Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGBílar & fjármögnun MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 20122
Hvar: Batman þættirnir
Hvenær: 1965-1968
Hönnuður: George Barris
Byggður á: 1955 Lincoln Futura
Sumir telja leðurblökubíllinn úr sjónvarps-
þáttunum um Leðurblökumanninn frá 7.
áratugnum slái eftirbátum sínum að öllu leyti
við. Bíllinn var að stærstum hluta byggður á
hvítum, sportlegum hugmyndabíl frá Ford,
Lincoln Futura Show Car, sem var frum-
sýndur á bílasýningunni í Chicago árið 1955.
George nokkur Barris hafði yfirumsjón með
breytingum bílsins fyrir þættina sem varð
straumlínulagaðri og skrautlegri eftir að skipt
var um húdd, púströrum bætt við og hann
lakkaður svartur og rauður og merki Leður-
blökumannsins var límt á sitthvora hliðina.
Þótt ótrúlegt kunni að virðast fékk Barris
aðeins þrjár vikur til að breyta bílnum þar sem
Fox flýtti framleiðslu þáttanna talsvert. Hann
birtist bandarískum sjónvarpsáhorfendum
árið 1966 og sló samstundis í gegn.
Fararskjóti Leðurblökumannsins
Nú styttist óðum í frumsýningu Dark Knight Rises, þriðju og síðustu kvikmyndar Christophers Nolan um ævintýri Leðurblökumannsins. Alls kyns
tryllitækjum bregður fyrir eins og vænta má og þar á meðal endurbætt bifreið svarta riddarans sem hefur tekið miklum breytingum í áranna rás.
Batman Forever.
Batman and Robin.
Helsti aukabúnaður: Bíllinn er meðal annars
búinn fjaðurbúnaði undir sætum sem skýtur
farþegum upp í loftið þegar hætta steðjar að,
reykvél, ratskjá og innbyggðum múrbrjót til
að brjóta niður hurðir eða veggi.
Hvar: Batman og Batman Returns
Hvenær: 1989 og 1992
Hönnuður: Anton Furst
Byggður á: Chevrolet Impala
Leðurblökubíllinn fékk heldur betur andlits-
lyftingu í kvikmyndum leikstjórans Tims Burton,
Batman og Batman Returns, í lok níunda
áratugarins og byrjun þess tíunda. Anton Furst
hafði umsjón með hönnun á sviðsmynd fyrri
myndarinnar og bílsins og sótti innblástur í Art
Deco stíl. Að þessu sinni var bíllinn byggður
á tveimur gerðum Chevrolet Impala sem
General Motors framleiddi á sjötta og sjöunda
áratugnum, með vél úr nýrri gerð af Chevrolet
og að viðbættri sérsmíðaðri ávalri yfirbyggingu
sem gaf bifreiðinni tignarlegt yfirbragð.
Helsti aukabúnaður: Byssur að framan, eldvarpa að aftan, sprengjuvörpur, ratsjá, hlífðarskildir
og flóttahylki.
Hvar: Batman Forever og Batman and
Robin
Hvenær: 1995 og 1997
Hönnuður: Barbara Ling
Byggður á: Chevrolet Impala og svo
Delahaye 165 og Jagúar D
Warner Bros. réði fyrrum gluggaskreytinga-
manninn Joel Schumacher til að leikstýra
þriðju kvikmyndinni um Leðurblökumanninn
árið 1995, Batman Forever. Ástæðan var mikil
gagnrýni á þá dökku mynd sem Tim Burton
dró upp af heimi ofurhetjunnar og var talin
eiga þátt í dræmri miðasölu Batman Returns.
Schumacher fékk það hlutverk að nálgast við-
fangsefnið á léttari og „áhorfendavænni“ hátt.
Breytingarnar náðu meðal annars yfir leður-
blökubílinn sem Barbara Ling stýrði. Útkoman
varð bíll búinn skrautlegum ljósabúnaði sem
undirstrikaði ávalari línur og meira skraut og
vindskeið sem átti að vísa í útlit leðurblaka
(vængi og fleira) þótt sumum fyndist bíllinn
minna frekar á reður á fjórum hjólum. Ling
gerði breytingar á bílnum fyrir seinni mynd
Schumachers (sem fólu meðal annars í sér
lengri bíl) og byggði á Delahaye 165 sem
Figoni et Falaschi framleiddi 1938 og Jagúar D
kappakstursbíl frá miðjum sjötta áratugnum.
Helsti aukabúnaður: Ratskjár, byssur,
sprengjuvörpur og dráttarkrókur sem skýst
úr framanverðri bifreiðinni og gerir
henni kleift að keyra lóðrétt
upp byggingar.
Hvar: Batman Begins, Dark Knight og
Dark Knight Rises
Ár: 2005, 2008 og 2012
Hönnuðir: Christopher Nolan og Nathan
Crowley
Byggður á: Skriðdreka, Hummer og Lam-
borghini Murciélago
Christopher Nolan settist í leikstjórastól
fimmtu myndarinnar um Leðurblökumanninn
eftir að Schumacher gerði næstum út af við
seríuna með innihaldslausu skrautsýningunni
Batman and Robin. Nolan sá sér ekki annað
fært en að byrja á byrjuninni með því að
kanna fortíð Leðurblökumannsins í myndinni
Batman Begins og nálgast viðfangsefnið á
„raunsærri“ hátt en áður. Í takt við þá hug-
mynd hannaði Nolan nýjan og svartan
kraftmikinn bíl alsettan hlífðarskjöldum í
samvinnu við Nathan Crowley þar sem skrið-
drekar voru hafðir að fyrirmynd. Sjálfur hefur
Crowley sagt Lamborghini Murciélago vera
annan áhrifavald, að minnsta kosti á yfirbygg-
inguna, en Bruce Wayne, maðurinn á bakvið
Leðurblökumanninn, sést einmitt aka á einum
slíkum í myndinni. Bíllinn er svipaður að stærð
og Hummer og búinn 350 kúbiktommu
Chevrolet-vél sem skilar 500 hestöflum. „Skrið-
drekinn“ birtist í framhaldinu Dark Knight og
ljósmyndir úr þeirri þriðju, Dark Knight Rises,
gefa til kynna að illmennið Bane og skó-
sveinar hans muni líka aka á slíkum bílum.
Helsti aukabúnaður: Bíll-
inn er búinn byssum, hlífðarskjöldum,
ratskjá og þotuhreyfli sem nota má til
að láta hann stökkva 2,70 metra lóðrétt
upp í loftið og/eða 120 metra lárétt.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is, s. 512-5411
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
KAFFIKORGINN Í HANDSÁPUNA
Olíu og smurningu getur verið erfitt að ná af höndum eftir langan dag á
verkstæðinu. Mikil notkun á kemískum kornasápum þurrkar húðina. Hún
getur sprungið svo sýking á greiðari leið inn í líkamann. Í staðinn mætti
búa til náttúrulega kornasápu úr því sem til fellur á kaffistofunni,
sem fer bæði betur með hendurnar og umhverfið.
1 msk malað kaffi, eða kaffikorgur úr uppáhell-
ingnum frá í gær.
3 msk sykur en hann er iðulega innan
seilingar á kaffistofunni.
2 msk ólífuolía eða 1 msk. lint smjör
ef engin ólífuolía finnst.
Blandið sykri og kaffikorg saman í
skál og síðan olíunni eða smjörinu.
Nuddið á blautar hendurnar þar til
óhreinindin hafa leyst upp og skolið svo
með volgu vatni.