Fréttablaðið - 11.04.2012, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 11.04.2012, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 11. apríl 2012 Listvinafélag Hallgrímskirkju 30. starfsár MESSA Í C-MOLL & REQUIEM HALLGRÍMSKIRKJU LAUGARDAGINN 21. OG SUNNUDAGINN 22. APRÍL KL. 17 A 4 500 / 3 500 M á ÞÓRA EINARSDÓTTIR - HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR AUÐUR GUÐJOHNSEN - ELMAR GILBERTSSON - MAGNÚS BALDVINSSON MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU 30 ÁRA - KAMMERSVEIT HALLGRÍMSKIRKJU stjórnandi: HÖRÐUR ÁSKELSSON Nýtt landslag - nýjar áskoranir HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Staða landbúnaðar á Íslandi í breyttum heimi Ráðstefna á Bifröst föstudaginn 13. apríl Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í ríkjandi þróun landbúnaðarumhverfisins hér á landi og erlendis. Býr framtíðin í óbreyttu ástandi? Ef ekki, hverju þarf að breyta í núverandi landbúnaðar- stefnu til að tryggja bændum eðlileg kjör og sókn til fjölþættari atvinnu- tækifæra, innan eða utan ESB? Sérfræðingar á sviði landbúnaðar-, neytenda- og matvælamála halda fyrirlestra og hagsmunaaðilar úr ólíkum undirgreinum atvinnugreinarinnar segja frá reynslu sinni. Fyrirlesarar 10:30 - 12:30 10:30 - 10:40 Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst 10:40 – 11:05 Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, prófessor við Háskóla Íslands 11:05 - 11:35 Veli-Pekka Talvela, yfirmaður alþjóðamála hjá landbúnaðar- og skógræktarráðuneyti Finnlands 11:35 - 12:00 Daði Már Kristófersson, náttúruauðlindahagfræðingur, dósent við Háskóla Íslands 12:00 – 12:30 Kristín Vala Ragnarsdóttir, jarðefnafræðingur, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ Ýmis erindi 13:30 - 15:30 Landssamband kúabænda: Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK Neytendasamtökin: Brynhildur Pétursdóttir (NS) Lífræn ræktun og matvælaframleiðsla Eygló Björk Ólafsdóttir, Móðir jörð, Vallanesi Fulltrúi launþega: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Landssamband sauðfjárbænda: Sindri Sigurgeirsson sauðfjárbóndi 15:30–16:30 Hringborðsumræður (panel) Framsögumenn taka þátt í hringborðsumræðum. Gestum boðið að taka þátt í umræðum og leggja fram spurningar. Nánari upplýsingar og skráning á bifrost.is og í síma 545 1200. Skráningargjald 3000 kr. – hádegisverður innifalinn. 12:30-13:30 Hádegismatur Color Me Records er nýtt útgáfu- fyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskri raftónlist. Það eru fjór- menningarnir Áskell Harðar- son, Björn Gauti Björnsson, Jón Eðvald Vignisson og Steindór Grétar Jónsson sem standa að útgáfunni. Fyrsta plata Color Me Records kom út á dögunum, stuttskífa eftir B. G. Baarregaard sem nefnist Nude Disco. B. G. Baarregaard á sjálfur tvö lög á plötunni, auk þess sem þar er að finna endur- hljóðblandanir eftir Jón Edvald og Steindór Jónsson. Útgáfunni verður fagnað á Kaffibarnum í kvöld klukkan 21 og munu listamenn plötunnar sjálfir sjá um að þeyta skífum. - trs Ný tónlistarútgáfa COLOR ME RECORDS Það eru þeir Áskell Harðarson, Björn Gauti Björnsson, Jón Eðvald Vignisson og Steindór Grétar Jónsson sem standa að útgáfunni. Söng- og leikkonan Miley Cyrus hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir holdafar sitt undanfarnar vikur. Einhverjir halda því fram að söngkonan þjáist af lystarstoli en Cyrus hefur vísað gagnrýn- inni á bug. „Það eina sem ég þjáist af er glúten- og mjólkuróþol. Þetta hefur ekkert með þyngd að gera, aðeins heilsu mína. Glúten er óhollt og í dag borðaði ég páska- máltíð sem var holl og saðsöm. Heilbrigði er hamingja,“ skrifaði Cyrus á Twitter-síðu sína. Þar mælti hún jafnframt með því að aðdáendur hennar prófuðu glútenlaust fæði í nokkra daga. Er með glútenóþol HEILBRIGÐ OG HRAUST Miley Cyrus segist hafa grennst vegna þess að hún má ekki borða glúten eða mjólkurvörur. NORDICPHOTOS/GETTY Justin Timberlake hannaði sjálfur trúlofunarhringinn sem hann gaf unnustu sinni, Jessicu Biel, en samkvæmt US Weekly er stúlkan ekki alltof hrifin af hönn- un unnustans. Timberlake ráðfærði sig fyrst við stílista Biel um útlit og lögun hringsins en ákvað að lokum að hanna hringinn eftir eigin höfði. „Stílisti Jessicu veit hvað hún vill og hvað fer henni best. Justin tal- aði við hana fyrst en ákvað svo að hanna hringinn sjálfur án þess að ráðfæra sig við hana. Jessica er ánægð með hringinn en hann er mjög á skjön við hennar persónu- lega stíl,“ hafði tímaritið eftir heimildarmanni. Ber sérhann- aðan hring PASSAR EKKI Trúlofunarhringur Jessicu Biel klæðir ekki hennar persónulega stíl. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.