Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 34
3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR30
sport@frettabladid.is
TVEIR STÓRLEIKIR fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. ÍBV tekur á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar klukkan
18.00 í Eyjum og bikarmeistarar Vals fara í heimsókn til Breiðabliks í Kópavoginum (klukkan 19.15). ÍBV hefur unnið fjóra
deildarleiki í röð og er einu stigi á eftir toppliðum Þórs/KA og Stjörnunnar sem hafa bæði 16 stig. Blikar hafa 14 stig og
Valskonur eru með 13 stig eftir þrjá deildarsigra í röð. Aðrir leikir kvöldsins eru: Selfoss-Þór/KA, Fylkir-FH og Afturelding-KR.
Heilsueldhúsið
1-0 Garðar Jóhannsson (6.), 1-1 Sveinbjörn
Jónasson (17.), 2-1 Kennie Chopart (37.), 2-2
Steven Lennon (49.), 3-2 Garðar Jóhannsson
(58.), 4-2 Ellert Hreinsson (65.)
Skot (á mark): 8-7 (5-4)
Varin skot: Ingvar 2 - Ögmundur 1.
STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 6 - Jóhann
Laxdal 7,Baldvin Sturluson 6, Daníel Laxdal 7,
Hörður Árnason 6 - Alexander Scholz 7, Halldór
Orri Björnsson 6, Atli Jóhannsson 6 - Kennie Knak
Chopart 6 (60. Bjarki Páll Eysteinsson 5), Ellert
Hreinsson 6, *Garðar Jóhannsson 8, (90. Tryggvi
Sveinn Bjarnason-).
FRAM (4-4-2): Ögmundur Kristinsson 4 - Kristinn
Ingi Halldórsson 5, Kristján Hauksson 5, Hlynur
Atli Magnússon 4 - Sam Tillen 5, Alan Lowing 5,
Halldór Hermann Jónsson 4, Almarr Ormarsson 6,
Samuel Hewson 3 - Steven Lennon 6, Sveinbjörn
Jónasson 6. * MAÐUR LEIKSINS
Stjörnuvöllur, áhorf.: 701 Garðar Örn Hinriksson (6)
4-2
1-0 Jóhann Birnir Guðmundsson (38.), 2-0
Arnór Ingvi Traustason (46.), , 2-1 Babacar
Sarr (84.), 2-2 Jón Daði Böðvarsson (90.).
Skot (á mark): 12-15 (4-9)
Varin skot: Ómar 7 - Duracak 1.
KEFLAVÍK (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 – Jóhann
Ragnar Benediktsson 5, Haraldur Freyr Guðmunds-
son 6, Gregor Mohar 6, Kristinn Björnsson 6 –
Jóhann Birnir Guðmundsson 7 (73., Bojan Stefan
Ljubicic -), Denis Selimovic 6, Frans Elvarsson 7,
Sigurbergur Elísson 6, Arnór Ingvi Traustason 6
(69., Magnús Sverrir Þorsteinsson 5) – Guðmundur
Steinarsson 7.
SELFOSS (4-5-1): Ismet Duracak 5 – Andri Freyr
Björnsson 5 (54., Agnar Bragi Magnússon 6), Ba-
bacar Sarr 6, Stefán Ragnar Guðlaugsson 5, Sigurður
Eyberg Guðlaugsson 4 – Joe Tillen 4 (62., Moustapha
Cisse 5), Robert Sandnes 5, Jon Andre Royrane 4,
Tómas Leifsson 6 (62., Ólafur Karl Finsen 6), *Jón
Daði Böðvarsson 8 – Viðar Örn Kjartansson 5.
* MAÐUR LEIKSINS
Nettóvöllurinn, áhorf.: óuppg. Örvar Sær Gíslason (5)
2-2
0-1 Petar Rnkovic (53.), 1-1 Jóhann
Þórhallsson (80.)
Skot (á mark): 6-8 (3-4)
Varin skot: Bjarni Þórður 3 - Sigmar Ingi 2
FYLKIR (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 6 –
Andri Þór Jónsson 6, Davíð Þór Ásbjörnsson 7,
*David Elebert 7, Kjartan Ágúst Breiðdal 4 – Ásgeir
Börkur Ásgeirsson 6, Finnur Ólafsson 5(84.Elís
Rafn Björnsson), Oddur Ingi Guðmundsson 4
(69.Ingimundur Níels Óskarsson 5), Árni Freyr
Guðnason 4(77. Jóhann Þórhallsson), Magnús
Þórir Matthíasson 4 – Björgólfur Takefusa 6.
BREIÐABLIK (4-5-1): Sigmar Ingi Sigurðsson 4 –
Gísli Páll Helgason 6 (49. Þórður Steinar Hreiðars-
son 5), Renee Troost 6, Sverrir Ingi Ingason 6,
Kristinn Jónsson 7 – Finnur Orri Margeirsson 6,
Andri Rafn Yeoman 6, Rafn Andri Haraldsson 5
(54.Árni Vilhjálmsson 4), 7, Tómas Óli Garðarsson
5, Olgeir Sigurgeirsson 4 (84.Jökull Elísabetarson)
– Petar Rnkovic 6.
* MAÐUR LEIKSINS
Fylkisvöllur, áhorf.: 1100 Kristinn Jakobsson (7)
1-1
STAÐAN EFTIR 9. UMFERÐ
FH 9 6 2 1 27-9 20
KR 9 6 1 2 20-12 19
Stjarnan 9 4 4 1 20-16 16
ÍBV 9 4 2 3 17-9 14
Breiðablik 9 4 2 3 8-8 14
ÍA 9 4 2 3 14-20 14
Fylkir 9 3 4 2 11-16 13
Valur 9 4 0 5 13-12 12
Keflavík 9 3 2 4 14-15 11
Selfoss 9 2 2 5 12-17 8
Fram 9 2 0 7 9-16 6
Grindavík 9 0 3 6 12-27 3
NÆSTU LEIKIR
Grindavík-Valur fim. 5. júlí Kl: 19.15
Breiðablik - Keflavík fim. 5. júlí Kl: 19.15
KR - Fylkir fim. 5. júlí Kl: 19.15
Selfoss - Stjarnan fim. 5. júlí Kl: 19.15
Fram - ÍA fim. 5. júlí Kl: 20.00
Keflavík - KR fim. 12. júlí Kl: 19.15
PEPSI-DEILDIN
KÖRFUBOLTI Landsliðsmennirnir
Helgi Már Magnússon og Brynj-
ar Þór Björnsson hafa ákveðið
að koma heim og spila með KR í
Dominos-deildinni í körfubolta
á næstu leiktíð. Þetta er gríðar-
legur liðstyrkur fyrir KR-liðið en
báðir þessir leikmenn eru uppaldir
KR-ingar og því á leiðinni heim í
Vesturbæinn. Helgi Már er 30 ára
framherji en Brynjar er 24 ára
skotbakvörður.
„Já, þetta er alveg pottþétt,
við eigum bara eftir að fá þá til
að kvitta undir samning,“ sagði
Böðvar Guðjónsson, formaður
körfuknattleiksdeildar KR við
Fréttablaðið í gær.
„Það eru frábærar fréttir fyrir
alla að fá eitthvað af þessum
íslensku strákum heim í deildina.
Eru ekki allir búnir að fá upp í háls
af einhverjum þremur til fjórum
útlendingum í liði? Þetta eru bara
tveir heimatilbúnir KR-ingar sem
eru að mæta til leiks sem vita um
hvað þetta snýst í Vesturbænum og
vita hvaða kröfur og hvaða metnað
klúbburinn hefur. Þeir kunna þetta
allt upp á tíu,“ sagði Böðvar. Báðir
urðu þeir Íslandsmeistarar með
KR þegar þeir spiluðu síðast í
íslensku deildinni, Helgi veturinn
2008-9 og Brynjar 2010-11.
Helgi Már hefur leikið í Svíþjóð
undanfarin þrjú tímabil með
Solna, Uppsala og 08 Stockholm en
Brynjar Þór reyndi fyrir sér með
Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni
á síðasta tímabili.
„Þetta er mjög jákvætt fyrir
Vesturbæinn og ég held að það
séu miklu fleiri sem vilja koma á
leiki hjá okkur eftir að þessir tveir
strákar komu,“ sagði Böðvar.
Brynjar segir það aðeins
formsatriði að ganga frá þessu.
„Það er lítið búið að vera að
gerast úti og þetta er örugga leiðin.
Það er samt einhver fyrirvari
í þessu að ég geti farið ef það
kemur eitthvað spennandi,” sagði
Brynjar.
„Ég er búinn að vera vanur því
að vinna síðustu árin sem ég hef
spilað með KR og ef við Helgi
komum báðir þá er þetta orðinn
ágætlega sterkur mannskapur,“
sagði Brynjar. „Það verður sterk-
ur kjarni af KR-ingum í liðinu og
það er það sem KR-ingar vilja. Að
vera með nóg af KR-ingum í liðinu
og vera að berjast um titla,“ sagði
Brynjar. - óoj
Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson í KR:
Kunna allt upp á tíu
BRYNJAR OG HELGI Urðu Íslandsmeist-
arar saman 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Stjörnumenn ætla að
fylgja efstu liðunum eftir í Pepsi-
deildinni eftir að hafa haft betur
á móti Fram í markaleik í Pepsi-
deild karla í gær en Garðbæingar
eru fjórum stigum á eftir topp-
liði FH eftir að níunda umferðin
kláraðist í gær. Selfyssingar og
Fylkismenn tókst að tryggja sér
stig með því að skora á loka-
mínútum sinna leikja.
Garðar fann markaskóna
Stjörnumenn fóru upp í þriðja
sætið eftir 4-2 sigur á Fram.
Garðar Jóhannsson fann marka-
skóna og skoraði tvö mörk fyrir
heimamenn. Stjörnumenn sýndu
á köflum frábæran sóknarleik
og var sigur þeirra lítið í hættu.
Slæmt gengi Framara heldur
áfram og liðið í harðri fallbar-
áttu. Stjörnumenn eru aftur á
móti komnir í þriðja sætið með
16 stig og útlitið bjart í Garða-
bænum.
„Ég er virkilega ánægður með
þennan sigur og hvernig mínir
menn léku í kvöld,“ sagði Bjarni
Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar,
eftir sigurinn í gær.
„Við byrjuðum vel í kvöld og
skorum snemma leiks. Liðið fær
aftur á móti fljótlega mark á sig
en ég er ánægður með hvernig
strákarnir svöruðu mót lætinu.
Við höfum verið í vandræðum
með síðari hálfleikinn að undan-
f örnu en það var ekki að sjá í
kvöld og liðið hélt einbeitingu
allan tímann,“ sagði Bjarni.
Sanngjörn úrslit í Árbænum
Jafntefli var sanngjörn niður-
staða í leik Fylkis og Breiðabliks
í Árbænum í gærkvöldi.
Fyrri hálfleikur var ekki mikið
fyrir augað en bæði lið bættu leik
sinn í seinni hálfleik og munaði
mjóu á seinustu mínútunum að
annað hvort liðið næði að stela
sigrinum.
„Þetta var hörkuleikur, sótt
á báða bóga og bæði liðin hefðu
getað tekið þetta í lokin. Eitt-eitt
var niðurstaðan og bæði liðin eiga
að geta verið sátt með það en mér
fannst við eiga að geta tekið þetta
hérna undir lokin,“ sagði Ásgeir
Börkur Ásgeirsson, hjá Fylki.
Jón Daði reddaði stigi
Jón Daði Böðvarsson tryggði Sel-
fyssingum 2-2 jafntefli í Keflavík
með því að skora jöfnunarmarkið
á lokamínútu leiksins en heima-
menn í Keflavík voru 2-0 yfir
þegar aðeins sjö mínútur voru
eftir af leiknum.
Það var Jóhann Birnir sem
kom Keflavík yfir undir lok fyrri
hálfleiks og Arnór Ingvi Trausta-
son bætti svo um betur á fyrstu
mínútu seinni hálfleiks. Selfyss-
ingar neituðu þó að gefast upp
og uppskáru mark á 84. mínútu
þegar Babacar Sarr skoraði með
skalla eftir hornspyrnu. Þegar
leiktíminn var við það að fjara
út skoraði Jón Daði Böðvarsson
síðasta mark leiksins.
„Þetta endaði ágætlega. Við
vorum klaufar í fyrri hálfleik
að gefa Jóhanni Birni það pláss
sem hann vinnur best í. Þetta er
þó vonandi viðsnúningur í okkar
leik því við höfum verið að tapa
leikjum í uppbótartíma en náum
í stig hér í dag. Það er góð teikn
á lofti í okkar leik,“ sagði Logi
Ólafsson, þjálfari Selfoss.
Jóhann Birnir Guðmundsson
var ekki eins sáttur: „Þetta voru
hrikalega vonbrigði en ég held
að þetta hafi bara verið sann-
gjarnt, þeir voru bara miklu
betri í seinni hálfleik. Ég veit
ekki hvað gerist síðustu 30 mín-
úturnar, menn fara bara að líta
á klukkuna, það gerist stundum.
Selfyssingar voru bara grimm-
ari.“ - sáp, -en, -kpt, -óój
Stjörnumenn upp í þriðja sætið
Garðar Jóhannsson fann markaskóna á ný þegar Stjarnan vann Fram í Pepsi-deild karla í gær en Fram-
arar töpuðu þarna fjórða leiknum í röð. Selfyssingar skoruðu tvö mörk í lokin í Keflavík og tryggðu sér sitt
fyrsta stig síðan í maí og Jóhann Þórhallsson kom í veg fyrir fjórða sigur Blika í röð.
MARKAVEISLA Á GERVIGRASINU Í GÆR Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson reynir hér að stoppa Framarann Almarr Ormars-
son en Stjörnumenn voru sterkari og unnu 4-2 heimasigur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason
skoraði þrennu í 4-1 sigri
Helsingborg á Gefle í sænsku
úrvalsdeildinni í gær. Alfreð var
búinn að skora 3 mörk í síðustu
tíu leikjum en er nú kominn með
8 mörk í 13 leikjum. -óój
Alfreð Finnbogason í gær:
Skoraði þrennu