Jacques Chirac. Glæsibifreiðar frá Citroën hafa verið áberandi í opinberu hlutverki fyrir forsetaembættið í gegnum tíðina en þó hefur persónulegur smekkur ráðið nokkru um hvaða bílar verða fyrir valinu.Þannig kýs Nicolas Sarkozy helst Renault meðan Jacques Chirac var aðdáandi Citroën. Við vígsluathöfn sína árið 2007 notaði Sarkozy einstakan Peugeot 607 Paladine bíl, limósínu sem upphaflega var smíðuð sem hugmyndabíll árið 2000. Bílnum var breytt og hann nútímavæddur en síðan skilað til Peugeot. Hann er því ekki hluti af flota franska forsetaembættisins. BÍLAR FRANSKRA FORSETA Citroën SM bifreið sem notuð var af Valéry Giscard d’Estaing, François Mitterrand og Jacques Chirac sést hér neðar á myndinni en fyrir ofan er Citroën Traction limósína sem notuð var af René Coty. DRAUMABÍLL HERU Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona var ekki í nokkrum vafa þegar hún var spurð um draumabílinn. „Mig langar í nýja Skoda-jepp- ann sem nefnist Yeti og helst svartan. Ég er mikið búin að horfa á þennan bíl. Ég er líka hrifin af litlum, sparneytnum bílum eins og Fiat. Draumabíllinn væri samt kannski nýr Austin mini en ég ók slíkum bíl í Þýskalandi 2010 þegar ég var þar á ferð og líkaði mjög vel. Annað hvort kemur maður fullt af skemmtilegu fólki í aftur- sætið eða bara farangrinum. Það var mikill kraftur í þessum litla bíl.“ Hver er besti bíll sem þú hefur átt? „Það var Hyundai Trajet sem er sjö manna bíll. Ég átti þann bíl áður en við fluttum til Dan- merkur frá 2003 til 2007. Hann var rúmgóður og þægilegur. Hvernig bíl átt þú núna? „Núna ek ég Opel Zafira árgerð 2000. Hann er orðinn gamall en hefur nýst okkur vel. Ég keypti hann á góðu verði en allt í einu varð hann rosalega dýr þegar lánin stökkbreyttust. Þessi bíll var valinn besti fjölskyldubíll í Danmörku á sínum tíma.“ HVAÐ KOSTAR FERÐIN? Á vef orkuseturs er að finna reiknivél þar sem hægt er að reikna út eldsneytis- og um- hverfiskosnað við innan- og utan- bæjarakstur. Það er ágæt regla að nýta sér hana áður en lagt er í langferð til að vita um það bil hversu margar krónur þarf að hafa meðferðis. Þegar um innanbæjarakstur er að ræða er fjöldi kílómetra valinn en þegar kanna á kostnað við utanbæjarakstur er brottfarar- og áfangastaður valinn af lista. Sé bíllinn bensínknúinn er bens- ínverð slegið inn og í framhaldi bílaframleiðandi, bíltegund og undirtegund. Þá er vegalengdin valin og þannig er hægt að áætla hvað kostar að aka á leiðarenda. Sé til að mynda ekið á Toyota Auris 388 kílómetra vegalengd frá Reykjavík til Akureyrar kostar ferðin 5.997 krónur miðað við að bensínlítrinn kosti 262 krónur. Landsbankinn kynnir góð kjör í bílafjármögnun Landsbankinn býður óverðtryggða bílasamninga með föstum vöxtum og verð tryggða eða óverðtryggða bílasamninga með breytilegum vöxtum. Græn fjármögnun er einnig í boði á hagstæðari kjörum. Vextir skv. vaxtatöflu Landsbankans 11. mars 2012. » Fastir 8,95% óverðtryggðir vextir fyrstu 36 mánuðina » Hámarkslánstími er 7 ár að frádregnum aldri bíls » Lánshlutfall allt að 70% » Engin stimpil- eða þinglýsingargjöld Skilmála og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækjaármögnun Landsbankans í Sigtúni 42. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.