Fréttablaðið - 29.05.2012, Page 46

Fréttablaðið - 29.05.2012, Page 46
22 29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR Leikkonan Charlize Theron ætt- leiddi nýverið drenginn Jackson og í spjallþætti Ellen DeGeneres segist hún fá ómetanlega hjálp við uppeldið frá hundunum sínum tveimur. „Hundarnir féllu fyrir Jack- son um leið og hann kom inn í líf okkar, það var dásamlegt. Fólk spyr mig hvernig það sé að vera einstæð móðir og ég er það í raun ekki, ég er með tvo aðstoðarmenn,“ sagði Theron um hundana. „Bolabíturinn vaknaði með mér á hverri nóttu þegar ég þurfti að gefa Jackson eða skipta um bleiu. Og í hvert sinn sem barnið grét, fór bolabíturinn einnig að gráta.“ Hundarnir aðstoða EKKI EINSTÆÐ Charlize Theron segist fá aðstoð við uppeldið frá hundunum sínum. NORDICPHOTOS/GETTY Joe Jonas verður dómari í fegurðar- samkeppninni Ungfrú Bandaríkin ásamt Rob Kardashian, raunveru- leikastjörnunni Ali Fedotowsky og sjónvarpsmanninum George Kotsiopoulos. Keppnin er í eigu milljarða mæringsins Donalds Trump. Fegurðarsamkeppnin fer fram í Las Vegas í byrjun júní og verða Andy Cohen og Giuliana Rancic kynnar hennar. Sigurvegarinn tryggir sér sæti í keppninni Ungfrú heimur sem fer fram síðar á árinu. Frægðarsól Jonas reis á árinu 2009 þegar hann sló í gegn ásamt bræðrum sínum með hljóm- sveitinni The Jonas Brothers. Í fyrra ákvað söngvarinn þó að ein- beita sér að sólóferli sínum. Jonas í dómarasætið DÓMARI Joe Jonas dæmir fegurðarsamkeppni í eigu Donalds Trump. NORDICPHOTOS/GETTY ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ Í 3-D 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS MIB 3 3D KL. 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 3D LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 2D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 THE DICTATOR KL. 3.30 - 6 - 8 - 10 12 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 5.20 - 8 12 21 JUMP STREET KL. 10.30 14 LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L MIB 3 3D KL. 6 - 8 - 10.10 10 THE DICTATOR KL. 8 - 10 12 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 5.45 12 MIB 3 3D KL. 6 - 9 10 SALMON FISHING IN THE YEMEN KL. 5.30 - 8 - 10.15 10 THE DICTATOR KL. 6 - 8 - 10.30 12 GRIMMD: SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 - 8 10 SVARTUR Á LEIK KL. 10 16 MEN IN BLACK 3 3D 5.30, 8, 10.15 THE DICTATOR 6, 8, 10.25 THE FIVE-YEAR ENGAGEMENT 8 LORAX 3D 6 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð SPRENGHLÆGILEG MYND www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% EGILSHÖLL 16 V I P V I P 12 12 12 12 L 10 10 10 Stærsta ofurhetjumynd allra tíma! 12 MÖGNUÐ HASARMYND MEÐ JASON STATHAM Í AÐALHLUTVERKI empire joblo.com ÁLFABAKKA UNDRALAND IBBA Skemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd með íslensku tali TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 12 12 L 10 AKUREYRI 16 16 16 KRINGLUNNI 12 12 10 Total film Variety Johnny Depp er stórkostlegur í þessari frábæru gamanmynd Nýjasta meistaraverk Tim Burtons. p.h. boxoffice magazine 16 12 L SELFOSS 10 KEFLAVÍK 16 L 12 ISO.IBAMÁ SÉR MIÐA ÞTRYGGÐU GADÍ Ó ÍBSGADÞRIÐJU Tónleikar ★★★★★ Bryan Ferry Listahátíð, Harpa 27. maí Það var troðfullur og prúðbúinn Eldborgarsalur sem tók á móti enska tónlistarmanninum Bryan Ferry og hljómsveit á sunnudags- kvöldið. Dagskráin hófst á því að Gulli Briem kynnti Mandela daga í Reykjavík og fékk tónleikagesti til þess að lyfta höndum að hætti Nelsons Mandela, en síðan birtist hljómsveit Ferrys og taldi í upp- hafslagið, I Put a Spell on You. Það er gamall Screamin‘ Jay Hawkins smellur, en fönkuð poppútgáfa Ferrys heyrðist fyrst á plötunni hans Taxi árið 1993. Næst kom ofursmellurinn Slave to Love, þá Don‘t Stop the Dance og svo þrjú Bob Dylan-lög í röð. Það voru alls þrettán manns á sviðinu þegar mest var, Ferry, þrjár bakraddasöngkonur, tveir gítarleikarar, hljómborðs leikari, saxófónleikari, bassaleikari, trommuleikari, slagverksleikari og tveir dansarar. Í hljóm sveitinni voru tveir gamlir félagar Ferrys, Paul Thompson trommu leikari Roxy Music og Chris Spedding gítar leikari, sem spilaði með Ferry á sólóplötunum hans á áttunda áratugnum. Yngra liðið stóð sig samt ekkert verr, til dæmis gítar- leikarinn Oliver Thompson og saxófónleikarinn Jorja Chalmers. Bryan Ferry flutti lög af öllum ferlinum, m.a. fjögur lög af gömlu Roxy Music-plötunum, þrjú lög af Avalon og tvö af nýju plötunni, Olympiu, alls 21 lag. Þetta voru frábærir tónleikar og margir FIRNAGÓÐUR FERRY hápunktar. Mest var klappað fyrir smellum eins og Love Is the Drug, Jealous Guy og More Than This, en minna þekkt lög, sem voru útsett þannig að hljóðfæraleik- ararnir fengu að sýna hvað þeir gátu, voru ekki síður góð. Þar á meðal voru My Only Love, Reason or Rhyme og útgáfa Ferrys af Neil Young-laginu Like a Hurricane. Það hefur verið mikið talað um útlit og fatastíl Ferrys og vissulega var hann glæsilegur á sviðinu í Eldborgarsalnum. Með- limir hljómsveitarinnar voru allir í stíl, klæddir í svart eða gyllt. Ljósasýningin og mynd- efnið á bak við hljómsveitina var líka mjög flott. Það sem stóð upp úr var hins vegar tónlistin sjálf. Útsetningarnar voru ósviknar, hljómsveitin frábær og lagavalið gott, þó að gamlir aðdáendur eins og ég sakni auðvitað alltaf ein- hverra laga. Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Á heildina litið firnagóðir tónleikar sem stóðust allar væntingar – og þær voru miklar! Trausti Júlíusson Niðurstaða: Bryan Ferry heillaði troð- fullan Eldborgarsal með frábærum tónleikum á sunnudagskvöldið. LÉK Á ALLS ODDI Tónleikar Bryan Ferry stóðust allar væntingar Trausta Júlíussonar sem gefur þeim heilar fimm stjörnur. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.