Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 48
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR40
sport@frettabladid.is
GOLF Blíðskaparveður verður
á Hvaleyrinni á morgun þegar
keppni hefst í European Chal-
lenge Trophy. Þar mun íslenska
landsliðið etja kappi við Belga,
Englendinga, Hollendinga, Portú-
gala, Rússa, Serba og Slóvaka.
Sterkar þjóðir og aðeins þrjár
komast á EM í Danmörku. Leik-
inn verður höggleikur þar sem
fimm bestu skor af sex gilda hjá
hverju liði. Leiknir verða þrír
hringir.
„Það eru allir tilbúnir í slaginn
hjá okkur. Það þekkja líka allir
völlinn vel og það vonandi hjálp-
ar okkur að vera á heimavelli. Það
ætti að gera það. Það eru ákveðn-
ar holur í hrauninu þar sem hjálp-
ar að þekkja vel,“ sagði landsliðs-
þjálfarinn Úlfar Jónsson, sem
setur markið hátt.
„Markmiðið er að ná einu af
þessum þrem efstu sætum sem
koma okkur inn á EM. Það er
raunhæft mat að mínu mati. Við
erum vissulega að mæta sterkum
þjóðum og mjög sterkir kylfingar
á mótinu,“ sagði Úlfar.
Íslensku strákarnir mæta allir
í fínu formi til leiks enda nýbúnir
með meistaramót í sínum klúbb-
um.
„Þar léku þeir allir vel. Ef þeir
halda dampi og spila áfram eins
og þeir hafa verið að gera þá er
ég mjög vongóður um að ná þessu
markmiði.“
Það hefur verið einmunablíða í
Hafnarfirðinum síðustu daga þó
svo það blási meira á Hvaleyrinni
en á flestum öðrum stöðum á höf-
uðborgarsvæðinu.
Úlfar viðurkennir að það væri
hans liði líklega ekkert í óhag ef
veðrið myndi aðeins versna enda
strákarnir vanir því að leika
Hvaleyrarvöll í öllum veðrum.
„Það er aðeins búið að blása og
má gera ráð fyrir að verði meira
af því. Það væri ekki verra ef það
myndi blása aðeins meira. Það
myndi hjálpa okkur líklega en við
erum samt tilbúnir í hvað sem er
og tökum þeim aðstæðum sem
boðið verður upp á hverju sinni,“
sagði þjálfarinn brattur.
Búið er að setja upp heimasíðu
fyrir mótið þar sem hægt verður
að fylgjast með gangi mála alla
keppnisdagana. Slóðin á hana er
emcht.golficeland.org.
henry@frettabladid.is
ANÍTA HINRIKSDÓTTIR, frjálsíþróttakona úr ÍR, stórbætti í gær eins dags gamalt Íslandsmet sitt í 800
metra hlaupi í undanúrslitum á heimsmeistaramóti unglinga 19 ára og yngri í Barcelona. Aníta kom í mark á
tímanum 2:03,15 og bætti met sitt frá því á þriðjudag um 1,59 sekúndu. Aníta, sem er aðeins 16 ára gömul,
keppir í úrslitum í kvöld klukkan 19.15 í beinni útsendingu á Eurosport.
Íslenska landsliðið
Svona lítur lið okkar manna út:
Andri Þór Björnsson GR
Guðjón Henning Hilmarsson GKG
Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR
Haraldur Franklín Magnús GR
Kristján Þór Einarsson GK
Ólafur Björn Loftsson NK
Ekki verra ef það færi að blása
Íslenska karlalandsliðið í golfi leikur á heimavelli í European Challenge Trophy sem hefst á Hvaleyrarvelli
í dag. Þar munu átta Evrópuþjóðir berjast um þrjú laus sæti á í Evrópumóti karlalandsliða sem fram fer í
Danmörku á næsta ári. Landsliðsþjálfarinn, Úlfar Jónsson, segir stefnuna setta á að komast þangað.
LANDSLIÐIÐ Strákarnir okkar í golflandsliðinu eru tilbúnir að byrja mótið á Hvaleyrinni. Frá vinstri: Ólafur Björn, Haraldur Franklin,
Guðjón Henning, Kristján Þór, Andri Þór og Guðmundur Ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SUND Ein besta sundkona Íslands
undanfarin ár, Ragnheiður
Ragnarsdóttir, komst ekki inn á
Ólympíuleikana í London en hún
hefur tekið þátt í síðustu tveimur
leikum.
„Ég er löngu búin að jafna mig
á þessu. Það var smá óþægileg
bið hvort ég kæmist inn í 100
metra skriðsundi en það gekk
ekki. Ég var að einbeita mér að
50 metra sundinu en það þurfti
A-lágmark til þess að komast inn
í það sund. Svona er þetta stund-
um,“ sagði Ragnheiður jákvæð en
hvað tekur nú við hjá henni?
„Ég er ekki hætt. Ég ætla engu
að síður í langþráð og gott frí. Ég
veiktist í vetur út af ofþjálfun og
þau veikindi höfðu áhrif á minn
árangur. Það er því kominn tími til
að leyfa líkamanum að hvíla sig.“
Ragnheiður segist ekki hafa
farið í almennilegt frí síðan hún
fótbrotnaði árið 2004.
„Ég held ég kunni ekkert að
fara í frí. Ég sef fyrst mikið og
svo verður maður hundfúll og vill
komast á æfingu. Ég mun halda
mér í formi en það kemur ekki til
greina að keppa á næstunni,“ sagði
hin 27 ára gamla Ragnheiður en
hún ætlar að koma aftur af krafti
er hún ákveður að snúa til baka.
„Ég er ekki sátt við að hætta
svona. Hvenær ég byrja aftur af
alvöru er óákveðið. Það getur vel
verið að ég verði í fríi í eitt til
tvö ár. Það kemur bara í ljós. Ég
er ekki orðin of gömul í þetta og
þegar ég kem aftur verður það af
krafti.“ - hbg
Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir komst ekki inn á ÓL en ætlar samt ekki að setja sundbolinn á hilluna:
Verð kannski í fríi frá sundi í eitt til tvö ár
Í PEKING Ragnheiður synti á ÓL í Peking
og einnig í Aþenu árið 2004.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Joao
Havelange þáði yfir 200 milljónir
íslenskra króna í mútur frá sviss-
neska markaðsfyrirtækinu ISL
á meðan hann gegndi embætti
forseta Alþjóðaknattspyrnusam-
bandsins FIFA. Það fékkst stað-
fest þegar gögn úr tveggja ára
gömlu dómsmáli á hendur honum
og Ricardo Teixeira voru afhent
fjölmiðlum í gær.
Teixeira, sem hætti setu í
framkvæmdaráði FIFA á árinu,
þáði 1,7 milljarða íslenskra króna
í mútur í starfi sínu hjá FIFA.
Brasilíumennirnir greiddu um
740 milljónir íslenskra króna í
skaðabætur fyrir tveimur árum
gegn því að málið yrði látið niður
falla.
Hávær umræða hefur verið um
spillingu innan FIFA undanfarin
ár sem fékkst loks staðfest í gær.
Einnig kemur fram í gögnunum
að Sepp Blatter, núverandi forseti
FIFA, hafi vitað um mútugreiðsl-
una til Havelange árið 1997 sem
fyrir mistök var lögð inn á reikn-
ing FIFA og þaðan millifærð á
persónulegan reikning Have-
lange.
Havelange gegndi embætti for-
seta FIFA frá 1974-1998. - ktd
Havelange gjörspilltur:
Spilling innan
FIFA staðfest
FORSETAR Sepp Blatter, núverandi for-
seti FIFA (t.v.) og Joao Havelange á góðri
stundu. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Karlalið Selfoss í Pepsi-
deild karla hefur samið við
norska miðvörðinn Bernard Pet-
rus Brons. Frá þessu er greint á
fréttavefnum Sunnlenska.is.
Brons er ætlað að fylla í skarð
fyrirliðans Stefáns Ragnars Guð-
laugssonar sem meiddist illa í
deildarleik gegn Stjörnunni á
dögunum. Þá heldur Agnar Bragi
Magnússon utan til náms um
miðjan ágúst.
Selfoss er í næstneðsta sæti
deildarinnar með átta stig. Liðið
vann síðast deildarleik 21. maí og
féll úr bikarnum gegn 1. deildar-
liði Þróttar í síðustu viku. - ktd
Selfyssingar fá miðvörð:
Brons til Selfoss