Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 38
3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR34 UFC, Ultimate Fighting Championship, er stærsta samband heims í blönd- uðum bardagalistum og hefur flesta af bestu bardagamönnum heims á sínum snærum. Keppninni var komið á fót árið 1993 en hugmyndin að baki henni er að láta keppendur úr ólíkum bardagalistum reyna sig hver gegn öðrum. Keppt er í átthyrndu búri og eru spörk, kýlingar, hálstök, glímubrögð og fleira leyft. Sigur fæst með uppgjöf, rothöggi, tæknilegu rothöggi eða með ákvörðun dómara. Þótt keppni í blönduðum bardagalistum sé ansi harðger er ekki allt leyfilegt í henni. Keppendur mega meðal annars ekki bíta andstæðinginn, skalla, pota í augu, sparka í höfuð liggjandi manns og svo mætti lengi telja. HVAÐ ER UFC? Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Champions- ship), stærsta bardagasam- band heims. „ Þ et t a er langstærsta keppnin í heim- inum og Gunn- ar er kominn á þann stað sem h a n n hefu r stefnt á leynt og ljóst. Aðal- takmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í Meistara deildinni í fótbolta,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðs- maður Gunnars. Haraldur segir Gunnar geta fengið mannsæmandi laun fyrir samninginn þótt hann vilji ekki nefna neinar tölur. „Keppendur í þessu sporti eru ekki að fá sömu upphæðir og menn eru að fá í hnefaleikum eða fót- bolta. Í mörgum öðrum íþrótta- greinum eru laun íþróttamanna líka komin langt út fyrir öll vel- sæmismörk. Launin mættu vissu- lega vera betri, ekki síst miðað við hvað keppendur eru að leggja á sig, en þetta þýðir að hann getur stundað sitt sport og þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaði. Gunnar verður þó ekki ríkur af þessu nema honum gangi svakalega vel,“ segir Haraldur sem ítrekar þó að samningurinn sé á borðinu en ekki undirritaður. Ekki er komið á hreint hvenær Gunnar muni berjast fari svo að hann semji við UFC. Þó má búast við því að fyrsti bardaginn verði í Nottingham í lok september. Haraldur segir að ef af samn- ingnum verði sé það mikil lyfti- stöng fyrir bardagaíþrótta- SUMARFRÍIÐ „Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli,“ segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Vic- toria Ekeberg Management. Daníel fluttist til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og hefur verið að gera góða hluti þar ytra. „Það fyrsta sem Victoria sagði við mig þegar við hittumst var að ég liti út eins og blanda af James Dean og Elvis Presley og að ef ég hefði sönghæfileika ofan á það þá gæti ég sigrað heiminn,“ segir Daníel og hlær. Victoria þessi hefur komið mörgum lista- mönnum á kortið, þar á meðal söngkonunni September sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk Victoriu sjálfrar mun umboðsmaðurinn Karl Batt- erbee vinna með Daníel, en hann rekur tón- listarsíðuna og sjónvarpsstöðina Scandipop í Bretlandi. Það er margt í gangi hjá söngvaranum í kjölfar undirritunar samningsins. Ekki nóg með að hann muni koma fram á tónlistar- hátíðinni Malmö Beach um næstu helgi og vera á stóra sviðinu á Stockholm Pride í ágúst ásamt Eric Saade og söngkonunni Agnesi, heldur er hann búinn að vera á fullu að taka upp síðustu vikurnar og stefnir á útgáfu stuttskífu fljótlega. „Ég er að taka upp lag með Jonas von der Burg núna og er að fara í stúdíó til Thomas G:son bráðlega,“ segir hann, en Thomas G:son er maðurinn á bak við Eurovision-smellinn Euphoria með Loreen. - trs Með þriggja ára umboðssamning í Svíþjóð GERIR ÞAÐ GOTT Daníel Óliver var að skrifa undir samning við einn stærsta umboðsmann Svía, Victoriu Ekeberg. MYND/LALLI SIG. Lag með hljómsveitinni Steed Lord hljómaði undir dansatriði í sjón- varpsþættinum So Yo Think You Can Dance sem sýndur var á Fox- sjónvarpsstöðinni á miðvikudags- kvöld í síðustu viku. Þetta er í annað sinn sem lag með sveitinni er notað í þættinum. Dansatriðið var úr smiðju dans- höfundarins Sonyu Tayeh sem er góð vinkona og samstarfskona söng- konunnar Svölu Björgvinsdóttur og félaga hennar í Steed Lord. „Við höfum unnið mikið með Sonyu, bæði við gerð tónlistar- myndbanda og að nokkrum dans- sýn ingum hér í Los Angeles. Sonya bað okkur um tónlist við atriðið og við útsettum útgáfu af nýjasta laginu okkar, Precognition, sérstak- lega fyrir þáttinn sem var sýndur á miðvikudagskvöldið. Dansatriðið var ótrúlega fallegt og viðtökurnar svakalega góðar,“ útskýrir Svala. Lagið Vanguardian með Steed Lord var notað í þættinum í fyrra og í kjölfarið rauk lagið upp raftón- listarlistann á iTunes og sat hæst í ellefta sæti. Svala segir hljóm- sveitina hafa fengið ágæta summu frá Fox Network fyrir notkunina á laginu en vildi ekki gefa upp nákvæma upphæð. „Maður fær auð- vitað borgað fyrir þetta allt og svo er þetta óneitanlega mjög góð aug- lýsing fyrir hljómsveitina og getur opnað margar dyr.“ Lög með sveitinni hafa einnig heyrst í þáttum á borð við Keeping Up With The Kardashians, MTV‘s Real World og fleiri raunveruleika- þáttum sem sýndir eru á E!, VH1 og MTV. - sm Aftur í So You Think You Can Dance HARALDUR NELSON: GÁTUM EKKI SAMIÐ BETRA HANDRIT SJÁLFIR Gunnar í viðræðum við UFC-bardagasambandið Í SJÓNVARPIÐ Hljómsveitin Steed Lord var með lag í sjónvarpsþættinum vinsæla, So You Think You Can Dance. Hér sjást meðlimir hennar ásamt danshöfundinum Sonyu Tayeh. Ég stend vaktina í vinnunni fram að Ólympíuleikunum og fer á frjálsíþrótta- og hestamót auk hefðbundinna vakta. Svo verður törn á ÓL í London, en eftir þá ætlum við Drífa kærastan mín til Rimini á Ítalíu í eina viku. Svo tekur maður því bara rólega á Ís- landi þar til ég sný aftur til vinnu í september. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþrótta- fréttamaður á RÚV. SUMARLITIRNIR ERU KOMNIR ht.is klúbbinn Mjölni, þar sem Gunnar æfir. Svo heppilega vill til að félagið er nýbúið að ráða Írann John Kavanagh sem aðalþjálfara Mjölnis en hann er einnig þjálfari Gunnars. „Það að fá John hingað til lands var algjör lottóvinningur og ekki síst núna þegar þessi samning- ur liggur á borðinu. Peningarn- ir sem Gunnar fær verða líka til þess að hann getur æft meira heima en ella og John mun sjá um stóran hluta undirbúningsins. Hann hefur reynslu úr UFC og það skiptir ekki bara Mjölni miklu máli heldur Gunnar persónulega. Þetta virðist allt vera að falla með okkur – ég held að við hefðum ekki getað skrifað þetta handrit betur sjálfir.“ kristjan@frettabladid.is Á LEIÐ Í UFC Keppendur semja yfirleitt um þrjá til sex bardaga í UFC. „Miðað við samningsdrögin þá fengum við allavega þá fjölda bardaga sem við óskuðum eftir og erum ánægðir með það.“ MYND/JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON HARALDUR NELSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.