Fréttablaðið - 29.05.2012, Page 50

Fréttablaðið - 29.05.2012, Page 50
29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 Svo sem: • Hótel • Hostel • Sumarhús • Veiðihús • Einbýlishús og svo fr. Ótal möguleikar í boði. Stuttur afgreiðslufrestur. Erum að hefja sölu á húseiningum 822-2222 Hreiðar Hermannsson sandfellehf@simnet.is 822-7303 Eiríkur Hilmarsson sandfellehf@simnet.is 660-7761 Stefán Antonsson stefan@thingholt.is 898-4477 Viðar Marinósson vidar@thingholt.is Upplýsingar í síma: sem hægt er að stilla saman á ýmsa vegu Mjög hagstætt verð á fyrstu húsunum sem pöntuð verða Standard eining, húsgögn fylgja. Ein af fjölmörgum hugmyndum. Ein af fjölmörgum hugmyndum. HANDBOLTI Alfreð Gíslason gat leyft sér að brosa og taka þátt í þeirri einlægu gleði sem ríkti eftir sigur liðs hans, THW Kiel, í Meistaradeild Evrópu um helgina. Alfreð, sem er afar líflegur á hliðar línunni, hefur þó yfirleitt haldið sig í bakgrunninum þegar hans menn fagna einhverjum af þeim fjölda titla sem Alfreð hefur unnið í gegnum tíðina. En í þetta skiptið komst Alfreð ekki upp með að halda sig til hlés. Hann var dreginn fram á mitt sviðið af leikmönnum Kiel og honum rétt styttan. Leikmenn hylltu hann og mörg þúsund stuðn- ingsmanna Kiel fögnuðu honum. Á þessu augnabliki voru lætin í hinni stórglæsilegu Lanxess-höll í Köln ærandi. Alfreð stóð á miðju keppnis gólfinu, með sigurlaunin í hönd og einlægt bros á vör. Alfreð er sem kunnugt er gall- harður keppnismaður en þarna sáu áhorfendur hlið á honum sem hann sýnir ekki oft – hann var augljós- lega hrærður. „Ég er hrikalega stoltur,“ sagði hann við Fréttablaðið stuttu eftir leik, enn brosandi. Hann varð Evrópu meistari í þriðja sinn á ferlinum og var að vinna sinn sextánda titil á þjálfaraferlinum. „Ég átti bara þrennuna eftir. Þetta var því stórkostlegt.“ Aron tók völdin Kiel vann sigur á spænska liðinu Atletico Madrid í úrslita- leiknum, 26-21. Aron Pálmars- son átti sinn þátt í sigrinum og spilaði glimrandi vel þegar mest á reyndi. Atletico var komið tveimur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og Kiel missti tvo menn af velli með stuttu millibili. En Kiel bugaðist ekki heldur virtist einfaldlega styrkjast. Thierry Omeyer, hinn stórkost- legi markvörður liðsins, lokaði markinu og Aron og félagar gengu á lagið í sókninni og komust yfir. Þessa forystu létu þeir svo aldrei aftur af hendi. Aron var frábær á þessum kafla. Hann skoraði þrjú mörk og fiskaði eitt víti. Hann stjórnaði sókninni afar vel og var ótrúlegt að fylgjast með þessum 21 árs gamla kappa einfaldlega taka yfir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Aron hefur unnið átta titla með Kiel, þar af Meistaradeildina tvisvar. „Tilfinningin er eiginlega betri núna en fyrir tveimur árum [þegar Kiel vann síðast Meistara- deildina],“ sagði Aron. „Þá var ég í minna hlutverki. En ég fæ að taka þetta inn á jákvæðu nótunum, sem betur fer.“ Ekki nóg að vera með góðan hóp Kiel hefur í raun unnið fjóra titla á tímabilinu því liðið vann þýska ofurbikarinn í upphafi tíma- bilsins. Kiel vann síðast þrefalt árið 2007 en Alfreð getur gert enn betur nú. Það eina sem vant- ar nú upp á svo að tímabilið verði algerlega fullkomið er að vinna síðustu tvo deildarleikina, gegn botnliði Eintracht Hildesheim og Gummersbach, sem Alfreð þjálfaði áður. Kiel fengi þá fullt hús stiga á tímabilinu og það í sterkustu deildarkeppni heims. Aron segir að þetta góða gengi segi meira en mörg orð um árangur liðsins og ekki síst þjálfarans. „Það er erfitt að bæta einhverju við töl- fræðina. Það hefur þó margsýnt sig í flestum íþróttum að það er ekki nóg að vera með hóp frábærra leik- manna – það þarf að skapa heild og láta leikmenn vinna saman. Ég tel að ef við náum fullkomnu tímabili yrði það ein mesta viðurkenning sem þjálfari getur fengið.“ AG fékk bronsið Danska ofurliðið AG Kaupmanna- höfn vann bronsið eftir sigur á Füchse Berlin í fyrri leik sunnu- dagsins. Leikurinn náði ekki sömu hæðum og báðir undanúrslita- leikirnir sem voru stórkostleg skemmtun. Fimm íslenskir lands- liðsmenn tóku þátt í bronsleiknum auk þjálfarans Dags Sigurðssonar hjá Berlínarrefunum. Vonbrigði leikmanna voru mikil eftir undanúrslitaleikina en Ólaf- ur Stefánsson, landsliðsfyrirliði, reyndi þó að njóta stundarinnar. „Ég á kannski ekki svo mikið eftir og því reyndi ég að taka mið af því. Ég reyndi fyrst og fremst að gleyma mér í góðum handbolta- leik. Ég er glaður með sigurinn enda þriðja sætið alltaf betra en það fjórða,“ sagði Ólafur sem getur þá státað af fjórum Evrópu- meistaratitlum á sínum glæsilega ferli. eirikur@frettabladid.is Alfreð og Aron lögðu heiminn að fótum sér Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson urðu um helgina Evrópumeistarar í handbolta og fengu þar með þrennuna eftirsóttu þar sem lið þeirra, Kiel, er einnig ríkjandi deildarmeistari og bikarmeistari í Þýskalandi. Alfreð var að vinna sinn sextánda titil á þjálfaraferlinum. Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Köln STYTTAN Á LOFT Alfreð Gíslason hefur náð ótrúlegum árangri með frábært lið Kiel í vetur. Hér lyftir hann sigurlaununum í Lanxess-Arena í Köln. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.