Fréttablaðið - 11.05.2012, Side 18
11. maí 2012 FÖSTUDAGUR18
Merkisatburðir
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
timamot@frettabladid.is
BOB MARLEY, reggísöngvarinn vinsæli, lést á þessum degi árið 1981.
„Rastafari er ekki menning, það er raunveruleiki.“
Þennan dag árið 1960 var stríðsglæpa-
maðurinn Adolf Eichmann handsamaður
af ísraelskum hermönnum í Búenos
Aíres í Argentínu. Eichmann var for-
ingi í SS-sveit nasista sem sá um að
skipuleggja lestakerfið sem flutti fólk í
útrýmingarbúðirnar. Hann sá til þess að
allt gengi vel, hámarkaði afköst lestanna,
lágmarkaði kostnað og tryggði að enginn
slyppi.
Réttarhöldin yfir Eichmann vöktu athygli
um allan heim. Þau fóru fram í Ísrael og
hann var meðal annars ákærður fyrir glæpi
gegn mannkyninu. Eichmann sagðist ekki
sjá eftir neinu og hélt því statt og stöðugt
fram að hans ábyrgð væri engin, hann
hefði aðeins verið að hlýða skipunum að
ofan og reynt að vinna sína vinnu eins vel
og hann gat. Eichmann var svo dæmdur
og hengdur þann 31. maí 1962.
ÞETTA GERÐIST: 11. MAÍ 1960
Adolf Eichmann handsamaður1721 Kötlugos hefst með jarðskjálfta og miklum drunum, sem heyrast allt norður í Eyjafjörð. Gosmökkurinn sést víða að.
1777 Hannes Finnsson er vígður Skálholtsbiskup 38 ára að aldri.
Hann gegnir biskupsembætti til æviloka.
1911 Knattspyrnufélagið Valur í Reykjavík er stofnað af fjórtán
drengjum í KFUM.
1946 Slysavarnafélag Íslands tekur í notkun nýja björgunarstöð í
Örfirisey í Reykjavík. Mikill mannfjöldi er viðstaddur vígslu
hennar.
1949 Nafni landsins Síam er breytt í Taíland.
1949 Leikrit Shakespeares, Hamlet Danaprins, er frumflutt í Iðnó.
„Áttræðisafmæli er ekkert smáaf-
mæli. Okkur langaði til að fara óhefð-
bundna leið að því að halda upp á það.
Við ákváðum að bjóða okkar stóra og
góða starfsmannahópi ásamt mökum,
viðskiptamönnum okkar og velunnur-
um til tónlistarveislu sem er innblásin
af íslenskri tónlistarsögu undanfarinna
átta áratuga og tengir saman fortíð og
framtíð,“ segir Sveinn Ingi Ólafsson,
framkvæmdastjóri Verkís, um metnað-
arfulla afmælistónleika fyrirtækisins,
sem fram fara í Eldborg Hörpu í kvöld.
Þar mun meðal annars hljómsveitin
Hjaltalín frumflytja þrjú ný lög sem
verða á nýrri plötu hennar sem kemur
út í sumar. Aðrir flytjendur á tónleik-
unum verða sópransöngkonan Þóra
Einarsdóttir, sem frumflytur aríu
úr væntanlegri óperu eftir þá Gunn-
ar Þórðarson og Friðrik Erlingsson,
karlakórinn Fóstbræður, Steinunn
Birna Ragnarsdóttir píanóleikari og
strengjasveit. Það er Árni Harðarson
kórstjóri sem stýrir tónleikunum, en
hann setti jafnframt dagskrána saman.
Hugmyndin að baki tónleikadag-
skrá kvöldsins er að hún spanni átta-
tíu ára sögu Verkís. Verkfræðistofan
byggir á grunni einnar af elstu verk-
fræðistofum landsins, Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen, sem sameinað-
ist fjórum öðrum stofum í sameining-
aröldu verkfræðistofa árið 2008. Auk
VST voru þar Rafteikning, Fjarhitun,
RT raflagnatækni og Fjölhönnun sem
sköpuðu Verkís.
Í dag starfa 310 manns hjá fyrirtæk-
inu. „Við köllum okkur elstu verkfræði-
stofu landsins, þar sem við byggjum á
grunni VST. Eftir að fyrirtækin sam-
einuðust varð til stórt fyrirtæki sem
getur boðið alla þá þjónustu sem bygg-
inga-, orku- og iðnaðargeirinn þarf á að
halda á einum stað,“ segir Sveinn Ingi.
Hann er mjög ánægður með dagskrá
tónleikanna. „Þarna verða mestu perl-
ur íslenskrar söngtónlistar, á borð við
Draumalandið og Lindina, í bland við
það flottasta sem er að gerast í íslenskri
tónlist í dag,“ segir hann að endingu og
býst alveg eins við því að tár muni sjást
á hvörmum úti í sal, þegar allra feg-
urstu söngperlurnar verði fluttar. „Við
vonum það. Að minnsta kosti eigum við
von á mjög góðri stemningu.“
holmfridur@frettabladid.is
ÁTTRÆÐISAFMÆLI VERKÍS: FAGNAÐ MEÐ STÓRTÓNLEIKUM Í ELDBORG HÖRPU
Hjaltalín flytur fjögur ný lög
BJÓÐA TIL TÓNLISTARVEISLU Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, er ánægður með metnaðarfulla tónleikadagskrá kvöldsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
HALLDÓR IBSEN
lést miðvikudaginn 9. maí á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Útförin verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU GUÐBJARGAR
GUNNLAUGSDÓTTUR
frá Efri-Harrastöðum, Skagaströnd,
Kópavogsbraut 1B, Kópavogi.
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir Davíð W. Jack
Gunnlaugur G. Sigmarsson Steinunn F. Friðriksdóttir
Sigurþór Heimir Sigmarsson Þjóðbjörg Hjarðar
barnabörn og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
BENEDIKT KARL BACHMANN
Kirkjuteigi 29, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
miðvikudaginn 9. maí. Útför hans verður
gerð frá Bústaðakirkju, miðvikudaginn
16. maí kl. 13.00.
Margrét Þorsteinsdóttir
Þorsteinn Bachmann Rannveig Jónsdóttir
Hrefna Bachmann Ólafur Þór Vilhjálmsson
Gabríel Benedikt Bachmann
Bjartur Örn Bachmann
Auður Drauma Bachmann
Margrét Björk Ólafsdóttir
Sara Sigríður Ólafsdóttir
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR KOLBRÚNAR
SIGURÐARDÓTTUR
Hvannarima 16, Reykjavík.
Kristján H. B. Ólafsson
Bryndís Björk Kristjánsdóttir Jóhann Örn Arnarson
Einar Sigurður Kristjánsson Soffía Eðvarðsdóttir
Guðni Magni Kristjánsson Margrét Einarsdóttir
og barnabörn.
Móðir mín,
ÁSTRÍÐUR GUÐBJÖRNSDÓTTIR
frá Rauðsgili,
sem lést fimmtudaginn 3. maí, verður
jarðsungin frá Reykholtskirkju
laugardaginn 12. maí kl. 14.00.
Snorri Tómasson
Ástkær bróðir okkar og mágur,
HAUKUR ANGANTÝSSON
Kristnibraut 77, Reykjavík,
lést föstudaginn 4. maí síðastliðinn á
lungnadeild Landspítalans í Fossvogi.
Útförin fer fram föstudaginn 11. maí frá
Guðríðarkirkju í Grafarholti kl. 15.00.
Alúðarþakkir til starfsfólks á lungnadeild
Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun og hlýju.
Ibsen Angantýsson Hulda Guðmundsdóttir
Bára Angantýsdóttir Einar Sigurgeirsson
Auður Angantýsdóttir
Ólafur Angantýsson
Guðrún Angantýsdóttir Viðar Már Matthíasson
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KRISTÍNAR RUTHAR JÓNSDÓTTUR
Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði.
Inga Jóna Jónsdóttir Steindór Guðmundsson
Ólína Bergsveinsdóttir Guðmundur Ragnar Ólafsson
Jón Bergsveinsson Ásdís Árnadóttir
Björg Bergsveinsdóttir Eggert Dagbjartsson
Bergsveinn Bergsveinsson Gígja Hrönn Eiðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.