Fréttablaðið - 11.05.2012, Page 32
KASTANÍA KYNNIR: PLOMO O PLATA
HÁGÆÐA SILKIKLÚTAR
Margar gerðir og
stærðir.
Verð 15.900 kr.
KASTANÍA HÖFÐATORGI
FRÍÐA RÚN ÞÓRÐARDÓTTIR
næringarráðgjafi og næringarfræðingur
ALDUR: 42 ára
HJÚSKAPARSTAÐA: Í sambúði með Tómasi Hilmari Ragnars
BÖRN: Katrín Hulda Tómasdóttir fædd 13. maí 2011
HVERNIG VERÐ-
LAUNAR ÞÚ ÞIG?
Hvað gerir þú til að tæma hug-
ann eftir erfiða vinnuviku?
Ég leita oftast út í náttúruna;
fer ein í góðan göngutúr, rölti
kannski á eitt fjall.
Hvernig hleður þú batteríin?
Í sveitinni okkar, Biskupstung-
um, þar sem við hjónin „eigum
okkar andlega lögheimili“, eins
og góður vinur orðaði það. Og
fátt jafnast á við nokkurra daga
hestaferð á fjöllum í góðra vina
hópi til að endurnýja sig og
hlaða batteríin.
Hugleiðir þú eða notar þú aðrar
aðferðir til að rækta hugann?
Ég hef alla tíð leitað í að teikna
eða mála til að kyrra hugann.
Í dag leita ég gjarnan í mál-
verkið, ekki síst þegar ég mála
myndefni sem ég þekki, eins
og feld hrossa, sem ég hef
verið að mála með öðru und-
anfarin ár. Ég gleymi stund og
stað við að mála hár, fyrir hár,
fyrir hár.
Viltu deila með okkur uppá-
haldshamingjumolanum þínum
eða -tilvitnun?
Uppáhaldshamingjumolinn
minn þessa stundina er son-
arsonurinn Haukur Helgi, sem
er 15 mánaða. Tungumálið
sem hann talar hefur að geyma
það fallegasta og besta sem
ég heyri þessa dagana. Ég nýt
þess sem er.
HAMINGJUHORNIÐ
Þuríður Sigurðardóttir, söngkona
og myndlistarmaður
NÝTUR ÞESS AÐ VERA
SÓLEY ELÍASDÓTTIR
frumkvöðull og leikkona
ALDUR: 44 ára
HJÚSKAPARSTAÐA: Gift Hilmar Jónssyni leikstjóra
BÖRN: Fjögur dásamleg börn frá 21 árs til 7 ára.
Hvernig verðlaunar þú þig
þegar þú nærð markmiðum
þínum?
SÓLEY:
Ég kaupi mér eitthvað fallegt. Ég
er algjör dekurrófa. Mér finnst ég
mega leyfa mér það. Þá versla
ég kannski föt. Ég elda jafnvel
góðan mat og verðlauna mig með
því að halda matarveislu heima
fyrir alla.
FRÍÐA:
Fer í Blómaval og kaupa mér
plöntu til dæmis Orikdeu eða eitt-
hvað fallegt í garðinn okkar. Ég
hef mikinn áhuga á garðrækt og
blómum en vantar meiri tíma til
að sinna því af alvöru. Ef ég vildi
dekra við mig myndi ég segja að
ég færi í nudd til Valdísar nuddar-
ans míns.
En þegar þú færð óvænt
gleðitíðindi?
SÓLEY:
Ég er svolítið þannig að ég læt
alla vita. Ég er svolítið montin. Ég
samgleðst og deili gleðitíðindun-
um með öðrum.
FRÍÐA:
Þá knúsa ég dóttur mína, mann-
inn minn eða móður mína eftir því
hver er næstur.
Hugsar þú nógu vel um
sjálfa þig?
SÓLEY:
Stundum geri ég það. Ég borða
yfirleitt hollan mat en mér finnst
skipta miklu máli að hann sé
bragðgóður. Svo þarf að vökva
sálina líka. Ég reyni að hitta vini
mína og hreyfa mig. En ég er svo
ofboðsleg tarnamanneskja. Leik-
arinn í mér vinnur alltaf í törnum.
Ég myndi segja að ég hvíli mig
ekki alveg nóg.
FRÍÐA:
Ég mætti sofa mun meira, en
annars þá hugsa ég vel um mig,
borða næringarríkan mat, og
drekk nokkuð vel af vatni. Hreyfi
mig á fjölbreyttan máta og er úti
í hreina loftinu og sólinni þegar
hún vill láta sjá sig.
Hvaða persónulega mark-
miði náðir þú síðast?
SÓLEY:
Ég var að komast inn með Sóley
snyrtivörurnar í svakalega stóra
keðju sem heitir Sunkost í Noregi.
Þetta er ein af stærstu heilsbúða-
keðjunum á Norðurlöndunum.
Þetta eru yfir 90 búðir. En ég var
að fá stóran dreifingaraðila þar.
Sóley vörurnar eru núna komnar í
dreifingu um allan Noreg.
FRÍÐA:
Ég náði markmiðinu að hlaupa
þrjú keppnishlaup frá þriðjudeg-
inum 1. maí til sunnudagsins 6.
maí. Hérahlaup Breiðabliks 1. maí
10 km, Flugleiðahlaupið 7 km, 3.
maí og Víðavangshlaup Íslands 6
km 6. maí. Ég náði einnig mark-
miðinu að sigra í fyrstu tveimur og
ná öðru sætinu í Víðavangshlaup-
inu og varð þar að lúta í lægra
haldi fyrir Arndísi minni í Fjölni.
Hólið þessa vikuna fær Berglind Björnsdóttir ljósmyndari
sem hlaut styrk úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar sum-
arið 2010 til að gera ljósmyndabók um íslenskar konur. Af-
rakstur þeirrar vinnu er nú kynntur í Ljósmyndasafni Reykja-
víkur með sýningunni „Kona“. Í myndaseríunni leitast Berglind
við að draga upp mynd af hinni íslensku nútímakonu. Hver er
hún? Hvaðan kemur hún? Hverjir eru draumar henn-
ar og langanir? Ljósmyndasýningin verður opnuð á
morgun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
NÝTTFLIPSTICK
Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni, Smáralind. : Austurveri, Eiðistorgi,
Hringbraut og Kringlunni. Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnarfjarðar, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Lyfjaborg,
Lyfjaver Suðurlandsbraut, Lyfjaval Bílaapótek, Rima apótek, Snyrtivöruverslunin Nana, Urðarapótek.
Glerártorgi, Hrísalundi, Hveragerði, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn. KS Suðárkróki.
VARALITUR