Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 42
11. maí 2012 FÖSTUDAGUR22 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta BAKÞANKAR Björns Þórs Sigbjörns- sonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. tarfur, 6. skammstöfun, 8. smávaxin maður, 9. kirna, 11. í röð, 12. kompa, 14. bragsmiður, 16. tveir eins, 17. tugur, 18. for, 20. tveir eins, 21. krukka. LÓÐRÉTT 1. viðartegund, 3. gat, 4. nennuleysi, 5. svelg, 7. merkastur, 10. segi upp, 13. fum, 15. daður, 16. verkur, 19. ullarflóki. LAUSN LÁRÉTT: 2. boli, 6. eh, 8. peð, 9. ker, 11. tu, 12. klefi, 14. skáld, 16. tt, 17. tíu, 18. aur, 20. ff, 21. krús. LÓÐRÉTT: 1. tekk, 3. op, 4. letilíf, 5. iðu, 7. helstur, 10. rek, 13. fát, 15. dufl, 16. tak, 19. rú. Hvað er þetta? Þetta, litla dúfan mín, er leikjaröðin fyrir EM í fótbolta! Vá! Tveir leikir á hverjum degi! og mótið stendur yfir í heilan mánuð!!? Einfalt og gott! Hérna hefurðu bæði dagsetningu og tímasetningu! Ekki trufla þá ástin mín! Ég get alveg eins flutt út í mánuð! Já, þú ræður sko! Grín! Ég vissi það sko!! Hey, viltu koma í bíó, Palli minn? Hmm... Jájá. Hvað með að kíkja á hroll- vekju. Ertu til í það? Ekki alveg. Tilhugsunin um að einhver gæti séð mig í bíó með mömmu er nógu hrollvekjandi. Og þú hélst að jóga myndi hjálpa þér! Af hverju held- urðu að ég hafi drukkið kakóið þitt? Pondus! Þetta var ... EITT af því sem íslenskir stjórnmála- menn eiga nóg af er kappsemi. Þeir eru algjörlega uppfullir af henni. Meinið er hins vegar að þessi mikla kappsemi fer að mestu í sjálfa sig. Þeir eru aðallega kappsamir við að vera kappsamir. Þannig minna þeir á hamstur í hlaupahjóli. ENN er rúmt ár til þingkosninga, það er að segja ef ríkisstjórnin situr út kjör- tímabilið. Allt bendir til að svo verði enda hefur hún ekki sýnt á sér fararsnið og á, eins og kunnugt er, fleiri líf en kött- urinn. Það mætti samt ætla, og hefur mátt svo að segja daglega frá sumr- inu 2009, að kosningarnar verði á morgun. Slík er kappsemin. Stjórn- málamennirnir láta eins og að í dag sé þeirra síðasta tækifæri til að láta ljós sitt skína. Á morgun sé of seint. HÉR hefur sem sagt staðið ein sam- felld kosningabarátta frá því fljótlega eftir síðustu kosningar. Vanalega hefur slík barátta tekið um þrjá mánuði og finnst mörgum nóg um. Þrjár vikur væri lík- lega hæfilegt. En næstum fjögur ár! ÞETTA er náttúru- lega ekki gæfu- legt. Kappsemi er mikilvæg við tilteknar aðstæður en landsstjórnin og löggjafar- samkoman eru ekki þær aðstæður. Þar þarf annars konar eiginleika til að ná árangri. Ígrundun, yfirvegun, samstarf. ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir, sem hætti á þingi síðastliðið haust eftir tólf ára setu og fór að læra siðfræði í Háskól- anum, sagði eitt sinn í þingumræðum að það að hugsa væri vanmetin iðja. Út af þeim orðum má leggja og segja sem svo að stjórnmálamenn almennt telji hugsun ofmetna. Í það minnsta virðist margt sem þeir segja og gera vera án mikillar hugs- unar. ÞESSI tegund vinnubragða verður ekki til úr engu. Kjörnir fulltrúar eru undir miklum þrýstingi frá fólki úti í bæ sem bloggar eða skrifar í blöð eða sendir þeim tölvupóst eða talar við þá á fundum eða á förnum vegi. Í samfélaginu eru mjög margir hundóánægðir og öll óánægjan, sama af hverju hún er sprottin, beinist á endanum að Alþingi. Þingmennirnir með- taka þetta og rjúka upp til handa og fóta enda eru hinir óánægðu atkvæði. EKKI má gera lítið úr óánægju fólks en það má krefjast þess að stjórnmálamenn mæti henni af sæmilegri yfirvegun. Meiri hugsun, minni kappsemi takk. Hið vanmetna Meðal annars efnis: Að róta í mold er að rækta sálina sína Arnar Tómasson hárgreiðslumeistari leggur alúð í matjurtaræktun. Ástfangin með Diskó Friskó og Fugees í eyrunum Íslendingar rifja upp lögin sem minna þá á sumrin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.