Fréttablaðið - 30.03.2012, Side 33
LÍFIÐ 30. MARS 2012 • 7
Hreyfingin? Allt of lítil. Er búin að vera dálítið á leiðinni í ræktina.
Veitingastaðurinn? Of margir góðir til þess að gera upp á milli,
bæði hér í Reykjavík og á landsbyggðinni. Get þó nefnt að einn
af mínum uppáhaldsstöðum í útlöndum er Le George, veitinga-
staður í París, uppi á þakinu á Centre Pompidou-safninu.
Heimasíðan? http://www.icelandlocalfoodguide.is, www.icelandlo-
calfoodguide.is og http://www.graennapril.is, www.graennapril.
is og Google og Youtube
Tímaritið? Vanity Fair.
*Á meðan birgðir endast
Sérfræðingar CHANEL verða í snyrtivöruverslun Lyfja & heilsu Kringlunni
29. mars – 4. apríl og veita þér faglega ráðgjöf.
20% afsláttur verður af varalitum og glossum ásamt glæsilegum kaupaukum frá CHANEL*
og verða fljótlega tilbúnar. Og allt
verður klárt fyrir sumarið.
Þannig að þegar þú ferð næst
í ferð um landið þarftu ekki bara
að sjá sjoppufæðið. Þú getur náð
í bæklinginn með kortinu yfir alla
sælkerastaðina á Íslandi, en honum
verður dreift í Reykjavík og um allt
land og svo geturðu einnig skoðað
lifandi kvikmyndaefni á netinu, bæði
í tölvunni, spjaldtölvunni og snjall-
símanum. Svo er þar einnig að finna
æðislegar og oft óvenjulegar upp-
skriftir. Þetta er alveg geggjað.
Á einum veitingastaðnum á Vest-
fjörðum upplifði ég ævintýri þar sem
ég fékk einn besta mat sem ég hef
borðað á ævinni. Glænýr fiskur-
inn, lambið beint af fjallinu og jurt-
ir og kryddplöntur tíndar í fjallshlíð-
inni, með þvílíkum sósum að ég
bað um að fá að sleikja diskinn,
sem vakti nokkra kátínu í eldhúsinu.
Það er fátt betra. Svo verða einn-
ig frábærar uppskriftir, bæði í litlu
bókinni og einnig kvikmyndaðar á
heimasíðunum.
Ein fiskuppskriftin hljóðar til
dæmis svona: Skerðu glænýjan
skötusel í um 2 cm þykka og 10
cm langa strimla. Vefðu einni sneið
af beikoni utan um hvern strimil.
Steiktu þá í smá olíu í um 2 mínút-
ur á hvorri hlið og helltu síðan rjóma
yfir.
Ekkert krydd, bara beikonið.
Með glænýjum kartöflum er þetta
ótrúlega fljótlegt og lygilega gott.
Þetta er eitt af því besta sem ég hef
smakkað.
Hver eru helstu mistök Íslend-
inga þegar þeir fara í ferðalag um
landið? Ég held að helstu mistökin
liggi hreinlega í því að við ferðumst
ekki nógu mikið um Ísland. Ég verð
að viðurkenna að þar var ég áður
fyrr engin undantekning. En ég hef
verið að breyta því og hvílík dýrð
sem þessi einstaka náttúra er sem
við eigum og hvílíkir veitingastaðir
um allt land. Það er fátt betra.
Áttu þér uppáhaldsstað á land-
inu? Kjósin, þaðan á ég dásamlegar
æskuminningar frá dýrindis sumrum
með fjölskyldunni og þar á ég ætt-
ingja úr föðurættinni svo taugarn-
ar liggja alltaf þangað. Þykir óhemju
vænt um Kjósina.
Úr náttúrunni í umhverfisátakið,
Grænn apríl sem þú leggur nú lið
annað árið í röð. Umhverfisátakið
Grænn apríl er alveg einstakt. Guð-
rún Bergmann og Maríanna Frið-
jónsdóttir fengu mig til liðs við sig og
ég er svo heppin að hafa fengið að
vinna með þeim að þessu jákvæða
átaki. Ástandið í umhverfismálum í
heiminum er orðið skuggalegt og við
erum allt of sofandi gagnvart þróun
mála á því sviði. Þetta er annað árið
sem umhverfisátakinu er hrint af
stað í apríl. Skoðað er meðal ann-
ars hverjir eru að gera jákvæða og
umhverfisvæna hluti, bæði fyrirtæki
og einstaklingar. Og einnig hvað má
betur fara. Við sem neytendur höfum
gífurlega mikið vald með innkaupum
okkar, til dæmis fyrir heimilið.
Það er í raun í okkar höndum að
velja að versla frekar græna og um-
hverfisvæna vöru frekar en vörur
skaðlegar náttúrunni. Við höfum
fengið velflesta fjölmiðla til liðs við
okkur, bæði sjónvarpsstöðvarn-
ar, útvarpsstöðvarnar og blöðin til
þess að sem flestir geti tekið þátt
og lagt sitt af mörkum. Margt smátt
gerir eitt stórt og ótrúlegt hverju
hægt er að áorka í krafti fjöldans.
Guðrún og Maríanna eiga skilið að
fá fálkaorðuna fyrir frumkvöðlastarf
á þessu sviði.
Hvað getur almenningur gert til
að leggja sitt af mörkum?
1) Breyta bílnum í metanbíl. Það
er minn stærsti draumur og á dag-
skrá hjá mér. Ekki bara umhverf-
isvænt heldur sparar fleiri tugi
þúsunda á ári í rekstrarkostnaði.
Ekki veitir nú af.
2) Flokka ruslið á heimilinu. Það
þarf ekki að vera flókið. Hér í fjöl-
býlishúsinu mínu erum við búin að
safna 700.000 krónum á tveimur
árum, bara með því að flokka og
skila flöskum og dósum sem við
fengum greitt fyrir.
3) Við eigum að neita að taka við
öllum óþarfa umbúðunum sem sett-
ar eru utan um vörurnar þegar við
verslum, það er fáránlegt magn og
ónauðsynlegt.
Ásamt því að hugsa vel um nátt-
úruna þá ertu þekkt fyrir jákvætt
viðmót og unglegt útlit. Hver er
galdurinn? Lífrænn matur eins oft
og hægt er og reyna alltaf að finna
tækifærin til þess að hlæja og vera
glaður. Náttúrulega morfínið endorf-
ín, sem líkaminn framleiðir við hlát-
ur, er sannkallað yngingarmeðal.
Ekki alltaf auðvelt, en nauðsynlegt
að reyna sem oftast að finna gleðina.
Lífið er svo stutt.
Eitthvað að lokum? Ég segi eins
og Megas „Ef þú smælar framan í
heiminn, þá smælar heimurinn fram-
an í þig“ og svo finnst mér gott að
segja alltaf reglulega við sjálfa mig:
Aldrei, aldrei, aldrei að gefast upp!
LÍFSSTÍLLINN