Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 18
18 3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR Í alþjóðlegri umræðu um ástand hafsins vilja menn einblína á áhrif fiskveiða á lífríki sjávar. Ef málið er skoðað frá sjónarhóli líf- fræðilegrar fjölbreytni kemur þó í ljós að afleiðingar fiskveiða eru hverfandi litlar. Helsti vandinn eru þau áhrif sem lífmassi örvera í hafinu verður fyrir af mannanna völdum enda eru þær mikilvægar fyrir hringrás kolefnis og brenni- steins í úthöfum. Fiskveiðar hafa áhrif á hafið en þau áhrif verða ekki hnattræn nema þegar fiskveiðiflotinn færir sig á milli hafsvæða líkt og gerðist þegar hvalveiðar voru stundaðar á árum áður eða í dag þegar túnfisk- ur og aðrar tegundir eru veiddar í fjarlægum höfum. Matvæla- og landbúnaðarstofn- un SÞ (FAO) telur að ofveiði sé stunduð á um 28% fisktegunda í heiminum, gengið sé á 3% þeirra en aðeins 1% tegunda sé að rétta sig við. Iðulega er vísað til fyrrnefndr- ar skýrslu Matvæla- og landbúnað- arstofnunar SÞ þegar spjótum er beint gegn fiskveiðum og þær tald- ar ógna líffræðilegri fjölbreytni hafsins. Rangt er að draga upp svo ein- hliða neikvæða mynd af ástand- inu. Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um gagnslitla fiskveiðistjórnun og ólöglegar veiðar en minna um það sem vel hefur tekist. Norrænu ríkin hafa sýnt fram á hvernig stunda megi arðbærar og sjálf- bærar veiðar. Hér verða nefnd tvö dæmi um góða fiskveiðistjórnun, þ.e. á þorski og norskri vorgotssíld í Norðaustur-Atlantshafi. Pólarþorskur í Barentshafi er að mestu veiddur á norskum og rússneskum hafsvæðum. Í lok síð- ari heimsstyrjaldar má segja að stofninn hafi verið friðaður í 5-6 ár og var hann 12 milljón tonn þegar hæst bar. Skortur á eftirliti með veiðunum leiddi síðar til þess að gengið var á stofninn en frá lokum 6. áratugar til 9. áratugar síðustu aldar var stofninn aðeins um 2 milljón tonn. Frá 10. áratug síðustu aldar hefur stjórnun veið- anna verið markviss og ströng um leið og spornað hefur verið við ólöglegum veiðum og er stofninn nú aftur orðinn 12 milljónir tonna að stærð. Veiðar á norsku vorgotssíld- inni eru stundaðar í rússneskum, norskum, færeyskum, íslenskum og alþjóðlegum höfum. Strand- ríki eiga samstarf um að stjórna veiðum á síldinni en að því koma ESB, Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og Rússar. Ákvarðan- ir strandríkjanna eru háðar sam- þykki Norðaustur-Atlandshafs- fiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Fiskistofninn var sá stærsti í heimi árið 1950. Auknar veiðar og ný tækni gerðu fiskveiðiflotanum kleift að veiða á öllum hafsvæðum og öllum æviskeiðum síldarinnar með þeim afleiðingum að árið 1970 hvarf hún sporlaust. Í lok 8. ára- tugarins fór hún að birtast í smá- hópum í norskum fjörðum. Norð- menn stjórnuðu veiðunum með harðri hendi og þannig tókst stofn- inum að endurnýja sig og var hann orðinn 4 milljónir tonna árið 1990. Árið 2010 var stofninn orðinn 10 milljónir tonna og hafði næstum náð sinni upphaflegu stærð. Umhverfisáhrif Eins og áður kom fram væri rangt að álykta, t.d. á grundvelli yfirlýs- ingar PEW Environment Group, að fiskveiðar séu stærsti og jafn- vel eini vandinn sem steðjar að ástandi hafsins og auðlindastjórn- un þess en því miður er af miklu fleira að taka. Í því sambandi er rétt að benda á skýrslur OSPAR-nefndarinnar sem unnar eru á tíu ára fresti um ástand lífríkis í Norðaustur-Atl- antshafi. Síðasta skýrsla nefnd- arinnar – Quality Status Report – kom út í september 2010 (QSR 2010). OSPAR sýnir fram á að allir þessir þættir séu vandkvæðum bundnir og mælir með ýmsum aðgerðum til að tryggja betur líf- ríki hafsins. Hafsvæði í norðan- og vestanverðu Norðaustur-Atl- antshafi eru í þokkalegu ástandi en ástandið er verra í Norðursjó, í höfum vestur af Bretlandseyj- um og í Biskajaflóa. Niðurstöður skýrslunnar eru að fiskveiðar, rétt eins og aðrar athafnir mannanna, hafi mikil áhrif á lífríki sjávar. Því vekur furðu að sumir vísinda- menn skuli einblína á fiskveiðar sem helsta skaðvaldinn. Fiskveiðar Hægt er að færa sönnur fyrir því að fiskveiðar færa okkur holl mat- væli, skapa atvinnu og hagsæld á strandsvæðum og stuðla að mat- vælaöryggi um allan heim. Engu að síður stendur á vef PEW: „Um allan heim eru fiskistofnar í mikilli hættu, allt frá síldinni sem er lítill fiskur og étinn af ránfisk- um og mannskepnunni til hins stór- fenglega túnfisks sem með sínum bláu uggum er einn verðmætasti nytjafiskurinn.“ (þýðing höfunda) Almennar staðhæfingar sem þessar geta verið skoðun þess sem skrifar en þær geta aldrei verið grundvöllur skynsamlegr- ar stjórnunar þegar á hólminn er komið. Skynsamleg stjórnun mið- ast við stofna en ekki tegundir, t.d. eru ellefu mismunandi þorsk- stofnar viðfangsefni Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins. Skynsamleg stjórnun byggir á þekkingu en þar sem hana skortir er stuðst við var- úðarregluna. Viðhorf og skoðanir koma til skjalanna þegar ákveðið er hvernig taka skuli tillit til mis- munandi hagsmuna. Niðurstaða Til að tryggja gott ástand hafsins þurfa margir að leggja hönd á plóg og gæta ber að ólíkum hagsmun- um. Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndin (NEAFC), OSPAR- samningurinn og fiskveiðistefna ESB frá 2008 skuldbinda stofnan- irnar til að vernda umhverfi sjáv- ar óháð því hvaðan ógnirnar koma. En við verðum einnig að gæta vel að því hvar við stígum til jarðar og leggja áherslu á græna tækni. Það er þörf á gagnkvæmri virð- ingu, breiðum skilningi og sam- starfi milli atvinnugreina. Einhliða og trúarbragðakennd viðhorf í dul- argervi vísinda sem miða að því að varpa ábyrgðinni á eina atvinnu- grein eru ekki farsæl til framtíðar. Kjartan Hoydal starfaði við mat og stjórnun á fiskstofnun, m.a. sem framkvæmdastjóri Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) þar til hann lét af störf- um 2011. Hans Lassen starfaði við mat á fiskistofnum og alþjóðlega ráð- gjöf, m.a. sem skrifstofustjóri ráðgjafaráætlunar Alþjóðahaf- rannsóknastofnunarinnar (ICES) þar til hann lét af stjórn árið 2010. Norræna hugveitan um sjávar- útvegsmál: http://www.norden.org/is/a-doef- inni/frettir/ny-norraen-hugveita-a- ad-efla-sjavarutvegsumraeduna Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á Vísi. Stjórnun fiskveiða skilar greinilegum árangri Á fundi leiðtogaráðs Evrópu-sambandsins í Madríd árið 1995 var tekin ákvörðun um að nafnið á sameiginlegum gjald- miðli sambandsins skyldi vera einfalt og táknrænt fyrir Evr- ópu og enn fremur vera eins á öllum tungumálum aðildarríkj- anna. Leiðtogarnir ákváðu að nefna gjaldmiðilinn „euro“ og skiptist hver einstök eining hans í hundrað hluta sem var gefið heitið „cent“. Í opinberum skjölum ESB á öllum tungumálum sambands- ins verður gjaldmiðillinn að heita „euro“ í nefnifalli eintölu, að teknu tilliti til tungumála sem nota annað stafróf en það lat- neska. Aðrar myndir af orðinu „euro“ eru leyfðar í aukaföllum og í fleirtölu svo fremi sem ekki er horfið frá eur-stofni orðsins. Samkvæmt alþjóðlegum staðli ber enn fremur að nota stytt- inguna „EUR“ með tölum sem vísa til upphæðar í evrum þegar táknið € er ekki notað. Um samræmda notkun orðs- ins „cent“ á öllum opinberum tungumálum ESB gilda ekki jafn strangar reglur. Það skýr- ist fyrst og fremst af því að í ófáum aðildarríkjum var orðið „cent“ notað áður en evran var innleidd og hafði verið aðlagað að viðkomandi tungumáli. Finn- ar notuðu til að mynda, og nota enn, orðið „sentti“ og Spánverjar „céntimo“. Í öðrum skjölum en lagatext- um ESB, svo sem í landslögum aðildarríkjanna, er annar rit- háttur orðsins „euro“ leyfilegur, í samræmi við ólíkar málfræði- reglur og hefðir hvers tungu- máls. Þess eru allnokkur dæmi að aðildarríki ESB noti annað orð en „euro“ í daglegu tali. Þannig er lettneska orðið fyrir evru eiro, hið ungverska euró og hið maltneska ewro. Í yfir- lýsingu við Lissabon-sáttmál- ann lýstu Lettar, Ungverjar og Maltverjar því yfir að hinn sam- ræmdi evrópski ritháttur hefði engin áhrif á þær reglur sem gilda um ritun lettnesku, ung- versku og maltnesku. Ef Íslendingar ákveða að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru yrði orðið „euro“ notað um hinn sameiginlega gjaldmiðil í íslenskum útgáfum evrópskra laga og reglna. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að hið ágæta orð evra myndi víkja fyrir „euro“ í venjulegu rit- uðu máli á íslensku og því síður í daglegu tali Íslendinga. Ólíklegt að evra myndi víkja fyrir „euro“ Evrópumál AF EVRÓPUVEFNUM Er rétt að evran verði að heita "euro" í öllum aðildarríkjum ESB? Þórhildur Hagalín Evrópufræðingur og ritstjóri Evrópuvefsins Nýting og stjórnun norrænna hafsvæða Kjartan Hoydal Norrænu hugveitunni um sjávarútvegsmál Hans Lassen Norrænu hugveitunni um sjávarútvegsmál Það er sorgleg staðreynd að víða um heim er aðgengi að vopnum og skotfærum þannig að nánast hver sem er getur kom- ist yfir vopn. Þetta hefur og mun að óbreyttu leiða til fleiri stríðs- átaka með tilheyrandi mannrétt- indabrotum, drápum og þjáning- um fyrir almenna borgara sem eru þeir sem oftast verða fyrir barðinu á stríðsátökum. Á hverju ári líða hundruð þús- unda almennra borgara fyrir nær óheft aðgengi stríðandi aðila að vopnum sem er misbeitt gagn- vart þeim. Alþjóðlegar takmark- anir eru til staðar varðandi ýmiss konar hættulegan varning. Hins vegar er ekki til neinn alþjóð- legur samningur sem kveður á um hvaða reglur eigi að gilda um vopnaviðskipti milli ríkja. Nú í júlí fá aðildarríki Samein- uðu þjóðanna einstakt tækifæri til að taka mikilvægt skref fram á við þegar sest verður að samn- ingaborðinu til að ræða alþjóðleg- an vopnaviðskiptasamning. Mik- ilvægt er að samkomulag náist og að útkoman verði öflugur vopna- viðskiptasamningur sem mun draga úr eða koma í veg fyrir dráp og þjáningar þeirra sem ekki eiga aðild að stríðsátökum. Í daglegum störfum sínum víða um heim verða sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans vitni að eyði- leggingarmætti átaka. Stór hluti hjálparstarfs Rauða krossins fer í að sinna heilbrigðisþjónustu fyrir þúsundir fórnarlamba stríðs- átaka víða um heim. Því miður gerist það allt of oft að hjálpar- samtök geta ekki sinnt starfi sínu vegna hótana um beitingu vopna- valds gagnvart þeim. Slíkt mun halda áfram svo lengi sem vopn verða auðfáanleg. Undanfarin ár hefur sífellt meiri samstaða myndast um nauðsyn þess að koma í veg fyrir óhefta vopnasölu. Alþjóðahreyf- ing Rauða krossins hefur ítrek- að beint þeim tilmælum til ríkis- stjórna að auka vernd almennra borgara í átökum með því að setja ströng viðmið og reglur um vopnaviðskipti á milli landa. Öll ríki heims hafa með sam- þykkt Genfarsamninganna frá 1949 skuldbundið sig til að virða alþjóðleg mannúðarlög í stríði og tryggja að aðrir geri það sömu- leiðis. Sú skuldbinding felur í sér að tryggt sé að vopn og skotfæri endi ekki í höndum þeirra sem augljóst er að muni nota þau til að brjóta alþjóðleg mannúðarlög, s.s. með því að fremja stríðsglæpi og þjóðarmorð. Til að ná því markmiði er gríðarlega mikilvægt að vopna- viðskiptasamningur feli í sér áhættumat á því hvort vopn muni verða notuð til að brjóta á mann- réttindum. Ekki er síður mikil- vægt að samningurinn nái utan um flutning á vopnum og skot- færum. Þannig gæti það komið í hlut Íslands að framfylgja slík- um samningi í framtíðinni og það ekki síst ef siglingaleiðin um Norður-Íshafið opnast. Ríkisstjórnir heims hafa nú tækifæri til að endurnýja þær skuldbindingar sem þær hafa undirgengist með aðild að Genf- arsamningunum með því að koma taumhaldi á viðskipti með vopn og skotfæri sem augljóslega á að nota til að brjóta alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög. Rauði krossinn á Íslandi skorar á íslensk stjórnvöld að styðja ötul- lega við gerð öflugs alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings því slíkt getur sannarlega bjargað manns- lífum. Samningur getur bjargað lífum Kim Jong-il hvað?!“ sagði vin-kona mín nokkuð æst. Við vorum að tala um forsetakosn- ingarnar. Hún æsir sig annars aldrei, alltaf pollróleg og með húmor fyrir hlutunum. Hún hefur verið að stúdera asíska pólitík og fannst rökrétt að vísa til Norð- ur-Kóreu til að undirstrika hvað væri í gangi. Ég var ekki eins fljót að tengja og hváði. „Ha? Kim Jong-il?“ „Já, þessi með sveipinn í hárinu og ógnarstjór- nunina í Norður Kóreu manstu?!“ Einmitt. Já, ég man eftir honum. Hann fæddist upp úr 1940 í heimalandi sínu við rætur hárra fjalla. Hann gekk í komm- únistaflokkinn og sýndi fljótt leiðtogahæfileika enda náði hann langt á því sviði. Hann varð svo leiðtogi landsins í kringum 1995 og fékk titilinn „Eilífur forseti“. Hann var þekktur fyrir að rækta vináttusambönd við auð- jöfra og gera vel við sjálfan sig. Sennilega er hann samt þekkt- astur fyrir að halda völdum með því að hræða þjóðina reglulega. Hann varaði stöðugt við utanað- komandi ógn; fór víst með ein- hvers konar ótta-möntru í tíma og ótíma. Eða þegar honum fannst að eigin valdi vegið. Nema hvað. Þegar ég var stelpa var mér gert að vera góð við minnimáttar. Það skilaði sér í því að ég vorkenndi fólki, þjóðum og heilu heimsálfunum fram eftir öllum aldri ef mér fannst einhver eiga undir högg að sækja. Eða bara verið plötuð eða plataður. Eins og Norður-Kórea. Eða Ísland í hruninu svokall- aða. Þegar þjóðin var plötuð og rænd. Þá vorkenndi ég minni eigin þjóð. Öllu fólkinu sem hafði látið blekkjast af fagurgala stjórnmálamanna og -kvenna sem afnámu regluverkið sem átti að vernda fjármagn fólksins. Fólkinu sem lét þá plata sig sem nýttu sér glufurnar, hirtu góss- ið og fóru svo. Fólkinu sem sat í súpunni. Þessi innræting mín var tekin til rækilegrar endurskoðun- ar í gærkvöldi. Nú get ég ekki lengur vorkennt meirihluta þessarar þjóðar. Sem þrátt fyrir nýafstaðin hrunadans lætur plata sig í útjaskaða skóna og þiggur enn einn darraðardans- inn. Eilífur forseti Vopnaviðskipti Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða krossins Kosningar Guðný Gústafsdóttir kynjafræðingur Það er þörf á gagnkvæmri virðingu, breiðum skilningi og samstarfi milli atvinnugreina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.