Fréttablaðið - 11.04.2012, Blaðsíða 12
12 11. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun.is www.sorg.is sorg@sorg.is
Sr. Halldór Reynisson formaður Nýrrar dögunar fjallar um
bjargráð eftir áföll og missi á fræðslufundi Nýrrar dögunar
fimmtudagskvöldið 12. apríl kl. 20:30
í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Húsið opnar kl 19:00, þar sem fólk getur komið,
spjallað og fengið kaffi.
Allir velkomnir.
Hvað byggir upp aftur
eftir áföll og missi?
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
Mikið er nú talað um nauðsyn þess að samfélagið leysi vandamál þeirra
skuldara, sem þegið hafa lánsveð af skyld-
mennum en ekki getað borgað. Hvað er
lánsveð? Það er þegar Jón og Gunna taka
ákvörðun um að lána skyldmenni veð í
fasteign sinni svo skyldmennið geti tekið
meiri lán en veðhæfni eigna skyldmenn-
isins dugar fyrir. Þetta er nákvæmlega
sams konar gerningur og ef Jón og Gunna
skrifa sem ábyrgðarmenn upp á lán handa
skyldmenninu vegna þess að lánveitand-
inn – bankinn – telur ekki víst að skyld-
mennið geti eitt staðið undir lánunum. Því
þurfi ábyrgð annarra að koma til.
Það er í báðum tilvikum algerlega frjáls
ákvörðun þeirra Jóns og Gunnu hvað
þau gera. Geti skyldmennið svo þegar til
kemur ekki staðið undir láninu þá get ég
ómögulega skilið að samfélagið eigi að
leysa þau Jón og Gunnu undan ábyrgðinni
nema málin standi svo að þau séu ekki
borgunarmenn fyrir þeim ábyrgðum – nú
eða lánsveðum – sem þau hafa veitt skyld-
menninu.
Er sanngjarnt og réttlátt að ef ég lána
ættingja mínum veð eða peninga og ætt-
inginn getur ekki staðið í skilum þá
eigi nágrannarnir að borga og gera mig
skaðlausan? Yrði slíkt til þess að auka
ábyrgðar kenndina í íslensku samfélagi?
Fram hefur nú komið, að drýgstur hluti
þeirra miklu fjármuna, sem samfélagið
hefur lagt fram til þess að aðstoða þá, sem
höllustum fæti standa, hefur lent hjá þeim,
sem höfðu háar tekjur, höfðu greiðslugetu
til þess sjálfir að standa undir lánunum en
skulduðu mikið vegna mikillar ofkeyrslu
og skuldasöfnunar í neyslulánum, bíla-
kaupum og yfirdrætti.
Þeir, sem raunverulega áttu í greiðslu-
erfiðleikum fengu minnstan hluta aðstoð-
arinnar. Þar að auki fengu þeir drjúgan
hluta vaxtabótanna sem höfðu vanrækt að
greiða vaxtagjöldin sín – hirtu vaxtabæt-
urnar en greiddu aldrei vextina.
Þetta var nú aldrei ætlunin – hvað sem
hver nú segir. En geta menn þá ekkert
lært af reynslunni?
Lán – og ólán
Fjármál
Sighvatur
Björgvinsson
fv. ráðherra
Þeir, sem raunverulega
áttu í greiðsluerfið-
leikum fengu minnstan hluta
aðstoðarinnar.
Kaldastríðskverúlantar
Það kom sumum á óvart þegar
Friðjón Friðjónsson lýsti yfir
stuðningi við forsetaframboð Þóru
Arnórsdóttur. Þeir hinir sömu höfðu
talið að sjálfstæðismenn hlytu
allir með tölu að vera henni and-
snúnir. Friðjón kvað fast að orði í
pistli um stuðning sinn, og sagði
meðal annars að „kaldastríðs-
kverúlöntum“ væri upp-
sigað við framboð Þóru
– enda fastir í svarthvítum
heimi þar sem fólk væri
annaðhvort með þeim í
liði eða á móti.
Ekki aldeilis
Björn Bjarnason gerir sitt til að
hrekja þessa kenningu í pistli á
vefsíðu sinni. Hann segir „furðulegt
að sjá sjálfstæðismanninn Friðjón R.
Friðjónsson umturnast í reiðikasti í
garð þeirra sem hann telur and-
stæða Þóru. Með ofsafengnum
upphrópunum á að þagga niður í
þeim sem hafa efasemdir um
framboðið vegna skoðana
frambjóðandans eða
stjórnmálaafskipta“.
Vík milli vina
Þessar ólíku áherslur
Björn og Friðjóns eru
athyglisverðar í því ljósi að Friðjón
hefur um langt árabil starfað með
Sjálfstæðisflokknum og gegnt fyrir
hann ýmsum trúnaðarstörfum, nú
síðast sem aðstoðarmaður for-
mannsins Bjarna Benediktssonar.
Hann var yfirlýstur stuðningsmaður
Björns Bjarnasonar í prófkjörsbaráttu
hans við Guðlaug Þór Þórðarson
og starfaði meira að segja
undir Birni í dóms-
málaráðuneytinu. Björn
hefur sjálfur hælt skrifum
Friðjóns á vef sínum. En
skjallbandalaginu virðist
hafa verið slitið í bili.
stigur@frettabladid.isG
reinargerðir hagfræðinga og endurskoðenda, sem til
þessa hafa komið fram um ný kvótafrumvörp sjávar-
útvegsráðherra, eru allar mjög á einn veg. Þar er annars
vegar varað eindregið við áhrifunum af mikilli hækkun
veiðigjalds á afkomu útgerðarinnar. Hins vegar er bent
á að önnur ákvæði frumvarpsins, til dæmis um takmarkanir á fram-
sali aflaheimilda og færslu veiðiheimilda frá útgerðunum í hina
ýmsu „potta“ muni draga úr langtímahagkvæmni útgerðarinnar og
minnka hvata til að fjárfesta, byggja upp og fara vel með auðlindina.
Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte reiknaði út hvaða áhrif veiði-
gjaldið eins og það er sett upp í
frumvarpinu hefði haft á sjávar-
útvegsfyrirtækin undanfarin
tíu ár. Niðurstaðan er að gjald-
takan hefði numið öllum hagnaði
sjávarútvegsfyrirtækjanna og
gott betur. Þessari niðurstöðu
hefur Steingrímur J. Sigfússon
sjávarútvegsráðherra andmælt
og aðstoðarmaður hans gefið til
kynna að hún sé „keypt“ og þá væntanlega ekki mark á henni tak-
andi. Á móti bendir Deloitte á að stjórnvöld hafi sjálf ekki lagt fram
neina marktæka útreikninga með frumvörpunum.
Þetta kemur raunar ágætlega fram í greinargerð eina hagfræð-
ingsins, sem sjávarútvegsráðuneytið bað að líta yfir frumvörpin.
Daði Már Kristófersson dósent segir í áliti sínu að álögur á viðskipti
með kvóta og pottafyrirkomulagið muni rýra eignir sjávarútvegs-
fyrirtækjanna og draga úr hagræðingu í greininni. Mest séu þó
áhrif hækkunar veiðigjaldsins, sem muni „án efa kippa stoðum
undan skuldsettari útgerðarfyrirtækjum“. „Mikilvægt er að úttekt
sé gerð á afleiðingum hækkana á einstakar útgerðir og mótaðar hug-
myndir um hvernig brugðist verði við þeim með einum eða öðrum
hætti,“ segir Daði Már.
Í sjávarútvegsráðuneytinu virðast menn haldnir þeirri meinloku
að horfa á afkomu sjávarútvegsins allra síðustu ár, sem hefur verið
ljómandi góð, og ætla svo að reikna ríflegt veiðigjald út frá henni.
Þá horfa höfundar kvótafrumvarpanna algjörlega fram hjá þeim
neikvæðu áhrifum á framtíðarafkomu sjávarútvegsins sem allt hitt
fiktið í kerfinu mun hafa í för með sér.
Að þessu er vikið í áliti Íslandsbanka á kvótafrumvörpunum, en
þar segir: „Sé ætlunin að þjóðin njóti góðs af arði auðlindarinnar
fyrir atbeina hins opinbera hlýtur að vera nærtækara markmið að
sameina aukna gjaldtöku því að reka hagkvæman sjávarútveg og
hvetja þá sem starfa innan greinarinnar til þess að hugsa til langs
tíma hvað varðar fjárfestingu og uppbyggingu fiskistofna. Mikið
vantar upp á að þarna sé jafnvægi á milli í frumvörpunum tveimur.“
Þarna liggur hundurinn grafinn. Ríkisstjórnin vill annars vegar
leggja gríðarlega há gjöld á sjávarútveginn og hins vegar draga
verulega úr hagkvæmni greinarinnar og þar með getu hennar til
að standa undir gjaldtökunni. Með því að gera hvort tveggja í einu
er einni af meginstoðum íslenzks efnahagslífs ógnað. Alþingi hlýtur
að afla sér mjög rækilegra upplýsinga um áhrifin áður en það sam-
þykkir enn eina hrákasmíðina úr sjávarútvegsráðuneytinu.
Ríkisstjórnin vill leggja gjald á útgerðina og rýra
um leið möguleikana á að standa undir því:
Markmið
í ójafnvægi
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN