Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 4
3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 Frábær félagsskapur, aðhald og stuðni 60 ára og eldri Komdu og prófaðu! „Það er svo gott að koma í Heilsuborg. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á og hvort ég ætti eitthvað erindi í Heilsuborg en strax eftir fyrsta tímann var ég ákveðin í að halda áfram.“ Margrét Eiríksdóttir • Hefst 9. júlí (4 vikur). • Mán og mið kl. 11:00-12:00. • Verð kr. 9.900,- Skráning á mottaka@heilsuborg.is eða í síma 560 1010 ngur KJARAMÁL Bæjarráð Kópavogs samþykkti í febrúar að draga launahækkanir allra þeirra sem urðu fyrir launaskerðingu árið 2009 til baka. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ákvörðunar kjararáðs, en hluti yfirstjórnenda fylgir ákvörð- unum þess í launum. Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogs- bæjar, segir að með þessu hafi bæjaryfirvöld viljað tryggja jafnræði starfsmanna sinna. „Þegar kjararáð ákvað í vetur að draga til baka launa- lækkanir þeirra sem heyra undir ráðið, ákvað Kópavogs- bær að láta þær leið réttingar ekki einungis ná til þeirra yfirstjórnenda sem eiga sam- kvæmt ráðningarsamningum að fylgja kjararáðsákvörð- unum um starfsmenn ríkisins, heldur einnig til þeirra milli- stjórnenda hjá bænum sem líka höfðu tekið á sig launalækkanir árið 2009. Þannig vildi bærinn tryggja jafnræði meðal þeirra starfsmanna sem tekið höfðu á sig beinar launalækkanir árið 2009. Að óbreyttu hefðu einungis æðstu stjórnendur bæjarins fengið launalækkanir sínar til baka en ekki milli- stjórnendur.“ Bandalag háskólamanna (BHM) hefur kallað eftir því að Reykjavíkurborg geri slíkt hið sama. Samið var um launaskerðingu í janúar 2009 og laun yfir 300 þúsund krónum voru lækkuð um 4 til 10%. Það var gert með minni yfirvinnu. Skýrt var tekið fram að lækkunin ætti að vera tíma- bundin. Hjá Kópavogsbæ var lækkunin 5 til 10% á laun yfir 500 þúsund krónur. Laun þeirra yfirmanna hjá borginni sem tengjast kjararáði hækkuðu við ákvörðun ráðsins, en ekki annarra. Í svari Reykjavíkur- borgar við umleitan BHM segir að hámark yfir- vinnu hafi verið lækkað úr 48 klukkustundum á mánuði í 35. Þar er því hafnað að um vangoldin laun sé að ræða. kolbeinn@frettabladid.is Jafnræði að laun allra sem lækkuðu séu hækkuð á ný Kópavogsbær hækkaði laun allra starfsmanna sem tóku á sig launalækkun 2009, líka þeirra sem ekki heyra undir kjararáð. Vildum tryggja jafnræði, segir upplýsingafulltrúi bæjarins. Kallað er eftir því að Reykjavíkur borg geri slíkt hið sama. Formaður kjarafélags segir borgina mismuna starfsmönnum sínum. ARNA SCHRAM BORGARRÁÐ Reykjavíkurborg er sökuð um að mismuna starfsmönnum sínum eftir því hvort laun þeirra heyra undir kjararáð eða ekki. Hvorki náðist í borgarstjóra né formann borgarráðs við vinnslu fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við teljum þetta vera mismunun. Starfsmenn tóku á sig tímabundna skerðingu strax eftir kreppu og hún er ekki komin til baka,“ segir Birgir Guðjónsson, formaður Kjarafélags viðskipta- og hagfræðinga. „Við erum ósátt við þetta og viljum að leiðrétt- ingin komi til baka, enda átti þetta að vera tímabundið. Þetta er einkennilegt. Við vorum fyrstu starfsmennirnir sem tóku á okkur niðurskurð, frá og með janúar 2009. Þetta átti að vera tímabundið, en sú hefur ekki orðið reyndin.“ Segir borgina mismuna starfsfólki RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti nýtur stuðnings 60 prósenta Rússa, en einungis 38 prósent íbúa höfuðborgarinnar Moskvu eru ánægðir með hann. Þetta eru niðurstöður skoðana- könnunar, sem fréttastofan AP birti í gær. Niðurstöðurnar staðfesta þann mikla mun sem er á fylgi Pútíns í Moskvu og annars staðar í Rúss- landi, nú þegar hann er tekinn við forsetaembættinu á ný. Í Moskvu hafa fjölmenn mótmæli gegn Pútín verið haldin reglulega, stundum í óþökk stjórnvalda. - gb Pútín nýtur stuðnings víða: Litlar vinsældir í höfuðborginni VINSÆLL FORSETI Pútín gefur eigin- handaráritun. NORDICPHOTOS/AFP Nær allir á löglegum hraða Aðeins þrír ökumenn óku yfir afskiptahraða þá einu klukkustund sem lögreglan mældi í gær. Ökutæki sem ekið var í austur við Gunnars- hólma voru mæld og alls ók 461 bíll þar um. Meðalhraði hinna brotlegu var 100 kílómetrar á klukkustund. Nær helmingur ók of hratt Lögregla hafði afskipti af níu öku- mönnum í gær þegar þeir óku of hratt um Breiðagerði í Reykjavík. Þar er hámarkshraði 30 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 58. 22 ökutæki fóru þar um þann klukkutíma sem lögreglan mældi. LÖGREGLUMÁL SVÍÞJÓÐ Ung kona var stungin 22 sinnum á herbergi á farfuglaheimili í Stokkhólmi aðfaranótt mánudags. Lögreglan segir að annar gestur á farfuglaheimilinu hafi bjargað lífi hennar. Konan var gestur á farfuglaheim- ilinu og dvaldi þar ásamt manninum sem réðist á hana. Ferðamaður frá Suður-Afríku var í næsta her- bergi við þau og heyrði mikil læti. Hann heyrði konuna biðja manninn vægðar og ákvað þá að skerast í leikinn. Hann braut upp hurðina og stöðvaði árásina, en maðurinn réðst þá á hann. Maðurinn náði að halda árásarmanninum niðri þar til lög- regla kom á staðinn. Konan var flutt á spítala með 22 stungusár en þrátt fyrir það er hún í stöðugu ástandi og búist við því að hún lifi af. Lögreglumaður í Stokkhólmi segir að ef maðurinn hefði ekki skorist í leikinn hefði hún látist. „Hann bjargaði lífi hennar.“ Sjálfur vildi maðurinn, sem kom fram nafnlaust í viðtali við sænska blaðið Expressen, ekki kannast við að vera hetja. Hann sagði konuna hafa þakkað sér margsinnis, en ein- hver hafi einfaldlega þurft að bjarga henni. - þeb Ferðamaður á farfuglaheimili kom konunni í næsta herbergi til bjargar aðfaranótt mánudags: Stungin 22 sinnum á farfuglaheimili STOKKHÓLMUR Konan dvaldi á farfuglaheimili í höfuðborg Svíþjóðar ásamt manninum sem réðst á hana. Ekki er þó vitað nánar um tengsl þeirra. GENGIÐ 02.07.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,5337 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,89 125,49 195,87 196,83 157,59 158,47 21,194 21,318 20,91 21,034 18,016 18,122 1,5671 1,5763 189,71 190,85 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is „Við erum ósátt við þetta og viljum að leiðréttingin komi til baka“ BIRGIR GUÐJÓNSSON FORMAÐUR KJARA- FÉLAGS VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐINGA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 28° 21° 21° 24° 23° 19° 19° 26° 20° 29° 30° 33° 21° 23° 23° 21°Á MORGUN 2-6 m/s víðast hvar. FIMMTUDAGUR Fremur hægur vindur. 14 12 12 15 11 12 14 10 11 12 6 4 4 6 2 2 4 6 4 3 5 2 13 8 10 15 15 13 9 10 14 15 HÆGVIÐRI Það verður hægur vindur eða hafgola ríkjandi næstu daga. Horfur eru á skúrum í fl estum landshlutum, síst suðaustan til. Hitinn er heldur á niðurleið, einkum á NV-landinu en hlýjast verður í inn- sveitum suðvestan- lands og austan til, allt að 16-17°C. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.