Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGVinnu- og öryggisfatnaður ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s. 512 5457. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Á þessum árum höfum við öðlast mikla reynslu í þeim vöruf lokkum sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Snorri Pálsson, verslunarstjóri Dynjanda í Skeifunni 3. Dynjandi selur fatnað sem hentar við mismunandi aðstæður, ekki bara vinnufatnað heldur einnig úti- vistar- og frístundafatnað. „Við bjóðum upp á mjög sér- hæfðan fatnað og getum þjónustað ólíka hópa vinnandi stétta. Við- skiptavinir okkar koma úr öllum starfsstéttum landsins og það skiptir okkur miklu máli að hafa góða þekkingu á vörunum sem við bjóðum upp á,“ segir Snorri. „Starfsfólk okkar er vel þjálfað og leggur áherslu á að veita við- skiptavinum okkar góðar upp- lýsingar um hvaða vara hentar v ið ák veðnar aðstæður. Við bætum stöðugt við vöruflóruna og fylgjum þeim nýjungum sem koma fram á markaðnum hverju sinni,“ segir Snorri. Dynjandi býður viðskipta- vinum sínum einnig upp á þá þjónustu að merkja fatnað þeirra. Dynjandi leggur áherslu á að eiga góðan lager af vörum þann- ig að hægt sé að halda uppi háu þjónustu stigi. „Dynjandi býður upp á heildar- lausnir í öryggismálum og vinnu- fatnaði og hefur gert í yfir 50 ár og gildir þá einu hvort viðskipta vinir okkar eru á leið á fjöll, sjó eða allt þar á milli, við eigum lausnir fyrir þá.“ Bjóðum upp á heildarlausnir Dynjandi í Skeifunni 3h hefur verið leiðandi fyrirtæki með sérhæfðan vinnufatnað og öryggisvörur allt frá árinu 1964. Snorri Pálsson verslunarstjóri segir helsta styrk Dynjanda vera fjölbreytt vöruúrval ásamt skjótri og góðri þjónustu. Hjá Dynjanda fæst vinnufatnaður sem hentar mismunandi starfsstéttum, segir Snorri Pálsson verslunar- stjóri Dynjanda. MYND/STEFÁN Hjá Dynjanda fæst einnig mikið úrval af öryggisbúnaði og öryggisskóm. Mikið úrval öryggisfatnaðar með endurskini. Eldvarnargallar slökkviliðs-manna eru sér hannaðir og alla jafna ekki notaðir af öðrum en þeim. „Efni gallans er hannað eftir ákveðnum stöðlum til að þola mikinn hita og álag sem skapast getur við erfiðar að stæður líkt og inni í brennandi húsi. Þeir þurfa að þola að lágmarki 180 gráðu hita í 5 mínútur,“ segir Jón Friðrik. Nokkrar tegundir af göllum eru til úr mismunandi efnum en slökkviliðið notar ein- göngu galla úr PBI efni sem er það besta á markaðnum. Undirgalli Undirgallinn er úr eldtefjandi efni. „Það er algjörlega bannað að vera í efnum sem geta auð veldlega brunnið, líkt og nælon. Ef það kæmi til dæmis gat á eldvarnar- gallann í miklum hita myndi slíkur undirfatnaður úr næloni brenna inn í húðina, ólíkt okkar undirfatnaði.“ Buxur, jakki og stígvél Eru gerð úr ákveðnu efni sem samsett er úr nokkrum lögum. Gallinn er hannaður þannig að það loftar vel um þann sem í honum er. „Í miklum hita svitnar slökkviliðsmaður auðveldlega og því er góð loftun mikilvæg. Annars er hætta á því að hann soðni í eigin svita innan í gallanum, og því eru gallarnir frekar víðir og stórir.“ Vel varðir í vinnunni Jón Friðrik Jóhannsson hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir slökkviliðið einungis nota sérhannaðan fatnað sem þolir gríðarlegan hita og mikið álag. Jón Friðrik kominn í gallann, tilbúinn í útkall.www.isfell.is Vinnufatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Á hefðbundinni reyk köfunar- æfingu geta slökkviliðsmenn tapað allt að 3-5 lítrum af vökva í svitaformi. Það er því mikil vægt að þessi vökvi nái að gufa upp út úr gallanum. Skó búnaðurinn er sérstök gúmmístígvél sem eru sér hönnuð fyrir slökkviliðsmenn. Þau eru með stálbotnum og stál- tám. Einnig eru til sérstakir leður- skór. Höfuðföt og vettlingar Lambhúshetta er notuð yfir höfuðið úr hitaþolnu eldtefjandi efni sem ver húðina fyrir bruna. Hún er opin að framan þar sem gríma kemur yfir. Ofan á höfuðið kemur svo hjálmur sem er sérhannaður til að þola hita og eld. Vettlingar eru sér- varðir úr ýmsum efnum en einnig með PBI efnislagi eða öðru sam- bærilegu. ■ vidir@365.is Eldvarnar- buxurnar og jakkinn eru sérhannaður vinnufatn- aður sem þolir mikinn hita og álag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.