Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 20
20 30. mars 2012 FÖSTUDAGUR Íslenskir skátar fagna því þessa dagana að eitt hundrað ár eru liðin frá því skátastarf hófst á Íslandi. Það gera þeir undir ein- kunnarorðunum „ævintýrið held- ur áfram“. Sem ég nú óska skátahreyf- ingunni til hamingju með þenn- an áfanga, þá hvarflar hugurinn til þeirra ára sem ég átti sjálfur í hreyfingunni frá níu ára aldri – fyrst sem ylfingur en síðan sem skáti og skátaforingi. Margt rifjast upp, svo sem útilegur, skátamót, varðeldar, gönguferðir, söngur og leikir. Ég kynntist nýjum félögum, strákum og stelpum – ungum og öldnum. Svo komu fullorðinsár- in og lágu spor okkar víða. Einn er nú læknir, annar smiður, þriðji sálfræðingur, fjórði leikari og einn stofnaði virt stórfyrirtæki. Þannig mætti lengi telja. Sumir eru fallnir frá, „farnir heim“ eins og við kölluðum það, en eru engu að síður skýrir og nálæg- ir í minningunni. Leikur og þroski Lítið vissi ég sem ungur strákur að skátastarf er annað og meira en leikur einn. Að skilaboðaleik- ur ylfinga var þjálfun í að hlusta, taka eftir og skila því sem manni var trúað fyrir. Sömuleiðis að gjaldkerastarfið í skátaflokknum tæki mann fyrstu skrefin í því að umgangast peninga af ábyrgð og innrætti heiðarleika og nákvæmni. Að læra þjóðsönginn og allt um íslenska fánann jók virðingu okkar fyrir landi okkar og þjóð. Að vera síðan foringi flokks og sveitar þroskaði m.a. ábyrgðartilfinningu, mannleg samskipti, umhyggju og stjórnunarhæfileika. Á námskeiðum lærðum við skipulagningu, kennslutækni, stjórnun við varðeld, samstarf við foreldra, kortalestur, umgengni við náttúruna, ótal hnúta og skyndihjálp – sem þá kallaðist „hjálp í viðlögum“. Hér er stiklað á stóru og fátt eitt nefnt. En þegar saman fór leikur og skemmtilegur lærdómur voru áhrifin merkjanleg: Samheldni, sjálfsöryggi, áræðni, heiðarleiki, hjálpsemi og jákvæðni urðu meira og meira áberandi í fari og pers- ónuleika ungra drengja og stúlkna sem fyrr en varði urðu fullorðin og að hefja þátttöku í hringiðu þjóð- félagsins. Sjálfur veit ég að tíma mínum í skátunum var vel varið. Þeim er að þakka að ég kom betri og sterk- ari inn í fullorðinsárin, betur undir nám og störf búinn. Ég veit að mín gömlu skátasystkini eru á sömu skoðun. Það sem meira er; samkenndin og gagnkvæmt traust er enn til staðar. Margt sem ég lærði í skátunum hefur oft komið að gagni. Þörf fyrir skyndihjálp hefur komið upp, reynt hefur á frumkvæði og oft hafa hnútarn- ir komið sér vel, ekki síst „pela- stikkið“ sem ég kann enn áratug- um síðar – bæði einfalt og tvöfalt! Æskan – framtíð þjóðarinnar Foreldrum ræð ég heilt þegar ég segi: Kynnið ykkur skátastarf fyrir börn ykkar og unglinga. Það er heilbrigt, skemmtilegt og þrosk- andi. Ef þið voruð ekki sjálf í skát- unum á margt eftir að koma ykkur gleðilega á óvart. Góð byrjun gæti verið að skoða vefsíðu bandalags skáta – www.skatar.is. Skoðið þar hvað skátar hafa fyrir stafni og lesið skátaheitið og skátalögin. Næsta skref er svo að hafa sam- band við skátafélagið í bænum ykkar eða – á höfuðborgarsvæðinu – félagið í ykkar hverfi. Það verður tekið vel á móti ykkur. Stjórnvöld, ríki og sveitarfélög Ég hvet stjórnvöld til að mæta vel fjárhagslegri þörf skátahreyfing- arinnar og annarrar heilbrigðr- ar æskulýðsstarfsemi. Á tímum efnahagsþrenginga er sérstaklega nauðsynlegt að tryggja börnum og unglingum jákvæð, holl og þrosk- andi viðfangsefni fjarri hættuleg- um og spillandi freistingum okkar tíma – unga fólkið er framtíð þjóð- arinnar. Ævintýrið heldur áfram Einkunnir í grunnnámi banda-rískra háskóla hafa farið hækkandi. Í Harvard hækkaði meðaleinkunnin úr sem svarar 6,75 árið 1963 í 8,63 árið 2005. Þetta vekur spurningar. Fara námshæfileikar nemenda sívaxandi? Fá nemendur sífellt betri undirbúning fyrir háskóla- nám? Leggja nemendur æ harðar að sér? Svarið við spurningunum er nei. Nemendur nota æ minni tíma í námið skv. National Survey of Student Engagement, NSSE. Hvað orsakar einkunnabólgu? George Kuh frá NSSE telur að milli háskólakennara og nemenda sé þegjandi samkomulag. „Ef þú lætur mig í friði, þá skal ég ekki gera of miklar kröfur til þín“. Þarna vísar hann til kennslu- kannana þar sem nemendur eru spurðir um frammistöðu kenn- ara. Miklu skiptir fyrir kennara að koma vel út úr þeim. Stuart Rojstaczer, prófessor við Duke háskólann, skrifaði grein í Wash- ington Post. Þar segist hann hætt- ur að gefa lægri einkunnir en B- (5,8). Gæfi hann þeim C sem það eigi skilið fengi hann færri nem- endur og á markaðstorgi æðri menntunar sé slíkt talið merki um lélega kennslu. John Thor- stensson, prófessor í eðlisfræði, segir 9 af hverjum 10 nemendum sínum í fyrsta áfanga í eðlisfræði dreyma um að komast í lækna- skóla. Einkunn undir A- gerir það illmögulegt. Háskólakennarar eru því undir miklum þrýstingi. Guðrún Geirsdóttir, dósent í kennslufræði í HÍ, vekur athygli á áhugaleysi íslenskra háskóla- nema og heimtufrekju þeirra. „Nemendur virðast vilja gera sem minnst sjálfir, en krefjast hins vegar mikils af kennurum.“ Margir nemendur sækjast ekki eftir menntun og þroska held- ur aðeins prófgráðu með sem minnstri fyrirhöfn. Þeir mæta illa, lesa ekki kennslubækurn- ar en krefjast hárra einkunna. Mæti þeir í tíma eru þeir oft á fésbókinni í stað þess að taka þátt í kennslustundinni. Gjarnan er skilað skýrslum og verkefnum sem einhver annar hefur unnið, t.d. nemandi frá fyrra ári. Fái þeir sínu framgengt munu háskól- ar í auknum mæli útskrifa hyskið, heimtufrekt og ómenntað fólk.“ Á Rás 2 voru þessi mál til umræðu og var m.a. rætt við háskólanema. Þeir létu sumir ótrúlegustu hluti út úr sér og var hreint átakanlegt að hlusta á þá. Af máli þeirra mátti ráða að verði kennari ekki við heimtufrekju þeirra megi hann búast við að verða „tekinn af lífi“ í kennslu- könnunum en gegnum þær hafa nemendur kverkatak á kennurum sínum. Þær byggja að hluta til á þeim misskilningi nýfrjálshyggj- unnar að skóla sé hægt að reka eins og hvert annað framleiðslu- fyrirtæki í samkeppni. Líklega kynda kennslukann- anir undir einkunnabólgu og undan látssemi kennara enda er oft fylgni milli einkunna sem kennari fær og einkunna sem nemendur búast við frá honum. Það gleymist að kennarar þurfa að halda uppi aga og námskröf- um og slíkt er ekki alltaf vinsælt meðal nemenda. Markaðsvæðing menntunar er ákaflega vandmeð- farin. Eru til sölu á Íslandi fyrir- hafnarlitlar námseiningar? Ég hef ekki séð tölur um ein- kunnabólgu á Íslandi. Vegna örra breytinga á námskrám og nem- endasamsetningu framhaldsskól- anna er erfitt að mæla einkunna- bólgu hér. Líklega er þó sums staðar dulin einkunnabólga. Hún birtist ekki í hærri einkunnum heldur því að fleiri komist í gegn með minni kunnáttu en áður. Kennari sem kennt hefur sama áfanga lengi getur hugsanlega sýnt fram á að meðaleinkunn hafi staðið í stað, en það gæti stafað af því að hann hafi slakað á náms- kröfum vegna svipaðs þrýstings og fyrr var lýst. Í framhaldsskólum fór færi- band frjálshyggjunnar að rúlla fyrir rúmum áratug með nýrri námskrá og hinu illræmda reiknilíkani. Valfrelsi nemenda var aukið, t.d. getur nemandi á náttúrufræðibraut valið sig framhjá lykilgreinum í náttúru- fræðum og útskrifast sem stúd- ent t.d. með litla eðlis- og efna- fræðikunnáttu. Nemendur fengu sem sagt frelsi til að gengisfella stúdentsprófið sitt. Jafnframt ýtti þetta undir samkeppni milli kennara um nemendur. Kennar- ar sem bera virðingu fyrir nem- endum og menntun þeirra og vilja standa fast á eðlilegum náms- kröfum geta orðið undir í þeirri samkeppni því að sumir nemend- ur velja auðveldustu leiðina og sneiða hjá slíkum kennurum. Með reiknilíkaninu fengu kenn- arar skilaboð um að skólar fengju ekki greitt fyrir nemendur sem ekki mættu í lokapróf þótt þeim hefði verið sinnt alla önnina. Skólar með hátt hlutfall getu- lítilla nemenda lentu fljótt í tap- rekstri vegna brottfalls nemenda. Til að vinna bug á taprekstrinum var kennslumagn minnkað svo að tekjur kennara í viðkomandi skólum lækkuðu. Þeir voru hýru- dregnir fyrir að skila ekki öllum áfram á færibandinu. Hefðu þeir hleypt öllum í gegn hefðu þeir uppskorið hærri tekjur vegna meiri framleiðni eins og það heit- ir á máli frjálshyggjunnar. Fyrir kennara er freistandi að láta undan þrýstingi nemenda og yfirvalda og sigla lygnan sjó, gera litlar kröfur og gefa hátt. Það eykur líkur á góðri útkomu í kennslukönnunum og er gott fyrir fjárhag skólanna. En undanláts- semin er auðvitað vanvirðing við nemendur og menntunina sem þeir þurfa að öðlast. Ráðuneyti menntamála gerir lítið til að hjálpa framhaldsskóla- kennurum að meta hvað séu hæfi- legar námskröfur. Skólar senda ráðuneytinu námskrár en lítið er fylgst með hvað gert er í raun og hvaða námskröfur eru gerð- ar. Ráðuneytið telur hve margir nemendur skila sér í próf og veit- ir fjárveitingar skv. því. Fjöldi nemenda mætir í próf bara til að skrifa nafnið sitt. Það lækkar á pappírnum hið illræmda brottfall. Margir stúdentar sem hefja nám í HÍ hafa góðan undirbúning úr framhaldsskóla og eru fullfær- ir um að stunda bitastætt háskóla- nám, en svo virðist sem vaxandi fjöldi sé það ekki og því telur HÍ nauðsynlegt að taka upp inntöku- próf. Það þýðir að sum stúdents- prófsskírteini séu talin marklít- il plögg eða svikin vara eins og Ólafur Stephensen ritstjóri orðaði það. Ekki er ólíklegt að einkunna- bólga, dulin eða ódulin, sé undir- rót þessa vanda sem er að grafa undan menntakerfinu. Einkunnabólga: orsakir og afleiðingar Því miður fór umræðan svolítið úr böndunum á netinu þegar aganefnd KSÍ dæmdi tvo drengi í leikbann og gagnrýnt var. Svo- lítið er eins og verið sé að stíga inn á heilagt svæði en knatt- spyrna kemur okkur öllum við og kynþáttafordómar eru því miður staðreynd hér á landi. Nú tek ég drengina tvo út fyrir sviga enda hafa þeir sæst en til- vikið gefur tilefni til umræðu og ábendinga. Nauðsynlegt er að mínu mati að KSÍ og önnur sambærileg sambönd komi sér upp verklags- reglum í meðferð svona mála. Þau eiga að leita til sérfræðinga við gerð þeirra. UEFA hafði samráð við ECRI (Evrópunefndin gegn kynþátta- fordómum) þegar verklagsregl- ur voru settar fyrir síðasta og einnig næsta Evrópumót um það hvernig ætti að tækla rasisma á fótboltavellinum. Knattspyrnu- sambandið í Englandi hefur haft samráð við svipaðan aðila þar. Ekki skal efast um góðan ásetning forystu KSÍ, þ.m.t. Þóris Hákonarsonar, en þetta með verklagsreglur og hvernig þær eiga að vera er ekkert sjálf- gefið. Þar ætti m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái fræðslu um það hvernig þekkja eigi ras- isma og hvernig bregðast eigi við honum. Það sama á við um yfir- stjórn og starfsmenn. Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangengnu námskeiði um það hvernig meðhöndla eigi hann. Þá er í meira lagi vafasamt að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum. Slíkt getur ein- angrað og útilokað. Fræðsla er á því stigi árangursríkust. Þetta eru drengir/stúlkur á mótunar- skeiði. Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt hvorki betri né verri en félagarnir en endurspeglar þá menningu sem þeir eru allir sprottnir úr. Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar. Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma. Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, lita- rafti, þjóðerni og jafnvel menn- ingu og trú og felur í sér fyrir- litningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki. Rasismi kumrar í yfirborði samfélags. Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan með- höndlaður sem einstakt tilvik. Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessum málaflokki. Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga. KSÍ og fordómar Samfélagsmál Baldur Ágústsson forstjóri og forsetaframbjóðandi Kynþátta- fordómar Baldur Kristjánsson sérfræðingur í ECRI og áhugamaður um knattspyrnu Menntamál Björn Guðmundsson framhaldsskólakennari Nemendur virðast vilja gera sem minnst sjálfir, en krefjast hins vegar mikils af kennurum.Margir nemendur sækjast ekki eftir menntun og þroska heldur aðeins prófgráðu með sem minnstri fyrirhöfn. Heilsuhelgi um páskana í Kríunesi. Dagana 4-9 apríl. • Markþjálfun • Margvísleg hreyfing úti í náttúrunni • Fitumæling • Hugleiðsla, teygjur, æfingar, slökun og fræðsla • Kvöldvökur • Heilsufæði. Í Kríunesi er frábær aðstaða, m.a. gufa, pottur, hjól, bátar og.fl. Eftir dvölina ferðu heim með: • Basískann Líkama • Hugarfarsbreytingu til framtíðar • Meðvitund um að líkaminn er musteri sálarinnar • Löngun til að hugleiða daglega • Lærir fullt af æfingum sem þú heldur áfram að gera Nánari upplýsingar á www.hvatning.com og í síma 897 2400 Bubbi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.