Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 34
14. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is BJÖRNINN varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í íshokkí með 7-4 sigri á Skautafélagi Reykjavíkur í fjórða leik úrslita- keppninnar. Sanngjarn sigur Bjarnarins í opnum og skemmtilegum leik þar sem Styrmir Snorrason, markvörður Bjarnarins, var maður leiksins ásamt Sergei Zak. Björninn vann þrjá leiki gegn einum í einvíginu. Mörk Bjarnarins skoruðu þeir Ólafur Björnsson (2 mörk), Hjörtur Björnsson (2), Matthías Sigurðsson, Sergei Zak og Úlfar Jón Andrésson. Meistaradeildin - 16 liða úrs. Bayern München - Basel 7-0 1-0 Arjen Robben (10.), 2-0 Thomas Müller (44.), 3-0 Mario Gomez (44.), 4-0 Gomez (50.), 5-0 Gomez (61.). 6-0 Gomez (67.), 7-0 Robben (81.) Bayern komst áfram samanlagt 7-1. Inter Milan - Marseille 2-1 1-0 Diego Milito (75.), 1-1 Brandão (90.+2), 2-1 Giampaolo Pazzini, víti (90+6). Marseille komst áfram á marki á útivelli. Enska úrvalsdeildin Liverpool - Everton 3-0 1-0 Steven Gerrard. (34.), 2-0 Gerrard (51.), 3-0 Gerrard (90.+3) ÚRSLIT Í GÆR STEVEN GERRARD Fagnaði í gær. Mynd/AP Iceland Expresss deild kve. Keflavík - Snæfell 59-61 (27-27) Stig Keflavíkur: Pálína Gunnlaugsdóttir 29 (10 frák.), Eboni Mangum 10, Jaleesa Butler 8 (15 frák./6 varin), Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Snæfells: Hildur Sigurðardóttir 16 (10 frák.), Jordan Lee Murphree 12 (13 frák.), Hildur Björg Kjartansdóttir 11, Kieraah Marlow 8 (10 frák.), Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2. Keflavík hefði orðið deildarmeistari með sigri en Snæfell tryggði sér sæti í úrslitakeppninni. STAÐAN Í DEILDINNI: Keflavík 27 20 7 2050-1880 40 Njarðvík 26 19 7 2161-1951 38 Snæfell 27 15 11 1967-1999 30 Haukar 26 13 13 1908-1863 26 KR 26 13 13 1904-1808 26 Valur 26 11 15 1908-1928 22 Fjölnir 26 8 18 1856-2125 16 Hamar 26 6 20 1807-2007 12 - Fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppnina LEIKIRNIR Í KVÖLD Fjölnir - Njarðvík Dalhús klukkan 19.15 Valur - Hamar Vodafonehöllin kl. 19.15 Haukar - KR Schenkerhöllin kl. 19.15 ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona- takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í gærkvöldi og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. Basel vann fyrri leikinn 1-0 en það var ljóst frá byrjun að þetta yrði langt og erfitt kvöld fyrir Svisslendingana sem voru mörg- um númerum of litlir í gær. Arjen Robben og Franck Ribery fóru á kostum á köntunum og Mario Gomez var sem fyrr réttur maður á réttum stað í teignum. Gomez skoraði fjögur markanna og hefur þar með skorað 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili – sannkall- aðar Messi-tölur á ferðinni þar. Bayern München-liðið er komið á flug eftir tvo stórsigra og þrettán mörk í síðustu tveim- ur leikjum. Arjen Robben kom Bayern í 1-0 eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann hafði þá heppnina með sér þegar bolt- inn datt fyrir hann í teignum eftir að skot Thomas Müll- er fór í varnarmann. Thomas Müller kom Bayern síðan í 2-0 á 41. mínútu með skoti úr mark- teignum eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben og þrem- ur mínútum síðar var Mario Gomez búinn að skora þriðja mark- ið eftir aukaspyrnu og sendingu Holgers Badstuber. Gomez skoraði síðan þrjú mörk á fyrstu 22 mínútunum í seinni hálf- leik og var þar með kom- inn með fernu í leiknum. Franck Ribery lagði upp öll mörkin fyrir hann. ooj@frettabladid.is Barca-taktar hjá Bayern Bayern München vann 7-0 stórsigur á svissneska liðinu Basel í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mario Gomez skoraði fernu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.