Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 6
3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
Göngutjald T empest 200
2,9 kg - 5000mm vatnsheldni
Venom 300
dúnpoki, 900gr
Vat hns eldar Cargo töskur
frá Vango 45 -120L
verð frá
20% afsláttur af
Mammut jökkum
Margar gerðir
af prímusum
Verð frá
Vango og Mammut
göngudýnur
Verð frá
Vango bakpoki-
Transalp 30L
Göngustafir
Göngubuxur f rá
mammut
Allir gönguskór
með 20% afslætti
VELFERÐARMÁL Hópur aldraðra
afhenti Björk Vilhelmsdóttur, for-
manni velferðarráðs Reykjavíkur-
borgar, bænaskjal, eins og hann
kallaði það, þess efnis að horfið
verði frá skipulagsbreytingum
sem hópurinn segir að séu að ríða
félagsstarfi aldraðra á slig.
Undir bænaskjalið rituð 450
manns sem sjá sárt eftir tuttugu og
tveimur leiðbeinendum sem starfa
ekki lengur við félagsþjónustuna.
Á síðastliðnu ári fækkaði Reykja-
víkurborg um tæp níu stöðugildi
í félagsþjónustunni sem tuttugu
og tveir fastráðnir leiðbeinendur
höfðu sinnt. Þeirra í stað komu
átján sjálfstætt starfandi leiðbein-
endur.
Sigurður Már Helgason, sem
forgöngu hafði fyrir hópnum, var
ómyrkur í máli og sagði þessar
breytingar ekki hafa gefið góða
raun. „Ég hélt ég væri búinn að
gefa nóg öll þessi ár og gæti farið
að þiggja svona á efri árum en það
ætlar greinilega ekki að verða,“
sagði hann.
Undir það tók Sveinbjörg Egils-
dóttir sem sagði að félags starfið
væri ekki aðeins mikilvægt fyrir
aldraða heldur ómetanlegt skjól
fyrir atvinnulausa sem og geð-
fatlaða. „Ég var vön að fara í
Gerðuberg þrisvar í viku en í vor
var orðið ósköp lítið um að vera,
ég hélt bara að allir væru komnir
í sumar frí en það var ekki vanda-
málið,“ segir hún.
Fréttablaðið spurði hvort þessir
450 manns sem sjá eftir leiðbein-
endunum verði bænheyrðir. „Að
sjálfsögðu hlustum við alltaf á þá
sem eru að nota þjónustuna okkar,“
sagði Björk. „Við höfum viljað fá
meiri fjölbreytni í starfið svo að
þeir sem nota þjónustuna hafi um
meira að velja og því var ákveðið
að fá leiðbeinendur sem ekki eru
fastráðnir. En við erum bara rétt
að leggja af stað í svona breyt ingar
og auðvitað verðum við að skoða
það í ljósi gagnrýninnar hvort við
erum að standa okkur vel eða hvort
við verðum að breyta til. Það gæti
líka verið að við verðum að upplýsa
betur því það er til dæmis ekki rétt
að það séu engir leiðbein endur að
störfum og að forstöðumenn starfi
einungis í hálfri vinnu eins og
komið hefur fram hér á þessum
fundi.“
Fulltrúar allra borgarstjórnar-
flokkanna sem og Ellý Þorsteins-
dóttir, starfandi sviðsstjóri vel-
ferðarsviðs, voru viðstaddir
afhendinguna. Þó Sigurður Már og
hópur hans hafi mætt með bæna-
skjal voru þau langt frá því að
leggjast á hné því skjalinu fylgdi
hvöss og umbúðalaus gagnrýni.
jse@frettabladid.is
Hópur aldraðra sér
eftir leiðbeinendum
Hópur aldraðra segir skipulagsbreytingar ætla að ríða félagsþjónustunni á slig.
Hann afhenti formanni velferðarráðs bænaskjal um að hverfa frá þeim.
VITNAÐ Í BÆNASKJALIÐ Sigurður Már hvatti ráðamenn borgarinnar til að minnast þess að þeir verði líka einhvern tímann aldraðir
ef guð lofar. Björk Vilhelmsdóttir hlýðir á, tilbúin að veita skjalinu viðtöku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STJÓRNMÁL Guðmundur Stein-
grímsson, þingmaður og for maður
stjórnmálaflokksins Bjartrar
framtíðar, segir að breytingar
verði að gera á umhverfi embættis
forseta Íslands eigi stefna Ólafs
Ragnars Grímssonar að ríkja.
Ólafur Ragnar segir í við-
tali við Fréttablaðið í gær að
kjör hans í forsetakosningum á
laugar dag gefi til kynna að þjóðin
vilji að forsetinn láti til sín taka
í umræðunni um stærstu málin.
„Í kosningabaráttunni gat ég
ekki skilið Ólaf Ragnar öðruvísi
en að forseti ætti að hafa sjálf-
stæða utanríkisstefnu,“ sagði
Guðmundur í samtali við frétta-
stofu Stöðvar
2. „Þá þurfum
við að hugsa
embættið upp
á nýtt. Það
gengur ekki að
embættið, þar
sem eru aðeins
forsetaritari
og bílstjóri, sé
með sjálfstæða
utanríkis stefnu.
Fjölga þarf í liði forsetans á skrif-
stofu hans svo hann hafi allar for-
sendur og aðbúnað til að móta
utanríkisstefnuna.“
Í ljósi þess að forsetinn hefur
sagt að hann ætli að taka þátt í
stóru málunum spyr Guðmundur
spurninga eins og hvort forseti
ætli að taka þátt í rökræðum á
síðum blaða, hvort andsvör verði
leyfð við ræðum hans við setn-
ingu Alþingis og hvort hann taki
þátt í rökræðum við fulltrúa and-
stæðra sjónarmiða í sjónvarps-
þáttum.
Guðmundur segir jafnframt
að ef forsetinn ætli að lýsa
skoðunum sínum á annað borð
verði allt annað sem tilheyrir
lýðræðislegum skoðanaskiptum
og gagnrýnni umræðu að fylgja
með. „Meiri pólitísk afskipti þýða
meiri þátttöku í umræðunni.“
- bþh
Guðmundur Steingrímsson segir að forsetinn verði að taka harðari gagnrýni:
Hugsa þarf embættið upp á nýtt
GUÐMUNDUR
STEINGRÍMSSON
VÍSINDI, AP „Við höfum fundið eitthvað sem
samrýmist því að vera Higgs-eind,“ sagði
John Ellis, breskur eðlisfræðingur sem
unnið hefur við evrópsku kjarnorkurann-
sóknarstöðina CERN í aldarfjórðung.
Vísindamenn við CERN ætla á morgun
að kynna niðurstöður rannsókna sinna,
sem þeir segja hafa leitt í ljós nánast
örugga sönnun þess að „Guðseindin“ svo-
nefnda, Higgs-bóseindin, sé til.
Þeir vilja þó ekki fullyrða að hún hafi
beinlínis sést, en þeir hafa fengið það
margar vísbendingar um tilvist hennar
að þeir telja sig nú geta fullyrt að hún
hljóti að vera til.
Vísindamenn við CERN tóku árið 2008
í notkun stærsta öreindahraðal heims í
von um að geta notað hann til að finna
Higgs-eindina.
Tilvist hennar er sögð útskýra massa
efnisheimsins og þar með tilurð alheims-
ins. Þess vegna hefur hún verið nefnd
Guðseindin.
Rob Rosen, einn yfirmanna rannsókn-
anna, segir mjög miklar kröfur gerðar
til rannsókna í kjarneðlisvísindum. Hann
segir meginniðurstöður tilraunanna
síðast liðin fjögur ár sambærilegar við
það að fótspor risaeðlu hafi fundist: „Það
má sjá fótsporið og skuggann af hlutnum,
en hann sjálfur sést samt ekki.“
- gb
Vísindamenn í Sviss skýra frá fundi „Guðseindarinnar“ í öreindahraðli í rannsóknarstöðinni CERN:
Næstum örugg sönnun fengin um Higgs-eind
SPENNTIR Myndin er tekin þegar stóri öreindahraðallinn í
CERN var tekinn í notkun haustið 2008. NORDICPHOTOS/AFP
FERÐAMÁL Beint áætlunarflug
Iceland Express frá Akureyri
til Kaupmannahafnar hófst í
gær. Flogið verður einu sinni í
viku næstu sex vikurnar en svo
verður séð til með framhaldið,
segir Heimir Már Pétursson, upp-
lýsingafulltrúi Iceland Express.
Síðastliðinn þriðjudag hóf Ice-
land Express beint áætlunarflug
til Vilníusar í Lettlandi og segir
hann eftirspurnina með ágætum í
báðum þessum tilfellum. - jse
Iceland Express á Akureyri:
Úr Eyjafirði til
Danmerkur
SAMGÖNGUR Tafir á flugi til og
frá landinu voru mjög litlar síð-
astliðnar tvær vikur.
WOW air var þar stundvísast
íslensku flugfélaganna og með-
alseinkun allra fluga aðeins ein
mínúta.
Ferðum Iceland Express
seinkaði að meðaltali um átta
mínútur og Icelandair um tvær
mínútur.
Hlutfall brottfara á réttum
tíma í allar ferðir félaganna
var níu af hverjum tíu ferðum.
Meðalseinkun koma á áfanga-
stað var engin hjá WOW air, sex
mínútur hjá Iceland Express og
fjórar hjá Icelandair.
Hlutfall allra ferða á tíma var
mest hjá WOW air eða 96 pró-
sent en slakast hjá Icelandair
eða 85 prósent ferða.
- bþh
Stundvísitölur Túrista:
WOW stundvís-
ast flugfélaga
Í VILNÍUS Iceland Express flýgur nú í
fyrsta sinn beint til Vilníusar.
KJÖRKASSINN
Finnst þér Íslendingar ganga
vel um umhverfi sitt?
JÁ 15,8%
NEI 84,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Finnst þér að auka eigi fjölda
meðmælenda sem þarf að afla
fyrir forsetaframboð?
Segðu þína skoðun á Vísir.is