Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA
Í síðasta hefti Læknablaðsins birtist grein eftir Hávar Sigurjónsson þar sem vitnað er í breska heim-
ilislækninn William Bird sem var
aðal fyrir lesari á málþingi á vegum
landlæknisembættisins og Umhverf-
istofnunar. Málþingið var haldið undir
yfirskriftinni: Er hægt að auka útiveru
Íslendinga? Bird hefur verið í ráð-
gjafarvinnu fyrir samtökin Natural
England sem eru að þróa nokkurs
konar náttúrulega heilbrigðisþjónustu
sem miðar að því að nýta náttúruna
sem uppsprettu hreyfingar og stuðla
að betri heilsu fólks.
Bird segir þrjú atriði hafa afgerandi
áhrif á heilsufar fólks; félagslegar að-
stæður, aðgang að grænum svæðum
og tilgang hreyfingar. Rannsóknir
sýni að fólk sem ekki hefur aðgang
að grænum svæðum þjáist frekar af
streitu sem leiði svo af sér líkamlega
og andlega sjúkdóma. Bird segir til-
gang hreyfingar verða að vera skýran
og helst fela í sér einhvers konar sam-
skipti svo hvatinn fyrir henni virki.
Til dæmis séu litlar líkur á að fólk
endist í því að hlaupa á hlaupabretti
í hálftíma á dag þar sem umhverfið
sé lítt hvetjandi og tilgangurinn óljós.
Fljótlega muni fólk gefast upp á því
og falla í gamla farið. Ef hins vegar sé
gengið í vinnuna um grænt og fallegt
svæði sé strax kominn tilgangur auk
snertingar við náttúruna. Upplifunin af
hreyfingunni þarf að vera sterkari en
tilgangurinn.
Bird segir það hreyfingarleysi ef
einstaklingur hreyfi sig minna en 30
mínútur á viku. Í sumum hverfum
Lundúna eigi þetta við um allt að 40%
íbúanna. Þeir fari inn og út um útidyr
og inn og út úr bíl á leið í vinnuna og
það sé öll hreyfingin sem þeir stundi.
Bird bendir á að ekki sé hægt að bæta
sér upp heillar viku hreyfingarleysi
við skrifborð með því að fara í fjall-
göngu á laugardögum. Betra sé að
ganga eða hjóla daglega til og frá
vinnu, ganga upp og niður alla stiga
eða teygja úr sér reglulega yfir daginn.
Bird segir of mikla áherslu í samfé-
laginu á að grennast eða léttast, en
heilsa einstaklings batni við hreyfingu
þó hann léttist ekki neitt. Offita í sam-
félaginu er lítið vandamál í saman-
burði við hreyfingarleysið. En með því
að einblína á þyngd og útlit verði til-
ganginum ekki alltaf náð þó að heilsan
batni til muna. ■ vidir@365.is
UPPLIFUNIN MIKILVÆG
GOTT AÐ HREYFA SIG Í NÁTTÚRUNNI Tilgangur hreyfingar þarf að vera skýr
svo fólk nenni að stunda hana reglulega. Að ganga í vinnuna er gott dæmi.
GOTT AÐ HAFA AÐ-
GANG AÐ GRÆNUM
SVÆÐUM Félagslegar
aðstæður, aðgangur að
grænum svæðum og
tilgangur hreyfingar eru
atriði sem hafa afger-
andi áhrif á heilsufar
fólks.
MYND/TEITUR
■ TÆKNINNI FLEYGIR FRAM
Fimm milljónir glasabarna hafa
nú fæðst í heiminum öllum frá
því fyrsta glasabarnið, Louise
Brown, kom í heiminn í Bret-
landi árið 1978. Þetta er á
meðal þess sem kemur fram á
ráðstefnu sérfræðinga á sviði
frjósemislækninga sem haldin
er í Istanbúl um þessar mundir.
„Tækninni hefur fleygt fram.
Um það bil 1,5 milljónir tækni-
frjóvgana eru framkvæmdar
á ári hverju og úr þeim verða
til 350 þúsund börn,“ segir Dr
David Adamson, stjórnarfor-
maður ICMART. Stuart Lavery,
framkvæmdastjóri glasa-
meðferðadeildar Hemmer-
smith-sjúkrahússins í London,
segir glasafrjóvganir mun
viðurkenndari en áður og ekki
lengur feimnismál.
5 MILLJÓNIR
GLASABARNA
Ekki lengur feimnismál
Fullorðið fólk sem þjáist af offitu, þ.e. er með BMI-þyngdarstuðul yfir 30, fær að nota Belviq. Einnig geta þeir
sem eru í ofþyngd, með þyngdarstuðul
yfir 27, fengið að nota lyfið ef þeir hafa líka
of háan blóðþrýsting, sykursýki tegund 2
eða of hátt kólesteról. Lyfið er væntanlegt
á markað árið 2013.
Þeir sem tóku þátt í tilraunum á lyfinu
náðu þó aðeins hóflegum árangri með
notkun þess. Þeir misstu að meðaltali
um fimm prósent af líkamsþyngd sinni
með hjálp lyfsins. Belviq er hannað til
þess að loka á þau merki sem heilinn
gefur frá sér um hungur. Notendum
lyfsins finnst þeir því verða saddir af
minna magni af mat en áður.
Leyfi fyrir Belviq var hafnað árið 2010
vegna æxla sem tilraunadýr fengu eftir
notkun þess. Eftir að lyfjafyrirtækið
Arena skilaði nýrri umsókn fyrir lyfið
með meiri upplýsingum um það taldi
bandaríska matvælaeftirlitið litlar líkur á
að fólk sem notaði lyfið fengi æxli vegna
þess. Arena þarf að framkvæma sex
rannsóknir á lyfinu eftir að það verður
sett á markað, þar á meðal rannsókn á
langtímaáhrifum þess á hjartasjúklinga.
Fjöldi þeirra sem þjáist af offitu í
Bandaríkjunum nálgast nú 35 prósent
og samfara því hefur kostnaður við
heilbrigðiskerfið aukist. Margir læknar
hafa því hvatt yfirvöld til að leyfa nýjar
megrunar meðferðir. Matvælaeftirlitið
hefur sett ströng skilyrði fyrir því að
veita leyfi vegna megrunarlyfja vegna
þess að þess konar lyfjum hafa fylgt
ýmiss konar vandræði í gegnum tíðina.
Belviq á ekki að hafa sömu hættu í för
með sér þrátt fyrir að notkun þess hafi
þekktar aukaverkanir svo sem þung-
lyndi, mígreni og minnisglöp.
NÝ MEGRUNARPILLA LEYFÐ
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt megrunarpillu í fyrsta skipti í
þrettán ár. Lyfjafyrirtækið Arena þróaði lyfið Belviq.
OF FEITUR Þeir sem
eru með hærri þyngdar-
stuðul en 30 geta fengið
megrunarpilluna Belviq
þegar hún kemur á
markað 2013.
NORDIC PHOTO/GETTY
SAMSKIPTI
VIRKA
HVETJANDI
Tilgangur hreyfing-
ar verður að vera
skýr og helst að
fela í sér einhvers
konar samskipti svo
hvatinn fyrir henni
virki.
Skipholti 29b • S. 551 0770
ÚTSALA
Öflugt gegn
blöðrubólgu
ROSEBERRY
Virkar innan 24 tíma
2-3 töflur fyrir svefn
Fæst í apótekum, heilsubúðum og
í heilsuhillum stórmarkaðanna
www.gengurvel.is
FRÉTTIR
STÖÐVAR 2
Í BEINNI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir