Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 8
3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR8
MENNTUN Fjórir af þeim tíu stærð-
fræðinemum, sem braut skráðust
úr grunnámi frá Háskóla Íslands
í síðustu viku, hlutu ágætis-
einkunn. 1.238 nemendur braut-
skráðust úr grunnámi við skólann
og þar af voru 26 með ágætis-
einkunn. Það er hæsta einkunn
sem hægt er að fá við skólann en
hana fá þeir sem eru með níu eða
hærra í meðaleinkunn.
Trausti Sæmundsson er einn
þeirra fjögurra nemenda sem
brautskráðust með ágætisein-
kunn úr stærðfræði. Hann segir
uppskriftina að árangrinum ein-
falda.
„Maður þarf að hafa áhuga á
stærðfræði og vera þrjóskur,“
segir Trausti.
Hann segir námið hafa verið
ákaflega krefjandi.
„Ég þurfti að skila mörgum
heimaverkefnum í hverri viku og
í hverju fagi og ég var í fjórum til
fimm fögum á hverri önn.
Það voru ein skil nánast dag-
lega og daginn áður en ég átti að
skila var ég langt fram á nótt að
reyna að klára verkefnin því þau
voru virkilega erfið.“
Hjörtur Björnsson var sam-
nemandi Trausta og braut skráðist
einnig með ágætis einkunn. Hann
segir stærðfræðina nytsamlega.
„Ég held að tölfræði sé með
praktískasta námi sem til er. Hún
er notuð í hvert einasta skipti sem
einhver þarf að lesa út úr gögnum
sem notuð eru til rannsókna.
Svo er þetta líka að stærstum
hluta hjálparfag við aðrar
greinar. Eðlis- og efnafræðingar
þurfa til dæmis stöðugt að vera
að reikna.“
Strákarnir eru sammála um að
samvinnan hafi gert gæfu muninn
til að koma þeim í gegnum námið.
„Ég, Hjörtur, Ögmundur og
fleiri lærðum bara sleitulaust
saman í þrjú ár. Alltaf eftir skóla
hittumst við í Féló.“
Trausti útskýrir að Féló hafi
verið lítið hús fyrir utan skólann,
en þar hafi nemendur haft
aðstöðu til hittast og læra saman.
„Féló var okkar griðastaður
þar sem við lærðum, drukkum
kaffi, skrifuðum upp á töflu og
hugsuðum dæmi. Þar gátum við
komist í gegnum þetta nám.“
Bæði Trausti og Hjörtur vinna
í sumar hjá háskólanum. Hjörtur
er að vinna við stærðfræðivef
ætlaðan menntaskólanemum sem
mun innihalda bæði spurningar
og fyrirlestra.
Trausti vinnur hins vegar að
forriti sem púslar saman bútum
úr DNA-streng.
Þeir stefna báðir á frekara
nám.
katrin@frettabladid.is
Gamalt fegrunarráð - í nútímalegum búningi
Dreifingaraðili Danson ehf :: Sími 588 6886
Agúrku roll on
Nú í vikulokin flytur LSR starfsemi sína á Engjateig 11.
Afgreiðsla sjóðsins verður lokuð frá hádegi
fimmtudaginn 5. júlí og fyrir hádegi föstudaginn 6. júlí.
Við opnum kl. 12 næstkomandi föstudag að Engjateigi 11.
Lífeyr iss jóður
starfsmanna r ík is ins
Engjateigi 11
105 Reykjavík
Sími: 510 6100
lsr@lsr . is
www.lsr . is
VIÐ FLYTJUM
STÆRÐFRÆÐI Trausti Sæmundsson, Eiríkur Þór Ágústsson og Hjörtur Björnsson
standa við planið þar sem Féló var áður. Á myndina vantar Ögmund Eiríksson en
hann fékk einnig ágætiseinkunn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fjórir í stærðfræði
með ágætiseinkunn
Fjórir stærðfræðinemar brautskráðust úr grunnnámi með yfir níu í meðal-
einkunn frá Háskóla Íslands fyrir viku. Stærðfræði er nytsamleg, segir einn
þessara nema, hún er notuð í hvert skipti sem lesa þarf úr talnagögnum.
KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS
E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur sýknað íslenska ríkið
af bótakröfu íslensks atvinnurek-
anda sem sat í gæsluvarðhaldi um
þriggja vikna skeið haustið 2009
grunaður um aðild að mansalsmáli.
Maðurinn var ákærður í málinu en
fundinn sýkn saka.
Málið hófst þegar ung litháísk
stúlka kom til landsins í gríðarlegu
uppnámi og var færð til yfirheyrslu
í kjölfarið.
Að endingu voru fimm litháískir
menn dæmdir í fimm ára fangelsi
hver fyrir að hafa flutt stúlkuna
nauðuga til landsins og ætlað henni
að vinna hér gegn vilja sínum.
Íslendingurinn var fljótlega
handtekinn vegna málsins, þegar í
ljós kom að hann hafði átt í miklum
samskiptum við Litháana í kringum
komu stúlkunnar. Maðurinn neitaði
hins vegar alltaf sök og þegar
hann var loks sýknaður fór hann
í skaðabótamál vegna varðhalds-
vistarinnar og atvinnumissisins og
krafðist sautján milljóna í bætur.
Dómurinn kemst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að framburður
mannsins hafi alla tíð verið mjög
misvísandi um tengsl hans við Lit-
háana og vitneskju um málið. Hann
hafi þannig stuðlað að því að honum
yrði haldið í gæsluvarðhaldi og
varðhaldstíminn hafi því ekki verið
óhóflega langur. - sh
Vinnuveitandi Litháa sem fengu dóm fyrir mansal krafðist sautján milljóna:
Fær ekki bætur fyrir varðhaldsvist
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Maðurinn
þótti ekki samvinnufús við rannsókn
málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VERSLUN Hópurinn Handverkskonur á milli heiða
gagnrýnir harðlega að íslenskar lopapeysur séu fram-
leiddar í Kína eða löndum með ódýru vinnuafli. Fjórar
vikur eru síðan Fréttablaðið benti á að íslenskar lopa-
peysur væru í miklum mæli prjónaðar erlendis.
Fréttatilkynning frá handverkshópnum var birt á
vef stéttarfélagsins Framsýnar í gær. Félagið mun á
næstunni óska eftir upplýsingum um kjör og aðbúnað
fólks sem framleiðir lopapeysur erlendis.
„Það kemur fram á peysunum að þær séu íslensk
hönnun og úr íslenskri ull. En það kemur ekkert
fram hvaðan þær koma. Mér finnst það alveg fyrir
neðan allar hellur að menn merki vörur sínar þannig
að kaupendur viti ekki að þetta er ekki framleitt á
Íslandi,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður
Framsýnar.
Ósk Ingadóttir, ein handverkskvennanna, vill vekja
fólk til umhugsunar.
„Við gerum okkur grein fyrir því að við munum
ekki stoppa innflutning á lopapeysum. En það
er allt í lagi að við förum að hugsa um hvað við
bjóðum gestum okkar upp á. Íslenska lopapeysan er
drottningin okkar og með því að draga hana niður í
gróðasvaðið er síðasta vígið fallið.“ - ktg
Handverkskonur í Þingeyjarsýslu senda frá sér fréttatilkynningu:
Drottningin dregin í svaðið
LOPAPEYSUR Farmers Market er eitt þeirra fyrirtækja sem lætur
meðal annars handprjóna peysur sínar erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
KOSNINGAR Þröskuldur til fram-
boðs til forseta Íslands hefur lækk-
að mikið frá því að stjórnarskráin
var gerð árið 1944. Í henni er kveð-
ið á um að forsetaefni skuli hafa
meðmæli 1.500 kosningabærra
manna. Miðað við kjörskrá nú er
það 0,6 prósent kjósenda, en ætti
að vera um tvö til þrjú, að sögn
Bjargar Thorarensen prófessors í
lögfræði. „Ég teldi vera skynsam-
legt að auka fjölda meðmælenda
miðað við ákveðinn hærri þröskuld
til að gera það ekki jafn einfalt að
bjóða sig fram,“ segir Björg.
Framboð til forseta:
Ætti að fjölga
undirskriftum
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvað heitir bæjarstjóri Vestur-
byggðar?
2. Fyrir hvað er Hrefna Rósa
Sætran landsþekkt?
3. Hvaða lag flutti Of Monsters
and Men hjá Jay Leno?
SVÖR
1. Ásthildur Sturludóttir 2. Hún er mat-
reiðslumeistari 3. Little talks
Maður þarf að hafa
áhuga á stærðfræði
og vera þrjóskur.
TRAUSTI SÆMUNDSSON
STÆRÐFRÆÐINGUR