Fréttablaðið - 11.05.2012, Side 20

Fréttablaðið - 11.05.2012, Side 20
FÓLK| ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU Útsala Kínversk húsgögn Uppl. í síma 821 8609 • qcindy@gmail.com Ten Star Vintage Stærðir 36–47 18.999 kr. Miss Stadil Mid Premium Stærðir 36–41 18.999 kr. HELGIN PASTASÓSA 6 stórir tómatar eða 500 g litlir 1/2-1 krukka sólþurrkaðir tóm- atar 1 msk. tamari sósa 2 msk. sítrónusafi 2 döðlur (má sleppa) 1 pressað hvítlauksrif 1/2-1 pottur ferskar eða þurrk- aðar kryddjurtir til dæmis oreg- ano og basil. 1 msk. ítölsk kryddblanda salt og pipar eftir smekk Skellið öllu í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til sósan er orðin slétt og mjúk. Hún verður grófari ef notuð er matvinnsluvél en það er ekkert verra, margir vilja hafa sósuna þannig. PASTA 2 kúrbítar 1/2 sæt kartafla 2 pokar Kelp-núðlur 2 lárperur 1/2-1 krukka svartar/grænar ólífur spínat eftir smekk 1 rauð paprika hempfræ til að strá yfir Rífið kúrbítinn og kartöfluna í spaghettístrimla. Skolið kelp- núðlurnar aðeins í vatni. Blandið saman í stóra skál. Hellið pastasósunni út í og blandið vel saman. Skerið lárperu og papriku í litla bita og bætið sam- an við ásamt ólífunum. Skolið spínatið og setjið það síðast út í og blandið létt saman við. Stráið svo nóg af hempfræjum yfir réttinn. Njótið! FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Víkingaheimar í Reykjanesbæ hafa gengið í gegnum mikla endurnýj-un undanfarnar vikur. Safnið var opnað sumarið 2009 og samanstendur í dag af fimm sýningum í safnhúsinu og fjölbreyttu útisvæði. Um helgina verður landnámsdýragarðurinn á útisvæðin opnaður og ókeypis er inn í safnið í tengslum við Barnahátíð Reykjanes- bæjar. Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar, býst við fjölda gesta um helgina og miklu fjöri. „Það verður margt skemmtilegt í boði þessa helgi enda Barnahátíð í bænum og ókeypis inn fyrir alla gesti. Við bjóðum meðal annars upp á nokkrar smiðjur þar sem börn geta til dæmis lært að tálga og saumað víkingabúninga á bangsana sína.“ Að sögn Valgerðar munu vík- ingar kíkja í heimsókn, boðið verður upp á tónleika og margt fleira. Þetta er sjöunda árið sem Barnahátíð er haldin í Reykjanesbæ en dagskrá hennar má finna á barnahatid.is. NÝJAR SÝNINGAR Í tilefni endurnýjunar Víkingaheima gefst íbúum Reykjanesbæjar kostur á að eignast sérstakt sendiherrakort. Kortið veitir aðgang að Víkingaheimum út árið 2013. Kortin verða afhent á íbúafundum bæjarstjórans á næstunni og hvetur Val- gerður sem flesta til að mæta. „Sendi- herrakortið er liður í að fá fleiri heima- menn í Víkingaheima. Við erum búin að setja upp þrjár nýjar spennandi sýningar sem ættu að vekja athygli bæjarbúa og annarra landsmanna.“ Um er að ræða sýningarnar Örlög goðanna, Söguslóðir á Íslandi og Landnám á Íslandi. Goða- sýningin er unnin af íslenskum samtíma- listamönnum og norrænufræðingum. Þar eru gestir leiddir gegnum goðheima þar sem myndlist, tónlist og frásögn fléttast saman í eina heild. Sýningin Söguslóðir á Íslandi er unnin í samvinnu við samtök um sögu ferðaþjónustu á Íslandi. „Þar erum við að kynna helstu söguslóðir landsins, til dæmis Sögusafnið í Borgar- nesi og Landnámssýninguna í Reykjavík. Kynningarnar rúlla á 24 tölvuskjáum og er boðið upp á kynningar á fimm tungumálum.“ Á Landnámssýningunni eru merkar fornleifar frá Suðurnesjum til sýnis. Þær innihalda meðal annars minjar um elstu byggð á Reykjanesi, frá Vogi í Höfnun og Hafurbjarnarstöðum. ■ VÍKINGAR BJÓÐA TIL VEISLU HÁTÍÐ Í BÆ Fjölmargar sýningar eru í boði í endurnýjuðum Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Landsmönnum verður boðið í heimsókn um helgina. SIGLT Í VESTUR Víkingaskipið Íslending- ur sem sigldi til Ameríku árið 2000 til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar þúsund árum fyrr. MYND/ELLERT GRÉTARSSON HRÁFÆÐISPASTA OG PASTASÓSA ■ Fyrir fjóra

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.