Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 16
29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, MÁR HALLGRÍMSSON lést sunnudaginn 20. maí síðastliðinn á Landspítala í Fossvogi. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 13.00. Sigríður Másdóttir Gunnar Auðólfsson Auðólfur Már Gunnarsson Árni Karl Gunnarsson Ásgeir Hrafn Gunnarsson Ástkær faðir okkar og sonur, GUÐMUNDUR KARL ERLINGSSON fyrrv. flugstjóri, Flyðrugranda 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 20. maí. Útför fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda Jón Erlingur Guðmundsson Albert Guðmundsson Friðrik Guðmundsson Hulda Karlsdóttir Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR KRISTJÓNSSON rafverktaki Eikjuvogi 17, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 29. maí og hefst athöfnin kl. 15. Guðný Ásbjörnsdóttir Guðný Svavarsdóttir Sveinn Óttar Gunnarsson Jörundur Svavarsson Sif Matthíasdóttir Erla Kristín Svavarsdóttir Sigríkur Smári Ragnarsson Lilja Steinunn Svavarsdóttir Bjarni Jónsson Auður Ólína Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS SIGFÚSDÓTTIR frá Vogum í Mývatnssveit, Hörðalandi 8, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 15.00. Sólveig Ólöf Jónsdóttir Pétur R. Guðmundsson Guðmundur H. Pétursson Elín B. Gunnarsdóttir Eva Sólveig, Ásdís Eir og Erla Margrét Birgir Tjörvi Pétursson Erla Kristín Árnadóttir Kristín Klara og Árni Pétur Ásdís Ýr Pétursdóttir Haraldur Örn Ólafsson Sólveig Kristín og Ólafur Örn Bryndís Ýr Pétursdóttir Jürgen Maier Ísak Þorri, Freyja og Marta Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR B. HÁKONARSON vinnuvélastjóri Strikinu 4, Garðabæ, lést laugardaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 13.00. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir Hákon Gunnarsson Guðný Helgadóttir Helga Gunnarsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Unnar Reynisson Hrefna Gunnarsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, HÁKON KRISTINSSON vélsmiður, Innri-Njarðvík, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, laugardaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju, Innri-Njarðvík, miðvikudaginn 30. maí kl. 14.00. Þorsteinn Hákonarson Kristín Tryggvadóttir Stefanía Hákonardóttir Sigurbjörn Júlíus Hallsson Bryndís Hákonardóttir Steinunn Hákonardóttir Elvar Ágústsson Guðfinna Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Á fimmtudaginn kemur safnast konur saman að Öngulsstöðum í Eyjafirði til að taka þátt í jógakvennabúðum sem standa til 3. júní. Búðirnar leiðir Dev Suroop Kaur, sem er mörgum iðkendum Kundalini-jóga að góðu kunn. Hún er bæði dáður jógakennari og þekkt tón- listarkona í jógaheiminum. Kvennabúðir á borð við þessar eru árlegir viðburðir víða um heim. Guð- rún Darshan Arnalds, eigandi jóga- stöðvarinnar Andartaks og ein þeirra sem hafa veg og vanda af komu Dev Suroop hingað til lands, segir búðirnar tilvalinn vettvang fyrir konur til að efla innsæi sitt og endurnýja sambandið við andlegu konuna innra með sér. „Konur eru alltaf að gera og gera – í staðinn fyrir að vera. Á Íslandi er það dyggð að vera alltaf dugleg og ætla sér mikið. Þannig er hætt við að við missum sam- bandið við okkar innri vitru konu, sem býr innra með okkur öllum,“ segir Guð- rún og heldur áfram. „Samkvæmt jóga- fræðunum hafa konur að eðlisfari mjög sterkt innsæi. Ef kona nærir sínar and- legu hliðar veit hún sjálf hvað er rangt og hvað er rétt. Þá þarf hún ekki að leita út fyrir sig eftir hjálp. Hún getur verið sinn eigin sálfræðingur.“ Í búðunum munu konur komast nær þessari innri konu, meðal annars með fræðslu og ástundun kundalini- jóga. „Við erum oft fastar í ákveðnum munstrum sem erfitt er að brjóta upp. Það eru til mjög öflugar hugleiðslur, og svokallaðar kríur, sem hafa þann til- gang að skapa ákveðið ástand innra með okkur, til dæmis að styrkja taugarnar eða skerpa á innsæinu,“ útskýrir Guð- rún. Hún segir ástundun kundalini-jóga eiga vel við í nú tímanum, þar sem það hjálpi fólki að fara inn á við til að ná í orkuna sem þarf til að takast á við eril lífsins. „Við konur förum í gegnum miklar breytingar í hverjum mánuði og erum stöðugt að fara í gegnum nýjar tilfinningasveiflur. Það er talað um að konur séu með 11 mánasvæði og hvert þeirra standi fyrir ákveðinn part af líkamanum og ákveðið tilfinningalegt ástand. Við erum tvo og hálfan dag í hverju mánasvæði. Ef við lærum inn á þau skiljum við betur í hvaða ástandi við erum hverju sinni.“ Guðrún segir kvennabúðirnar ekki eingöngu tilvalið tækifæri til að kynnast jógafræðunum, heldur einnig til að komast í burtu frá amstri hvers- dagsins, hlaða batteríin í fallegu umhverfi og borða góðan mat í félags- skap annarra kvenna. „Dev Suroop spilar á gítar og við munum syngja saman, fara í leiki og ýmiss konar skapandi verkefni. Þetta verður heil- mikið fjör.“ holmfridur@frettabladid.is DEV SUROOP KAUR: LEIÐIR JÓGAKVENNABÚÐIR AÐ ÖNGULSSTÖÐUM Í EYJAFIRÐI Konur kynnast eigin styrk LIFA OG HRÆRAST Í JÓGA Ragnhildur Ragnarsdóttir og Guðrún Arnalds standa að kvennabúðunum ásamt þeim Berglindi Ásgeirsdóttur og Ragnhildi Evu Guðmundsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í dag eru 65 ár liðin frá mesta flugslysi Íslandssögunnar, er Dakotavél frá Flugfélagi Íslands flaug inn í Hestfjall við Héðinsfjörð með þeim afleiðingum að vélin splundraðist og brann. 25 manns fórust í slysinu, 21 farþegi og 4 manna áhöfn. Vélin var á leið frá Reykjavík til Akureyrar, en ferðin átti að vera fyrri ferð vélar og áhafnar til Akureyrar þennan dag. Þegar flugvélin kom ekki til lendingar á eðlilegum tíma var send út leitarflugvél frá varnarliðinu í Keflavík. Leitar- flokkar voru einnig sendir af stað gangandi, en þeir fundu ekki vélina, þar sem svo mikil þoka var á svæðinu að ekki sást upp í fjallshlíðar. Eftir að þokunni létti var leit haldið áfram og að morgni 30. maí fann Smári Karlsson, flugmaður á TF-ISP, flugvélina í Hestfjalli. Strax varð ljóst að enginn hefði komist lífs af úr slysinu. ÞETTA GERÐIST: 29 MAÍ 1947 Mesta flugslys Íslandssögunnar TÓNLISTARMAÐURINN Noel Gallagher á afmæli í dag. „Ég veit að írskt blóð rennur um æðar mínar því ég vakna með timburmenn á hverjum degi.“ Merkisatburðir 1453 Býsans leið undir lok þegar Konstantínópel féll fyrir her Mehmets 2. Tyrkjasoldáns. 1935 Lokið var við byggingu Hoover-stíflunnar. 1953 Edmund Hillary og Tenzing Norgay náðu tindi Everestfjalls fyrstir manna. 1971 Afhjúpaður var minnisvarði um Bjarna Benediktsson for- sætisráðherra, konu hans og dótturson á Þingvöllum, en þau fórust þar í eldsvoða árið áður. 1996 Benjamin Netanyahu var kosinn forseti Ísraels. 2008 Jarðskjálfti sem var 6,2 stig á Richter-kvarða átti sér stað á Íslandi klukkan 15.46. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA G. GUÐNADÓTTIR Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést á Droplaugastöðum 22. maí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. maí kl. 15. Úlfar Aðalsteinsson Sigrún Aðalsteinsdóttir ömmubörn og langömmubörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.