Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 3. júlí 2012 17
Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstak-
lingur gerir samning um að
kaupa bifreið, fær bílinn í hend-
ur en stendur ekki í skilum. Hann
er sviptur umráðum yfir bíln-
um. Annar einstaklingur stend-
ur í skilum lengi vel en springur
á limminu í kjölfar efnahags-
hrunsins vegna verðbólguskots
og kjaraskerðingar. Til er í dæm-
inu að einstaklingur hafi talið sig
vera búinn að greiða eignina upp
en kaupleigufyrirtækið telji svo
ekki vera. En þrátt fyrir ágrein-
ing voru þess mörg dæmi að
handhafi hinnar umdeildu eign-
ar hafi verið sviptur henni með
valdi án þess að leitað hefði verið
eftir úrskurði og heimildum sem
lög þó kváðu á um.
Aftur og ítrekað komu inn á
mitt borð kvartanir vegna slíkra
vörslusviptinga eftir að ég tók við
embætti ráðherra dómsmála og
mannréttinda.
Groddalegar aðfarir
Kvartanirnar komu bæði frá
einstaklingum og samtökum.
Ég brást ítrekað við í fjölmiðl-
um þar sem ég reisti þá kröfu á
hendur kaupleigufyrirtækjum
að þau færu að lögum í þessum
efnum og á heimasíðu innanrík-
isráðuneytisins komu þessi til-
mæli skýrt fram. Fram kom að
telji einhver sig eiga skýlausan
rétt á að fá umráð eignar sem er
í vörslu annars, þarf hinn fyrr-
nefndi almennt að leita til opin-
bers aðila til að fá þessa heimild
sína staðfesta. Slíkt væri unnt að
gera með skjótum hætti á grund-
velli 78. gr. laga um aðför. Sam-
kvæmt henni væri að sama skapi
aðila sem teldi sér með ólögmæt-
um hætti aftrað að neyta réttinda
sem honum bæri og hann gæti
fært sönnur á rétt sinn, heimilt að
beina til héraðsdómara beiðni um
að hluturinn yrði færður honum í
hendur. Dómari tæki þá afstöðu
til þess hvort réttur gerðarbeið-
anda væri svo ótvíræður að heim-
ila mætti honum umráð hlutarins.
Samkvæmt 3. mgr. 83. gr. aðfarar-
laga skal að jafnaði hafna aðfarar-
beiðni ef varhugavert þykir að láta
gerðina ná fram að ganga á grund-
velli sönnunargagna. Það þýðir að
leiki vafi á réttmæti kröfu gerðar-
beiðanda skal hafna því að aðför
fari fram. Sé slíkri aðfararbeiðni
hafnað er gerðarbeiðanda óheim-
ilt að taka eign í sína vörslu þar
til leyst hefur verið úr ágreiningi
aðila.
Þetta er afdráttarlaust enda
urðu þessar ábendingar til þess að
verulega dró úr vörslusviptingum
sem stundum fóru þó fram með
vægast sagt groddalegum hætti.
Þótt ástandið lagaðist bárust þó
áfram kvartanir.
Ný löggjöf
Í framhaldinu óskaði ég eftir því
við réttarfarsnefnd ráðuneytisins
að nefndin útbyggi lagafrumvarp
þar sem tekið væri á þessu vanda-
máli og þeir sem stunduðu slíkar
aðferðir yrðu knúnir til að fara að
reglum aðfararlaga vildu þeir ná
til sín eignum sem þeir teldu sig
eiga. Þótt lögin væru skýr, eins
og hér hefur komið fram, væri
þó greinilegt að skerpa þyrfti
á þeim þannig að engin tvímæli
væru. Frumvarp þessa efnis leit
nú dagsins ljós og var það útbú-
ið sem breyting á innheimtu-
lögum. Efnahags- og viðskipta-
nefnd Alþingis hafði þessi mál
einnig til skoðunar í góðri sam-
vinnu við innanríkisráðuneytið.
Úr varð að frumvarpið var flutt
á vegum nefndarinnar og varð
það að lögum nú í þinglok. Ég
tel að hér sé um mikilvæga rétt-
arbót að ræða. Hér eftir er ljóst
að sá sem taka vill eign sína úr
vörslu umráðamanns verður að
fá samþykki hans til þess. Fáist
samþykki ekki verður að fara að
þeim reglum sem kveðið er á um
í lögum um aðför og leita atbeina
dómstóla og svo sýslumanns til
aðgerðanna. Jafnframt er ljóst að
þeir sem stunda vörslusviptingar
þurfa nú leyfi stjórnvalda til þess.
Það er þekkt að læknar eru reglubundið beðnir um að
gefa út vottorð vegna veikinda
skjólstæðinga sinna, einnig
vegna starfshæfni eða annarrar
hæfni sem þykir þurfa læknis-
fræðilega nálgun og staðfestingu
eins og við stjórnun ökutækja,
skipa og flugvéla svo eitthvað sé
nefnt. Þá er snar þáttur heimilis-
lækna orðinn að votta um ástand
skjólstæðinga með tilliti til
tryggingartöku þeirra, gagnvart
hinu opinbera og lífeyrissjóðum
vegna langvarandi veikinda
eða jafnvel ferða viðkomandi
innanlands þegar hann sækir
sér læknishjálp. Læknisvottorð
geta verið gögn í dómsmálum og
þurfa læknar að geta staðið við
þau fyrir dómi ef svo ber undir.
Þetta er býsna mikil skrif-
finnska og talsverður munur
á því hvaða augum læknar líta
þessi vottorð en samkvæmt
reglugerð um útgáfu læknisvott-
orða nr. 586/1991 segir orðrétt í
fyrstu grein „Lækni ber skylda
til að votta samskipti sín og sjúk-
lings, óski sjúklingur eftir því,
eftir atvikum foreldri eða for-
ráðamaður eða annar umboðs-
maður hans“. Þá getur verið
óskað eftir vottorði læknis eins
og þekkt er af hálfu tryggingar-
félags eða opinberra aðila eins og
sýslumanns eða flugmálastjórn-
ar, samanber hér að ofan. Þetta
er ekki alltaf svona auðvelt því í
þriðju grein segir „Læknir skal
ekki staðhæfa annað í vottorði en
það sem hann hefur sjálfur sann-
reynt“ og þar liggur flækjustig
málsins.
Læknirinn getur þetta alls
ekki í nokkrum hluta þeirra vott-
orða sem hann gefur út dags dag-
lega, en það eru vottorð vegna
veikinda til atvinnurekenda og
vegna fjarveru frá skóla. Þarna
getur verið mikið í húfi fyrir
skjólstæðing læknisins en einn-
ig fyrir atvinnurekandann til
dæmis og hvaða hagsmuni ætti
læknirinn að verja í slíkum til-
fellum?
Þessu er býsna auðsvarað því
læknar hafa lært það í gegnum
tíðina eins og segir einhvers
staðar að sértu í vafa þá eigir
þú fyrst að hugsa um hagsmuni
sjúklingsins. Þetta gildir sér-
staklega um meðferð og læknis-
fræðilega nálgun á veikindi ein-
staklinga en mögulega ekki jafn
mikið þegar reynir á veikinda-
rétt kjarasamninga og hagsmuni
launþega gagnvart atvinnurek-
anda sínum, eða hvað?
Það hvarflar ekki að mér að
ætla að draga úr rétti sjúklinga,
né heldur að gera lítið úr vinnu
við læknisvottorð þar sem ég er
sannfærður um að rétt sé með
farið í yfirgnæfandi meirihluta
tilfella. En mér þykir umræðan
um „rétt“ vera dálítið einhliða
hjá launþeganum þó svo ég þyk-
ist vita að víða er pottur brot-
inn í samskiptum í atvinnulíf-
inu. Ég ætla því til skýringar að
taka einfalt dæmi sem er ekki
raunverulegt en á sér hins vegar
margar hliðstæður í dag:
Einstaklingur, sem hefur starf-
að hjá sama fyrirtæki í 20 ár og
er sagt upp störfum vegna sam-
dráttar, hefur verið við hesta-
heilsu og óskað er eftir að hann
vinni út uppsagnarfrest sem er
3 mánuðir. Einum degi eftir upp-
sögn er hann veikur ótímabund-
ið samkvæmt læknisvottorði til
loka uppsagnarfrests. Við eftir-
grennslan reynist hann ekki hafa
neina greiningu, virka meðferð,
né áætlun um endurmat veikinda
hans, hann er einfaldlega ósáttur
við vinnuveitanda sinn vegna
uppsagnar og ætlar sér ekki til
vinnu aftur og vill fá greitt út
uppsagnarfrest sinn með því að
beita fyrir sig vottorði.
Er þetta réttlátt og gerði lækn-
irinn rétt í því að staðfesta slík
veikindi? Getur atvinnurekandi
gert eitthvað í slíkum málum?
Kjarasamningar eru æði mis-
munandi, veikindarétturinn er
almennt mjög sterkur sem ber
að fagna og atvinnurekandinn á
almennt ekki rétt á neinum upp-
lýsingum um heilsufar einstak-
linga. Hann á hins vegar sama
rétt til þess og launþeginn að rétt
sé farið með og heiðarlega komið
fram. Sjónarmið beggja ættu
auðvitað að geta fengið málefna-
lega umræðu. Samskiptavandi
á vinnustað, vanlíðan, einelti og
heilsuspillandi umhverfi auk
annarra vandamála eiga sér far-
veg í markvissu heilsu- og vinnu-
verndarstarfi innan fyrirtækja
með fulltingi trúnaðarlæknis í
vinnuverndarlöggjöfinni. Sé mis-
brestur á slíku starfi getur það
leitt til aukinnar fjarveru vegna
veikinda sem kunna að vera
raunveruleg eða jafnvel ekki, en
slíkt er vont fyrir alla hlutaðeig-
andi.
Samskiptavandi á vinnustað, vanlíðan,
einelti og heilsuspillandi umhverfi auk
annarra vandamála eiga sér farveg í
markvissu heilsu- og vinnuverndarstarfi innan fyrir-
tækja með fulltingi trúnaðarlæknis.
Ég tel að hér sé um mikilvæga réttarbót
að ræða. Hér eftir er ljóst að sá sem taka
vill eign sína úr vörslu umráðamanns
verður að fá samþykki hans til þess.
Læknisvottorð og gildi þeirra
Teitur
Guðmundsson
læknir
HEILSA
LAUGAVEGUR 46, 101 REYKJAVIK
Tel: 571 8383
TIIA býður upp á dásamleg merki eins og Munthe plus Simonsen, Lolly’s Laundry, Maison Scotch,
Ambre Babzoe, Mexicana, Mes Demoiselles, Moncocrom, By Koah ásamt fleiri fallegum merkjum.
Útsala
Útsalan hófst í morgun. Allur fatnaður með 40% afslætti,
og allir skór með 30% afslætti.
Skýr lög um vörslusviptingar
Vörslusviptingar
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra
AF NETINU
Forsetakosningarnar,
pólitíkin og fjölmiðlarnir
Breytingar á stjórnarskrá eru í far-
vatninu – í tillögum stjórnlagaráðs
heldur forsetinn völdum sínum
og það er jafnvel bætt í. Þetta eru
hlutir sem þarf að ræða miklu
betur í ljósi afstaðinna kosninga.
Það er líka verið að ræða um
hlut fjölmiðlanna í kosningunum.
Staðan var að vissu leyti skrítin,
Þóra Arnórsdóttir kom beint úr
sjónvarpinu og fór í framboð,
og það er ekkert launungarmál
að innan fjölmiðlastéttarinnar
er Ólafur Ragnar ekkert sérlega
vinsæll.
Ég sé samt ekki betur en að
flestir fjölmiðlar hafi staðið sig
ágætlega – og ásakanir um að
Ríkisútvarpið hafi dregið taum
eins frambjóðanda fremur en
annars eru algjörlega út í hött. Þeir
sem hæst tala um þetta hafa þann
leiða sið að kalla aðra alls kyns
ónefnum – sem lenda eins og
bjúgverplar á höfði þeirra sjálfra.
Sumir segja að þarna sé verið að
færa þjóðmálaumræðuna aftur á
tíma manna eins og Jónasar frá
Hriflu, en líklega er nær að segja
að þarna ráði fremur andi gamalla
skólablaða.
eyjan.pressan.is/silfuregils
Egill Helgason