Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 28
3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR24 BAKÞANKAR Erlu Hlynsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. steintegund, 6. hljóm, 8. slunginn, 9. fjallaskarð, 11. voði, 12. vanvirðing, 14. matarsamtíningur, 16. drykkur, 17. atvikast, 18. rölt, 20. tveir eins, 21. ánægjublossi. LÓÐRÉTT 1. kennimark, 3. frá, 4. fugl, 5. bar, 7. árstíð, 10. uppistaða, 13. skraf, 15. keppni, 16. verkur, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. talk, 6. óm, 8. fær, 9. gil, 11. vá, 12. ósómi, 14. snarl, 16. te, 17. ske, 18. ark, 20. ii, 21. kikk. LÓÐRÉTT: 1. lógó, 3. af, 4. lævirki, 5. krá, 7. misseri, 10. lón, 13. mas, 15. leik, 16. tak, 19. kk. Hvað gerðist eiginlega í gær? Eins og ég sagði, þá hrasaði ég niður brekkuna og ofan í ána. En þetta reddaðist. Ég náði taki á tommustokk sem hékk yfir flúðunum. Meidd- irðu þig? Bara aðeins. Ég fékk svolitlar blóð- nasir, nokkrar skrámur og marbletti. ÁSTIN! RIFBEIN! Olnboginn fór úr lið og ég brákaði tvö ... Á ég að blása á bágtið? Sæl. Býrðu hér? Nei. Ég er að koma í heimsókn. Ég sá eitthvað hreyfast en eng- inn svarar þegar ég banka. Það er skrítið. Þú getur skilið pakkann eftir og ég bíð hérna þangað til einhver kemur. Nei! Nei! Nei! Nei! Nei! Nei! Nei! Nei! Jæja. ViÐ þurfum aÐ fara yfir þessa götu, meÐ góÐu eÐa illu! Sjáðu! sjáðu! Hér er ég! HA HA, HA HA Bonk! …ohhh reddot design winner 2011 Einu sinni var pínulítið konungsríki norður í höfum. Þetta var samt ekkert venjulegt konungsríki því þarna hafði átt sér stað lýðræðisbylting og þess vegna fékk þjóðin að kjósa. Eitt sinn, þegar sami konungur hafði ríkt í 16 ár, ákváðu þrjár prinsessur og tveir prinsar, hvert fyrir sig, að steypa honum af stóli. FYRSTAN skal nefna norska prinsinn. Hann sagði tíma til kominn fyrir sig að snúa heim og byggja upp samfélagið í litla ríkinu. „Ég vil leggja hönd á plóg,“ sagði hann með norskum hreim. Lögfræðiprins- essan kom önnur. Hún sagði mikilvægt að drottning landsins væri málsvari mannréttinda og lýðræðis: „Ég er óhrædd á þeim vettvangi.“ Þá var komið að sjónvarpsprinsessunni. Hún sagði að drottning landsins ætti ekki að taka afstöðu í einu eða neinu. „Sameinumst,“ sagði prinsessan. Jarðfræðiprinsinn var fjórði. Hann var sannfærður um að hann gæti beint samfé- laginu „eitthvað á réttari brautir,“ og bætti við: „Ég held að ég geti gert samfé- laginu gagn.“ Baráttuprins- essan var síðust til að gefa kost á sér. Hún sagði kosn- ingarnar snúast um traust. „Ég tel að mjög stór hluti þjóðarinnar treysti mér,“ sagði hún. BRÁTT leið að kjördegi þegar allir þúsund íbúar ríkisins greiddu atkvæði og konung- urinn var endurkjörinn. Hann sagði um sín 530 atkvæði: „Ég er þakklátur fyrir þessa afgerandi niðurstöðu.“ En það voru fleiri þakklátir. LÖGFRÆÐIPRINSESSAN fékk 26 atkvæði. Hún sagðist ekki sjá eftir neinu og þakk- aði fyrir stuðninginn. „Ég er mjög þakk- lát,“ sagði hún. Norski prinsinn var kátur með sín 10 atkvæði. Honum fannst forrétt- indi fyrir sig og konuna sína að taka þátt í kosningabaráttunni: „Vonandi verðum við betra fólk fyrir vikið.“ Baráttuprinsessan fékk 18 atkvæði og var glöð. Hún túlkaði yfirburði konungsins þannig að fólk væri að kjósa með auknu beinu lýðræði: „Það er það sem ég vel að sjá út úr þessu og það vekur með mér von.“ Jarðfræðiprins- inn fékk 86 atkvæði. Hann sagðist fullur eldmóðs eftir baráttuna, vera kominn með „blóð á aðra vígtönnina“ og ætla í fram- tíðinni að verða enn gildari í samfélags- umræðunni. Sjónvarpsprinsessan fékk 330 atkvæði og fannst alveg hreint „frábært að ná þriðjungi atkvæða.“ Hún var þakklát: „Ég get ekki annað en verið glöð.“ ÞAÐ er þannig sem hún endar, sagan af kosningunum í konungsríkinu litla norður í höfum. Prinsarnir sem töpuðu voru himin- lifandi og prinsessurnar sem töpuðu voru himinlifandi. Og öll lifðu þau hamingjusöm til æviloka. „Takk“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.