Fréttablaðið - 11.04.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2012
Þeir sem ekið hafa á nagla-dekkjum í vetur þurfa að skipta yfir í sumar- eða heils-
ársdekk fyrir 15. apríl svo nú er
rétti tíminn til að skipta. „Við erum
með gott verð á gæðadekkjum og
umfelgun,“ segir Arngrímur.
„Það eru fimm ár í júní síðan við
tókum við þessu fyrirtæki og fyrir
utan áðurnefnd gæðadekk bjóðum
við flestar gerðir hjólbarða. Ekki
þarf að panta tíma, menn geta
komið hingað, fengið ný sumar-
eða heilsársdekk og við setjum
þau undir bílinn,“ segir hann enn
fremur.
„Það vantar ekkert upp á þjón-
ustulundina hjá okkur. Hér er
þaulreynt afgreiðslufólk sem veit-
ir upplýsingar, ráðgjöf og aðstoð
undir stjórn Jóhannesar Jóns-
sonar, sem hefur unnið í þessum
geira í meira en aldarfjórðung og
þekkir hann því eins og lófann á
sér. Við flytjum inn hjólbarða fyrir
allar gerðir bifreiða, allt frá dekkj-
um undir fólksbíla og upp í stór og
sterk lyftaradekk sem vega hálft
tonn,“ segir Arngrímur.
Heildverslunin og verkstæð-
ið eru opin alla virka daga frá
klukkan 8 til 18. Verkstæðið er
opið á laugardögum frá klukkan
10 til 14. Allar nánari upplýsing-
ar eru veittar í síma 533-3999 eða
á heimasíðu fyrirtækisins, slóðin
er betragrip.is.
Bridgestone er flagg-
skipið hjá Betra gripi
Fyrirtækið Betra grip ehf. rekur heildverslun og hjólbarðaverkstæði að Lágmúla 9.
Fyrirtækið er umboðs- og söluaðili fyrir Bridgestone-, Firestone- og Dayton-hjólbarða, sem
framkvæmdastjórinn Arngrímur Þorgrímsson segir vera með þeim bestu sem völ er á.
Betra Grip er bæði heildsala og hjólbarðaverkstæði í Lágmúla 9. MYND/VALLI
Arngrímur Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Betra grips, ásamt starfsmönnum sínum,
Jóhannesi og Jóni. MYND/VALLI
Mi k i l u m r æ ða hef u r skapast um umdeild lög sem ganga í gildi 1. júlí
í Frakklandi. Lögin skylda öku-
menn til að hafa öndunarmæli í
vélknúnum ökutækjum sínum en
mælarnir gera þeim kleift að mæla
áfengismagn í blóði sínu. Brjóti
ökumenn lögin verða þeir sekt-
aðir um 1.850 krónur. Engu máli
skiptir þótt ökumaðurinn drekki
ekki áfengi eða ætli ekki að drekka
þennan daginn, öllum verður skylt
að hafa öndunarmæli meðferðis.
Ölvunarakstur
vandamál í Frakklandi
Ástæður lagasetningarinnar má
fyrst og fremst rekja til þess að
ölvunarakstur hefur lengi verið
vandamál í Frakklandi en um 30%
dauðsfalla í umferðinni þar í landi
má rekja til ölvunaraksturs. Frakk-
ar hafa reynt ýmsar leiðir undan-
farin ár til að draga úr ölvunar-
akstri. Þær aðgerðir hafa leitt til
þess að dauðsföllum í umferðinni
hefur fækkað um 40% frá árinu
2001. Þrátt fyrir fjölda dauðsfalla
hafa Frakkar sams konar löggjöf
varðandi vínandamagn í blóði og
f lestar aðrar Evrópuþjóðir sem
miðast við 0,5 prómill.
Bretar hafa efasemdir
Breskir fjölmiðlar hafa fjallað
töluvert um nýju lögin enda
ferðast margir Bretar yfir sundið
til Frakklands á bílum og öðrum
farartækjum yfir sumartímann.
Mögum finnst lögin óljós og ekki
sé víst hvort strangt verði tekið á
brotum fyrst um sinn. Ökumönn-
um verði jafnvel gefinn nokk-
urra mánaða frestur til að venj-
ast nýju lögunum og eru þar með
ekki sektaðir. Einnig hafa heyrst
efasemdarraddir þess efnis að
ekki verði búið að framleiða nóg
af öndunarmælum til að hægt
sé að koma þeim fyrir í öllum
ökutækjum tímanlega. Stjórn-
völd hafa hvatt ökumenn til að
hafa að minnsta kosti tvo mæla
í hverju ökutæki og því er um
mikið magn að ræða sé tekið til-
lit til fjölda ökutækja og fjölda er-
lendra ferðamanna sem keyra um
landið á hverju ári. En þótt nýju
lögin veki mismikla hrifningu
virðast þau hafa átt sinn þátt í
vitundarvakningu meðal Frakka
og annarra nágrannaþjóða um
skaðsemi ölvunaraksturs.
Öndunarmælar í
ökutæki í Frakklandi
Í sumar ganga í gildi umdeild lög í Frakklandi sem skylda eigendur ökutækja til að hafa
öndunarmæli meðferðis.
Franska lögreglan hefur nóg að gera í sumar eftir gildistöku laganna. NORDICPHOTOS/GETTY