Fréttablaðið - 11.04.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.04.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag www.ms.is Fáðu D-v ítamín úr Fjörmjó lk! NÝR ÍSLENSKUR KRIMMI MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Miðvikudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Sumardekk Markaðurinn 11. april 2012 84. tölublað 12. árgangur DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Vertu vinur Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Lokað á laugard. 7. apríl Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Í hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?Teg: „ Annapolis“ Fótlaga skór úr leðri með vönduðu innleggi. Stærðir: 36 - 42 Verð: 28.900.- Þ að er frábært að geta sameinað hagfræðina og reynsluna úr fjár-málageiranum við ævintýrin úr ferðaheiminum,“ segir Björk Kristjáns-dóttir, en hún hafði leitt hópa ferða-fólks upp jökla og niður ár, verið í björg-unarsveit, útskrifast sem hagfræðing-ur og starfað sem þjónustufulltrúi á fyrirtækjasviði í banka, þegar hún var fengin til að hjálpa til við undirbúning nýs gistiheimilis á Laugaveginum fyrir þremur árum. „Ég varð atvinnulaus efti bið í dag en nú er á áætlun að ganga mig í form aftur. Annars er bara svo æðislega gaman í vinnunni að ég hef engan tíma haft til að velta því fyrir mér hvort ég sé að missa af einhverju,“ segir Björk hlæj- andi en Reykjavík Backpackers hefur vaxið hratt og breyst frá því að vera eingöngu gistiheimili, í ferðaskrifstofu, upplýsingamiðstöð og bar.„Við eigum núna allt húsið og opn-uðum hér á síðasta ári Tourist I fbarin V HAGFRÆÐINGUR OG FERÐAFUGLDRAUMASTARFIÐ Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Back- packers, sameinar áhugamálin í vinnunni. GAMAN Í VINNUNNI Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Backpackers, segir vorið góðan tíma til að ferðast um Ísland. MYND/GVA MUNIÐ HJÁLMINNNú er að hefjast reiðhjólatímabil hjá börnum og ung- lingum. Mikilvægt er að nota hjálm og að hann sé prófaður af viðurkenndri stofnun og merktur með CE-merki. Hann skal vera léttur og með loftopum og hafa stillanlegt hökuband og spennu sem auðvelt er að opna og loka.SUMARDEKKMIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2012 Kynningarblað Söluaðilar, umboðsaðilar og verkstæði. N ú þegar er allt vitlaust að gera, enda vita fastir við-skiptavinir Vöku að það margborgar sig að vera snemma á ferðinni til að tryggja sér bnotuðu sveiflast mjög á milli árstíða. Því henta sömu dekk engan veginn árið um kring, og af og frá að þ standi sig j f dekk og dýra merkjavöru eins o dekk frá Conti Notuð sumardekk –góður kosturHjá Vöku er hægt að komast hjá miklum útgjöldum með kaupum á notuðum sumardekkjum. Bestu dekkin rjúka út með ört hækkandi sumarsól o í Vöku gildir hið margkveðna að fyrstir koma, fyrstir fá. Vaka selur einnig ý sumardekk á góðu verði. Rúnar Grétarsson, framkvæmdastjóri Vöku, og Steinar Már Gunnsteinsson, deildarstjóri dekkjasviðs, með góð og notuð sumardekk á milli sín. MYND/VALLI Skútuvogi 8 og Smiðjuvegi 28 Opið á laugardögum frá kl. 10-14. Bókaðu tíma á vakahf.is Er prentverkið Svansmerkt? www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 11. apríl 2012 | 7. tölublað | 8. árgangur Þorsteinn Már: Förum eftir reglum ið skuldabréfaútgáfu Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Samherja hafa farið í „einu og öllu“ eftir reglum og gjaldeyrislögum í starfsemi sinni, þar á meðal við skuldabréfakaup dótturfélags Samherja á Spáni af móðurfélaginu. Félagi keypti bréfin í lok febrúar fyrir 2,4 milljarða króna. „Við tókum þátt í útboði Seðlabankans og unnum að þessum málum með okkar viðskiptabanka, sem síðan upp-lýsti Seðlabankann um allar hlið r málsins,“ segir Þorsteinn Már. Hann er g s ur í nýjasta þætti Klinksins, þætti um efnah gsmál og viðskipti, á viðskiptavef Vísis. Í honum fer Þorsteinn ítar-lega yfir starfsemi Samherj og áhrif breytinga á stjórn fiskveiða á sjávarútv ginn í heild. - MH I l d Afmæli á Íslandi Tom Cruise verður fimmtugur í sumar og hyggst halda upp á það á Íslandi. popp 26 EFNAHAGSMÁL Horfur á vaxandi verðbólgu og stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðasta mánuði hafa valdið því að allir viðskipta- bankarnir fjórir hafa nú hækkað vexti á óverðtryggðum fasteigna- lánum sínum. Vextir óverð- tryggðra lána með breytilegum vöxtum hafa alls staðar hækkað og vextir lána með föstum vöxtum í þrjú eða fimm ár hafa hækkað hjá tveimur bönkum auk þess sem sá þriðji er líklegur til að fylgja í kjölfarið. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en viðskipta- bankarnir hófu að bjóða slík lán á seinni hluta síðasta árs. Hafa lánin notið talsverðra vinsælda og hefur meirihluti lántakenda hjá bönkunum valið að taka óverð- tryggð lán frá því að þau komu á markað. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar enn ekki hafið að bjóða upp á óverðtryggð lán en sjóður- inn áformar að gera það frá og með næsta hausti. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endur- spegla þá þróun í þessum kjör- um,“ segir Haraldur Guðni Eiðs- son, upplýsingafulltrúi hjá Arion banka, aðspurður um ástæður hækkunarinnar. „En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán. Þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti,“ segir Har- aldur Guðni. Ólíkt því sem lántakendur verð- tryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverð- tryggðum lánum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á milli tímabila. Hækkanir bankanna á vöxtum óverðtryggðu lánanna nú eru því væntan lega einungis fyrsta dæmið um slíka sveiflu en vaxtahækkanir bank- anna munu hafa bein áhrif á það sem skuldarar með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum greiða um næstu mánaðamót. Vegna aukinna vinsælda óverð- tryggðu lánanna má gera ráð fyrir að áhrifamáttur peningastefnu Seðlabankans aukist. Seðlabank- inn hefur bent á að verðtryggðu jafngreiðslulánin, sem enn eru langútbreiddasta fasteignalána- formið, veiti skuldurum að nokkru leyti meira skjól fyrir áhrifum stýrivaxtahækkana en ella, að minnsta kosti til skemmri tíma. - mþl / sjá Markaðinn Óverðtryggðu lánin hækka Viðskiptabankarnir hafa brugðist við nýlegri stýrivaxtahækkun Seðlabankans með því að hækka vexti á óverðtryggðum fasteignalánum. Vinsældir óverðtryggðra lána gætu aukið virkni peningastefnu bankans. TÓNLIST Platan My Head Is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men hefur selst í 55 þúsund eintökum frá því að hún kom út í Bandaríkjunum í síðustu viku. Platan situr nú í þriðja sæti á sölulista Itunes ásamt því að vera ofarlega á list- um netrisans Amazon.com. „Þetta hljómar allt mjög vel, en maður skilur samt ekki alveg hvað þessar tölur þýða, þetta er svo ótrúlegt,“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara Of Monsters and Men, þegar Frétta- blaðið náði af honum tali í New York-ríki síðdegis í gær. Hljómsveitin hefur verið á ferðalagi um Bandaríkin frá 13. mars. Uppselt hefur verið á alla nítján tónleika sveitarinnar og inntur eftir því hvort þau finni sjálf fyrir þessum miklu vin- sældum svarar Ragnar því ját- andi. „Þetta er allt mjög óraun- verulegt. Við erum beðin um eiginhandaráritanir og spilum fyrir fullu húsi öll kvöld. Maður þarf að stoppa reglulega til þess að klípa sig í handlegginn,“ segir hann. Fjölmiðlar vestanhafs hafa verið duglegir að fjalla um tón- leikaferðalag Of Monsters and Men. Gagnrýnandi New York Times segir í dómi sínum um tón- leika hljómsveitarinnar í Webs- ter Hall á föstudaginn langa að nú bíði erfitt verkefni: Að halda sjarmanum og sérviskunni og gæta þess að falla ekki í klisjurn- ar. - sm, afb / sjá síðu 26 Plata Of Monsters and Men situr ofarlega á vinsældalistum vestanhafs: 55 þúsund plötur seldar á viku LYGILEGAR VINSÆLDIR Plata Of Monsters and Men rokselst í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hljómsveitin kom fram á dögunum í hljóðveri bandarísku útvarpsstöðvarinnar WRFF, þar sem þessi mynd var tekin. NORDICPHOTOS/GETTY er hækkunin á vöxtum óverð- tryggðra lána með breytileg- um vöxtum hjá Íslandsbanka, Landsbanka og MP banka. 0,25% MINNKANDI ÚRKOMA suðvest- an- og vestanlands og strekkings- vindur en hægari vindur annars staðar og úrkomulítið. Heldur kólnar í veðri. VEÐUR 4 0 2 4 4 0 Ofbauð launamisréttið Fyrsta kvennaverkfallinu á Íslandi lauk á þessum degi fyrir réttri öld. tímamót 14 Hagfræðingur og ferðafugl Björk Kristjánsdóttir, framkvæmda- stjóri Reykjavík Backpackers, sameinar áhugamálin í vinnunni. fólk 1 SPÁNN Þrettán ára barnabarn Jóhanns Karls Spánarkonungs skaut sig í fótinn á mánudag. Spænska konungshöllin greindi frá þessu í gær. Prinsinn heitir Filippus Jóhann Froilan og er elsta barnabarn konungshjónanna. Hann er þekkt- ur í spænskum fjölmiðlum undir síðasta nafninu. Hann var að leika sér með byssu á sveitasetri föður síns þegar skot hljóp af og fór í hægri fót hans. Drengurinn þurfti að fara í aðgerð á tá og þarf að dvelja á spítala í nokkra daga. Börn undir fjórtán ára aldri mega samkvæmt lögum ekki skjóta úr byssum á Spáni. Tals- menn konungsfjölskyldunnar vildu ekki tjá sig um þá hlið máls- ins í gær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem voðaskoti er hleypt af innan konungsfjölskyldunnar. Árið 1956 varð Jóhann Karl sjálfur bróður sínum að bana eftir að skot reið af úr byssu sem hann lék sér með. - þeb Var við leik á sveitasetri: Spænskur prins skaut sig í fótinn Alvöru gervigras Stjarnan er að leggja nýtt og mun betra gervigras á heimavöll sinn. sport 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.