Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 3. júlí 2012 27
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 03. júlí 2012
➜ Tónleikar
12.15 Björg Þórhallsdóttir sópran,
Elísabet Waage hörpuleikari og Hilmar
Örn Agnarsson orgel/harmóníumleikari
leika íslensk sönglög á tónleikum í
Akureyrarkirkju. Aðgangseyrir er kr.
2.500.
20.00 Tríó Vei spilar á tónleikaröðinni
Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju. Fjöl-
breytt efnisskrá af trúar- og veraldlegum
toga. Aðgangur er ókeypis.
➜ Tónlist
21.00 Hljómsveitin Kex Collective
kemur fram á tónleikum jazztónleika-
raðarinnar á KEX Hostel, Skúlagötu
28. Þeir munu leika grúv-, spuna- og
bræðingstónlist. Aðgangur er ókeypis og
eldhús Kex er opið.
21.00 Karlarnir á tunglinu halda djass-
tónleika á Café Rosenberg. Miðaverð er
kr. 1.000.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Tríó Vei býður upp á fjölbreytta
efnisskrá af trúar- og verald-
legum toga á fjórðu tónleikunum
í tónleikaröðinni Þriðjudagskvöld
í Þingvallakirkju sem haldnir
verða í kvöld. Það eru þau Ingi-
björg Guðjónsdóttir sópran, Val-
gerður Andrésdóttir harmóníum
og Einar Jóhannesson klarínett
sem skipa tríóið.
Í upphafi tónleikanna leika
þau klassísk verk eftir meistara
Schubert og Bach, þá verða og
flutt verk eftir Cherubini og Atla
Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson
og Tryggva Baldvinsson.
Tónleikarnir hefjast klukkan
átta, aðgangur er ókeypis en
frjáls framlög í tónleikasjóð
kirkjunnar eru vel þegin.
Tríó Vei
leikur í Þing-
vallakirkju
ÞINGVALLAKIRKJA Tríó Vei flytur fjöl-
breytta tónlist þar í kvöld.
Helga Þórdís Guðmunds-
dóttir ríður á vaðið í
hádegis tónleikaröð Krists-
kirkju í sumar. Þar verður
orgelandakt í hádeginu á
hverjum miðvikudegi í júlí
og ágúst eins og undan-
farin þrjú sumur. Tón-
leikarnir hefjast klukkan
tólf og standa í hálftíma og
er aðgangur ókeypis.
Helga Þórdís hefur starf-
að sem organisti Ástjarnar-
kirkju í Hafnarfirði frá
árinu 2007 og vinnur nú
að uppbygginu barna- og
kirkjukóra þar. Helga Þór-
dís stundaði orgelnám hjá
Herði Áskelssyni veturinn
1993-1994, lauk kirkjuorgan-
istaprófi frá Tónskóla Þjóð-
kirkjunnar vorið 2008 og
framhaldsprófi í orgelleik
vorið 2009 með Guðmund
Sigurðsson sem kennara.
Hún lauk síðan kantorsprófi
2010 og einleiksáfanga og
burtfararprófi vorið 2011
með Björn Steinar Sólbergs-
son sem kennara. Áður hafði
hún lokið píanókennaraprófi
og burtfararprófi í píanó-
leik frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík.
Orgelandakt í Kristskirkju
HELGA ÞÓRDÍS
GUÐMUNDSDÓTTIR
Sumarganga verður um Viðey í
kvöld, 3. júlí og í henni býðst gestum
færi á að kynna sér sögu eyjarinnar.
Örlygur Hálfdanarson bókaút-
gefandi mun leiða gönguna en hann
er fæddur og uppalinn í Viðey og
þekkir eyjuna gerst manna.
Saga Viðeyjar er merk og nær allt
frá landnámstíð til dagsins í dag og
þar hafa búið menn sem hafa haft
mikil áhrif á sögu Reykjavíkur og
landsins alls.
Frásögn Örlygs er fræðandi og
skemmtileg og alltaf stutt í kímnina
hjá þessum sagnameistara.
Gangan hefst klukkan 19.30 við
Viðeyjarstofu og tekur eina og hálfa
til tvær klukkustundir. Ferjan fer
frá Skarfabakka klukkan 19.15.
Örlygur þekkir Viðey
VIÐEY Saga Viðeyjar nær frá landnáms-
tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hið virta sænska neytendablað Råd & Rön gerði fyrir stuttu úttekt á
uppþvottavélum frá ýmsum framleiðendum og lagði mat sitt á þær.
Siemens uppþvottavélin SN45M205SK* kom þar einstaklega vel út og
hlaut 1. sætið. Hún þykir þvo og þurrka á sérlega skilvirkan og
áhrifaríkan hátt (Råd & Rön, apríl 2012). Matið var byggt á nokkrum
þáttum, m.a. hve vel vélin þvær óhreint leirtau, þvottatíma, þurrkun,
orkunotkun, vatnsnotkun og hversu hátt heyrist í henni. Þessi upp-
þvottavél er í ecoPLUS-flokknum hjá Siemens, en í honum eru aðeins
mjög sparneytin heimilistæki.
*Einnig fáanleg í stáli.
Smith & Norland er rótgróið fyrirtæki sem veitir góða þjónustu
og býður vandaðar vörur á góðum kjörum.
Umboðsmenn um allt land.
www.sminor.is
Siemens uppþvottavélar fá hæstu einkunn
þriðja árið í röð!
GÓÐ KAUP