Fréttablaðið - 11.05.2012, Page 12
11. maí 2012 FÖSTUDAGUR12
grundvallaratriði að menn kynni
til sögunnar trúverðuga útreikn-
inga á því hver auðlindarentan er
í raun og veru í sjávarútveginum.
Það hvílir að sjálfsögðu á herðum
þess sem leggur frumvarp um
nýtt veiðigjald fram á Alþingi en
menn hafa algjörlega skautað fram
hjá því. Þá fyrst gætum við tekið
umræðuna um það með hvaða
hætti við eigum að skipta henni á
milli stjórnvalda og þeirra sem eru
í útgerð.“
En mun sá dagur einhvern tím-
ann rísa að Sjálfstæðisflokkurinn
gangi gegn vilja útgerðarinnar?
„Bíðum nú við. Það var í tíð
Sjálfstæðisflokksins sem veiði-
gjaldinu var komið á. Það var
þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór
fyrir ríkisstjórn sem auðlinda-
nefndinni var komið á fót þar sem
öllum þessum hugmyndum var
komið í faglegan farveg. Og það
var Sjálfstæðisflokkurinn, í sinni
stjórnartíð, sem hrinti þessum
hugmyndum í framkvæmd. Nú
leyfa menn sér að segja að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé á móti veiði-
gjaldi. Það er ekki bara rangt
heldur hrein sögufölsun.
Það er ekki nóg með að ekki hafi
verið verið lagt í þá grundvallar-
vinnu að reikna með sanngjörn-
um hætti hver auðlindarentan er,
heldur hefur verið lagt fram frum-
varp sem umsagnaraðilar, meira
að segja umsagnaraðilar sem sjáv-
arútvegsráðherrann sjálfur kall-
aði sér til ráðgjafar, segja að muni
leiða til þess að stór hluti útgerð-
arinnar muni einfaldlega lenda í
greiðsluþroti ef þessar hugmyndir
ná fram að ganga.
Þá segir sjávarútvegsráðherr-
ann og stjórnarliðar: Já allt í lagi,
við höfum kannski gengið hér of
geist fram, en það er að minnsta
kosti orðið ljóst núna að útgerðin
þolir meira. Eru það einhver rök í
þessu máli? Er ekki hægt að finna
fullt af fyrirtækjum í þessu landi,
í fjármálaþjónustu, ferðaþjónustu
og alls konar iðnaði, sem myndu
hugsanlega þola meira, innan
gæsalappa? Það þýðir ekki að það
sé skynsamlegt að auka álögurn-
ar. Ég hélt að við værum að fjalla
um grein sem hefði aðgang að tak-
markaðri auðlind og að við ætluð-
um að ræða hvernig ætti að skipta
auðlindarentunni. Menn eru orðn-
ir algjörlega rökþrota þegar þeir
segjast vera búnir að finna það út
að útgerðin þoli meira.“
Þráhyggja um kannanir
Annað stórt mál sem virðist ganga
erfiðlega að afgreiða í þinginu er
stjórnarskrármálið. Sjálfstæð-
ismenn hafa ekki verið spennt-
ir fyrir því að þjóðin sé innt eftir
skoðun sinni á því áður en þing-
ið mótar sínar tillögur. En er það
ekki einmitt það sem þarf, eigi að
nást vottur af samstöðu á þingi?
„Það er ekki rétt að við höfum
verið á móti því að vinna málið
opið og leita eftir sjónarmiðum
fólks,“ segir Bjarni.
Hann rifjar upp að starfandi
hafi verið stjórnarskrárnefnd
undir forystu Jóns Kristjáns-
sonar sem hafi haldið úti opinni
heimasíðu og hvatt alla Íslendinga
til að senda inn erindi og koma á
framfæri sínum sjónarmiðum um
breytingar á stjórnarskránni. Allt
sé þetta til í skýrslu. Enn fremur
hafi verið haldinn þúsund manna
þjóðfundur og niðurstöður hans
liggi einnig fyrir. Síðan hafi verið
sett á laggirnar stjórnlagaráð,
sem Sjálfstæðisflokknum hafi
raunar þótt ótímabært.
„En gott og vel, það var engu
að síður gert. Það kom tillaga frá
ráðinu og við sögðum: Fínt. Hér er
komin fram tillaga til breytinga á
stjórnarskránni og við skulum þá
hefjast handa við að endurskoða
hana með hliðsjón af þessum til-
lögum, og líka öllu því sem við
höfum áður fengið.
Okkar sjónarmið er það að í
dag höfum við í höndunum allt
sem þarf til þess að setja vinnuna
af stað á Alþingi, þar sem þessi
vinna á heima, en þessi vetur
hefur algerlega farið forgörðum
vegna þess að það virðist vera ein-
hvers konar þráhyggja hjá stjórn-
arflokkunum að vera stanslaust að
senda allar hugmyndir sem koma
hingað til þingsins rakleiðis aftur
út úr þinginu í einhverjar kann-
anir. Og okkur finnst bara komið
gott af því. Það er kominn tími
til að bretta upp ermar og vinna
vinnuna hérna á þinginu. Við
munum síðan hvort sem er, þegar
þeirri vinnu lýkur, bera afurðina
undir þjóðina.
Þar er ég einfaldlega að taka
undir með formanni stjórnlaga-
ráðsins og einstökum stjórnlaga-
ráðsmönnum sem sakna þess að
þingið taki afstöðu til þeirra hug-
mynda sem stjórnlagaráðið hefur
sett fram. Það er kominn tími til
þess fyrir löngu síðan. Það þarf
ekki enn eina kosninguna, sem í
raun verður ekki annað en skoð-
anakönnun og mun kosta 250 millj-
ónir til að veita þinginu sjálfs-
traust til að hefja þessa vinnu.“
Ekki fastur í fortíðarágreiningi
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar
hafa ítrekað krafist þess að ríkis-
stjórnin fari frá og að boðað verði
til kosninga. Kannanir benda til
þess að Sjálfstæðisflokkurinn
yrði í oddastöðu að loknum slík-
um kosningum en miðað við gíf-
uryrðin sem fallið hafa flokka á
milli upp á síðkastið – ekki síst í
tengslum við landsdómsmálið –
mætti ætla að stjórnarmyndun
gæti reynst torsótt. Bjarni segist
hins vegar trúa því að næstu kosn-
ingar muni snúast um framtíðina,
ekki fortíðina eins og þær síðustu,
og vill ekki útiloka nein stjórnar-
mynstur fyrir fram.
„Ég geri ekki lítið úr því að
þau pólitísku réttarhöld sem hér
fóru fram hafi spillt stjórnmála-
ástandinu á Íslandi en á einhverj-
um tímapunkti – og það getur
helst gerst í gegnum kosningar
þar sem við eigum möguleika á að
endurnýja okkur – þá þurfa menn
að segja skilið við þá tíma og horfa
fram á veginn. Það liggur í þeim
orðum mínum að ég ætla mér ekki
að festast í fortíðarágreiningi.
Við erum hins vegar öll mann-
leg hérna og auðvitað hafa svona
ákvarðanir alltaf áhrif, en verk-
efnið sem við erum að sinna er
bara svo miklu stærra en slík-
ur ágreiningur á milli einstakra
þingmanna.“
S
tjórnarandstaðan
sætir um þessar mund-
ir harðri gagnrýni af
hálfu forystumanna rík-
isstjórnarinnar fyrir
að teppa þingið með
umræðum um breytingar á stjórn-
arráðinu. Ásakanir um málþóf eru
háværar – svo sem ekki í fyrsta
skipti á þessum tíma árs. Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir hins vegar
að stjórnvöld geti sjálfum sér um
kennt.
„Kjarni þess máls er sá að rík-
isstjórninni hefur gengið illa að
koma frá sér til þingsins þeim
málum sem hún leggur áherslu á.
Þingstörf hefjast á haustin og síð-
ustu daga þingsins er vaninn að
þingið uppskeri eftir vinnu nefnda
sem átt hefur sér stað yfir vetrar-
mánuðina. Í þetta skipti lagði rík-
isstjórnin fram tæplega sextíu mál
á síðasta mögulega framlagning-
ardegi þessa þings og þess vegna
hefur skapast sú staða
að öll þessi mál eru
skammt á veg komin.
Það er ekki á ábyrgð
stjórnarandstöðunnar
heldur ríkisstjórnar-
innar.“
En er þetta ekki alltaf
svona, ár eftir ár, sama
hvaða flokkar sitja við
völd?
„Það er rétt að þings-
ins hefur að jafnaði
beðið að afgreiða mik-
inn fjölda mála á síðustu
dögum þess. En það er
hins vegar nýtt að menn
komi með í tugatali stór
mál, höfuðmál stjórnar-
innar, á síðasta fram-
lagningardegi og ætlist
til þess að þingið hraði
þeim í gegnum þingið og
kalli allt annað einfald-
lega málþóf. Þau mál
sem þó hafa komist til
nefnda og til umsagn-
ar hafa auk þess ein-
faldlega fengið fall-
einkunn, til dæmis það
sem sjávarútvegsráðherra hefur
lagt fram og mundi setja stóran
hluta útgerðarinnar á hausinn.
Hvar mundi það gerast að stjórn-
arandstaða spyrnti ekki við fótum
í þeirri stöðu?
En ég spyr líka: Hvaða stóru
framfaramál eru það sem stjórn-
arandstaðan hefur stöðvað á þessu
kjörtímabili? Jú, það kann að vera
að við höfum tafið lögfestingu ein-
hverra mála, eins og Icesave. En
ég kannast ekki við að stjórnar-
andstaðan hafi stöðvað eitt einasta
mál sem ríkisstjórnin hefur lagt
áherslu á. Ég held að ríkisstjórnin
hafi bara gert allt sem hún hefur
ætlað sér að gera, eins dapurlegt
og það er fyrir stjórnarandstöðu-
flokk.“
Þingforseti fái aukið vald
Bjarni segist engu að síður telja
að samstaða gæti verið á þingi um
róttækar breytingar á þingsköp-
um til að koma betri reglu á þing-
fundina.
„Ég held að lykillinn að því að
gera hér raunverulegar breytingar
sé að finna nýtt jafnvægi á milli
tillits til stjórnarandstöðunnar
og kröfunnar um eðlilegan fram-
gang mála,“ segir Bjarni. „Ég sé til
dæmis fyrir mér að forseti Alþing-
is gæti gegnt lykilhlutverki í því að
skipuleggja þingstörfin markviss-
ar og að honum yrði fært í hend-
ur aukið vald til þess að höggva
á hnútinn svo bindandi sé þegar
ágreiningur er um framgang þing-
starfanna.“ Fyrst þyrfti hins vegar
að tryggja að forset-
inn yrði ekki bara
framlenging á vilja
ríkisstjórnarinnar.
„Ég nefni þetta
sem dæmi um eitt-
hvað sem getur komið
til álita en ekkert af
þessu mun hjálpa ef
ríkisstjórnin kemur
seint fram með mál
og hefur þau illa und-
irbúin og illa ígrund-
uð.“
Rökþrot að vísa í þol
útgerðarinnar
Hagsmunaaðilar í
sjávarútvegi hafa
miklar áhyggjur af
framkomnum kvóta-
frumvörpum ríkis-
stjórnarinnar. En er
ekki alveg ljóst að
útgerðin muni alltaf
mótmæla harðlega
lagasetningu sem
bitnar á henni?
„Jú, en það sem
hefur algjörlega mis-
tekist í þessu máli er að horfa til
þess sem sameinar menn. Það sem
sameinar stjórnina og stjórnarand-
stöðuna, og jafnvel útgerðina, er
sú skoðun að það sé sanngjarnt að
greidd sé auðlindarenta, það er að
greitt sé gjald fyrir þann umfram-
hagnað sem myndast á grundvelli
þess að menn hafa forgang til nýt-
ingar þessarar auðlindar.“
Hversu hátt finnst sjálfstæðis-
mönnum að það gjald megi vera?
„Við höfum alltaf talað fyrir
hóflegu veiðigjaldi. Ætli menn
að gera breytingar á þessu þá er
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisfl okksins
Foreldrar ungmenna í
hættulegri áfengis-
og vímuefnaneyslu
flurfa stu›ning
og a›sto›.
ÁLFASALAN 2012
Höfum ekki stöðvað neitt mál
Gera ætti róttækar breytingar á þingsköpum til að koma betri reglu á þingstörfin, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins. Hann segir Stíg Helgasyni þó að staðan á Alþingi núna sé alfarið stjórnarflokkunum að kenna.
TIL Í ALLT Bjarni Benediktsson útilokar ekki neitt stjórnarsamstarf að loknum næstu kosningum. Hann ætlar ekki að festast í
fortíðarágreiningi um mál á borð við Landsdómsmálið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Ég held að það sé best að ég geymi það nú bara hjá
sjálfum mér,“ segir Bjarni Benediktsson, spurður hvern
hann hyggist kjósa í forsetakosningunum í júní. „Mér
finnst við vera komin í ótrúlegar ógöngur með það að
hafa einhvern sameiginlegan skilning á því fyrir hvað þetta
embætti stendur. Það er nú kannski það sem veldur mér
mestu hugarangri, frekar en hvern ég vil fá á Bessastaði.“
En ertu búinn að ákveða þig?
„Nei, satt best að segja er ég ekki ákveðinn hvað ég geri,
enda er framboðsfrestur svo sem ekki útrunninn.“
Ekki búinn að velja forsetakandídatNú leyfa
menn sér að
segja að Sjálf-
stæðisflokkur-
inn sé á móti
veiðigjaldi.
Það er ekki
bara rangt
heldur hrein
sögufölsun.