Fréttablaðið - 11.04.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.04.2012, Blaðsíða 4
11. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR4 Aukin þekking – góð fjárfesting til framtíðar Kynntu þér viðskiptafræði með vinnu í Háskóla Íslands. Kynningarfundur miðvikudaginn 11. apríl kl. 16:00 í stofu 102 Gimli www.vmv.hi.is NOREGUR Ný skýrsla tveggja geðlækna sem kynnt var í gær kemst að þeirri niðurstöðu að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Brei- vik hafi verið með réttu ráði þegar hann myrti 77 manns í tveimur hryðjuverkaárásum hinn 22. júlí síðastliðinn og sé enn heill á geði. Mat læknanna Terje Tørrisen og Agnars Aspaas gengur þvert á annað sakhæfismat sem gert var í lok síðasta árs þar sem tveir aðrir geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu að Brei- vik hefði verið haldinn geðklofa með ofsóknar- hugmyndum og því ekki ábyrgur gjörða sinna þegar hann framdi illvirki sín. Geir Lippestad, lögmaður Breiviks, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að umbjóðandi hans væri ánægður með niðurstöðuna, en hún hefði þó verið viðbúin. Breivik hefði þótt mikil- vægt að fá jákvætt sakhæfismat, en hann varð æfur þegar hann var úrskurðaður ósakhæf- ur og sagði í bréfi til fjölmiðla að hann væri ekki veikur á geði og höfundar þeirrar skýrslu hefðu skáldað meirihlutann af því sem þar kom fram. „Nú undirbýr hann yfirlýsinguna sem hann hyggst flytja fyrir réttinum,“ hefur Afton- posten eftir Lippestad um Breivik. „Yfirleitt fer þetta fram þannig að verjandi spyr og sak- borningur svarar, en svo verður ekki að þessu sinni. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hann tjáir sig og hann mun gera það á sinn hátt.“ Gert er ráð fyrir að vitnisburður Breiviks taki um fimm daga, en Lippestad segir að hann muni jafnvel biðja um aukinn tíma. Hann seg- ist ekki geta spáð fyrir um hvað muni koma fram í vitnisburði Breiviks, en segir að ekki sé reiknað með að hann muni tjá eftirsjá. „Hann mun sennilega segja að hann hefði átt að ganga lengra. Það er erfitt að útskýra, en ég gef þetta upp til að undirbúa það sem koma mun.“ Nýja sakhæfismatið mun ekki ógilda hið fyrra og verða bæði lögð fyrir dóminn sem mun skera úr um hvort hann sé sakhæfur. Verði hann úrskurðaður ósakhæfur mun hann verða dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Geðlæknarnir tveir sem kynntu skýrslu sína í gær tiltóku engin smáatriði úr niður- stöðum sínum. Þeir byggðu mat sitt á viðtöl- um við Breivik og þriggja vikna stöðugu eftir- Sakhæfismat gleður Breivik Nýtt sakhæfismat kemst að þeirri niðurstöðu að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sé heill á geði. Matið gengur þvert á fyrra mat sem sagði Breivik með geðklofa. Hann segist sjálfur ánægður með úrskurðinn. ■ Breivik var ekki veikur á geði eða ómeðvitaður um gjörðir sínar áður en hann framdi glæpina sem hann er sakaður um ■ Breivik var ekki veikur á geði og þjáðist hvorki af ranghugmyndum um umhverfi sitt né truflunum á meðvitund á meðan hann framdi glæpina og á ekki við þroskahamlanir að stríða ■ Breivik var ekki veikur á geði þegar mat geðlæknanna fór fram ■ Mikil hætta er á að Breivik muni aftur grípa til ofbeldisverka. Heimild: Aftonposten.no Meginniðurstöður sakhæfismats: FAGNAR MATI Anders Behring Breivik fagnar því að geðlæknar hafa úrskurðað hann sakhæfan, þvert á fyrra mat. Dómurinn mun taka afstöðu til sakhæfisins, en Breivik undirbýr nú vitnisburð sinn. Lögmaður Breiviks segir hann sjá eftir að hafa ekki náð að ganga lengra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP liti með honum á geðsjúkrahúsinu Illa þar sem hann hefur verið í haldi frá því að hann framdi ódæðin. Meginniðurstaðan er þó að Breivik hafi sannar lega verið sjálfrátt, bæði fyrir og á meðan hann framdi glæpina og eins meðan á matinu stóð. Þeir taka einnig fram að talsverðar líkur séu á því að að hann muni beita ofbeldi á ný fái hann tækifæri til þess. Nú eru einungis fimm dagar þangað til rétt- arhöldin hefjast og þau munu að öllum líkindum standa í tíu vikur. thorgils@frettabladid.is Miðstöðin ekki í HÍ Í fyrirsögn fréttar um þróun mið- stöðvar fyrir doktorsnám hér á landi í gær var sagt að slík miðstöð ætti að vera við Háskóla Íslands. Það er ekki rétt, heldur er lagt til að miðstöðin yrði sjálfstæð en byggð á grunni mið- stöðvar fyrir framhaldsnám, sem er starfrækt við HÍ. LEIÐRÉTT EVRÓPUMÁL Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamninga- maður Íslands, ræðir stöðu mála og næstu skref í aðildarvið- ræðum Íslands og Evrópu- sambandsins á opnum fundi í Evrópustofu við Suðurgötu í dag. Fjórða ríkja- ráðstefna Íslands og ESB fór fram fyrir skemmstu þar sem fjórir samningskaflar voru opnaðir og var tveimur þeirra lokað strax. Nú hafa viðræður hafist um 15 af 33 samningsköfl- um. Fundurinn hefst klukkan 17, en Stefán mun svara spurningum gesta að loknu erindi sínu. - þj Aðildarviðræður við ESB Stefán Haukur á opnum fundi STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 15° 13° 12° 13° 7° 11° 11° 21° 13° 19° 12° 30° 10° 14° 15° 6°Á MORGUN Strekkingur með S- strönd annars hægari. FÖSTUDAGUR Hægur eða fremur hægur vindur. 3 0 -3 -3-2 4 3 -2-1 -1 4 4 4 4 0 -1 0 4 -2 2 3 20 10 10 12 9 7 7 6 8 15 8 8 KÓLNAR Það fer hægt kólnandi á landinu næstu daga en jafnframt verður nokkuð bjart og úrkomulítið, með þeirri undan- tekningu að í dag verður rigning eða slydda suðvestan og vestan til fram eftir degi. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður BANDARÍKIN Nánast er öruggt að Mitt Romney verði forsetafram- bjóðandi Repúblikanaflokksins, eftir að Rick Santorum dró sig út úr kosningabaráttunni í gær. Santorum tilkynnti um ákvörð- un sína í Gettysburg í gær. Hann sagði að framboði sínu væri lokið og kosningabaráttunni hætt. „Við munum halda áfram að berjast og sigra Barack Obama forseta,“ sagði Santorum, sem stóð á svið- inu ásamt fjölskyldu sinni. Hann hafði vonast til þess að halda áfram fram yfir forkosningarn- ar í Pennsylvaníu 24. apríl en ákvað að hætta nú vegna veik- inda þriggja ára gamallar dóttur sinnar. Santorum sagðist hafa komist lengra með framboð sitt en nokk- ur hefði átt von á. Athygli vakti að Santorum lýsti ekki yfir stuðningi við Romney eða minntist yfirhöf- uð á hann í ræðu sinni. Romney brást við fréttunum í gær og sagði Santorum hafa verið hæfan og verðugan keppi- naut. Fátt virðist nú geta stöðvað Romney í því að hljóta útnefningu flokksins á flokksráðstefnunni í ágúst. Hann er með helmingi fleiri kjörmenn en Santorum, sem var næsti maður á eftir honum. Newt Gingrich sagðist í gær ekki ætla að draga sig í hlé, held- ur gefa repúblikönum „alvöru valkost“ í haust. Ron Paul er ekki heldur hættur í framboði. - þeb Nánast öruggt að Mitt Romney hljóti útnefningu Repúblikanaflokksins: Rick Santorum dregur sig úr kosningabaráttunni RICK SANTORUM Frambjóðandinn til- kynnti að hann væri hættur að sækjast eftir útnefningu flokksins í Gettysburg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Virkjanalón að fyllast Flest virkjanalón Landsvirkjunar eru á góðri leið með að fyllast þrátt fyrir að vorleysingar séu ekki hafnar á hálendinu. Nefnir Guðmundur Björns- son hjá Landsvirkjun sem dæmi að Hálslón standi nú 20 metrum hærra en á sama tíma í fyrra. Þá sé Þórsvatn átta og hálfum metra hærra en um þetta leyti í fyrra og komið í sömu stöðu og það var um mánaðamótin júní-júlí á síðasta ári. ORKUMÁL GENGIÐ 10.04.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,424 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,05 128,67 202,66 203,64 167,32 168,26 22,487 22,619 22,065 22,195 18,866 18,976 1,5771 1,5863 196,79 197,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.