Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 14. mars 2012 23 „Það er mikil tilhlökkun í mér að fara þarna út í Norræna hús og djamma með félögunum. Tusk er samstarfshópur góðra spila- félaga sem hafa verið að spila saman í gegnum árin í hinum og þessum hljómsveitum. Þetta eru allt saman toppgæjar sem eru að spila þarna með mér og hjá okkur ríkir alltaf mikil spilagleði,“ segir Pálmi Gunnarsson um félaga sína í hljómsveitinni Tusk, sem flyt- ur djass- og blússkotinn bræðing á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld klukkan 9. Tusk skipa, auk Pálma á bassa, gítarleikarinn Eðvarð Lárusson, trommuleikarinn Birgir Baldurs- son og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson. Þess má geta að sá síðastnefndi hlaut á dögunum Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónsmíð ársins í djassflokki. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Jazzklúbbsins Múlans og Norræna hússins. Múlinn er samstarfsverk- efni Félags íslenskra hljómlistar- manna og Jazzvakningar. Klúbb- urinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem var heiðursfélagi og verndari Múlans. Pálmi segir að djassinn lifi góðu lífi á Íslandi og metnaðarfull dagskrá Múlans í gegnum árin styðji við hann. „Þetta góða starf hjá Múlanum hefur ýtt undir það að ungir og gamlir tónlistarmenn fara af stað og fremja tónlist.“ - hhs Tusk í Norræna húsinu TUSK Hljómsveitina skipa þeir Pálmi Gunnarsson, Eðvarð Lárusson, Birgir Baldursson og Kjartan Valdemarsson. MYND/TUSK Söngdeild Tónlistarskóla Kópa- vogs, Balletskóli Sigríðar Ármann og strengjasveit Tónlistarskóla Kópavogs flytja óperuna Dído og Eneas eftir Henry Purcell í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs í kvöld klukkan átta. Með titilhlutverkin fara þau Elín Arna Aspelund og Áslákur Ingv- arsson en auk þeirra koma fram fjöldi söngvara, dansara og hljóð- færaleikara. Leikstjórn sýningar- innar er í höndum Önnu Júlíönu Sveinsdóttur söngkennara skólans. Óperan Dido og Eneas var samin árið 1688 af Henry Purcell fyrir kvennaskóla í Chelsea við handrit sem Nahum Tate byggði á Eneasar- kviðu ítalska skáldsins Virgils. Söguþráðurinn, sem er blanda af rómverskri goðsögn og ævintýri, fjallar um örlagaríkt tilfinninga- samband Dídó drottningar Kar- þagóborgar og tróverska kappans Eneasar sem lenti í hrakningum á sjóleið frá Trójuborg í Litlu Asíu og náði landi í Karþagó, Túnis í dag, en Dídó, sem einnig er kölluð Elissa, var sögð hafa verið fyrsta drottning borgarinnar. Aðgangur á óperuna er ókeypis. Dídó og Eneas í Salnum DÍDÓ OG ENEAS Óperan eftir Purcell verður flutt í Salnum í kvöld. Verið velkomin á opið hús í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að Ármúla 12 Fimmtudaginn 15. mars Kl. 16.30 – 18.30 Námsframboð, inntökuskilyrði og félagslíf skólans verður kynnt. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 25% afsláttur af öllum GSM aukahlutum á Mögnuðum miðvikudegi aukaatriðin í aðalatriði Þú ert öruggari með báðar á stýri 25% afsláttur af handfrjálsum búnaði Kemst dótið ekki fyrir? 25% afsláttur af minniskortum Vantar þig hlíf utan um símann? 25% afsláttur af GSM töskum og hlífum MinniskortTöskur og hlífar Handfrjáls búnaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.