Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 12
3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR12 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Hrannarbúðin Grundarfirði. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Verslunin Ranglátur, Tálknafirði. Fjölval, Patreksfirði. Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi. Snerpa Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Smárabær, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Valberg, Ólafsfirði. SR Byggingavörur, Siglufirði. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Víkurraf, Húsavík. AUSTURLAND: Tölvulistinn, Egilsstöðum, Kauptún, Vopnafirði. Nettó, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Tölvuþjónusta Benna, Grindavík. Heimilistæki, Reykjanesbæ. Hagkaup, Njarðvík. ÞÚ FÆRÐ MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ. HENTA VEL HVORT SEM ER Í STOFUNA, HERBERGIÐ, Á HÓTELIÐ, SUMARBÚSTAÐINN EÐA HJÓLHÝSIÐ. MEÐ DVD SPILARA TILBOÐ 49.990 Finlux 22FLX850DVUD 22“ HD LCD SJÓNVARP með DVD spilara, 1366x768p upplausn, stafrænum DVB-T mót- takara og er 12/220v. Fjöldi tengimöguleika m.a. Scart, HDMI, USB marg miðlunartengi, Digital Coax, Heyrnartólstengi og CI rauf fyrir afruglarakort. 12/230v ATVINNUMÁL Tíu starfsmönnum Hyrnunnar í Borgarnesi var sagt upp störfum í síðustu viku. Ástæðan er sú að leigusamn ingur Samkaupa, sem reka Hyrnuna, við N1 rennur út um áramót og ekki hefur náðst saman um nýjan. „N1 á húsið og þeir hafa viljað taka við rekstrinum og reka þetta sjálfir,“ segir Sigurður Guðmundsson, rekstrarstjóri Hyrnunnar og einn þeirra sem fékk uppsagnarbréf í síðustu viku. Ómar Valdimarsson hjá Sam- kaupum segir í samtali við Skessuhorn að þar á bæ sé fullur vilji til að reka Hyrnuna áfram en það sé hins vegar háð sam- þykki N1 sem sé ekki til staðar. Ráðningarsamningar starfs- fólks Hyrnunnar verða lausir í október og nóvember, áður en leigusamningurinn rennur út, og að óbreyttu verður því hlé á starfseminni í lok árs. Þetta segir Sigurður vera óþægilegt óvissuástand. „Það mun þurfa fólk til að reka þetta hús áfram og ég á nú ekki von á öðru en að allir hérna fái vinnu sem vilja vinna fyrir N1. En það ríkir óvissa í nokkra mánuði og það er alltaf óþægilegt.“ Hann segist þó binda vonir við að málið leysist fyrir lok september. - sh Tíu starfsmönnum Hyrnunnar sagt upp af því að ekki nást samningar við N1: Starfsmenn Hyrnunnar í lausu lofti HYRNUTORG Byrjað var á að segja upp starfsmönnunum með lengstan starfsaldur, enda þeir líka með lengstan uppsagnarfrest. KÓPAVOGUR „Embættismenn Kópa- vogsbæjar hafa lagt ómælda vinnu við það undanfarin fjögur ár að endurskoða og skrá niður alla vinnuferla innan stjórnsýslu- sviðs sem snerta til dæmis vistun skjala, innheimtu, innkaup, fjár- hagsáætlunargerð, upplýsinga- gjöf og mannaráðningar,“ segir Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar. Hún segir verkferlana stranga og meðal annars hafi utanað- komandi gæðaeftirlitsmenn og úttektaraðilar úr röðum starfs- manna farið reglubundið yfir þá. Með vottuninni vilja embættis- menn bæjarins tryggja að allir þeir sem þurfa á þjónustu stjórn- sýslunnar að halda sitji við sama borð og allir geti sótt sér upplýs- ingar um þær 85 verklagsreglur sem starfsmönnum stjórnsýslu- sviðs ber að fara eftir. Kópavogsbær hefur fyrst íslenskra sveitarfélaga hlotið alþjóðlega vottun (ISO 9001) fyrir gæðakerfi stjórnsýslusviðs. Unnið hefur verið að innleiðingu gæðakerfisins síðustu misseri. Markmiðið er að tryggja góða og skilvirka þjónustu, gagnsæja stjórnsýslu, aukið öryggi og bætt eftirlit með kostnaði. - sv Starfsfólk Kópavogs hefur unnið að gæðavottuninni undanfarin fjögur ár: Gæðaeftirlitsmenn skoða verkferla TÓK VIÐ VOTTUNINNI Á FIMMTUDAG Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tók við ISO 9001-vottuninni á fimmtudag fyrir hönd bæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ORKUMÁL „Íslendingar búa við slíkar kjöraðstæður að þeir geta hæglega orðið sjálfbærir með eldsneyti,“ segir Surya Prakash, próf essor í efnafræði við University of Southern California og forstjóri Locker-kolefnisstofnunarinnar. „Ísland er betur til þess fallið að nota einungis endurnýtanlega orku en nokkur önnur þjóð,“ bætir hann við. „Þið hafið jarðvarmann, heita vatnið, stór landsvæði, eruð vel- menntuð þjóð og fámenn svo það er allt til alls. Ég myndi segja það full- komlega raunsætt ef Íslendingar settu sér það markmið að nota ein- göngu endurnýtanlegt eldsneyti eftir tíu ár bæði fyrir bíla- og fiski- flotann. Vandinn við Ísland er hins vegar sá að regluverkið stendur í vegi fyrir því, eins og er, að þið getið látið af þessu verða.“ Prakash er höfundur bókarinnar Metanólhagkerfið sem fjallar um eldsneyti framtíðarinnar. Hann er þeirrar skoðunar að mun fleiri en Íslendingar líti fram hjá þeim tæki- færum sem auðlindirnar hafa upp á að bjóða. Slík yfirsjá, segir hann, valda því að mengun verður meiri og sjálfbærni minni. „Það ætti hver þjóð að stefna að því að vera sjálf- bær um eldsneyti, sjáðu bara hvað er að gerast í Bandaríkjunum. Þar kostar kostar olíugallonið fjóra dollara en þegar búið er að skatt- leggja það kostar það átta. Ástæðan er sú að það kostar mikla fjármuni að verja olíuauðlindirnar í Mið- Austurlöndum.“ Benedikt Stefánsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar Carbon Recycling Inter national (RCI) sem rekur einu metanól- verksmiðju landsins í Svartsengi við Grindavík, segir að núverandi reglugerðir geri ekki ráð fyrir að metanól fari yfir þrjú prósent í blönduðu eldsneyti. Ísland hefur þó skuldbundið sig til þess að ná því marki fyrir 2020 að 10 prósent af eldsneytiseyðslu landans verði endur nýtanlegt eldsneyti. Verið er að vinna að breytingum sem taka mið af því og bindur Benedikt miklar vonir við þær. Hægt er að vinna fimm milljónir lítrar af metanóli á ári í verksmiðj- unni í Svartsengi. „Við höfum svo verið að rannsaka möguleikann á því að framleiða á bilinu 40 til 80 milljón lítra, svona í fyrsta kasti, úr sorpi,“ segir hann. „Til viðbótar við það er svo hægt að framleiða miklu meira með rafmagni. Reyndar eru til staðar verkefni í orku geiranum sem gætu gert okkur kleift að fram- leiða eldsneyti sem myndi anna allri eftirspurn.“ Eldsneytisþörf alls bílaflotans er um 350 milljón lítrar á ári. jse@frettabladid.is Ættum að framleiða okkar eigið eldsneyti Efnafræðingurinn Surya Prakash segir að Ísland sé betur til þess fallið en nokkur önnur þjóð að verða sjálfu sér nægt um eldsneyti. Íslenskt fyrirtæki hefur uppi áform um að framleiða 80 milljón tonn af metanóli á ári. EFNAFRÆÐINGURINN MEÐ METANÓLVIFTUNA Surya Prakash lét ekki nægja að tala á ráðstefnu sem RCI og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir í gær heldur gerði hann litla tilraun með metanólviftu sem bar tilætlaðan árangur. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Það mun þurfa fólk til að reka þetta hús áfram og ég á nú ekki von á öðru en að allir hérna fái vinnu sem vilji vinna fyrir N1. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON REKSTRARSTJÓRI HYRNUNNAR ELDUR UM ALLT Þyrla reynir að slökkva gríðarmikinn eld sem kviknaði í Altura í nágrenni Valencia á Spáni í gær. Yfir þúsund slökkviliðsmenn unnu að því að slökkva eldinn í gær, en það gekk erfiðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.