Fréttablaðið - 11.05.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 11.05.2012, Síða 16
16 11. maí 2012 FÖSTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Eftir baráttu ýmissa vinstrimanna fyrir upplýsingaskyldu og hámörkum á fjár- framlög til stjórnmálastarfsemi voru loks samþykkt lög þar að lútandi árið 2006. GRECO-nefnd Evrópuráðsins (um póli- tíska spillingu) hafði ítrekað sent íslenskum stjórnvöldum aðfinnslur og Jóhanna Sig- urðardóttir flutt fjölda þingsályktunartil- lagna um málið. Þeir sem sáu um fjársafn- anir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks höfðu barist gegn slíkum lögum í nafni stjórnar- skrárákvæða um tjáningar- og félagafrelsi, en gáfust loks upp. Markmið laganna frá 2006 er að koma í veg fyrir spillingu, að fjársterkir aðilar geti ráðið frambjóðendum, niðurstöðum kosninga og málefna, en rannsóknir staðfesta áhrif fjármagns, þó fleira komi til. Nú er uppi ný staða sem þarfnast umræðu. Síðastliðin 15 ár hafa hagsmunaaðilar í æ ríkari mæli blandað sér í kosningabaráttu, stillt flokkum og frambjóðendum upp við vegg í aðdraganda kosninga og þannig skert lýðræðislegan hlut almennings og þeirra kjörnu fulltrúa. Síðastliðna mánuði hefur þetta náð nýjum hæðum með milljónatuga auglýsingaherferð hagsmunaaðila gegn breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Um stjórnmálastarfsemi hagsmunaaðila gilda ekki lög um upplýsingaskyldu eða hámark á framlög. Í Bandaríkjunum kljást stjórnmálamenn við sama vanda. Þar hafa frá 1970 gilt lög um upplýsingaskyldu og tak- markanir á fjárframlög til flokka og fram- bjóðenda. En fjársterkir aðilar hafa fundið hjáleiðir og eyða í dag (í gegnum svonefnd Super PACs og 501c4 samtök) hærri upp- hæðum til áhrifa á stjórnmálastarfsemi en flokkarnir og frambjóðendur sjálfir. Upp- hæðum sem hafa margfaldast á síðustu árum. Að baki eru einstaklingar, fyrir- tæki eða samtök. Þar eins og hér er ekkert hámark, en loðin upplýsingaskylda, sem auð- velt er að sniðganga. Þingmenn demókrata hafa án árangurs reynt að takmarka þetta, gegn atkvæðum repúblikana. (Economist 25.2.2012). Mikilvægt er að ræða hvernig bregðast skal við þessu, þó ljóst sé að setning reglna um þetta sé snúnari en um fjárreiður flokka og frambjóðenda. Jafnljóst er að við viljum ekki á Íslandi lýðræði og skoðana- myndun sem ræðst af fjármagni. Kostnaður hagsmunaaðila í stjórnmálabaráttu Stjórnmál Margrét S. Björnsdóttir sat í nefndum er unnu tillögur að lögum um fjárreiður flokka og frambjóðenda S eðlabanki Íslands kynnti á miðvikudag niðurstöðu þriggja gjaldeyrisútboða sem farið hafa fram á þessu ári. Til- gangur þeirra er að skapa betri aðstæður til að aflétta gjaldeyrishöftunum. Á sama tíma var í fyrsta sinn greint frá því hversu mikið fé hefur komið inn í landið í gegnum svonefnda fjárfestingaleið. Samkvæmt henni geta aðilar skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur og fengið 16 prósenta virðis- aukningu gefins fyrir að gera það ef viðkomandi er tilbúinn að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár. Það þýðir að ef einhver kemur með milljarð króna inn í landið eftir þessari leið þá fær hann 160 milljónir króna fyrir að gera það. Þegar fjárfestingaleiðin var kynnt í nóvember 2011 sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að með henni væri verið „að opna leið fyrir hinar svokölluðu af landskrónur […] til að koma inn í íslenskt efnahagslíf.“ Í til- kynningu frá bankanum vegna útboðanna sem fram hafa farið í ár segir hins vegar að „þátttaka í fjárfestingaleiðinni með svo- nefndar aflandskrónur [hafi] verið hverfandi“. Alls komu 42 milljarðar króna inn í landið á grundvelli fjárfest- ingaleiðarinnar í útboðunum þremur sem farið hafa fram á árinu 2012. Um 89 prósent þeirra peninga hafa farið í að kaupa skuldabréf og hlutabréf. Í tilkynningu Seðlabankans kemur fram að stærstu fjárfestingarnar í hlutabréfum og skuldabréfum séu „erlendra móðurfélaga innlendra félaga“. Þegar leitað var eftir frekari skýr- ingum á því hverjir þessir aðilar eru neitaði Seðlabankinn að upp- lýsa nánar um málið. Ef horft er til þess að hundruð eignarhaldsfélaga voru stofnuð á uppgangsárunum fyrir hrun í Lúxemborg, Hollandi, á Bresku- Jómfrúreyjum og fleiri stöðum þar sem erfitt er að nálgast upp- lýsingar um eignarhald eða eignastöðu þá er ljóst að erlend móður- félög innlendra félaga eru ansi mörg. Þau skipta hundruðum hið minnsta. Inni í mörgum þeirra er að finna arðgreiðslur eða annars konar fjármuni sem teknir voru út úr íslenskum rekstrarfélögum á vægast sagt hæpnum forsendum fyrir bankahrun. Eru þessir aðilar að koma aftur með peningana sem þeir skutu undan, fá afslátt á krónum hjá Seðlabankanum og nota þá síðan til að versla á brunaútsölunni á Íslandi með 16 prósent afslætti sem engum öðrum býðst? Eru sömu klíkurnar með þessum hætti að ná aftur völdum í atvinnulífinu sem þær brenndu niður til grunna? Það fáum við ekki að vita vegna þess að Seðlabankinn vill ekki segja okkur það. Það var skemmtileg tilviljun að sama dag og Seðlabankinn birti ofangreindar niðurstöður birti greiningardeild Arion banka hagspá sína sem gildir út árið 2014. Samkvæmt henni verður yfir sex pró- senta verðbólga á Íslandi næstu ár, krónan mun veikjast um fimm prósent á ári og stýrivextir munu hækka. Því er viðbúið að geta þorra almennings til að kaupa hluti verði ekki mikil á næstu árum. Á sama tíma fær valinn hópur að snúa aftur inn í hagkerfið með meðgjöf frá Seðlabankanum. Yfirlýstur tilgangur er sá að þetta hjálpi til við að afnema gjaldeyrishöft, sem virðast þó ekki vera að fara neitt í fyrirsjáanlegri framtíð. Þvert á móti virðast þau aðal- lega bjóða upp á tækifæri fyrir þá sem kunna að komast fram hjá þeim til að skapa sér fjárhagslegan ávinning. Ekki upplýst hverjir fá afslátt á krónum: Óþolandi ógagnsæi Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Ungmenni sem koma úr me›fer› flurfa öfluga endurhæfingu og virknifljálfun svo flau nái sem fyrst a› fóta sig í samfélaginu ÁLFASALAN 2012 Metnaður Það verður seint sagt um íslensk stjórnvöld að þau hafi ekki metnað. Nú hefur starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins sett sér það háleita markmið að fjölga karl- mönnum í starfsliði á leikskólum landsins þannig að þeir verði heil tíu prósent starfsmanna. Og þetta á ekki gerast á neinum snigilshraða – ónei. Þessi áfangi á að nást fyrir árið 2050. Eftir lítil 38 ár. Hér hlýtur að vera innsláttarvilla á ferðinni. Ártalið hefur ábyggilega átt að vera 5020. Spilað djarft Í þessum anda mætti semja fleiri leiðarstef fyrir framtíðina. Það væri til dæmis djarft – en flott – að lýsa því yfir að minnka mætti óútskýrðan launamun kynjanna niður í svo sem þrjú prósent fyrir næstu aldamót. Fíkniefnalaust Ísland árið 2500 hljómar líka býsna vel. Aldrei billegri Jóhannes Jónsson í Bónus er kominn aftur fram á sjónar- sviðið og ætlar að opna hér matvöruverslun. Hann tekur gagnrýni Egils Helgasonar óstinnt upp og hefur þetta um hann að segja í samtali við Pressuna: „Þetta er fjölskylda sem hefur misnotað lágt vöruverð út í æsar.“ Spurður nánar út í ummælin svarar hann kerskinn: „Nú, sérðu það ekki á honum?“ Þessi tilsvör gætu boðað gott fyrir neytend- ur. Oft hefur Jóhannes í Bónus nefnilega verið ódýr, en aldrei eins og núna. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.