Fréttablaðið - 11.04.2012, Blaðsíða 6
11. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR6
HJÓL FYR
IR ALLA
FJÖLSKYL
DUNA
FRÁBÆR T
ILBOÐ Á E
LDRI
ÁRGERÐU
M AF HJÓL
UM
20% AFSL
ÁTTUR AF
AUKABÚN
AÐI Á HJÓ
L
59.995
70.995
DANMÖRK Danski sagnfræðingur-
inn Thomas Wegener Friis segist
vera í þann mund að afhjúpa stór-
felldar njósnir þekkts Dana fyrir
Stasi, austur-þýsku leyniþjón-
ustuna.
Friis kveðst ekki vera reiðu-
búinn að birta nafn njósnarans að
svo stöddu og segist fyrst þurfa
aðgang að Rosenholz-skjalasafn-
inu sem bandaríska leyniþjón-
ustan, CIA, fékk við sameiningu
þýsku ríkjanna. Það er mat Friis
að þar kunni lykillinn að danska
njósnamálinu að vera. Vísinda-
menn hafa ekki aðgang að þessu
skjalasafni en stjórnvöld geta farið
fram á að fá upplýsingar úr því. Það
hafa stjórnvöld í bæði Þýskalandi og
Frakklandi gert.
Hópur danskra sagnfræðinga
hefur hins vegar gagnrýnt Friis
og starfsaðferðir hans. Forsætis-
ráðherra Danmerkur, Helle-Thorn-
ing Schmidt, telur dönsk stjórnvöld
ekki þurfa að sækja um aðgang að
safninu. Á fundi með fréttamönnum
í gær sagði hún að teldu menn sig
búa yfir upplýsingum um glæpsam-
legt athæfi ættu þeir að snúa sér til
lögreglunnar og í þessi tilviki til
dönsku leyniþjónustunnar. - ibs
Danskur sagnfræðingur vill aðgang að skjölum í eigu CIA vegna njósnamáls:
Þekktur Dani bendlaður við Stasi
FORSÆTISRÁÐHERRA Helle-Thorning
Schmidt telur ekki þörf á að leita til CIA.
NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akra-
nesi handtók í páskavikunni þrjá
ökumenn undir áhrifum fíkni-
efna.
Við húsleit á heimili eins
þeirra fundust um 30 grömm af
kannabisefnum og við húsleit hjá
öðrum fundust nokkur grömm af
amfetamíni í neyslupakkningum
auk tæplega 100 þúsund króna
í peningum. Maðurinn gat ekki
gert grein fyrir fjármununum og
voru þeir því gerðir upptækir.
Þá var fjórði maðurinn tekinn
grunaður um ölvun við akstur. - kh
Dópaðir bílstjórar á Akranesi:
Meintur dóp-
sali tekinn
BESSASTAÐIR Þóra Arnórsdóttir og
Ástþór Magnússon eru einu for-
setaframbjóðendurnir sem þegar
hafa safnað þeim lágmarksfjölda
meðmælenda sem þarf til að fram-
boðið teljist gilt. Hinir eru mis-
langt komnir með söfnunina og
sumir ekki einu sinni byrjaðir.
Þóra lýsti því yfir á laugar-
daginn að hún hefði náð tilskildu
marki í öllum landsfjórðungum. Þá
voru þrír dagar síðan hún tilkynnti
um framboð sitt.
Áður en listunum er skilað til
innanríkisráðuneytisins, sem þarf
að gerast í síðasta lagi 25. maí, þarf
að láta yfirkjörstjórnir á hverjum
stað votta að þeir sem ritað hafa
nafn sitt á listann séu kosninga-
bærir.
Fréttablaðið hafði samband við
aðra sem lýst hafa yfir framboði til
að grennslast fyrir um hvar undir-
skriftasöfnunin stæði.
„Ég held að ég sé örugglega kom-
inn með lágmarksfjöldann,“ segir
Ástþór, sem er enginn nýgræð-
ingur þegar kemur að forseta-
kosningum. Hann ætli þó að safna
nokkrum til viðbótar til öryggis og
listunum verði skilað fljótlega.
Bara Ástþór og Þóra
búin að safna nógu
Tveir af þeim sem lýst hafa yfir framboði til forseta Íslands eru búnir að safna
lágmarksfjölda meðmæla. Hinir fjórir hafa einn og hálfan mánuð til stefnu.
Borðaðir þú páskaegg um
páskana?
JÁ 75,3%
NEI 24,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú ánægð(ur) með hraða
netsins á heimili þínu?
Segðu þína skoðun á visir.is
LANDHELGISGÆSLAN Viðgerðir á
varðskipinu Þór munu taka lengri
tíma en upphaflega var áformað.
Nú er stefnt að því að skipið verði
afhent fyrir lok apríl, en upphaf-
lega stóð til að taka skipið aftur í
notkun í byrjun mánaðarins.
Vegna galla í annarri af aðal-
vélum skipsins þurfti að skipta um
vélina, og var það gert í Noregi á
kostnað Rolls Royce, framleiðanda
vélarinnar.
Hrafnhildur Stefánsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Landhelgisgæsl-
unnar, segir að vélin sé nú komin
í skipið, og prófanir fari fram í
þessari viku og þeirri næstu. Hún
segir ekkert sérstakt hafa komið
upp sem seinkað hafi viðgerðum á
skipinu, áætlanir hafi einfaldlega
ekki staðist.
Þór var smíðaður í Síle og kom
hingað til lands í október í fyrra.
Skömmu síðar urðu skipverjar
varir við óeðlilegan titring í ann-
arri aðalvélinni, og þar sem ekki
gekk að gera við hana þurfti að
skipta um vél.
Varðskipið Ægir hefur staðið
vaktina á meðan Þór er í slipp. Til
stendur að leigja Ægi til eftirlits-
starfa á Miðjarðarhafi í sumar. - bj
Viðgerð á varðskipinu Þór mun taka lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir:
Þór væntanlegur seint í apríl
Í VIÐGERÐ Þór stoppaði stutt við á
Íslandsmiðum eftir að hann kom til
landsins þar sem galli fannst í annarri af
aðalvélum skipsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
LÖGREGLUMÁL Kona kærði nauðg-
un að morgni páskadags á Ísa-
firði. Lögreglan handtók í kjöl-
farið karlmann og yfirheyrði
hann vegna málsins. Manninum
var sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Lögregla staðfestir að kæran
hafi borist og segir málið í rann-
sókn. Ekki fást nánari upplýsing-
ar um málavöxtu að svo stöddu.
Mikill fjöldi fólks sótti Ísafjörð
heim um páskahelgina, en þar fór
meðal annars fram tónlistarhá-
tíðin Aldrei fór ég suður. Lög-
regla taldi þó ekki rétt að tengja
nauðgunina við hátíðina, enda
fjöldi annarra viðburða í bænum
um helgina. - bj
Kærði kynferðisbrot á Ísafirði:
Lögregla rann-
sakar nauðgun
NOREGUR Stuðningur Norðmanna
við Evrópusambandsaðild hefur
aldrei mælst minni en um þessar
mundir. Ný könnun sýnir að þrír
af hverjum fjórum myndu hafna
ESB-aðild nú. Einungis fimmtán
prósent svarenda sögðust styðja
aðild.
Í frétt Aftonposten segir að það
sem heyri helst til tíðinda í þess-
um niðurstöðum sé að andstaða
sé að aukast í öllum þjóðfélags-
hópum. Meðal hinna tekjuhæstu,
sem hingað til hafa verið jákvæð-
astir, er nú 71% andsnúið aðild.
Andstaðan er minnst í Ósló og
nágrenni þar sem 24% segjast
hlynnt aðild. - þj
Andstaða við ESB í Noregi:
Þrír af fjórum
vilja ekki í ESB
„Sjálfboðaliðar allt í kringum
landið eru að safna og eftir því
sem ég best veit gengur það bara
mjög vel,“ segir Guðný Lilja Odds-
dóttir, sem starfar fyrir framboð
Herdísar Þorgeirsdóttur prófess-
ors. Söfnuninni sé þó ekki lokið en
markmiðið sé að ljúka henni í apríl.
Jón Lárusson, lögreglumaður á
Selfossi, segir söfnun sína ganga
ágætlega. „Þetta er ekki komið en
það styttist í það, geri ég mér vonir
um.“ Hann segir að sér hafi eðli-
lega gengið best á Suðurlandi en
hitt sé í vinnslu. „Fólk virðist vera
með missterkar maskínur á bak við
sig,“ segir hann.
Ólafía B. Rafnsdóttir, sem
starfar fyrir framboð Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, sitjandi forseta,
segir söfnunina þetta árið verða
með svipuðu sniði og í hin skiptin
þegar Ólafur hefur verið í fram-
boði. Söfnunin gangi þó vel og
standi yfir um land allt. „Ég gef
mér svona þrjár til fjórar vikur í
að klára þetta,“ segir hún.
Sjötti frambjóðandinn, Hannes
Bjarnason úr Skagafirði, hefur
greint frá því í fjölmiðlum að
hann komi til landsins frá Noregi
í lok mánaðar og hefji meðmæla-
söfnun sína þá.
stigur@frettabladid.is
■ Kosið verður laugardaginn 30. júní.
■ Framboðsfrestur rennur út 25. maí.
■ Sex hafa þegar lýst yfir framboði.
■ Hver frambjóðandi þarf að safna 1.500 til 3.000 meðmælendum.
■ Meðmælendurnir þurfa að skiptast svona eftir landshlutum: 1.206 til
2.412 úr Sunnlendingafjórðungi (sem inniheldur meðal annars höfuð-
borgarsvæðið og Suðurnes og er því langfjölmennastur), 66 til 131 úr
Vestfirðingafjórðungi, 166 til 332 úr Norðlendingafjórðungi og 62 til 125
úr Austfirðingafjórðungi.
Um kosningarnar
BESSASTAÐIR Forsetabústaðurinn er
umsetinn þessi dægrin. Sex manns vilja
búa þar og starfa næstu fjögur árin.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
Heimir & Kolla vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
KJÖRKASSINN