Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 12
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR12 12
hagur heimilanna
Með innleiðingu örgjörva-
korta þurfa korthafar ekki
lengur að láta kort sitt af
hendi þegar greitt er fyrir
vörur og þjónustu. Þeir
stinga einfaldlega kortinu
í posann og staðfesta við-
skiptin með því að slá inn
pinnið sitt í stað þess að
skrifa undir.
Pinnafgreiðslumáti var tek-
inn upp til að auka öryggi í við-
skiptum með greiðslukort og
hefur reynslan af honum erlend-
is verið jákvæð. „Við erum núna
að taka upp þessar öryggisráð-
stafanir eins og gert hefur verið
í nágrannalöndum okkar á undan-
förnum árum. Öryggisráðstafan-
irnar fyrir korthafa byggjast á því
að þeir haldi kortinu sínu og pinn-
inu aðgreindu. Ef einhver stelur
kortinu og reynir að nota það á
sölustað getur hann illa athafnað
sig nema hann hafi pinnið. Þess
vegna er mikilvægt að gæta vel
að pinninu sínu,“ segir Sigurður
Hjalti Kristjánsson, ráðgjafi hjá
Capacent sem stýrir verkefninu
Pinnið á minnið.
Sigurður segir nýja afgreiðslu-
mátann öruggari. „Hér á landi
hefur verið hægt að fara með
hvaða kort sem er á suma sölu-
staði. Eftir því sem sölustöðum
með örgjörvaposa fjölgar verður
erfiðara fyrir óprúttna aðila að
athafna sig.“
Á heimasíðu Valitor segir að
svik með stolin og glötuð greiðslu-
kort og kort með falsaðar segul-
rendur hafi verið vaxandi vanda-
mál um allan heim. Það hafi bitnað
á söluaðilum og kortaútgefendum
auk þess sem það hafi valdið kort-
höfum óþægindum. Upptaka nýja
afgreiðslumátans hafi stórlega
dregið úr svikunum.
„Pinnaðferðin er miklu öruggari
en maður verður að gæta þess að
enginn komist yfir pinnið manns.
Það má ekki geyma það í veskinu
með kortinu og það þarf einnig að
gæta þess að enginn horfi á þegar
maður stimplar það inn í örgjörva-
posann,“ segir Bergsveinn Samp-
sted, framkvæmdastjóri Korta-
lausna Valitor.
Hann leggur áherslu á að neyt-
endur taki við kvittun og skoði
hana vel þótt þeir hafi staðfest
upphæðina sem þeir greiða með
pinninu sínu í örgjörvaposa.
Komist óprúttnir aðilar yfir
bæði kortið og pinnið ber korthafi
ábyrgð á úttektum af kortinu, að
því er segir á vefsíðunni pinnid.is
þar sem er að finna upplýsingar
um notkun örgjörvakorta.
ibs@frettabladid.is
Pinnaðferðin er miklu
öruggari en maður
verður að gæta þess að eng-
inn komist yfir pinnið manns.
BERGSVEINN SAMPSTED
FRAMKVÆMDASTJÓRI KORTALAUSNA
VALITOR
Korthafi ber ábyrgð
komist þjófar yfir pinnið
NÝR AFGREIÐSLUMÁTI Gæta þarf að því að halda korti og pinni aðgreindu.
Danska utanríkisráðuneytið hefur í
samvinnu við ýmsa aðila látið þróa
app fyrir erlenda blaðamenn. Þar er
að finna upplýsingar um Danmörku,
bæðir myndir og texta, sem hægt
er að nota þegar fjallað er um land
og þjóð. Gengið er út frá því að þeir
aðilar í Danmörku sem taka þátt í
verkefninu sendi utanríkisráðuneyt-
inu efni jafnóðum. Í tilkynningu frá
danska utanríkisráðuneytinu segir
að notkunin sé endurgjaldslaus.
■ Danska utanríkisráðuneytið
Upplýsingar á appi fyrir erlenda blaðamenn
Nýtt afsláttarkort, sem kallast
Sund- og safnakortið, er komið
í verslanir. Kortið veitir aðgang
að yfir þrjátíu sundlaugum og
fjölda safna víða um land. Með
kortinu, sem er ýmist fyrir ein-
stakling eða fjölskyldu, er hægt
að fara einu sinni á hvert safn
og tvisvar í hverja sundlaug
sem taka þátt í samstarfinu.
Fjölskyldukortið gildir fyrir
tvo fullorðna og börn yngri en
18 ára.
„Markmiðið með kortinu er
að hvetja ferðamenn og ekki
síst fjölskyldufólk sem ferðast
um landið til að heimsækja söfn
og skella sér í sund á ódýran
og hagkvæman hátt, segir Jón
Hlíðar, forsvarsmaður Sund- og
safnakortsins. Hann bendir á að
kortið geti verið fljótt að borga
sig ef horft er til aðgangseyris í
sund og á söfn.
Kynningartilboð er á kort-
inu þessa dagana og kostar kort
fyrir einstakling 5.900 krónur
og fjölskyldukort 8.900 krónur.
Kortið má nálgast í verslunum
N1 og hjá verkalýðsfélögum.
Hægt er að kynna sér hvaða
sundlaugar og söfn eru í boði á
heimasíðunni www.sundogsafna-
kortid.is og líka á Facebook.
Sund- og safnakortið er sparnaðarleið fyrir ferðafólk:
Veitir aðgang að sund-
laugum og söfnum
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI Eitt fjölmargra safna sem kortið veitir aðgang að.
ÍS
L
E
N
SK
A
SI
A
.I
S
U
T
I
60
38
0
07
/1
2
MIKIÐ ÚRVAL AF VÖNDUÐUM SVEFNPOKUM FYRIR ALLAR AÐSTÆÐUR.
ÞÚ GETUR TREYST OKKUR ÞEGAR KEMUR AÐ ÚTIVIST.
TILBOÐ: 11.990 KR.
HIGH PEAK TACOMA 1600
Tilvalinn fyrir sumarið,
vorið eða haustið.
Þolmörk -4°C.
Þyngd: 1.6 g.
Fylling: Trefjar.
Almennt verð: 14.990 kr.
TILBOÐ: 52.792 KR.
TNF BLUE KAZOO
Frábær, vandaður dúnpoki,
nettur en hlýr!
Þolmörk: -9°C.
Þyngd: 1.140 g.
Almennt verð: 65.990 kr.
VERÐ FRÁ: 19.990 KR.
TNF ALEUTIAN
Vandaðir og vinsælir.
Þolmörk -5°C.
Þyngd: 1.545 g.
Fylling: Trefjar.
Til í ýmsum útgáfum.
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
SOFÐU ÚTI Í SUMAR
VERÐ FRÁ: 66.990 KR.
DEUTER NEOSPHERE
Sérlega vandaðir verðlaunadúnpokar,
rúmir og teygjanlegir.
Þolmörk: -10°C.
Þyngd: 1.320 g.
Fylling: 675+ Fill dúnn.
Fást í Glæsibæ.
er sú verðhækkun sem varð á miða í Þjóð-
leikhúsið frá árinu 2006 til ársins 2011.51,7%