Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 38
14. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR30 Örn Alexander Ámundason, ný - útskrifaður listamaður frá Lista- háskólanum í Malmö, var með verk á opnun The Armory Show í New York. Sýningin er svonefnd listamessa þar sem gallerí setja upp sýningar í þeim tilgangi að kynna starfsemi sína og selja verk. Í ár var lögð sérstök áhersla á Nor- ræna list og tóku meðal annars listamennirnir Shoplifter, Ragn- ar Kjartansson og Björk þátt í sýningunni. Verk Arnar Alexanders nefnist Kreppa og er tónverk sem hann samdi árið 2009 og er ætlað þrettán hljóðfærum. „Ég valdi þrettán einstak- linga sem mér þóttu koma sérstaklega við sögu efnahags- kreppunnar og gerði hvern einstakling að ákveðnu hljóðfæri. Þannig urðu stjórn- málamenn strengir, útrásarvíkingarnir urðu að blásturshljóðfærum, bank- ar og fjölmiðlar urðu lúðrar og mót- mælendur urðu slagverkshljóðfæri, sem oft eru nefnd hjarta hljómsveit- ar. Þannig breytti ég til dæmis rödd Davíðs Oddssonar í selló á meðan rödd Jóns Ásgeirs varð að flautu,“ útskýrir Örn. Verkið var flutt í tvígang á mið- vikudaginn var og voru móttökurn- ar jákvæðar að sögn Arnar. Fjöl- miðlar hafa einnig sýnt verkinu áhuga og skrifuðu Art in America, Artfagcity.com og Artinfo.com umsagnir um verkið. Örn verður í New York fram á fimmtudag og heldur þá aftur til Malmö, þar sem hann er búsettur. Aðspurður segir hann dvölina í New York hafa verið skemmtilega og fræð- andi. „Það er áhuga- vert að sjá hvernig svona stórt batt- erí er rekið og svo er náttúru- lega spennandi að fá tækifæri til að sýna utan Evrópu.“ - sm MORGUNMATURINN Ég er búin að vera að prufa að búa til kalda hafragrauta undan- farið. Þá bý ég til kasjúhnetu eða möndlu mjólk og set til dæmis hörfræ út í. Svo helli ég mjólkinni yfir hráa tröllahafra. Ég bý graut- inn til kvöldið áður og set svo ávexti og ber út á hann á morgnana. Þetta er alveg geðveikt. Hrefna Rósa Sætran, kokkur. „Það var gaman á opnunarkvöldinu og gestirnir mjög hrifnir,“ segir framleiðandinn Eva Maria Daniels sem nýverið stofnaði listagallerí á net- inu undir nafninu Gallery for the People. Listagalleríið er hliðarverkefni hjá Evu Mariu sem hefur getið sér góðs orðs sem kvikmynda- framleiðandi í Los Angeles. Í galleríinu verða til sýnis verk eftir nýja jafnt sem rótgróna lista- menn þar sem netið er sýningarrýmið. „Ég hef alltaf verið mjög heilluð af list og þekki mjög marga sem deila þessum áhuga, en búa út um allan heim og hafa því ekki tækifæri til að sækja allar þær sýningar sem þeir vilja. Þess vegna fannst mér sniðugt að nota netið sem sýningar- rými og leyfa þá öllum að hafa jafnan aðgang að sýningunum, sama hvort þeir vilji skoða eða festa kaup á verkunum.“ Reglulega ætlar Eva Maria að halda svo- kallaðar „pop up“ sýningar en hún gerir sér grein fyrir að sumir geta ekki keypt list án þess að sjá verkin berum augum. Fyrsta sýning Evu Mariu var haldin í sýningarrými Soho House í Hollywood í síðustu viku þar sem stjörnur á borð við Ashton Kutcher, Melanie Griffith og Danny Masterson voru meðal gesta. Gest- gjafi var leikkonan Dakota Johnson en hún lék einmitt eitt af aðalhlutverkunum í seinustu mynd sem Eva Maria framleiddi, Goats. „Það er gaman að geta sameinað starfsemi gallerísins og framleiðslufyrirtækisins að einhverju leyti. Dakota Johnson er yndisleg og safnaði saman mjög skemmtilegu fólki á þessa fyrstu sýningu. Melanie Griffith var hrifin og keypti tvö verk af okkur,“ segir Eva Maria en hægt er að fylgjast með og skoða galleríið á síðunni Galleryforthe- people.com. - áp Kutcher mætti á opnun Evu Mariu í Hollywood MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM Kvikmyndaframleiðandinn Eva Maria Daniels stofnaði nýverið listagallerí á netinu og var fjölmennt á opnunarkvöldinu í Hollywood þar sem Ashton Kutcher og Melanie Griffith voru meðal gesta. NORDICPHOTOS/GETTY „Okkur langaði að uppfæra bún- inginn og gera hann meira spenn- andi með því að bæta við tækjum og tólum,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, verkefnastjóri Lata- bæjar. Undirbúningur fyrir tökur á þriðju þáttaröð Latabæjar stend- ur nú yfir og munu þó nokkrar skemmtilegar nýjungar líta dags- ins ljós í þáttunum. Búningur Íþróttaálfsins fær meðal annars útlitsyfirhalningu og við hann munu bætast ýmis spennandi tæki og tól. Bandaríska fyrirtæk- ið Ironhead Studio sér um vinnuna við búninginn, en það er á meðal færustu fyrirtækja í búningahönn- un í dag. Fyrirtækið er í eigu bún- ingasmiðsins Jose Fernandez sem hefur meðal annars skapað bún- ingana fyrir Batman myndirnar, X-Men, Fantastic Four, Hellboy, Planet of the Apes, Alien, Thor og Death Becomes Her svo fátt eitt sé nefnt. „Við höfðum samband við Jose og honum fannst verkefnið spenn- andi því hann hafði meðal annars aldrei unnið við barnaefni áður,“ segir Hrefna. „Það kom okkur líka skemmtilega á óvart hversu hrif- inn hann var af upprunalega bún- ingi Íþróttaálfsins, honum fannst hönnunin mjög góð og allt útlit þáttarins flott.“ Hrefna segir nýjan bakpoka bætast við búning íþróttaálfsins ásamt ýmsu öðru. „Úlnliðsböndin fá einnig skemmtilega viðbót sem gera Íþróttaálfinn aðeins hasar- hetjulegri,“ útskýrir hún. Magnús Scheving, skapari Lata- bæjar, fer með hlutverk Íþrótta- álfsins og flaug hann út til Los Angeles í síðustu viku þar sem tekin voru af honum mót og mynd- ir svo hægt væri að hefjast handa við gerð nýja búningsins. Að sögn Hrefnu Bjarkar mun nýr og betri Íþróttaálfur koma fyrir sjónir almennings í byrjun næsta árs þegar nýja þáttaröðin fer í loftið. Búningur Íþróttaálfsins verður þó ekki eina nýjungin í þáttunum og má sem dæmi nefna að ný leik- kona fer með hlutverk Sollu stirðu í þáttunum auk þess sem nýr leik- ari mun bætast við hópinn sem fyrir er. sara@frettabladid.is HREFNA BJÖRK SVERRISDÓTTIR: HASARHETJULEGAR VIÐBÆTUR Búningahönnuður Batman tekur Íþróttaálfinn í gegn Útrásarvíkingar að blásturshljóðfærum NÝR OG BETRI ÁLFUR Búningahönnuður Batman hefur tekið að sér að uppfæra búning Íþróttaálfsins fyrir þriðju þáttaröð Lata- bæjar. Tekin hafa verið mót af líkama Magnúsar Scheving fyrir nýja búninginn. KREPPAN Í TÓNLIST Örn Alexander Ámundason fékk tækifæri til að sýna verk sitt, Kreppu, á opnun The Armory Show í New York. Jón Ásgeir Jóhannesson og Davíð Oddsson koma fyrir í verki Arnar. mini Ny r og skemm tilegu r va lkostu r *Pantanir þurfa að berast fyrir 15:00 daginn áður Nú bjóðum við okkar frábæru pítur sem smárétti fyrir öll stór og smá tilefni. Mini píturnar eru afgreiddar á hentugum bökkum í þremur útfærslum* Klassík: Buff, kjúklingabringa, grænmeti, lamb og beikon Exótík: Sjávarréttir, lax, kalkún-beikon og kebab Mix: Roastbeef, buff, skinka og kjúklingalundir Skipholti 50 C Pöntunarsími: 562 9090 www.pitan.is 2.990.- 12 mini pítur klassík mix exótí k Fimmtudaga á Stöð 2 Frá höfundum Lost FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.