Fréttablaðið - 30.03.2012, Side 30

Fréttablaðið - 30.03.2012, Side 30
4 • LÍFIÐ 30. MARS 2012 HVER ER KONAN? Andrea Magnús- dóttir. STARF? Fatahönnuður & eigandi Andrea boutique. BAKGRUNNUR/MENNTUN? Stúdents- próf úr FG, förðunarfræðingur og fatahönnuður frá Margrethe- skolen í Kaupmannahöfn. LÁ ÞAÐ ALLTAF FYRIR AÐ FARA ÞESSA LEIÐINA Í LÍFINU? Já, ætli það ekki, einu sinni þegar ég var í fram- haldsskóla ætlaði ég að fara í sálfræði eða viðskiptafræði en svo fékk ég overlock-vél í út- skriftargjöf og þá varð ekki aftur snúið. HVERNIG GENGUR AÐ VERA FATAHÖNN- UÐUR OG REKA VERSLUN Á SAMA TÍMA? Það er í nógu að snúast og okkur leiðist aldrei. HVAÐA STRAUMA MUNUM VIÐ SJÁ Í SUMAR? Í sumar sjáum við fullt af litum, falleg munstur og skósíða kjóla. ÁTTU ÞÉR DRAUMAVERKEFNI? Já, ég á mér alltaf drauma og drauma- verkefni. Ég er einmitt að byrja að vinna að einum þeirra núna og stefni á og vona að hann ræt- ist árið 2013. HVERNIG GENGUR AÐ SAMTVINNA FER- ILINN OG MÓÐURHLUTVERKIÐ? Það gengur rosalega vel. Við vinnum mikið saman ég og maðurinn minn og reynum að leyfa börn- unum að taka sem mestan þátt í vinnunni okkar. Sonur okkar, sem er 13 ára, fór til að mynda með okkur í síðustu vinnuferð til út- landa sem var frábært. Ég held að það sé bara hollt fyrir börn að sjá hvað foreldrarnir eru að gera og um að gera að leyfa þeim að vera þátttakendur í því eins og hægt er. Svo sit ég oft og teikna með dóttur minni sem er 6 ára, hún er oft með æðislegar hug- myndir að rosalegum kjólum, lita- valið hennar er innblástur fyrir mig. HVAÐ GERIRÐU ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI AÐ VINNA? Þá nýt ég þess að vera með fjölskyldunni. Ég kann sem betur fer að stimpla mig út, fara í frí og njóta þess að vera með fólkinu mínu. HVERT ER ÞITT MOTTÓ Í LÍFINU? Draumar eru til að láta þá rætast og það er allt hægt. ATHAFNAKONAN HAMINGJUHORNIÐ FÆR INNBLÁSTUR FRÁ DÓTTURINNI HVAÐ GERIR ÞÚ TIL AÐ TÆMA HUGANN EFTIR ERFIÐA VINNUVIKU? Hjá mér er engin erfið vinnuvika. Ég er aldrei í vinnunni af því ég er að sinna áhugamálinu, að halda fyrirlestra og skrifa. En hugurinn tæmist hjá mér við margvíslegar aðstæður. Í ræktinni, við bóklestur, í göngutúr í rigningu og þögn. HVERNIG HLEÐUR ÞÚ BATTERÍIN? Ég hleð batteríin við það að taka á því í ræktinni og sömuleiðis á nóttunni. Þar sem ég er geim- vera þá ferðast ég um alheiminn á meðan ég sef. Dásamlegt. HUGLEIÐIR ÞÚ EÐA NOTAR ÞÚ AÐRAR AÐFERÐIR TIL AÐ RÆKTA HUGANN? Ég hef ekki enn átt fasta tíma í hug- leiðslu daglega en það að halda fyrirlestra er hugleiðsla. Og það að gefa af sér  sá fræjum er hugleiðsla. VILTU DEILA MEÐ OKKUR UPPÁHALDS- HAMINGJUMOLANUM ÞÍNUM? Hver er sinnar gæfu smiður  og stefndu alltaf á sólina, þú gætir krækt í stjörnu. HVERNIG RÆKTAR ÞÚ HJÓNABANDIÐ? Ég á margt eftir ólært þar. Engin leikrit í gangi en það er kúnst að kunna að sleppa og treysta og losa um bandið í hjónabandinu. ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON RITHÖFUNDUR FERÐAST UM ALHEIMINN Á NÓTTUNNI HEIMILISHORNIÐ TANNKREM Á VEGGINA Það má finna ýmis önnur notagildi í tannkremi en að hreinsa tennurn- ar með því. Ef til stendur að pússa silfrið prófaðu þá að nuddaðu það upp úr tannkremi og skolaðu svo með köldu vatni. Einnig má nota það til að þrífa pennastrik og liti á veggjum eftir litla putta. Bæjarlind 16 - Kópavogur - Sími 553 7100 - www.linan.is opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 svefnpláss fyrir 2 140x200 cm svefnpláss fyrir 2 140x200 cm einfalt og fljótlegt að breyta í rúm - extra þykk og góð springdýna einfalt og fljótlegt að breyta í rúm - góð springdýna SUPREME RECAST deluxe kr. 169.800 kr. 149.800 DAGUR & NÓTT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.