Fréttablaðið - 11.04.2012, Blaðsíða 8
11. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR8
Umhverfisstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Samfélagssjóður Landsbankans veitir fimm milljónir
króna í umhverfisstyrki. Markmið umhverfisstyrkja
er að styðja við umhverfis- og náttúruvernd.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2012.
Verkefni sem einkum koma til greina:
Verkefni á sviði náttúruverndar, t.a.m. skógrækt, landgræðsla
og hreinsun landsvæða.
Verkefni er tengjast rannsóknum á náttúrugæðum.
Verkefni er styðja betra aðgengi fólks að náttúru landsins.
Verkefni er nýtast til verndar landsvæðum, t.d. vegna ágangs
búfénaðar eða ferðamanna.
Verkefni er auka þekkingu og vitund almennings á umhverfismálum.
Verkefni er hvetja til umhverfisvæns hátternis.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur vegna umhverfisstyrkja er til og með 30. apríl 2012.
Dómnefnd verður skipuð sérfræðingum á sviði náttúru- og umhverfis-
verndar. Sótt er um umhverfisstyrki rafrænt, á landsbankinn.is.
Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki
til verðugra verkefna. Árlega eru veittar fimm tegundir styrkja:
Afreksstyrkir, námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir
og umhverfisstyrkir.
Nánari upplýsingar á landsbankinn.is
1. Hvar er tónlistarhátíðin Aldrei
fór ég suður haldin um hverja
páska?
2. Hver vann Mastersmótið í golfi
sem fram fór um helgina?
3. Eftir hvaða tónlistarmann er
lagið Allt varð hljótt sem hljómar í
kvikmyndinni Hungurleikunum?
SVÖR:
1. Á Ísafirði 2. Bubba Watson
3. Ólaf Arnalds
GUY FIERI HEIMSÆKIR EINSTAKA VEITINGASTAÐI Í DINERS, DRIVE-INS & DIVES Á FOOD NETWORK | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS
ÞRÓUNARAÐSTOÐ Söfnun UNICEF
fyrir vannærð börn á Sahel-
svæðinu í Afríku hefur gengið
vonum framar þar sem tólf millj-
ónir króna hafa safnast á einni
viku.
„Við erum afar þakklát fyrir
stuðninginn og það mikla traust
sem UNICEF er sýnt,“ segir
Stefán Ingi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi,
í tilkynningu.
„UNICEF er á staðnum í öllum
átta ríkjunum á Sahel-svæðinu
þar sem þurrkar og uppskeru-
brestur hafa sett börn í lífshættu.
UNICEF hefur þekkingu, reynslu
og getu til að bjarga lífi van-
nærða barna og reynslan sýnir
að 95% vannærðra barna sem fá
meðhöndlun á þessu svæði lifa
af. Flest börnin ná sér á einungis
fáeinum vikum,“ segir Stefán
jafnframt.
Fjármunirnir munu koma að
góðum notum þar sem framlögin
sem þegar eru komin duga fyrir
214.000 skömmtum af vítamín-
bættu jarðhnetumauki.
Um milljón barna á það á hættu
að láta lífið vegna vannæringar í
kjölfar þurrka og uppskerubrests
á svæðinu.
Upplýsingar um hvernig leggja
má af mörkum til þessa málefnis
má finna á unicef.is - þj
Söfnun UNICEF fyrir vannærð börn á Sahel-svæðinu í Afríku gengur framar vonum:
Tólf milljónir hafa safnast á Íslandi
NJÓTA GÓÐS AF FRAMLÖGUM Hundruð
þúsunda barna eiga nú um sárt
að binda á Sahel-svæðinu í Afríku.
Íslendingar hafa látið tólf milljónir króna
af hendi rakna þeim til aðstoðar.
MYND/UNICEF
FLÓTTAMANNABÚÐIR HEIMSÓTTAR Kofi Annan heimsótti Yayladagi-flóttamannabúð-
irnar í Tyrklandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SÝRLAND, AP Stjórnvöld í Sýrlandi
halda áfram árásum á svæði þar
sem uppreisnarmenn eru og er
talið að um sextíu manns hafi
látið lífið í slíkum árásum í gær.
Áður höfðu sýrlensk stjórnvöld
samþykkt friðaráætlun sem gerði
ráð fyrir því að vopnahlé hæfist
í gær.
Stjórnvöld sögðust í gær hafa
dregið sig til baka á sumum svæð-
um. Það er þó ekki tekið trúan-
legt enda ekkert sem bendir til
þess. Fréttir bárust af bardögum
í mörgum borgum, meðal annars
í borginni Homs, sem hefur orðið
hvað verst úti á því rúma ári sem
liðið er frá því að uppreisnin gegn
Bashar Al-Assad forseta hófst.
Kofi Annan, sérstakur erind-
reki Sameinuðu þjóðanna og
Arababandalagsins í málefnum
Sýrlands, sagði í gær að sýrlensk
stjórnvöld hefðu ekki sýnt vilja til
friðar. Þó væri friðaráætlun hans
enn í fullu gildi og hægt væri að
bjarga henni. Hann hvatti stríð-
andi fylkingar til þess að hætta
bardögum undir eins. Þá sagði
hann undanfarna daga hafa átt
að vera tækifæri fyrir stjórn-
völd til að senda sterk skilaboð
um frið í samræmi við sex þrepa
friðaráætlun hans. „Ég hef miklar
áhyggjur af þróun mála,“ segir í
bréfi hans til Öryggisráðs SÞ
síðan í gær.
Samkvæmt friðaráætluninni
átti að hefja vopnahlé í gær og öll
vopnuð átök áttu að hætta algjör-
lega á morgun. Í framhaldinu áttu
uppreisnarmenn og stjórnvöld að
hefja viðræður um lausn málsins.
„Þetta er áætlun sem Öryggis-
ráðið hefur stutt. Þetta er áætlun
sem Sýrlendingar hafa stutt og
samkvæmt upplýsingum frá upp-
reisnarmönnum eru þeir einnig
tilbúnir að styðja áætlunina ef
stjórnvöld standa við að draga
herlið sitt til baka,“ sagði Annan
í heimsókn sinni í flóttamanna-
búðir í Tyrklandi, við landamæri
Sýrlands, í gær.
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna tók undir með Annan í gær.
Á næstunni kæmi í ljós hvort
ráðið þurfi að herða aðgerðir
sínar gegn sýrlenskum stjórnvöld-
um. Það væri mikið áhyggjuefni
að undanfarna daga hafi ofbeldi
ekki aðeins haldið áfram í landinu
heldur hafi það aukist.
Walid Muallem, utanríkis-
ráðherra Sýrlands, sagði í gær
að vopnahlé ætti að miðast við
komu alþjóðlegra eftirlitsmanna
til landsins. Þrátt fyrir það hafi
stjórnvöld hafið brottflutning her-
liðs frá sumum svæðum landsins.
Þá sagði Muallem að þrátt fyrir
jákvæðar aðgerðir hafi „and-
staða vopnaðra hryðjuverkahópa“
aukist dag frá degi. Muallem er í
Rússlandi.
thorunn@frettabladid.is
Engin merki
um friðarvilja
Sýrlensk stjórnvöld héldu árásum sínum áfram í
gær, þrátt fyrir að samkvæmt samþykktri friðar-
áætlun hafi vopnahlé átt að hefjast. Kofi Annan og
Öryggisráð SÞ hafa miklar áhyggjur af ástandinu.
VEISTU SVARIÐ?