Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2012, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 29.05.2012, Qupperneq 49
ÞRIÐJUDAGUR 29. maí 2012 Bi ld sh öf ði 8 Bi ld sh öf ði 6 8 Breiðhöfði Bíldshöfði 8 Bíldshöfði 6 Bíldshöfða 8 Opið 9 til 17 í dag Citroën Komdu hingað GUY FIERI HEIMSÆKIR EINSTAKA VEITINGASTAÐI Í DINERS, DRIVE-INS & DIVES Á FOOD NETWORK | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS HANDBOLTI Alexander Peters- son var í aðalhlutverki hjá sínum mönnum í Füchse Berlin í úrslita- helgi Meistaradeildar Evrópu um helgina. Hann spilaði lang stærstan hluta undanúrslitaleiksins gegn Kiel, þar sem hann átti stórleik, og fyrstu 45 mínúturnar í brons- leiknum gegn AG. Það eru afar góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið en Alexander hefur átt í miklu basli með vinstri öxlina á tímabilinu og missti til að mynda af allri milliriðlakeppninni á EM í Serbíu vegna þessa. Þá var hann lengi að komast aftur af stað með Berlínarliðinu. „Öxlin er í lagi. Ég verð bara að passa upp á öxlina með réttum æfingum. Ég er um 80-85 prósent núna og stefni á að vera alveg til- búinn fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alexander en hann á enn eftir að klára tímabilið með Füchse Berlin auk þess að spila tvo leiki með landsliðinu gegn Hollandi í umspili fyrir HM 2013. Alexander var í erfiðri stöðu í vetur. Hann stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun að fara í aðgerð eða ekki og voru álit sérfræðinga mismun- andi. Rúmt ár er síðan hann samdi við Rhein-Neckar Löwen og fer hann þang- að í sumar. Fékk hann því álit hjá læknum Füchse Berlin, Löwen, íslenska landsliðsins og meira að segja hans gamla félags, Flens- burg. Það varð ofan á að láta reyna á sjúkra- og styrktarþjálfun í stað þess að fara í aðgerð. Og það virðist hafa borið góðan árangur. „Það er ekki alltaf best að skera strax,“ sagði Alexander. „Bólgan úr sininni er næstum því farin og mér líður vel. Það var auðvitað mikill léttir að komast aftur af stað en ég þarf bara að hugsa vel um öxlina.“ Greinilegt var að óvissan í vetur reyndist Alexander mjög erfið. „Það hafa margir sagt skoðun sína á þessu, sérfræðingar og aðrir, og ég vissi ekki hvað ég átti að gera. En uppskurður er ekki alltaf besta lausnin því enginn veit fyrir víst hvaða afleiðingar það myndi hafa. En það sem mestu skiptir er að ég er tilbúinn að koma til baka í landsliðið og gefa allt mitt fyrir Ísland.“ - esá Alexander Petersson hefur náð góðum bata: Uppskurður ekki alltaf besta lausnin ALEXANDER Gat beitt sér nánast af fullum krafti um helgina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.