Fréttablaðið - 11.04.2012, Blaðsíða 2
11. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR2
BANDARÍKIN Fyrstu prófunum á
nýjum flugbíl sem verið hefur
í hönnun undanfarin ár lauk í
Bandaríkjunum nýverið. Bíllinn,
sem uppfyllir allar kröfur sem
gerðar eru til bæði bíla og flug-
véla, flaug í um átta mínútur í um
400 metra hæð í fyrsta fluginu.
Flugbílnum er ætlað að vera
valkostur fyrir þá sem vilja bæði
keyra og fljúga á sama farartæk-
inu. Í bílnum eru sæti fyrir tvo,
og er hægt að brjóta saman væng-
ina og leggja bílnum í venjulegt
bílastæði, að því er segir í til-
kynningu frá fyrirtækinu Terra-
fugia.
Til stendur að gera ítarlegar
prófanir á flughæfni flugbílsins
á árinu, og stefnir fyrirtækið á að
selja fyrstu bílana áhugasömum
kaupendum á næsta ári. Þegar
hafa um 100 pantað sér flugbíl þó
að enn eigi eftir að sníða agnúa af
hönnuninni.
Bíllinn þarf ríflega 500 metra
langa flugbraut til að hafa sig á
loft svo áhugamenn um þann ferða-
máta sem þetta frumlega farar-
tæki býður upp á verða að notast
við flugvelli til að takast á loft.
Verðmiðinn ætti þó að tryggja að
bílarnir verði ekki sérlega algeng
sjón, því hver bíll mun kosta jafn-
virði nærri 36 milljónum króna. - bj
Ætla að selja fyrstu eintökin af flugbíl að loknum prófunum á næsta ári:
Flugbíllinn á loft í fyrsta skipti
Á FLUG Flugbíllinn hefur flugþol fyrir ríflega 1.000 kílómetra flugferð. Um 800
kílómetrar eru milli Íslands og Færeyja. MYND/TERRAFUGIA.COM
Gísli, er góður gróði af svona
gróðri?
„Jú, en þetta er aðallega gott krydd
i tilveruna.“
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi
ræktar sínar eigin kryddjurtir og segir það
hafa talsverðan sparnað í för með sér.
FRAKKLAND Ikea í Frakklandi
hefur viðurkennt að hafa njósnað
um viðskiptavini og starfsmenn,
að því er greint er frá á viðskipta-
vefnum E24.
Franska blaðið Le Canard
Enchaine birti í febrúar síðast-
liðnum meintan tölvupóst stjórn-
enda Ikea til einkaspæjara. Voru
þeir beðnir um að kanna hvort
nöfn yfir 200 einstaklinga væri
að finna í lögregluskýrslum auk
annarra skýrslna.
Lögreglan hefur hafið rann-
sókn á notkun fyrirtækisins á
persónulegum upplýsingum og
gerð hefur verið húsleit í aðal-
stöðvum Ikea nálægt París. - ibs
Húsleit hjá húsgagnarisa:
Ikea gengst
við njósnumNOREGUR Búi eldisfiskur við þrengsli fyrir slátrun fjölgar
bakteríum í honum hraðar en í
fiski sem hefur nóg rými. Bragð-
ið verður jafnframt verra og
einnig lyktin. Þetta sýna niður-
stöður vísindamanna við rann-
sóknastofnunina Nofima.
Vísindamennirnir skiptu eldis-
laxi í þrjá hópa. Einn fékk mikið
rými, annar var í þrengslum 20
mínútum fyrir slátrun og þröngt
var um þann þriðja í 20 klukku-
stundir fyrir slátrun.
Laxinn sem varð fyrir mestu
streitunni varð óhæfur til neyslu
þremur dögum fyrr en saman-
burðarhóparnir. Munurinn á
gæðunum var mestur þegar fisk-
urinn var hrár, að því er greint er
frá á vefnum 24 timer. - ibs
Norsk rannsókn á eldi:
Streita fjölgar
bakteríum í
eldisfiski
SPURNING DAGSINS
www.rokkurhaedir.is
Föstudaginn 13. apríl?
Haltu þér fast! Þriðja bókin í bókaflokknum
um krakkana í Rökkurhæðum er væntanleg.
Ekki fyrir myrkfælna!
...Engin tilviljun!
SVEITARSTJÓRNIR Ómar Stefánsson,
bæjarfulltrúi Framsóknarflokks
í Kópavogi, segir allar úthlutanir
bæjarins á styrkjum til afreks-
íþróttafólks
vera „fullkom-
lega gegnsæj-
ar og fylgja
ákveðnum
reglum“. Þetta
segir í bókun
sem Ómar setti
fram í tilefni
bókunar Guð-
ríðar Arnar-
dóttur úr Sam-
fylkingu um að mikilvægt sé að
móta skýrari reglur um úthlutun
styrkjanna og að þeir eigi ekki að
vera háðir geðþóttaákvörðunum
kjörinna fulltrúa.
„Þetta er bara rangt hjá Ómari
Stefánssyni,“ bókaði Hjálmar
Hjálmarsson, fulltrúi Næst besta
flokksins, og Ómar svaraði með
lokabókun: „Þetta er ekki rétt hjá
Hjálmari Hjálmarssyni.“ - gar
Rétt eða rangt í Kópavogi?:
Hart deilt um
gegnsæi styrkja
SVEITARSTJÓRNIR Þrír bæjarfulltrú-
ar fyrrverandi meirihluta í Kópa-
vogi átelja Guðrúnu Pálsdóttur,
sem þau réðu sjálf sem bæjar-
stjóra sumarið 2010, vegna útgáfu
starfsleyfis til skemmtistaðarins
Goldfinger.
Guðríður Arnardóttir úr Sam-
fylkingu, Hjálmar Hjálmarsson
úr Næst besta flokknum og Guðný
Dóra Gestsdóttir frá Vinstri græn-
um lögðu fram fyrirspurn á fundi
bæjarráðs 29. mars síðastliðinn
vegna útgáfu á starfsleyfi til Gold-
finger. „Óskað er eftir upplýsing-
um og rökstuðningi vegna ákvörð-
unar fyrrverandi bæjarstjóra að
kalla ekki saman umsagnaraðila
vegna starfsleyfis til Goldfin-
ger þrátt fyrir að bæjarráð hafi
samþykkt þetta einróma á fundi
sínum,“ segir í bókun þremenning-
anna sem vitna til bókunar bæjar-
ráðsins frá 9. desember 2010:
„Bæjarráð felur bæjarstjóra að
kalla saman til fundar lögbundna
umsagnaraðila að málinu og að
umræddir aðilar (fulltrúar sveit-
arstjórnar, heilbrigðiseftirlits,
slökkviliðs, vinnueftirlits, bygg-
ingarfulltrúi og lögregla) vinni
saman umsögn um málið.“
Bæjaryfirvöld eru aðeins einn
umsagnaraðilanna. Það er hins
vegar sýslumaður sem gefur út
starfsleyfið sjálft og það fékk
Goldfinger eftir að engin umsögn
hafði borist frá Kópavogsbæ í
febrúar í fyrra. Áður hafði lög-
maður hjá bænum og lögmanns-
stofa sem bærinn leitaði til komist
að þeirri niðurstöðu að bæjar-
stjórn hefði ekki lögmæta ástæðu
til að leggjast gegn útgáfu leyfis-
ins.
Guðríður, Hjálmar og Guðný
Dóra segjast í bókun sinni „telja
ámælisvert að samþykkt bæjar-
ráðs hafi verið virt að vettugi og
leyfi hafi verið veitt án frekari
umfjöllunar af kjörnum fulltrúum
Kópavogsbæjar“.
Ástæður þess að ákveðið hafi
verið í bæjarráði í desember 2010
að kalla alla umsagnaraðila um
starfsleyfisveitinguna
saman til fund-
ar segja bæjar-
fulltrúarnir hafa
verið lögreglu-
skýrslu, viðtöl í
fjölmiðlum við
Ásgeir Davíðs-
son, eiganda
Goldfing-
er, og vef
skemmtistaðarins „þar sem konur
sýna nekt sína og drykkir seldir á
allt að 190.000 krónur“.
Bæjarfulltrúarnir þrír undir-
strika að allir bæjarráðsmenn
hafi staðið að samþykktinni um
að kalla umsagnaraðilana saman
til fundar vegna Goldfinger. „Var
einhugur um að skoða frekar starf-
semi staðarins og að ganga
úr skugga um að ekki
sé verið að gera út á
nekt starfsmanna og
farið sé að lögum.“
Fréttablaðið fékk
ekki svar í gær frá
Guðrúnu Pálsdóttur
vegna fyrirspurnar
bæjarfulltrúanna.
gar@frettabladid.is
Sögð hafa óhlýðnast
vegna nektarstaðar
Bæjarfulltrúar minnihlutans í Kópavogi vilja skýringar á því að þáverandi
bæjarstjóri fór ekki að samþykkt um að kalla til umsagnaraðila vegna útgáfu
sýslumanns á starfsleyfi fyrir staðinn Goldfinger. Þar sýni starfsfólkið nekt sína.
GOLDFINGER Bæjarfulltrúar segja vef skemmtistaðarins og viðtöl við eiganda hans
ásamt lögregluskýrslum hafa gefið tilefni til nánari skoðunar á staðnum áður en
starfsleyfið var endurnýjað. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
GUÐRÍÐUR
ARNAR-
DÓTTIR
GUÐRÚN
PÁLSDÓTTIR
BESSASTAÐIR Ástþór Magnússon,
sem lýst hefur yfir framboði til
forseta Íslands, skoraði í gær á fjöl-
miðla að veita öllum frambjóðend-
um jafnan aðgang til að kynna sín
stefnumál.
Ástþór sakaði fjölmiðla um að
ráðskast með lýðræðið með sér-
hagsmuni eigenda sinna eða „valda-
elítunnar“ að leiðarljósi í yfirlýs-
ingu sem hann sendi fjölmiðlum í
gær.
Ástþór segir að framboði Þóru
Arnórsdóttur sé „meistaralega leik-
stýrt“ af leikstjóranum sem búið
hafi til „grínkarakterinn Silvíu
Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr“.
Hann sagði framboð Þóru, sem
hann nefndi raunar ekki á nafn,
virðast „gert út af klíkum bak við
fjölmiðlana og valdstjórnina“.
Ástþór ítrekaði í gær stefnumál
sín, sem hann hefur haldið á lofti
frá því að hann bauð sig fram til for-
seta árið 1996. Í yfirlýsingu segir
að hann vilji færa valdið í auknum
mæli til fólksins með því að virkja
málskotsrétt forseta í öllum meiri
háttar deilumálum. Þannig geti
þjóðaratkvæðagreiðslur orðið eðli-
legur hluti lýðræðisins fremur en
dramatískar leiksýningar. - bj
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi segir fjölmiðla ráðskast með lýðræðið:
Skorar á fjölmiðlana að sinna öllum
GAGNRÝNI Ástþór sagði fráleitt að segja
að fjölmiðlar mismuni ekki frambjóð-
endum, og vísaði í leiðara Fréttablaðsins
í gær máli sínu til stuðnings.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVEITARSTJÓRNIR Björn Pálsson sem
annast hefur ritun Sögu Þorláks-
hafnar mun nú hafa náð að losa
sig úr öðru verkefni sem hafði
tekið drjúgan tíma hjá honum og
einbeitir sér nú að því verkefni að
ljúka handritinu um Þorlákshöfn.
Þetta kom fram á síðasta fundi
ritnefndarinnar þar sem Björn
lagði fram handrit að sjöunda
kafla og breyttan og bættan sjötta
kafla.
„Búið er að afhenda ritnefnd
handrit að öllum köflum nema
fimmta kafla sem fjallar um
fyrirtækin,“ segir af fundi rit-
nefndar þar sem rætt var um
þá hugmynd að gera stuttan
útdrátt og þýða yfir á ensku og
jafnvel fleiri tungumál. „Eru
nefndarmenn sammála um að
slíkt geri bókina söluvænlegri á
margan hátt,“ segir í fundargerð
ritnefndar. - gar
Kraftur í sögu Þorlákshafnar:
Söluvænni með
ágripi á ensku
ÓMAR STEFÁNSSON
VÍSINDI Hávaxnar konur eru
í örlítið meiri hættu á að fá
krabbamein í eggjastokkum en
lágvaxnari kynsystur þeirra
samkvæmt niðurstöðum nýrrar
rannsóknar.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós
að konur sem eru of þungar eiga
frekar á hættu að fá krabbamein
í eggjastokka en konur í kjör-
þyngd, samkvæmt frétt BBC.
Yfir 100 þúsund konur tóku
þátt í rannsóknum sem notaðar
voru til grundvallar þessum nið-
urstöðum. - bj
Krabbamein í eggjastokkum:
Háar og þungar
í meiri hættu