Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 10
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR10 Frá kr. 34.950 Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin til Mallorca í sumar. Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Mallorca 24. júlí í 14 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur. 2 fyrir 1 til Mallorca 24. júlí Verð kr. 34.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 24. júlí í 14 nætur. Netverð á mann. Verð áður kr. 69.900. Verðdæmi fyrir gistingu: kr. 41.000 á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn á Cala D´Or Park 24. júlí í 14 nætur. Verð á mann m.v. tvo fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi kr. 90.000 í 14 nætur. Nýting nýrrar tækni við gasvinnslu í Bandaríkjun- um hefur aukið gasframboð þar í landi með tilheyrandi lækkun á verði. Þá hefur Evrópusambandið ákveð- ið að undanskilja stóriðju í samkeppni frá kolefnis- skatti. Lægra raforkuverð á mörkuðum hægir á stefnu Landsvirkjunar um upp- byggingu á hærra verði. Öfugt við það sem lengi hefur verið talið víst hefur raforkuverð á fjölmörgum mörkuðum lækkað. Gengið hefur verið út frá því sem óumflýjanlegri staðreynd að raf- orkuverð muni hækka, í takt við minna framboð á olíu, aukinn kostnað við að ná í hana og lokun kjarnorkuvera. Ný aðferð við gasframleiðslu hefur hins vegar aukið framboð á ódýru gasi, sér- staklega í Bandaríkjunum. Aðferðin kallast „fracking“ á ensku og gengur út á að bora láréttar holur. Kemísku vatni og sandi er síðan dælt ofan í holurn- ar og þegar þrýstingi er sleppt af þeim heldur sandurinn sprungun- um opnum svo úr þeim má vinna gas. Þessi aðferð hefur sína galla, oftast eru vinnslusvæðin frekar lítil, borunin getur framkallað jarðskjálfta og vegna þess hve grunnt er er hætta á mengun grunnvatns. Það gerðist í Banda- ríkjunum þar sem hægt var að kveikja í vatninu sem kom úr krönum á heimilum. Vinnsluaðferðin hefur hins vegar aukið gasframboð umtals- vert og lækkað verð í Bandaríkj- unum. Hagfræðingurinn Philip K. Verleger Jr. segir, í grein í Fin- ancial Times, að aðferðin og fleiri tækninýjungar hafi stuðlað að 1% hagvexti í bandarísku hagkerfi. Undanþága frá álögum Evrópusambandið hefur komið á kolefnisskatti. Mengandi fyr- irtæki þurfa að kaupa sér kvóta vegna útblásturs gróðurhúsaloft- tegunda. Kerfið hefur ekki skilað því sem því var ætlað og kemur þar margt til. Fjölmargar undan- þágur voru veittar frá því í upp- hafi og þá hefur verðið verið lágt, er nú í kringum 7 evrur á hvert tonn. Talið er að það þurfi að vera á milli 20 og 30 evrur til að virka hvetjandi á fyrirtæki varðandi mengunarmál. Þá hefur ESB ekki tekist að fá önnur lönd til að taka upp sambærileg kerfi, sem hefur áhrif á samkeppnisstöðu fyrir- tækjanna. Um áramót tekur þriðji fasi kerfisins við og á það að ná yfir allan iðnað. ESB hefur hins vegar samþykkt að undanskilja þann iðnað sem er í alþjóðlegri sam- keppni og á það við um málm- framleiðslu, svo sem álver. „Talið er að ef það verði ekki gert og álögur settar á þennan iðnað sé hætta á því að hann flytji sig einfaldlega til landa sem eru með hagstæðara umhverfi,“ segir Gunnar Tryggvason, formaður nefndar um mögulega lagningu sæstrengs. „Ef iðnaður sem staðsettur er í Evrópu flýr álögurnar og fer til landa sem taka ekki þátt í kerf- inu hefur baráttan neikvæð áhrif. Það er kallað kolefnisleki (e. car- bon leakage).“ Undanþágurnar stuðla að lægra verði og þar sem raforkuverð er gjarnan tengt álverði hefur það áhrif á það líka. Opna gamlar verksmiðjur Landsvirkjun hefur þá stefnu að hækka raforkuverð miðað við það sem hefur viðgengist til stóriðju. Viðmiðunarverð fyrirtækisins er 43 dollarar á megavattsstund, sem er nokkru hærra en býðst í Bandaríkjunum, svo dæmi sé tekið, í dag. Ragnar Guðmundsson, for- stjóri Norðuráls, segir að Century Aluminium, eigandi fyrirtækis- ins, sé að opna að nýju verksmiðju í Virginia-ríki, en henni var lokað árið 2009. Hann efast um verð- stefnu Landsvirkjunar. „Það er vaxandi umræða um þetta í kringum mig og á meðal þingmanna einnig um að hún minni á nýju fötin keisarans. Menn séu að tala sig upp í ein- hverja tóma vitleysu, en svo sé raunveruleikinn bara allt annar. Þó að horfur séu kannski ágætar eru þær ekki alveg jafn góðar og menn vildu vera láta. Menn tóku þróun á stuttum tíma og reiknuðu hana fram í tím- ann. Það er svipað og við hefðum tekið þróun efnahagsmála hér árið 2007 og framreiknað hana.“ Ragnar segir að verðið sem Century stendur til boða í Banda- ríkjunum séu lægra en Lands- virkjun býður upp á. „Fyrir álver erum við að horfa á 30 til 35 doll- ara.“ Horft til lengri tíma Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fullyrðir hins vegar að fyrirtækið bjóði lang- besta verðið. Líta verði til lengri tíma og enginn byggi verksmiðju án þess að fá 15 ára samning. „43 dollarar eru viðmiðunar- verð hjá okkur og síðan afslátt fyrstu 5 árin vegna markaðsað- stæðna. Það er langbesta verðið sem menn fá nokkurs staðar.“ En hefur hann ekki áhyggjur af því að fyrirtæki verði áfram í Bandaríkjunum, vegna lágs verðs, eða reisi nýjar verksmiðj- ur þar? „Við bjóðum 43 dollara í 15 ár, en þessi verð upp á 30 til 40 doll- ara eru bara út árið og fást ekki einu sinn í 5 ára samninga.“ Hörð- ur bendir á að gasið fáist fyrir ekki neitt í dag, þar sem offram- boð sé á því. Það sé hins vegar til skamms tíma og geti breyst. „Áhrifin eru helst þau að menn fresta lokunum á fyrirtækj- um í Bandaríkjunum og ákveða kannski að opna gamla verk- smiðju. En menn ákveða ekki að byggja nýjar verksmiðjur.“ Gunnar segir að Ísland keppi við Kanada og Miðausturlönd, og að einhverju leyti Noreg, þegar kemur að því að laða að fyrir- tæki á faraldsfæti. Þá hafi niður- greiddur markaður í Bandaríkj- unum einnig áhrif. „Það sem getur gerst er að orkufrekur iðnaður þarf ekki lengur að flýja að heiman, þetta mun hægja á þeirri þróun. Það getur haldið óhagkvæmum ein- ingum opnum lengur. En þegar menn fara í umhverfisvænni verkefni munu þeir leita annað.“ FRÉTTASKÝRING: Framtíðarhorfur raforkuverðs Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Raforkuverð lækkar á mörkuðum KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Landsvirkjun hefur tekið upp nýja verðstefnu og hækkað verðið frá því sem var, til dæmis varðandi raforku úr Kárahnjúkavirkjun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HÖRÐUR ARNARSON RAGNAR GUÐMUNDSSON Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir Ísland að mörgu leyti óhagstætt, bæði fyrir stóriðju og gagnaver. Landið hafi í raun ekki upp á neitt að bjóða nema ódýra orku, það sé langt úti á ballarhafi, háð ástandi á sæstrengj- um þegar kemur að gagnaverum og þá vanti sérhæft vinnuafl í þeim geira. „Það hefur ákveðna ókosti að vera svona langt í burtu frá öllu. Olíuverð hefur hækkað sem þýðir að flutningar á hráefni til landsins eru dýrari og flutningar á afurðum til markaða einnig. Ef gagnaver getur staðsett sig í Bandaríkjunum þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af nettengingu við umheiminn fara þeir varla að borga 40 til 50 dollara fyrir orkuna hér, ef þeir geta fengið hana á 30 til 40 heima fyrir,“ segir Ragnar. Hann segir menn sjá verðin 5 til 10 ár fram í tímann, sem dugi gagnaverum vel. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir gott svigrúm til hækkana raforkuverðs hér á landi. „Við höfum hins vegar alltaf sagt að við ætlum að vera 30 til 50% undir Evrópuverðinu. Við erum það langt frá því í dag að það kemur ekkert í veg fyrir að við séum að hækka verðið.“ Hár flutningskostnaður hefur áhrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.