Fréttablaðið - 11.05.2012, Side 27
LÍFIÐ 11. MAÍ 2012 • 7
Kaffihúsakeðjan Te og kaffi hefur
um árabil selt vinsæla kalda kaffi-
og tedrykki. Það var þó ekki fyrr en
síðasta sumar sem fyrirtækið fór í
sérstakt markaðsátak til að kynna
sumardrykki sína. Kristín María
Dýrfjörð, markaðsstjóri fyrirtækis-
ins, segir þau leggja meiri áherslu
á sumardrykkina þegar sól hækk-
ar á lofti. „Við setjum fjóra nýja
og ferska sumardrykki á mark-
að í dag föstudag. Að sjálfsögðu
bjóðum við svo upp á aðra sum-
ardrykki sem hafa notið vinsælda á
síðustu árum,“ segir Kristín.
Hún segir Te og kaffi hafa aukið
við drykkjarúrvalið síðastliðin ár
og jafnframt reynt að stíla úrval-
ið inn á hvern árstíma. Þannig
sé aukið úrval heitra drykkja yfir
veturinn á meðan kaldari drykkir
fái meira pláss yfir sumartímann.
„Við bjóðum áfram upp á vinsæla
drykki fyrri ára eins og pippóinn.
Kaffibarþjónar okkar höfðu ekki
undan við að framreiða hann síð-
astliðið sumar. Einnig má nefna
lakkrísfrappó og allt ísteið okkar,
til dæmis hvíta ísteið, sem er ríkt
af andoxunarefnum, græna teið og
ávaxtateið. Svo er alltaf í boði að
fá rjóma og karamellu- eða súkkul-
aðisósu á frappóinn.“ Kristín segir
viðskiptavini hafa tekið mjög vel í
sumardrykkina. Fjölskyldum þyki
til dæmis sérstaklega skemmti-
legt að mæta á kaffihúsin þegar
allir fjölskyldumeðlimir geta fund-
ið sér drykki við hæfi.
Heilsubomba sumarsins
Te og kaffi hefur selt matcha-latte
yfir vetrartímann. Sá drykkur hefur
verið mjög vinsæll og því fannst
þeim upplagt að búa til kald-
an matcha-frappó. Kristín segir
drykkinn innihalda matcha-telauf-
in sem teljist til ofurfæðu.
„Matcha-te er framleitt úr há-
gæða japönskum telaufum. Laufin
innihalda 10-15 sinnum fleiri nær-
ingarefni en annað grænt te og
margfalt fleiri andoxunarefni en til
dæmis bláber, spínat og spergil-
kál.“ Kristín segir matcha-te inni-
halda allt telaufið en ekki seyði te-
laufanna eins og önnur græn te.
„Matcha-frappó er uppáhalds-
drykkurinn minn í dag enda er mér
umhugað um allt sem er hollt og
gott.“
Syndsamlega góður drykkur
Sumardrykkurinn í ár verður án
efa oreo-frappó,“ segir Kristín.
Eins og nafnið gefur til kynna er
drykkurinn meðal annars búinn til
úr hinum vinsælu Oreo-kexkökum.
Hún segir drykkinn vera syndsam-
lega góðan. „Oreo-kexið passar
alveg einstaklega vel með kaffinu.
Ef ég vil gera vel við mig fæ ég
mér svona drykk.“
Hún segir drykkinn verða enn
betri sé rjóma og súkkulaði- eða
karamellusósu bætt við hann.
Ljúffengur brennsludrykkur
Oolong-te hefur verið kallað megr-
unarte. Að sögn Kristínar eykur
það fitubrennslu og auðveldar
meltingu. Hingað til hafa margir
kælt teið og tekið með sér í lík-
amsræktina.
„Okkur langaði ti l að kynna
betur hollustu tesins í gegnum
sumardrykkina svo Daníel, sem
er kaffibarþjónn hjá okkur, bjó til
þennan snilldardrykk. Oolong- og
engifer-smoothie er því mjög holl-
ur og góður sumardrykkur enda
bætum við pressuðum engifer út í
hann ásamt mangó- og epla-smo-
othie. Virkilega ferskur og sval-
andi drykkur.“
Krydduð sumargleði
Te og kaffi hefur í langan tíma
boðið upp á chai-latte sem er
heitur kryddaður tedrykkur. Fyrir
sumarið var ákveðið að bjóða upp
á kaldan chai-tedrykk og úr varð
chai-frappó. Kristín segir marga
sem smakkað hafa heita drykk-
inn telja að um kaffidrykk sé að
ræða. „Þeir sem elska chai-latte
munu kunna vel að meta þenn-
an drykk.“
SYNDSAMLEGA GÓÐIR
SUMARDRYKKIR Í SÓLINNI
Mikil sprenging varð í sölu kaldra sumardrykkja hjá Te og kaffi síðasta sumar. Í ár verða fjórir svalandi sumar-
drykkir kynntir til sögunnar sem bætast við flóru eldri vinsælli drykkja.
„Við setjum fjóra nýja ferska sumardrykki á markað í dag, föstudag,“ segir Kristín María Dýrfjörð, markaðsstjóri hjá Te og kaffi. MYND/VILHELM
Inniheldur: Chai-teblöndu, ísmola,
mjólk og síróp.
Inniheldur: Matcha-te, ísmola
og síróp.
Inniheldur: Formosa oolong-te,
engiferskot og epla- og mangó-
smoothie.
Hinn sívinsæli karamellufrappó
svíkur engan. Í honum er kaffi, ís-
molar, síróp, rjómi og karamellu-
sósa.
AUGLÝSING: TE & KAFFI KYNNIR
CHAI FRAPPÓ
MATCHA FRAPPÓ
OOLONG & ENGIFER
SMOOTHIE
KARAMELLU FRAPPÓ
OREO FRAPPÓ
Inniheldur: kaffi, ísmola, Oreo kex-
kökur og mjólk.
Sjá nánar á visir.is/lifid