Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 20
20 12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR
Sá sem hlýtur um 85.000 atkvæði frá 235.000 kjósendum er lög-
lega kjörinn forseti Íslands, að því
gefnu að aðrir hljóti líka atkvæði
og um 30% kjósenda greiði ekki
atkvæði. Hefur hann þá umboð
þjóðarinnar? Já, samkvæmt lýð-
ræði og lögum. En í reynd er það
fremur formlegt en raunverulegt
því meirihlutinn er allur annar. Í
því ljósi er vafasamt að skilgreina
sem svo að umboðið sé „umboð
þjóðarinnar til að halda áfram
lýðræðisbyltingu“ sem á að hafa
hafist með beitingu málskotsrétt-
ar og tilheyrandi þjóðaratkvæða-
greiðslum. Einkum ef viðtekin
stefna þessarar byltingar er ekki
til; aðeins almennur vilji fólks til
beinna og skilvirkara lýðræðis.
En sá veldur sem á heldur og
Ólafur Ragnar Grímsson beit-
ir þessari skilgreiningu og skil-
greinir um leið einn og sjálfur
hvert halda skuli. Hann vill, eins
og ég margoft benti á í kosninga-
starfinu, taka þátt í umræðu um
„stóru málin“ með eindregn-
ar skoðanir, líka með og á móti,
ella veit hann ekki að eigin sögn
til hvers forsetinn er nýtur. Með
þessum hætti blandar hann sér
beint sem eins manns stjórnmála-
flokkur í umræður í samfélaginu
jafnt og á Alþingi enda þótt hann
hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræð-
unum að hlutverk forsetans fælist
ekki í að blanda sér í umræður á
þingi. Sem sagt: Með eða á móti
krónunni, með eða á móti aðild að
ESB, með eða á móti endurskoð-
un stjórnarskrár með þessu eða
hinu innihaldinu eða á einum eða
öðrum tímapunkti, og með eða á
móti einhverjum aðgerðum til að
auka traust Alþingis. Fleira má
flokka sem „stór mál“.
Ýmsir ganga fram og telja Ólaf
Ragnar hafa með þessu og þrefaldri
beitingu málskotsréttar breytt emb-
ættinu til frambúðar og jafnvel að
hann geti gengið lengra án þess að
brjóta stjórnarskrána. Sannarlega
er breytingin ekki til frambúðar
nema til komi vilji raunverulegs
meirihluta til slíks og breytingar á
stjórnarskrá. Plaggið er nú bærilega
skýrt að þessu leyti og gerir ekki
ráð fyrir að forseti sé fjórða hjól
undir vagni með sérstaka utanríkis-
stefnu, orkumálastefnu, umhverfis-
stefnu, heilbrigðisstefnu, stefnu um
innihald stjórnarskrár eða leiðir og
réttan tíma til að semja hana og svo
framvegis. Hvað endurskoðun henn-
ar allrar eða hluta leiðir um síðir í
ljós er önnur saga. Með því að tala
og hegða sér öndvert við Ólaf Ragn-
ar og halda í heiðri skynsömum
notum málskotsréttar (sem varla
var unnt að beita áður fyrr vegna
hótana um stjórnarslit) væri emb-
ættið látið virka á ný sem embætti
þjóðkjörins trúnaðarmanns mikils
meirihluta fólks; manns sem lang-
flestir geta bent á og sagt: Þetta er
forsetinn minn.
Hann byggir brýr en grefur ekki
skurði. Auðvitað tekur þessi forseti
þátt í umræðum um „stóru málin“.
Hann er hvetjandi, fundvís á verk-
efni til að ræða, setur fram nýja
fleti á málefnum, greinir mót- og
meðrök og kallar eftir lausnum,
hvetur til að verkefni verði sett á
dagskrá og þannig má telja áfram.
Hann útskýrir utanríkisstefnu
samstarfsflokka sem skipa ríkis-
stjórn hverju sinni og gerir grein
fyrir minnihlutaáliti um leið. Hann
er forsetinn þinn en ekki einstakra
og ólíkra fylkinga eftir málefnum
hverju sinni.
Ef haldið er áfram að knýja for-
setaembættið út fyrir ramma upp-
lýstrar umræðu þar sem forsetinn
er leiðandi, sættandi og skýrandi,
verður það smám saman að allt
öðru en þjóðareign. Ef vilji er fyrir
annars konar forsetaembætti, í lík-
ingu við það franska eða banda-
ríska, er slíkt áskorun um upp-
stokkun á stjórnarskránni og tilefni
til langrar og vandaðrar vinnu.
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í
aðdraganda og í kjölfar nýafstað-
inna forsetakosninga. Meðal ann-
ars skrifaði Skúli Magnússon, dós-
ent við lagadeild Háskóla Íslands,
grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar
sem hann fjallaði stuttlega um stöðu
og valdsvið forseta Íslands sam-
kvæmt stjórnarskrá.
Í greininni vísaði Skúli m.a. til
þeirrar kenningar sem Svanur
Kristjánsson prófessor hefur sett
fram um að forseti geti með tiltekn-
um hætti, einhliða, sett af sitjandi
forsætisráðherra og ríkisstjórn og
skipað nýja og að nýr forsætisráð-
herra, þannig skipaður, geti síðan
með lögmætum hætti gert tillögu til
forseta um þingrof og nýjar kosn-
ingar. Telur Skúli að slík atburða-
rás geti fræðilega átt sér stað innan
ramma núgildandi stjórnskipunar.
Af þessu tilefni er ástæða til að
árétta að ákvörðun um að veita for-
sætisráðherra og ríkisstjórn hans
lausn frá störfum er stjórnarathöfn
með sama hætti og skipun forsætis-
ráðherra. Slíkar athafnir getur for-
seti ekki viðhaft nema með atbeina
ráðherra eins og kunnugt er, sbr.
13., 15. og 19. gr. stjórnarskrárinn-
ar. Það leiðir af eðli máls, auk þess
sem fyrir því er skýr stjórnskipun-
arvenja, að nýr forsætisráðherra
verður ekki skipaður nema sá sem
fyrir situr hafi áður beðist lausnar
frá því embætti. Af þessari reglu
leiðir að það er sitjandi forsætis-
ráðherra á hverjum tíma sem einn
hefur rétt til að gera tillögu til for-
seta Íslands um lausn sína eða ann-
arra ráðherra frá embætti.
Sitjandi forsætisráðherra er hins
vegar bundinn af þingræðisregl-
unni í þessum efnum en samkvæmt
henni er honum skylt að biðjast
lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt
ef Alþingi samþykkir vantraust á
hann eða ríkisstjórn hans. Í öðrum
tilvikum er það alfarið undir mati
forsætisráðherra sjálfs komið hvort
og hvenær hann biðst lausnar. Það
er fyrst þegar lausnarbeiðni er fram
komin sem vald forseta á þessu
sviði verður virkt, þ.e. valdið til að
úthluta stjórnarmyndunarumboði
og skipa nýjan forsætisráðherra.
Við meðferð þess valds verður for-
seti ætíð að gæta að vilja þjóðþings-
ins samanber áður nefnda grund-
vallarreglu stjórnskipunar okkar,
þingræðisregluna.
En aftur að þeirri ályktun Skúla
að sú atburðarás geti fræðilega
átt sér stað sem kenning Svans
lýsir. Þau tilvik eru kunn í okkar
stjórnskipunarsögu að nauðsyn-
legt hefur þótt að víkja frá gildandi
stjórnskipan. Nægir þar að nefna
þingsályktanir sem Alþingi sam-
þykkti árið 1940 við þær aðstæður
að óvinveittur her hafði hernumið
Danmörku í seinni heimsstyrjöld-
inni. Í þeim fólst einhliða ákvörðun
Alþingis um að flytja konungsvald-
ið í málefnum Íslands, samkvæmt
stjórnarskrá, heim frá Danmörku
og fela það sérstökum ríkisstjóra.
Þessar ákvarðanir áttu sér ekki
stoð í þágildandi stjórnarskrá en
voru engu að síður taldar gildar
vegna þeirra neyðarréttaraðstæðna
sem uppi voru.
Fræðilega má sjá fyrir sér þær
aðstæður að sitjandi forsætisráð-
herra geri sér svo illa grein fyrir
stöðu sinni og skyldum að hann
neiti að biðjast lausnar, enda þótt
Alþingi Íslendinga hafi lýst van-
trausti á hann. Yrði hann þá ber
að broti á stjórnskipunarreglum
landsins. Fallast má á að við slíkar
aðstæður kynni forseti Íslands að
hafa heimild, með vísan til þingræð-
isreglunnar og á grundvelli stjórn-
skipulegs neyðarréttar, að taka ein-
hliða ákvörðun um að veita sitjandi
forsætisráðherra lausn frá emb-
ætti og skipa nýjan. Meginatriðið
er hins vegar að undir öllum eðli-
legum kringumstæðum yrði litið
svo á að einhliða ákvörðun forseta
Íslands um skipun nýs forsætisráð-
herra án þess að fyrir lægi lausnar-
beiðni frá sitjandi forsætisráðherra
væri markleysa ein og ógild, sbr. 19.
gr. stjórnarskrárinnar. Sama myndi
gilda um aðrar ákvarðanir forseta
sem teknar kynnu að vera með
atbeina slíks aðila.
Með þessum
hætti blandar
hann sér beint sem eins
manns stjórnmálaflokkur
í umræður í samfélaginu
jafnt og á Alþingi …
Það var við því að búast að umræður sköpuðust um tillög-
ur í samkeppni sem er nýlega lokið
um Ingólfstorg og Kvosina. Þetta
er hjarta Reykjavíkur og staður
sem flestum er annt um og láta sig
varða.
Það er kannski ekki venjan að
höfundar verðlaunatillögu blandi
sér í eðlilegar umræður sem skap-
ast um verk þeirra, en þegar fram
koma ámæli frá kollega eins og
„2007“, „ofuráætlanir“, „framandi
byggingarstíll“, „smágert hús borið
ofurliði“ þá hljótum við að standa
upp og verja hendur okkar.
Umræða um skipulagsmál hefur
einkennst af því að ýmsir hópar
sameinast um að vera á móti flest-
um tilraunum til að breyta borg-
inni. Umræðunni ber að fagna á
meðan hún er málefnaleg. Það er
aldrei hægt að gera svo öllum líki.
Það er grein Björns Stefáns
Hallssonar arkitekts í Fbl. 6. júlí
sl. sem hreyfir við okkur nú, þar
sem okkur finnst vegið að okkar
vinnu og fjölda manna sem komu
að samkeppninni.
Reykjavíkurborg, ásamt lóðar-
hafa, ákveður að efna til alþjóð-
legrar samkeppni um lausn á þessu
viðkvæma svæði í hjarta Reykja-
víkur. Haldin er tveggja þrepa
samkeppni, þar sem fyrra þrep
snýst um skipulag og heildarmynd
og seinna þrep er framkvæmdar-
keppni, þar sem kafað er nánar í
útfærslur. Í samkeppnina berast
68 tillögur, víða að úr heiminum.
Þetta er ein mesta þátttaka í sam-
keppni á Íslandi sem um getur. Úr
þessum 68 tillögum voru valdar
5 til frekari vinnslu þar sem ein
verður hlutskörpust að lokum.
Dómnefndarmenn voru sjö tals-
ins; 4 skipaðir af Reykjavíkur-
borg, 3 skipaðir af Arkitektafélagi
Íslands. Ráðgjafar dómnefndar
voru skipulagsstjórinn í Reykjavík,
borgarminjavörður, forstöðumaður
Húsafriðunarnefndar Reykjavíkur
og þekktur norskur arkitekt. Dóm-
nefnd hélt 40 fundi á dómstíma.
Okkur er til efs, að faglegar hafi
verið staðið að samkeppni á Íslandi
en hér var gert. Þegar upp er stað-
ið liggja þúsundir vinnustunda að
baki verkefninu.
Góður undirbúningur trygg-
ir samt ekki góða lausn segir
kannski einhver. Það er alveg rétt,
það „tryggir“ ekki hina fullkomnu
lausn. En þá spyr maður sig; er hún
til?
Tillögu okkar má skipta í nokkra
þætti.
• Ingólfstorg: Við gerum ráð fyrir
nýbyggingu „á grunni“ Hótel
Íslands sem brann árið 1944. Með
því endursköpum við Veltusund
(sem var „sund“ fyrir 1944) og
Vallarstræti, sem tengdi Austur-
völl og Grjótaþorp frá upphafi
byggðar í Reykjavík. Við minnk-
um ekki torgið svo nokkru nemi
með nýbyggingunni, þar sem til-
lagan gerir ráð fyrir að skyndi-
bitastaðirnir við norðanvert torgið
verði fjarlægðir og nær torgið þá
að Fálkahúsi, sem verður ein hlið
torgsins.
• Byggð við Vallarstræti: Við
gerum ráð fyrir að núverandi
hús standi eins og þau gera nú, að
öðru leyti en því að við fjarlægjum
umbúðirnar um skemmtistaðinn
Nasa. Við byggjum ný hús (reynd-
ar hærri hús) á milli húsanna í
anda eldri byggðar með versl-
un og þjónustu á öllum hæðum.
Skemmtistaðinn endurbyggjum
við í einni nýbyggingunni í sömu
málum og hlutföllum og núverandi
skemmtistaður og gerum jafnvel
ráð fyrir að endurnýta gömlu inn-
réttingarnar.
• Landsímahúsið: Landsímahúsið
nýtum við sem hótel. Sögu Land-
símans í húsinu er lokið og finna
þarf því annað hlutverk. Auðvitað
má deila um hvort hótel er rétta
starfsemin en óneitanlega er það
skemmtilegra en skrifstofuhús sem
„deyr“ kl. 17.00 á hverjum degi.
Guðjón Samúelsson teiknaði elsta
hluta hússins sem er ein höfuð-
prýði við Austurvöll. Á sínum tíma
skrifaði Helgi Hjörvar útvarpsþul-
ur grein í Morgunblaðið þar sem
hann gagnrýndi staðsetningu húss-
ins og hvatti til þess að það yrði
rifið vegna þess að það spillti feg-
urð miðborgarinnar! Síðari tíma
viðbyggingar við Landsímahúsið
(1966 og 1967) voru líka umdeilan-
legar en hafa að sjálfsögðu skap-
að sér sess í hugum landsmanna,
hver tími setur sín spor á umhverf-
ið. Við opnum húsið að Austur-
velli þannig að í framtíðinni verð-
ur svipað mannlíf við þessa hlið
torgsins eins og er á öðrum hlutum
þess í dag. Götuhæð Landsímahúss
verður almenningsrými með veit-
ingum og verslunum. Það er mis-
skilningur (kannski framsetningu
okkar að kenna) að við hækkum
Landsímahúsið um eina hæð.
• Nýbygging við Kirkjustræti:
Í tillögu okkar er gert ráð fyrir
nýbyggingu við Kirkjustræti.
Byggingin tengist Landsíma-
húsinu en fær sjálfstætt yfir-
bragð. Húsið er 4 hæðir þar sem
4. hæðin er að hluta til inndreg-
in. Þessi bygging er innan sam-
þykkts deiliskipulags frá 9. ára-
tug síðustu aldar. Úr því verið er
að tala um „ofuráætlanir“, þá er
nýtingarhlutfall í tillögu okkar
lægra en rúmast innan umrædds
deiliskipulags.
Almennt má segja um tillögu
okkar að við reynum að mæta ólík-
um sjónarmiðum og tengja saman
sundurlausa byggð og skapa heild-
armynd. Við reynum líka að skapa
umgjörð um blómlega starfsemi,
starfsemi sem hæfir miðborg
Reykjavíkur. Það höldum við að
allir hafi sem markmið, hvar í
sveit sem þeir skipa sér í afstöðu
til tillögu okkar.
Ingólfstorg-Kvosin, skipulag 2012
Um skipun og lausn ráðherra
Forsetinn minn
Skipulagsmál
Gunnar Örn Sigurðsson
Páll Gunnlaugsson
Valdimar Harðarson
Þorsteinn Helgason
ASK arkitektar, höfundar 1.
verðlaunatillögu í samkeppni um
Ingólfstorg og Kvosina.
Forsetaembættið
Ágúst Geir
Ágústsson
lögfræðingur og
stundakennari í
stjórnskipunarrétti við
Háskólann á Bifröst
Forsetaembættið
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur og
rithöfundur