Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 2
3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR2
NÝ BÓK
FRÁ
HUGLEIKI
EYÐILEGGING Íslamskir uppreisnarmenn
í norðurhluta Mali ráðast á grafhýsi.
NORDICPHOTOS/AFP
MALI, AP Herskáir íslamistar hófu
um helgina víðtæka eyðileggingu
á menningarminjum í Timbúktú,
bæði bænahúsum múslíma og
grafhýsum helgra manna.
Þeir segja húsin, sem eru á
menningarminjaskrá Sam einuðu
þjóðanna, notuð til hjáguða dýrk-
unar og hyggjast útrýma þeim
áður en sharia-lög múslíma verða
innleidd. Oumar Ould Homaha,
talsmaður uppreisnarliðsins, sagð-
ist ekki hafa minnstu áhyggjur
af áhrifum eyðileggingarinnar á
ferðamennsku í landinu. - gb
Uppreisnarmenn í Mali:
Fornar minjar
lagðar í rúst
DÝRALÍF Starfsmenn Mjólkursam-
sölunnar á Vestfjörðum voru
að sækja mjólk á bæinn Hól í
Önundar firði þegar þeir tóku eftir
fálka í vegkantinum. Héldu þeir
fyrst að um hrafn væri að ræða en
áttuðu sig þegar nær var komið.
„Þegar við komum að honum
hoppaði hann frá en flaug ekki
og því datt okkur í hug að hann
þyrfti á hjálp að halda,“ sagði
Sæmundur Guðmundsson við
vestfirska fréttaritið Bæjarins
besta. Fálkinn var fluttur á Nátt-
úrustofu Vestfjarða þar sem
Böðvar Þórisson líffræðingur
skoðaði fuglinn. „Hann virðist
hafa lent illa í grút, sem getur
verið mjög hættulegt fyrir svona
rándýr,“ sagði Böðvar. - bþh
Starfsmenn á mjólkurbíl:
Fundu ófleygan
fálka í vegkanti
FYRSTA GLASABARNIÐ Louise Brown,
nokkurra ára gömul, í hópi félaga sinna.
NORDICPHOTOS/AFP
BRETLAND Um það bil fimm
milljón börn hafa nú fæðst með
aðstoð glasafrjóvgunar.
Fyrsta glasabarnið fæddist
í Bretlandi árið 1978. Það var
stúlka, sem fékk nafnið Louise
Brown, en móðir hennar lést í
síðasta mánuði.
Tæknin hefur þróast mjög
síðan þá, en vísindamenn á
alþjóðlegri ráðstefnu um glasa-
frjóvganir, sem haldin var í
Tyrklandi um helgina, ráða
fólki frá því að bíða með barn-
eignir í von um að geta gripið til
glasafrjóvgana síðar meir.
Nú eru um það bil 1,5
milljónir glasafrjóvgana
reyndar á ári hverju, en af þeim
heppnast um 350 þúsund.
- gb
Glasafrjóvganir æ algengari:
Fimm milljón
glasabörn fædd
Fíkniefnasali tekinn á
Ísafirði
Lögreglan á Vestfjörðum handtók
á sunnudag ísfirskan mann sem
er grunaður um að selja fíkniefni í
bænum. Leitað var heima hjá honum
og fundust þar fíkniefni og umbúðir,
ásamt tækjum og tólum sem til-
heyrðu sölumennskunni.
LÖGREGLUFRÉTTIR
FERÐAMÁL „Þetta er ævintýralega
skrýtið,” segir Torfi Yngvason,
eigandi Arctic Adventures, um nýtt
750 króna þjónustugjald sem Þing-
vallanefnd leggur á þá sem kafa
eða snorkla í gjánni Silfru.
Torfi segir að í hálft annað ár
hafi starfað nefnd með fulltrúum
Sportkafarafélagsins, Þingvalla-
nefndar og fyrirtækjanna sem
nýta Silfru. Þar hafi verið málefna-
leg umræða og áhersla á samstarf
og almenna sátt. Runnið hafi tvær
grímur á menn eftir viðtal við Ólaf
Haraldsson þjóðgarðsvörð í Frétta-
blaðinu í vor þar sem málið virtist
lengra komið en þeir töldu.
„Okkur var þá tjáð að við þyrft-
um engar áhyggjur að hafa því það
yrði ekkert gert fyrr en í fyrsta
lagi eftir sumarið og með ríkum
fyrirvara,“ segir Torfi. Annað hljóð
hafi verið komið í strokkinn á fundi
21. júní. Þar hafi Álfheiður Inga-
dóttir, formaður Þingvallanefndar,
flutt þau tíðindi að þjónustugjald
yrði lagt á strax frá 1. júlí.
Torfi segir hefð fyrir því í ferða-
iðnaðinum að slíkar breytingar séu
gerðar með eins árs fyrirvara enda
séu verðskrár gefnar út og ferðir
gjarnan seldar með löngum fyrir-
vara. Litlar skýringar hafi fengist
á því í hvað þjónustugjaldið ætti að
fara og hvernig og hver ætti að inn-
heimta það. Samkvæmt lögum megi
ekki innheimta þjónustugjald nema
til að mæta kostnaði við veitta
þjónustu.
„Það eina sem er víst er að þau
ætla að ráða heilan starfsmann til
að standa þarna og rukka okkur.
Þetta er algjörlega fáránlegt. Vænt-
anlega fer helmingurinn af gjald-
inu í að borga honum laun,“ segir
Torfi sem kveður vissulega þörf á
þjónustu við Silfru og fyrir hana
séu köfunarfyrirtæki reiðubúin að
greiða. Fyrst og fremst vanti sal-
erni og aðstöðu til að skipta um föt.
Viðkomandi starfsmaður mun
einnig eiga að sinna öryggisgæslu.
Torfi segir lítið gagn af manni uppi
á bakka við köfunarslys. Auk þess
fari yfir sjötíu prósent af gestum
Silfru ekki í köfun heldur snorkl
og séu ekki í neinni hættu því þeir
fljóti á yfirborðinu.
Að sögn Torfa sinna starfsmenn
þjóðgarðsins nú þegar sams konar
störfum og ætluð eru hinum nýja
starfsmanni. „Ég skil ekki hvers
vegna við eigum að borga sérstak-
lega fyrir þessa þjónustu þegar
allir aðrir fá hana ókeypis. Við
hljótum að eiga að fá einhverja
sértæka þjónustu umfram það
sem allir aðrir gestir garðsins fá
en það fást engin svör um það,“
segir Torfi.
Byrja átti að innheimta þjón-
ustugjaldið við Silfru í fyrra-
dag. Þá var áðurnefndur starfs-
maður ekki mættur. Torfi segir
að á fundi í síðustu viku hafi
þjóðgarðs vörður sagst ætla að
reyna að fá gjaldinu frestað um
tvo mánuði. Fyrirtækin vilji hins
vegar fresta því um eitt ár. Engar
fréttir hafi borist af málinu síðan.
gar@frettabladid.is
Gagnrýna nýtt gjald
fyrir kafanir í Silfru
Eigandi Arctic Adventures segir nýtilkomið gjald Þingvallanefndar á kafara og
snorklara í gjánni Silfru mismuna gestum þjóðgarðsins og koma á óvart. Helm-
ingur gjaldsins fari væntanlega í laun starfsmanns sem eigi að rukka það.
TORFI YNGVASON Snorkl og köfun í Silfru nýtur vaxandi vinsælda. Hér flýtur eigandi
Arctic Adventure í snorklbúningi á yfirborði gjárinnar og kannar undirdjúpin.
MYND/ARCTIC ADVENTURES
SAMFÉLAGSMÁL Reykjavíkurborg
hefur nú ákveðið að hefja innritun
barna sem eru fædd í janúar 2011
í leikskóla borgarinnar.
„Þetta gæti sett strik í reikning-
inn hjá þeim dagforeldrum sem
eru búnir að fylla hjá sér í öll pláss
og vísa börnum annað. Sumir gætu
endað með tvö, þrjú börn í staðinn
fyrir fjögur, fimm,“ segir Bergljót
Snorradóttir, einn forsvarsmanna
Barnsins, samtaka dagforeldra í
Reykjavík.
Fyrir rúmri viku birtust fréttir
af því að Reykjavíkurborg hygðist
ekki innrita börn fædd árið 2011 í
leikskóla á þessu ári.
Þessi viðsnúningur kemur sér
afar illa fyrir dagforeldra.
„Það er komið fram við okkur
eins og þetta sé hobbý hjá fólki.
Það vantar algjörlega virðingu
fyrir starfsframlagi okkar,“ segir
Bergljót og bendir á að fólk í
öðrum stéttum myndi varla sætta
sig við álíka viðsnúning í vinnu.
Bergljót segir tímasetninguna
á tilkynningunni afleita. Flestir
dagforeldrar taki sér sumarfrí í
júlí. Það sé fyrirséð að mörgum
dagforeldrum verði kippt úr fríinu
með símtölum varðandi uppsagnir
plássa.
„Það er komin ofboðsleg kergja
í dagforeldra og það hefur komið
til tals að segja upp samstarfi við
borgina. Núna verður farið í að
skoða það mál alvarlega. Það er
ekki hægt að vinna undir þessu.
Starfsöryggi okkar er ekkert.“ - ktg
Dagforeldrar í Reykjavík ósáttir við misvísandi skilaboð frá yfirvöldum:
Segja starfsöryggi sínu ógnað
LEIKSKÓLABARN Reykjavíkurborg hefur
nú hafið innritun á börnum fæddum í
janúar 2011 í leikskóla.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
HVER ÞREMILLINN! Sendið okkur myndir og upplýsingar um sóðaskap, hirðu-leysi, slysagildrur og fleira. thremillinn@frettabladid.is
Veggjakrotarar voru ekki lengi að setja mark
sitt á nýmálaða veggi í göngunum undir Miklu-
braut við Lönguhlíð. Stutt er síðan göngin voru
máluð.
„Þessi göng eru ásetin og vinsæl hjá þeim sem
hafa verið í veggjakroti. Þau eru nokkuð fjöl-
farin og við höfum viljað koma á betra ástandi
þarna. Nú vinnum við að því,“ segir Guðmundur
Vignir Óskarsson, verkefnastjóri hjá Fram-
kvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar.
„Það var dregið mikið úr fjármagni við hreins-
un eftir hrunið. Það fól í sér að ekki var hreinsað
jafn oft í þessum undirgöngum og áður. Það
hefur komið niður á útliti,“ segir Guðmundur.
Ástandið stendur þó til bóta.
„Nú er verið að vinna að því að koma undir-
göngunum í lag aftur og halda þeim við með
sómasamlegum hætti. Við erum bara að vinna
niður hala í því. En það er krafa borgarinnar að
undirgöngin séu hrein.“
Guðmundur segir mismunandi hversu lengi
veggir haldist hreinir af kroti.
„Ef þetta er málað reglulega dregur verulega
úr veggjakroti og göngin geta haldist mjög lengi
hrein.“ - ktg
Fallegri undirgöng í vændum
VERKSUMMERKI Úðabrúsar, eins og sá sem liggur í þessum
polli, eru títt notaðir til þess að krota á veggi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SPURNING DAGSINS
Páll, þarftu þá ekki að drífa í
að stofna nýtt félag?
„Drífuvinafélagið er það drífandi að
það þarf ekki að dreifa því.“
Páll Reynisson stóð að stofnun Drífuvina-
félagsins sem vann að því að safna 120
haglabyssum sem Jón Björnsson smíðaði
og voru kallaðar Drífur vegna langdrægni
sinnar. Sú síðasta kom í leitirnar fyrir
nokkrum dögum.
Ég skil ekki hvers
vegna við eigum að
borga sérstaklega fyrir þessa
þjónustu þegar allir aðrir fá
hana ókeypis.
TORFI YNGVASON
EIGANDI ARCTIC ADVENTURES